Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 Messur Akraneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður: Ámi Grétar Finns- son hæstaréttarlögmaður. Sóknar- prestur. Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta á hinum almenna bænadegi kl. 11 ár- degis. Bamakór Árbæjarkirkju syng- ur í guðsþjónustunni. Prestamir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík. Ámi Bergur Sigtn-- bjömsson. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Aöalsafnaðarfundur Breiðholts- sóknar haldinn í safnaðarheimilinu að guösþjónustu lokinni. Gísli Jónas- son. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthias- son. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Kjart- an Sigurjónsson organisti prédikar og spilar við messuna. Af óviðráðan- legum ástæðum fellur messuheim- sókn til Grindavikur niður. Dómkirkjan: Messa með altaris- göngu kl. 10.30 í tilefni af heimsókn Danadrottningar. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, ávarpar hana og fylgdarlið hennar og þjónar fyrir altari ásamt dómkirkjuprest- um. Sr. Ame Bugge, dómprófastur i Kaupmannahöfn, prédikar. Dómkór- inn syngur undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. Æðm- leysismessa kl. 21, tileinkuð þeim sem leita bata eftir tólfsporaleiðinni. Sr. Karl V. Matthíasson flytur hug- leiðingu, sr. Anna Sigríöur Pálsdótt- ir leiðir samkomuna og sr. Jakob Ágúst Hjámarsson bænagiörð. Léttur söngur, reynslusaga, fyrirbæn. Kirkjan opnuð kl. 20. Állir velkomn- ir. Elliheimilið Grund: Messa kl. 14. Prestur sr. Stefán Lámsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Barnakór Fella- og Hólakirkju syng- ur undir stjórn Þórdísar Þórhalls- dóttur. Barnastarf á sama tíma. Glerárkirkja: Messa verður kl. 14. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Grafarvogskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Anna Sigríöur Pálsdóttir préd- ikar og þjónar fyrir altarl ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni og sr. Sigurði Amarsyni. Eftir guðsþjónustuna verður haldinn aðalsafnaðarfundur Grafarvogssafnaðar. Boðið verður upp á léttan hádeglsverð. Að honum loknum hefst fundurinn. Prestamir. Grindavíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Eftir messuna er aðalsaíhaðar- fundur í safnaðarheimilinu. Prestur við athafnir er sr. Hjörtur Hjartar- son. Hallgrímskirkja: Messa og bama- samkoma kl. 11. Hinn almenni bæna- dagur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Eftir messu, kl. 12.15, verður opnuö sýning á verkum Eiriks Smith í and- dyri kirkjunnar. Aðalsafnaöarfund- ur mánudagskvöld 18. maí, kl. 20.30. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir. Hjallakirkja: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvaröar- son þjónar. Prestamir. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Bama- kór Grensáskirkju syngur. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hveragerðisprestakall: HNLFÍ, guösþjónusta kl. 11. Kotstrandar- kirkja: guösþjónusta kl. 14, kirkju- ferð aldraðra. Hverageröiskirkja: Tónlistar- vesper kl. 17. Gestir verða Malcolm Holloway og nemendur HveragerðisdeUdar Tónlistarskóla Ámesinga. Jón Ragnarsson. Kópavogskirkja: Guösþjónusta kl. 14. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspltalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduhátíð kl. 11 í safh- aðarheimUinu. Leikir, söngur, tU- tekt, helgistund og griU. Hver og einn komi með eitthvað á griUiö. AU- ir velkomnir. