Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1998
15
um. Þaö á ekki að mismuna hópum. All-
ir eiga rétt á að njóta þessarar greiöslu ef
viðkomandi nýtir ekki leikskólaplássið."
Hundahald
Sif Knudsen, miðbænum:
Hvaða stefnu hafðið þið sjálfstœðismenn
í málefnum hundaeigenda í borginni.
„Við höfum komið því svo fyrir að hér
í borginni er mögulegt að hafa hunda og
þaö er grunnurinn. Ég tel að það sé mjög
mikilvægt að aðstaöa fyrir hundaeigend-
ur sé tryggö, þannig að bæði séu opin
svæöi sem þeir hafa afnot af og einnig að
við sjáum til þess að samlíf manna og
hunda í borginni gangi upp. Auðvitað
fylgir því ábyrgö að eiga hund og alltaf
verða að gilda ákveðnar reglur sem ekki
er hægt að skorast undan og það hvilir á
hundaeigendum að þeir fylgi þeim regl-
um. Annars er ég mjög á móti því aö
komið sé fram við hundaeigendur sem
annars flokks þegna eins og stundum hef-
ur viljaö brenna við.“
Sif Knudsen:
Ef þið vœruó hér vió stjórnvölinn,
mynduó þið virkilega leyfa tívolí á hafnar-
bakkanum sem er algjörlega óþolandi fyr-
ir okkur sem búum hér í miðbœnum?
„Ég verð að viðurkenna að ég stelst í
tívolí með bömunum mínum. Viö höfum
hins vegar lagt áherslu á aö á ákveðnum
tima að kvöldlagi væri reynt að draga
niður i hávaðanum. Um þetta hafa kom-
ið fram ýmsar hugmyndir sem við mun-
um að sjálfsögðu skoða."
Dýr menning
Svavar Cesar:
Reykjavíkurborg á aó vera ein af menn-
ingarborgum Evrópu árið 2000. Ég hef
heyrt að það muni kosta svimandi upp-
hœðir og á sama tíma er skorió niöur ann-
ars staóar.
„Ég tel að það sem við gerum fyrir
Reykjavíkurborg sem menningarborg
árið 2000 muni nýtast okkur áfram. Því
finnst mér áhugavert að taka þátt í því að
hér verði byggt tónlistarhús og ýmsir
möguleikar í listum verði nýttir til þess
að gera þær að sterkum atvinnugreinum
og allt eins útflutningsvöru. Ég lít þannig
á að með slíku séum við aö fjárfesta í
framtíðinni.“
Kristján Hreinsson:
Ég bý í Breiðholti og þarf oft aó fara í
miðbœinn. Mér þykir það taka fulllangan
tíma og mig langar að spyrja hvaða hug-
myndir flokkurinn hefur varóandi það aó
létta umferöarþunga.
„Við höfum lagt áherslu á það að gera
umferðina greiðari. Þetta tengist mislæg-
um gatnamótum, til dæmis við Breið-
holtsbraut og Reykjanesbraut og síöan á
Miklubraut og Kringlumýrarbraut
þannig að umferðin geti fengið að flæða
áfram. Það dregur úr slysahættu og
mengun, en þaö hefur sýnt sig þar sem
mælingar hafa verið gerðar á þessum
leiðum. Það þarf meiri umferðarstjórnun
þar sem umferð úr ákveðnu hverfi flæðir
í eina átt. Það er til dæmis hægt að gera
meö því að breyta götum sem hafa veriö
tvístefnuleiðir í einstefnuleiðir. Þannig
er hægt að stýra umferð miklu betur.
Jón Ármann Héöinsson,
Kópavogi:
Á velmektardögum D-listans sótti ég sex
sinnum um lóð, bœði einn og með öðrum.
Þrisvar var mér hafnað og þrisvar fékk ég
ekki svar. Munuö þið fara í sama farið aft-
ur, pólitískt?
