Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 28
í iFRÉTTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓKÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ1998 Árni Sigfússon, D-lista: Ánægjulegt stökk „Það er ánægjulegt að sjá slíkt stökk upp á við á einni viku og gef- ur vonir um að við náum takmark- inu. Ég er sann- færður um að málefni okkar, lækkun skatta, fjölskyldugreiðsl- ur, Geldinganes fyrir fólk og betri skólar eru að ná í gegn,“ sagði Árni Sigfússon, oddviti D-lista, í morgun við DV. Árni sagði enn fremur: „Við erum það framboð sem leggur fram hugmyndir og borgar- búar þekkja að við stöndum við okkar orð. -SÁ Helgarblað DV: Erróá listahátíð 'Tfc Helgarblað DV á morgun ber keim af því að Listahátíð í Reykja- vík hefst þann daginn. Við birtum skemmtilegt viðtal sem Silja Aðal- steinsdóttir átti við Erró en list- málarinn verður með tvær sýningar á listahátið. Einnig er rætt við Sig- rúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara sem gaf sér tima frá tónleikaferð með Björk til að koma heim á lista- hátíð á tvenna tónleika með Caput. Hús er tekið á ungri fjölskyldu í Reykjavík sem komin er með 3 börn, móðirin 18 ára og faðirinn 21 árs. Við forvitnumst einnig um konuna sem gert hefur allt vitlaust í Noregi, hana Bergljótu Jónsdóttur , sem neitaði Björgvinjarbúum um að kyrja bæjarsönginn sinn. -bjb/sól Jóhanna Sigurðardóttir var í ræðustól á Alþingi og talaði um húsnæðisfrumvarpið fram á nótt. Þar með sló hún met Sverris Hermannssonar, fyrrum þingmanns og ráðherra. Jóhanna talar ekki meira á þinginu í bili. Þingfundir hófust aftur á ellefta tímanum í morgun. Nú er rætt um aö þingfundum verði frestað og þeir teknir upp að nýju eftir hvíta- sunnu sem er 31. maí. DV-mynd Þjetur Ríkisendurskoöandi skilaði greinargerö í gær: Svörin ekki fullnægjandi - segir Guðmundur Árni Stefánsson „Mér finnst sá kafli er lýtur að sérgreiðslum til ríkisendurskoð- anda ekki vera fuUnægjandi. Sig- urður Þórðarson svarar ekki þeim álitamálum sem upp hafa komið um það hvort greiðslur til hans séu í samræmi við lög um Kjaradóm og lög um Ríkisendurskoðun," sagði Guðmundur Árni Stefánsson alþing- ismaður í samtali við DV í gær. Guðmundur Ámi á sæti í forsætis- nefnd en Sigurður Þórðarson af- henti nefndinni greinargerð um álit sitt á þeim ávirðingum sem bornar hafa verið á hann og embættið upp á síðkastið í fjölmiðlum, ekki síst í skrifum Sverris Hermannssonar. Lög þau um Ríkisendurskoðun sem Guðmundur Ámi vitnar til kveða á um að starfsmenn Ríkisend- urskoðunar skuli vera óháðir þeim stofnunum sem hún endurskoðar hjá. Ríkisendurskoðandi tekur laun samkvæmt lögum um Kjaradóm og Kjaranefnd en 6. gr. þeirra laga tek- ur fram að það er Kjaradómur sem ákveður hvaða aukastörf tilheyra aðalstarfi ríkisendurskoðanda og hver heri að launa sérstaklega. í viðtalsþætti í Sjónvarpinu á miðvikudagskvöld upplýsti Sigurð- ur Þórðarson í viðtali við Helga Má Arthúrsson fréttamann að hann hefði óskað eftir þvi við Kjaradóm að dómurinn tæki m.a. tillit til 600 þús. kr. árlegra greiðslna, sem hann hefði fengið fram til síðustu ára- móta frá Búnaðarbankanum fyrir endurskoðunarstörf, við ákvörðun heildarkjara sinna. Sagði Sigurður að Kjaradómur hefði ekki svarað þessu erindi sínu enn, hingað