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Lokadagur bamastarfs. Kór Laugar- neskirkju syngur. Prestur sr. Hall- dór S. Gröndal. Lágafellskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragn- arsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. HaUdór Reynisson. Norsk messa kl. 13 í tUefni af þjóðhátíðardegi Norð- manna. Prestur sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Seltjamameskirkja: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig- urður Grétar Helgason. Barnastarf á sama tíma. Að lokinni messu verður vorferð barnastarfsins. Farið að Reynisvatni. Komið heim síðdegis. Selfosskirkja: Messa kl. 10.30. Sókn- arprestur. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Ámes- ingakórinn i Reykjavík syngur undir stjóm Siguröar Bragasonar. Sóknar- prestur. Skálholtskirkja: Messa verður kl. 11. Sóknarprestur. / Afmæli Ólafur Jónsson Ólafur Jónsson skipasmíðameist- ari, Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, er níu- tíu ára i dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Lambhúshólskoti undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst upp í Vesturholtum í sömu sveit frá tveggja ára aídri og þar til hann varð sextán ára en þá flutti hann með foreldrum sínum til Vest- mannaeyja þar sem hann hefur átt heima síðan. Ólafur stundaði framan af ýmis störf til sjós og lands, var meðal annars mótoristi á vertíðarbátum. Hann settist þrjátíu og sjö ára í Iðn- skólann í Vestmannaeyjum, hóf þar nám í skipasmíði og lauk prófi með fyrstu einkunn. Skömmu eftir að Ólafur lauk námi varð hann prófdómari við Iðn- skólann í Vestmannaeyjum í ís- lensku og síðan prófdómari í öllum bóklegum greinum, að ensku und- anskilinni. Ólafur var í stjóm Iðn- aðarmannafélags Vestmannaeyja og hann söng með Karlakór Vest- mannaeyja í mörg ár. Fjölskylda Ólafur kvæntist þann 24.11. 1934 Sigríði Sigurðardóttur, f. 18.9. 1913, d. 27.1. 1969, húsmóður og sauma- konu. Hún var dóttir Sigurðar Snjólfssonar, bónda í Ey í Vestur- Landeyjum, og k.h., Þórhildar Ein- arsdóttur húsfreyju, frá Stóm-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Böm Ólafs og Sigriðar eru Sigríð- ur, f. 29.11. 1935, d. 27.7. 1968, en hún vann við skrifstofu- störf í Vestmannaeyjum; Margrét, f. 29.7.1939, hús- móðir í Vestmannaeyj- um, gift Guðmundi Valdi- marssyni vélstjóra og eiga þau fjórar dætur: Þórhildi, f. 11.2.1959, fisk- verkakonu og húsmóður í Vestmannaeyjum, Jónu Björgu, f. 26.10. 1965, bókasafnsfræðing í Vest- mannaeyjum, Sigríði, f. 8.8. 1967, fiskverkakonu og húsmóður i Vest- mannaeyjum, og Hrefnu Valdisi, f. 29.9. 1968, sjúkraliða og húsmóður í Vestmannaeyjum; Óli Þór, f. 30.3. 1942, d. 2.6. 1997, skipasmíðameist- ari og trésmiður á Selfossi en hann var kvæntur Ingunni Hofdísi Bjarnadóttur, verkakonu og hús- móður, og eignuðust þau þrjá syni: Ólaf, f. 15.8. 1967, starfsmann hjá Skógrækt ríkisins og hljómlistar- mann á Selfossi, Sigurð Árna, f. 10.6.1974, starfsmann hjá Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur og hljómlistar- mann i Reykjavík, Gunnar, f. 27.5. 1976, hljómlistarmann á Selfossi. Sonur Sigriðar Sigurðardóttur frá því fyrir hjónaband var Sigurður Matthíasson, f. 2.2.1932, d. í júlí 1934 á Landspítalanum. Ólafur eignaðist sjö alsystkini. Þau voru: Haraldur, f. 4.9. 1893, d. 23.4. 