„Árið 1982, þegar sjálfstæðismenn tóku
við borginni, komust menn út úr því
punktakerflsrugli sem vinstrimenn höfðu
komið á. 1982 hófst uppbygging Grafar-
vogssvæðisins og eftir það hefur ekki
vantað lóðir í borginni, nema þá á þessu
kjörtímabili. Sjálfstæöismenn munu jafn-
an tryggja það að það sé nægt lóðafram-
boð í borginni."
Árni Jónsson:
Finnst þér að D-listinn hafl fengið hlut-
lausa umfjöllun DV í þessari kosninga-
baráttu?
„Ég tel aö það hafi skort á hlutlausa
umfjöllun hjá DV. Það er greinilegt hver
ritstjómarstefnan er, þó að það sé ekki
endilega blaðamönnum að kenna sem um
málin fjalla. Ég vil þvi greina á milli um-
flöllunar blaöamanna og ritsflómarstefn-
unnar. Ég tel að hún hafi ekki verið okk-
ur hliöholl og þaö liggur nokkuð ljóst fyr-
ir. Blaðið er frjálst að því að hafa sína
skoðun en ég vænti þess að blaðamenn,
fagmenn, láti þá stefhu ekki hafa áhrif á
sin skrif. Þá væri illa komið fyrir fijálsu
óháöu blaði.“
Ólöf Ólafsdóttir:
Skólar á Ártúnsholtinu og uppi í Selási
eru of litlir. Þegar nemendur fara í átt-
unda bekk eru þeir fluttir í Árbcejar-
skóla. Hafið þið lausn slíkra mála?
„Gailinn við Árbæjarskóla er að
nemendur sem koma þangað til
þess að fara í efri bekki grunnskóla
fá oft á tilfinninguna aö þeir séu
aðkomumenn eða gestir i skólan-
um. Formið sem er notað í Haga-
skóla, þangað sem nemendur koma
úr öðrum skólum til þess aö fara í
efri bekkina, en enginn þeirra hefur
„alist upp“ í skólanum, er betra. Það
væri betra ef Árbæjarskóla væri skipt
í að vera hrein unglingadeild svo að
nemendur fái ekki þessa slæmu að-
komumannatilfmningu."
Stefán Ásgeirsson:
Finnst þér það
vera góð kosning-
abarátta að
benda frekar á
ókosti mót-
frambjóóend-
anna heldur
en kosti
frambjóð-
endanna
sjálfra?
„í kosn-
ingabar-
áttu ber
okkur
skylda
til þess
að
ræða
mótheijanum um leið og okkur ber
skylda til þess aö benda á meö hvaða leið-
um má ná árangri. Viö höfúm gert hvort
tveggja í okkar kosningabaráttu og mun-
um gera það áfram.“
Guðrún Sigurðardóttir:
Hvaó hefóuó þið gert öðruvisi í málefn-
um eldri borgara ef þið hefðuö verió við
stjórnvölinn á síóasta kjörtímabili?
„Við hefðum ekki hækkað fasteigna-
gjöld eldri borgara um 27%, við hefðum
ekki hækkað strætisvagnafargjöldin um
100% og við hefðum ekki hækkaö gjöld
fyrir heimaþjónustu verulega. Við hefð-
um hins vegar skipulagt þjónustu við
aldraða, sérstaklega verðandi hjúkrun,
eins og við gerðum á síðasta kjörtima-
bili.“
Þóra Þorvaldsdóttir:
Þegar málefni fatlaóra flytjast frá ríki
yfir til sveitarfélaga munuó þió þá taka
betur á málunum en gert er í dag ef þið
náið meirihluta?
„Málefhi fatlaðra eru vandmeðfarin,
þó að í krónum talið sé það ekki eins
mikið verkefni að flyfla þau yfir til sveit-
arfélaganna og aö flyfla grunnskólana. Þó
að ekki sé komin dagsetning á tilflutning-
inn þurfum við strax að fara að huga að
þessum málum.
Það eru
margir
ólíkir
þætt-
ir
betur
fara
sem veröur að huga að og við sjálfstæðis-
menn erum þegar famir að sifla fundi
með fulltrúum Þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalagsins."
