Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI1998 Bríet Pátursdóttir: Hutti bömin í hjóna- herbergið og opnaði búð Bríet Pétursdóttir er 35 ára snaggaraleg nng kona búsett á Djúpavogi. Bríet hefur alitaf veriö ákveðin og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna enda hóf hún eigin atvinnurekstur að- eins nítján ára gömul. Þá opnaði hún barnafataverslun í bamaher- berginu í íbúð sinni. Bríeti hafði lengi fundist á skorta að úrval barnafata væri nægjanlegt á Djúpavogi auk þess sem hana langaði til að hafa eitthvað fyrir stcifni samhliða móðurhlutverk- inu. „Ég stofnaði BH-búðina í bama- herberginu og flutti krakkana yfir í okkar herbergi. Það leið þó ekki á löngu áður en húsnæðið var orð- ið alltof lítið og þá tókum við okk- ur til og byggðum bílskúr við íbúð- ina okkar. Svo leiddi eitt af öðru og fyrr en varði var ég farin að selja allt frá saumnálum upp í bor- vélar og reiðhjól," segir athafna- konan unga. Þar sem verslunin var í heima- húsi var opnunartíminn óhefð- bundinn allt frá byrjun. Bríet seg- ir fólk oft hafa bankað uppá hjá sér ef það vanhagaði um eitthvað hvort sem var á virkum dögum eða um helgar. „Það var greinilega þörf fyrir verslun af þessu tagi og þegar við fluttum í aðra íbúð ákváðum við að reisa verslunarhúsnæði í mið- bænum.“ Fólksflóttinn slæmur Bríet hefur nú rekið verslun sina í fimmtán ár og segist helst vilja halda því áfram því starfið sé afar skemmtilegt. Eiginmaður Brí- etar byrjaði einnig snemma i at- vinnurekstri en hann hefur rekið sérleyfisbíla Hjartar Ásgeirssonar í næstum tuttugu ár. „Við vorum bæði mjög ung þegar við byrjuð- lun og Hjörtur var tvítugur þegar hann stofnaði sitt fyrirtæki. Þetta er samt ekki eins og gaman og áður því það er svo margt að breytast í þjóðfélaginu þessar stundimar. Ég finn talsvert fyrir aukinni samkeppni og stórmark- aðstriðinu fyrir sunnan. Þá er rekstrargrundvöllur sérleyfisbíla í verulegri hættu og ekki annað að sjá en að þeir muni leggjast af eins og staðan er i dag. Ástandið er fremur slæmt á landsbyggðinni i dag og maður heldur vissulega að sér höndum. Fólksflóttinn er nokkuð sem við höfum miklar áhyggjur af og bara héðan frá Djúpavogi hafa um 80 manns flutt burt síðustu tvö árin. Þetta er sorgleg staðreynd og kannski fer svo að maður verður bara að flytja verslunina til Reykjavíkur, hver veit?“ segir Brí- et Pétursdóttir verslunarkona að lokum. -heb Bríet var aöeins nítján ára þegar hún hóf aö selja barnaföt á Djúpavogi. Hún hefur nú rekið verslunina í fimmtán ár. DV-mynd heb tmmmfe ■ Otrúlegt ...eigum takmarkað magn af 1200 snúninga AEG þvottavéla á aðeins var áður kr. 91.900,- st.gr. B R Æ Ð U R N I R | Allar AEG þvottavélar eru framleiddar í Þýskalandi | Traust varahluta- og viðgerðaþjónusta u Aðalatriðid er ab vera með.. NIKE BUÐIN Laugavegi Slmh 562381 .. öðruvísi vinnur þú ekki neitt!!.. íþróttagetraun Vísis og Nikebúðarinnar Frísport er á www.visir.is Fylgstu með - Nýskemmtileg spurning á hverjum virkum degi og þú getur tekið þáttfimm sinnum í viku! Meðal vinninga eru Nike Airmax hlaupaskór, Nike gönguskór, Nike æfingagalli, Nike bolir... www visir is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.