1974, bóndi að Tjömum undir Vestur-Eyjafjöllum og síðar í Miðey í Austur-Landeyjum; Gunnlaugur Júlíus, f. 31.7.1895, d. 4.9.1978, múr- ari í Vestmannaeyjum; Ingibergur, f. 12.7. 1897, d. 15.4.1960, vélstjóri og verslunarmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík; Guð- rún, f. 17.5. 1899, d. 16.3. 1992, húsmóðir í Vest- mannaeyjum; Magnús, f. 8.7. 1901, d. 3.7. 1986, sjó- maður í Vestmannaeyj- um og síðar húsvörður í Reykjavík; Sigurður, f. 28.7. 1902, d. 27.2. 1919; Guðjón, f. 3.11. 1905, d. 22.1.1965, matreiðslumað- ur í Tryggvaskála á Sel- fossi, á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Foreldrar Ólafs voru Jón Jóngeirsson, f. 10.8. 1865, í Neðradal undir Vestur-Eyjafjöflum, d. 11.4. 1940, bóndi í Vesturholtum imdir Vestur-Eyjafjöllum, og Margrét Guðlaugsdóttir, f. 13.7. 1868, á Sperðli í Vestur-Landeyjum, d. 23.12. 1937, húsfreyja. Ætt Foreldrar Jóns voru Jóngeir Jónsson, f. 29.1. 1830, d. 13.10. 1899, bóndi í Neðradal, og k.h., Gunnvör Jónsdóttir, f. 22.12. 1830, d. 1.8. 1895, húsfreyja. Foreldrar Margrétar voru Guð- laugur Jónsson, f. 15.7. 1832, d. 21.7. 1887, bóndi á Sperðli og Norður-Fífl- holtshjáleigu, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir, f. 28.7. 1830, d. 11.2. 1910, húsfreyja. Ólafur tekur á móti gestum í tilefni afmælisins í sal Verka- kvennafélagsins Snótar að Heiðar- vegi 7 í Vestmannaeyjum laugar- daginn 16. maí kl. 15-18. Ólafur Jónsson. Ólafur Árni Halldórsson Ólafur Ámi Halldórsson, fram- kvæmdastjóri og hönnuður, Stekkj- arbergi 4, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum i Keflavík 1974, stundaði nám í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Suðumesja 1976-78, og var einnig nemi hjá Húsagerð- inni hf. í Keflavík í þrjú ár. Ólafur var við nám á félagsfræði- braut öldungadeildar FS 1986-90, nam stjórnun við The University of Maryland 1991-1994 og auglýsinga- list með grafiska hönnun sem sér- grein við The American College í Atlanta 1994-96. Þaðan útskrifaðist hann sem Dúx með B.F.A-gráðu, Summa Cum Laude; verðlaunaður fyrir framúrskarandi árangur í auglýsingalist. Ólafur var við fram- haldsnám í tölvulist við Savannah College of Art and Design 1997. Ólafúr hóf vinnuferil sinn 9 ára á sildarplani Mána á Neskaupstað en síðan hefur hann unnið ýmis störf til lands og sjávar. í 9 ár rak hann fiskvinnslu og útgerð í Njarðvík og verslun og saumastofu í Keflavík ásamt fóður sínum. Hann vann um tíma hjá K.S.K. Jám og skip við skrifstofu- og verslunarstörf, hjá Sónar hf. í Keflavík í um 2 ár við skrifstofu- og sölustörf, hjá I.A.V. á Keflavíkurflugvelli við lagerstörf, hjá Gjaldheimtu Suðurnesja í Njarðvík í eitt ár og annað ár hjá V.B.K. Ólafur kenndi myndmennt og handmennt við Gmnnskólann á Hellissandi 1996-97 og jafnhliða því við blaðamennsku, ritstjórn, auglýs- ingagerð og fleira. Ólafur er nú framkvæmdastjóri og hönnuður hjá Ó, AHA auglýsingastofu ehf. í Kópa- vogi. Fjölskylda Ólafur kvæntist þann 29.7. 1994 sambýliskonu sinni í 18 ár, Jónu Þórðardóttur, f. 5.6. 1957, verka- konu. Hún er dóttir Þórðar Ásgeirs- sonar verkstjóra og Jóhönnu Páls- dóttur húsmóður. Þau eru búsett í Keflavík. Dóttir Ólafs og Jónu er Jóhanna Elisabet, f. 23.3.1982, nemandi á við- skipta- og hagfræðibraut við FG. Systkini Ólafs eru Halldór Guð- jón, f. 24.6. 1978, sjómaður í Kefla- vík, Hafdís, f. 17.9. 1968, d. 16.2. 