Kom við kaunin
Jón Guðmundsson:
Þú innleiddir raunverulega samkeppni
um iógjöld bílatrygginga, sem varó til þess
að bifreióatryggingar lœkkuðu. Hefurðu
fundið fyrir því að menn hugsi þér þegj-
andi þörfina og óski þess gjarnan að þú
tapir kosningunum?
„Ég hef náttúrlega fundið fyrir þvi aö
menn hugsi mér þegjandi þörfina, en
hvort það gengur svo langt að sjálfstæðis-
menn dreymi um að ég tapi þessum slag,
það vil ég ekki segja. Það er alveg ljóst að
ég hef komið við kaunin á ýmsum sjálf-
stæðismönnum, en það eru alls staðar, í
öllum þjóðfélögum, aðilar sem vilja
tryggja sina hagsmuni og þegar þeim er
ógnaö þá bíta þeir frá sér. Og það eru
ýmsir sjálfstæðismenn sem gera þaö og
þá eru þeir ekki að horfa á gildi sam-
keppninnar sem mín hugmyndafræði
gengur út á. Þá eru þeir eingöngu að
hugsa um að hún gildi annars staðar en í
þeirra ranni.
Flóttinn úr Reykjavík
Kristján Kristjánsson:
Nú hefur þú lofaó aó lœkka skatta
borgarbúa um tugþúsundir á fjölskyldu.
Þér hefur tekist vel upp meó bifreiðatrygg-
ingamar, en hvemig í ósköpunum œtlar
þú að fara aó þessu?
„Viltu ekki bara treysta mér fyrir þessu
eins og bifreiðatryggingunum? En i alvöru
talað þá má líta á málið í heild eins og sam-
keppnismál: Að hluta til byggist staðan á
samkeppni, í þessu tilfelli samkeppni milli
sveitarfélaga. Ef við bjóðum ekki góðar
íbúðalóðir, þá fer fólk annað. Það leitar þá
í önnur sveitarfélög sem bjóða betur, eins
og í Kópavog. Á fyrstu þremur mánuöum
þessa árs fluttu 60% þeirra sem komu inn
á höfuðborgarsvæöið til Kópavogs, en
aðeins 20% til Reykjavíkur, og á
síðasta ári sjáum við að
60% þeura sem fluttu
til Kópavogs komu
úr Reykjavík. Töl-
urnar eru
þannig að þó
að Kópavogur
sé aðeins
fimmtung-
ur af
stærð
Reykja-
víkur miö-
að viö
íbúaflölda
þá fluttu
fleiri ein-
staklingar
til Kópa-
vogs en
til
Reykja-
vikur.
Til aö geta lækkað skattana í Reykja-
vik þá þarf vitanlega aö bæta ýmsa þætti
í sflómkerfinu sem miða að því aö ein-
falda sflómkerfíð og það tel ég okkur geta
gert, sérstaklega af því viö sjáum hvem-
ig R-listinn hefur þanið það út. Við getum
dregiö saman og einfaldað sflómkerfið.
En við eigum ekki síður möguleika
með því að laða að fleiri íbúa þannig að
fleiri taki þátt í að greiða í sameiginlega
sjóði. Við nýtum hagkvæmni stærðarinn-
ar. Þá verður þjónusta okkar hlutfalls-
lega hagkvæmari og við getum lækkað
skatta. Þetta er ólík leið við það sem R-
listinn er að gera. Hann einfaldlega
hækkar skatta til að auka tekjurnar í
borgarsjóö. Það þýðir að einstaklingamir
fara aö horfa i önnur sveitarfélög, sjá
kosti þeirra og flyfia. Við segjum: Við get-
um lækkað skatta, viö getum skapað hér
aðlaðandi íbúðahverfi þannig aö fólk leiti
hingað og ekki síður að borgarbúar fari
ekki héðan. Þetta er leiðin.