til hefði Kjaradómur „ekki úrskurðað mér ne,ma nánast mánaðarlaunin". „Ég hef ekki gert upp hug minn um það hvemig framhald málsins verður hvað mig varðar eða hvort ég mun beita mér nánar í því en það mun koma í ljós. Forsætisnefndin fékk greinargerðina í hendur og menn ræddu þetta í nokkrar mínút- ur og málið verður rætt nánar síð- ar,“ sagði Guðmundur Árni. Hann sagði að endurráðning Sig- urðar Þórðarsonar hefði ekki verið rædd í forsætisnefndinni, enda þótt „styttist í það“. „Enda set ég út af fyrir sig ekkert samasemmerki milli ráðningarmála og þeirra álita- mála sem upp hafa komið um starf- semi Ríkisendurskoðunar, rikisend- urskoðanda og launamál hans. Það er síðari tíma mál,“ sagði Guð- mundur Árni. -phh Slysið á Grímsflalli: Bryndís í aðgerð Jarðfræðingurinn Bryndís Brands- dóttir og bandariski prófessorinn William Menke lentu í snjóflóði eftir að þau höfðu ná að slá upp tjaldi við hlið jeppabifreiðar þeirra sem fór fram af GrímsQalli á Vatnajökli í fyrradag. Við það skaðaðist Bryndís á hné. Þau slösuðust eftir að jeppabifreið- in féll niður um 200 metra. Það þykir kraftaverki líkast að þau skuli hafa komist lífs af úr slysinu. Bryndís þrí- brotnaði á handlegg í slysinu auk þess sem liðþófi slitnaði á öðrum fæti í snjóflóðinu. Hún gekkst undir aðgerð í gær. Menke hálsbrotnaði en mænan skaddaðist ekki og hann þarf einungis að ganga með kraga um hríð, að sögn Leifs Jónssonar, læknis á slysadeild. Bryndís og Menke náðu að komust út úr bílnum og tjölduðu þar skammt frá. Snjóflóð féll á tjaldið og þau þurftu að róta sig upp úr snjónum. Þau náðu að tjalda aftur lengra frá fjallinu og þar voru þau þegar björg- unarsveitarmenn fundu þau rúmum 9 klukkustundum eftir slysið. Leifur Jónsson læknir þekkir vel til á slysstað því hann lenti sjálfur í slysi á nákvæmlega sama stað fyrir 9 árum. „Við vorum .tveir á gönguskíðum og fórum fram af Grímsfjalli. Við hröp- uðum niður og fallið var á annað hundrað metrar. Við lentum í mjúkri mjöll og sluppum nánast ómeiddir. Þetta var ótrúlegt," segir Leifur. -RR Ingibjörg Sólrún: GÓ5 staða „Ég er þakklát fyrir þann stuðn- ing sem fram kemur i þessari könn- un og tel þetta góða stöðu miðað við þau gerningaveður sem gengið hafa af völdum sjálfstæð- ismanna," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri i morgun í samtali við DV um nýja skoðanakönn- un. Aðspurð um niðurstöður um hvort Hrannar B. Arnarsson og Helgi Hjörvar eigi að vikja af R-listanum sagði borgar- stjóri: „Þetta er góð niðurstaða fyrir þá. Kjósendur hafa eina ferðina enn sýnt og sannað að þeir láta ekki ófrægingarherferð úr herbúðum Sjálfstæðisílokksins hafa áhrif á sig. Það virðist hins vegar nokkurt hik á fólki sem er skiljanlegt og ekki óeðlilegt eftir það sem á undan er gengið," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. -SÁ Veðrið á morgun: Skúrir víð- ast hvar Á morgun er gert ráð fyrir sunnangolu, kalda og skúrum víðast hvar um landið. Sums staðar norðaustanlands verður þó þurrt og bjart veður. Hiti verð- ur 6 til 14 stig, hlýjast norðaustan til. Veðrið í dag er á bls. 37. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ ÞINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI s > o z < SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.