1985 í bílslysi, Helga Sigriður, f. 1.5.1967, skrifstofumaður í Njarðvík, Kristín, f. 16.1.1961, verkakona í Garði, Sess- elja Guðrún, f. 10.9.1959, skrifstofu- kona í Njarðvík. Foreldrar Ólafs eru Halldór Al- bert Brynjólfsson, f. 22.11.1932, skip- stjóri, og Elísabet Ólafsdóttir, f. 19.7. 1937, húsmóðir. Ólafur tekur á móti gestum á heimili sínu, Stekkjarbergi 4, frá kl. 18 í dag. Unnur Jóna Geirsdóttir Unnur Jóna Geirs- dóttir húsmóðir, Sléttu- vegi 15 í Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Fjölskylda Eiginmaður Unnar Jónu er Gunnar Ingibergur Júlíusson, f. 14.1. 1922, verkamaður. Hann er sonur Ágústu Ingveldar Jónsdóttur húsmóður og Júlíusar Þorkelssonar, verka- Unnur Jóna Geirsdóttir. manns í Reykjavík. Börn Unnar Jónu og Gunnars Ingibergs eru Ragnheiður Hrefna, f. 25.6. 1950, sjúkraliði, en hún er gift Karli Hjartarsyni og eiga þau 4 börn; Snorri Ingi, f. 1952, en hann lést ungur; Sigurgeir Snorri, f. 25.4. 1953, verkamaður; Margrét Beta Sigurveig, f. 30.7. 1957, húsmóðir; Ágústína Ingveldur, f. 14.4.1960, bréfberi en hún er gift Kára Bjamasyni og eiga þau eitt bam. Alsystkini Unnar Jónu eru Guðmundur (látinn), Sigurður og Geirlaug Gróa. Hálfsystkini samfeðra em Alexander Reinholt (látinn), Lúðvík Hafsteinn, og Halldóra (látin). Foreldrar Unnar Jónu vom Geir Jónsson, verkamaður og bóndi, og Margrét Jónsdóttir verkakona. Unnur Jóna verður að heiman á afinælisdaginn. DV Ul hamingju með afmælið 15. maí 90 ára__________ Soffía Jónsdóttir, Langholtsvegi 26, Reykjavik. Sofíia tekur á móti ættingjum og vinum í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal sunnudaginn 17. maí kl. 15-19. 80 ára Helga Árnadóttir, Esjuvöllum 5, Akranesi. Ólafur Guðmundsson, Rimasíðu 23C, Akureyri. 75 ára Guðmundur G. Halldórsson kaupmaður, Höfðabrekku 13, Húsavík. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. Bjarki Elíasson, Frostaskjóli 11, Reykjavík. Guðríður Þórðardóttir, Heiðargerði 17, Vogum. 60 ára Sigurður Sverrir Guðmundsson, vélstjóri hjá Landhelgis- gæslunni, Víðihlið 28, Reykjavík. Kona hans er Valgerður Jóhannesdóttir. Þau verða stödd hjá syni sínum í Drammen í Noregi, s. 004732893963. Guðný Jensdóttir, Áskinn 3, Stykkishólmi. Hún er á Mallorca um þessar mundir. Sigurgeir Ólafsson, Efstahjalla 21, Kópavogi. Sverrir Ólafsson, Seiðakvísl 13, Reykjavík. Herdís Guðrún van der Linden, Steinahlíð 3B, Akureyri. 50 ára Gunnlaugur Björnsson, Barðstúni 3, Akureyri. Hann og eiginkona hans, Ester Stein- dórsdóttir, verða heima á afinælisdaginn e. kl. 20 og bjóða þá alla vini og kunningja er vilja samfagna þeim á þessum merku tímamótum hjartanlega velkomna til sin í Barðstúnið. Ingunn Jónsdóttir, Brautarási 13, Reykjavík. Lioudmila Moutagarova, Eiðistorgi 1, Seltjamarnesi. Teresa Chylinska, Árvöllum 4, Hnífsdal. Kristín Ingadótdr, Raftahlið 41, Sauðárkróki. Sigríður Guðmundsdóttir, Austurvegi 13, Vík. 40 ára Sveinn Þórisson, Þingholtsstræti 24, Reykjavík. BrynjóUur Erlingsson, Hjallavegi 4, Reykjavík. Hannes Halldórsson, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík. Elsa Jóna Sveinsdóttir, Kambaseli 4, Reykjavík. Sigríður Erla Eyjólfsdóttir, Réttarseli 9, Reykjavík. Stefán Halldór Kristvinsson, Hraunbæ 138, Reykjavík. Ingibjörg Ólafsdóttir, Þverási 6, Reykjavík. Ingibjörg St. Sigurðardóttir, Vikurströnd 8, Seltjamamesi. Margrét Ingimarsdóttir, Skólatúni, Vogum. Ingibjörg J. Friðbertsdóttir, Daltúni 5, Kópavogi. Guðríður Ágústsdóttir, Norðurtúni 10, Bessastaðahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.