Sigrún Stefánsdóttir:
Ég á tvœr dœtur sem eru meö 2 börn
hvor á leikskólaaldri sem eru hálfan dag-
inn á leikskóla. Fá þœr heimsendar
greiðslur upp á 25 þúsund krónur á mán-
uði nái fjölskyldustefna þín fram að
ganga? Og ef svo er, erum þaó ekki við
eldra fólkið sem erum aó greiða þetta af
okkar sköttum?
„Þær eiga rétt á þessu vali, og þær eiga
rétt á því að fá fiölskyldugreiöslur, en ef
þær nýta greiðslur hálfan daginn þá
helmingast greiðslur til þeirra. Við ætl-
um ekki að gera mun á þvi hvort Reykja-
víkurborg er að greiða niður leikskóla
eða aðrar lausnir eða leiðir vegna um-
önnunar bamsins.
Staðreyndin er sú að það stefnir í að
99% bama i hverjum árgangi fari á leik-
skóla og þaö stefhir allt í aö það sé heils-
dagsvistun. Þannig að við erum að horfa
á það að hvert pláss er niðurgreitt um 28
þúsund krónur á mánuði í rekstrarkostn-
að. Síðan kostar 1,2 milljónir að byggja
hvert pláss þannig að við segjum einfald-
lega að fólk eigi val um að fá þessa
greiðslu beint. Það sem sparast hjá borg-
inni er þá byggingarkostnaöurinn."
Anton Angantýsson:
Ég er meó beina spumingu sem lýtur að
innri málefnum Sjálfstœóisflokksins. Ég
hef heyrt aó þú œtlir á nœstu vikum að
skipuleggja betri tengingu í gegnum
hverfafélögin, og meó því þykist ég sjá að
þaó takist aó efla tengsl okkar sjálfstœðis-
manna úti í hverfunum og ykkar fulltrú-
anna í borgarstjórninni. Er þetta rétt?
„Þetta er rétt.“
Hækkuð húsaleiga
Steinar Marinósson:
Um mánaðamótin júní-júli veróur stór
hcekkun á leigu hjá borginni, en hve stór?
„Hún verður reiknuð út í hveiju til-
felli. Hjá ákveðnum hópi hækkar leigan
en lækkar hjá öðrum. Það fer eftir því
hvaða tekjur menn em með og reyndar
eftir því í hvaða húsnæði þeir era. Það
virðist vera hugmyndin að þeir sem búa
eftir mælikvörðum borgaryfirvalda held-
ur rúmt fái á sig hækkun, og þá er rætt
um að þeim bjóðist annað húsnæði,
minna. Ég hef reyndar spurt hvemig þeir
ætli að fara að þessu, og það era reyndar
ekki enn komin svör en þaö er verið að
fara yfir það. Þaö er mismunandi eftir
flölskyldustærð og stærð íbúðar.
Bjöm Guðmundsson:
Veróa fjölskyldugreiðslumar skatt-
skyldar?
„Þær verða framtalsskyldar og ef fólk
hefur tekjur að einhveiju ráði þá hefúr
þetta áhrif á þær. Þetta eru mál sem hver
fiölskylda þarf að fara yfir og reikna út
en það liggur alveg Ijóst fyrir aö eins og
staðan er i dag eru þetta tekjur sem koma
inn sem slíkar og hafa áhrif á skattinn.
Trausti Ellasson:
Hvaó hefði Sjálfstœðisflokkurinn gert ef
sams konar mál og þeirra Hrannars og
Helga hefðu komið upp innan framboðs-
listans?
„Slik mál hefðu orðið meira áberandi í
prófkjöri og ég geri ráð fyrir að þessir
menn hefðu ekki komist inn á listann.
Þeir hefðu síast út í prófkjörinu. Það er
full ástæða til að minna á aö þessi mál
tvímenninganna komu upp og fóru af
stað í prófkjöri R-listans. Það era jafhvel
til einstaklingar sem á hafa verið bornar
sakir en engar sannanir hafa veriö lagð-
ar á borðiö og þeir hafa þurft að gjalda
orðróms, en það er annars konar mál.