Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Side 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
23
íþróttir
Iþróttir
ÚRVALSDEILD
I fyrsta sinn frá 1977 var leikið á
aðalvelli Laugardalsvallar í 1. um-
ferð. Aðeins þrisvar hefur verið leik-
inn deildarleikur á vellinum í maí frá
þvi aö 10 liöa deild var komið á 1977;
1978 (21. maí), 1979, (29. maí) og 1994
(27. maí).
Þróttarar spiluöu í gær sinn fyrsta
leik í efstu deild í 13 ár. Það er met í
10 liða deild en Leiftur 1988-1995 og
tBV 1983-1990 þurftu að bíða í 7 ár.
Lengsta biö í efstu deild er hjá liði
frá ísafirði en það var í efstu deild
1962 og svo aftur 1982 eða með 20 ára
millibili.
Keflavik leikur í kvöld útileik uppi á
Skaga en liöiö hefur tapað 6 útileikj-
um I röð og nálgast nú óðum met
Hauka(1979) og Víkinga (1992-1993)
sem eru 9 tapleikir á útivelli í röð.
ÍA spilar sinn 18. heimaleik við
Keflavík í 10 liða efstu deild en það
hefur unnið 13 heimaleiki af þeim 17
sem liðin hafa leikið uppi á Skaga til
þessa.
Skagamenn hafa unnið 3 siðustu
leiki við Keflavík uppi á Skaga og
skoraöi í þeim 16 mörk gegn 2. Með-
alskor lA í þessum leikjum er því 5,3
mörk.
ÍR veröur 11. liðiö sem þreytir
frumraun sina i 10 liða efstu deild. 5
af þeim 10 sem hafa komið fyrst upp
í efstu deild frá 1977 hafa fallið á
fyrsta ári en 3 á öðru ári.
Aöeins Grindavík, sem er enn i
deildinni, og Víðir, sem hélt út í þijú
ár 1985-87, hafa haldiö sér uppi í
meira en tvö ár.
ÍR vann 3 af 5 leikjum sem liðið spil-
aði í Grindavík í næstefstu deild
1990-1994 en liðin mætast þar í kvöld.
KR og Valur mætast í 41. skiptið frá
1977 í kvöld. Þetta verður 21. heima-
leikur KR gegn Val frá sama tíma en
af þessum 20 hafa þeir leikið 13 á sín-
um heimavelli. Af þeim 7 sigrum sem
KR hefur unnið á Val i sínum heima-
leik hafa 5 verið á KR-vellinum.
Valur vann KR síöast í deildinni
1991, þá 1-0 með sigurmarki Sævars
Jónssonar, en KR hefur unnið 3 leiki
gegn Val á KR-vellinum i röð.
Valsmönnum hefur aðeins tekist að
skora 2 mörk á KR-vellinum í 8 leikj-
um frá 1990. Þetta gerir Valsmark á
KR-vellinum að meðaltali á 360 mín-
útna fresti.
Annaö þessara marka var sigur-
mark Sævars Jónssonar 1991 og hitt
skoraði Hörður Magnússón 11-6 tapi
í fyrra. Milli þessara marka liðu 522
leikmínútur án þess aö Valur skoraði
á KR-vellinum.
Valsmenn hafa skorað úr 21 vlti í röö
allt frá 1985 en þeir hafa ekki misnot-
aö víti í efstu deild í 13 ár.
Þaö var einmitt á KR-vellinum sem
síðast misfórst víti hjá Val er Stefán
Jóhannsson, markvörður KR, varði
frá Sævari Jónssyni 8. júlí 1985.
Skagamönnum er nú spáð öðru sæt-
inu í deildinni sjöunda árið í röð.
Þannig hefur þeim í öll skiptin frá
því þeir komu upp 1992 verið spáð 2.
sætinu en aöeins i fyrra fóru spá-
menn rétt með sæti ÍA.
-ÓÓJ
Bland í noka
Karlakvöld KR verður haldiö á Hót-
el Borg á föstudagskvöldiö. Ingólfur
Margeirsson verður ræðumaður og
Bogi Ágústsson veislustjóri. Miðar
fást í KR-heimilinu og Spörtu á
Laugavegi.
Stuöningsmannafélag Knatt-
spyrnufélags tA verður stofnað í
kvöld klukkan 19 í félagsaöstöðunni á
Jaðarsbökkum. Tilgangur félagsins
er að taka virkan þátt i umíjöllun um
knattspymu á Akranesi.
Þrír leikir vom i sænsku úrvals-
deildinni í gærkvöld. Malmö sigraði
Halmstad, 5-0. Sverrir Sverrisson átti
góöan leik hja Malmö. Ólafur örn
Bjamason kom inn á í síðari hálfleik.
Hácken tapaói heima fyrir Fröl-
unda, 0-1, og Elfsborg sigraði öster,
2-1.
Stefán Þóröarson var í byrjunarliði
öster en var tekinn út af i síðari hálf-
leik. -GH/JKS/EH
Fer Arnar til
Anderlecht?
- belgíska stórliðið vill kaupa hann frá AEK Aþenu
Belgíska stórliðið Anderlecht
vill kaupa Amar Grétarsson frá
AEK í Grikklandi. Anderlecht er
tilbúið að greiða ó bilinu 40-80
milljónir króna fyrir Arnar, sem
hefúr átt mjög gott tímabil með
AEK og verið einn jaflibesti leik-
maður liðsins, en það hafnaði í
þriðja sæti í grísku deildakeppn-
inni og komst í átta liða úrslit í
Evrópukeppni bikarhafa.
Club Brugge, belgísku meistar-
amir, sýndu Arnari mikinn áhuga
á dögunum, eins og fram kom í DV,
og hafa nú endumýjað
hann. AEK vill þó gera
allt til að halda Amari
og hefur boðið honum
nýjan fjögurra ára
samning en hann átti
tvö ár eftir af gamla
samningnum.
„Þetta eru mjög
spennandi hlutir, ekki
síst vegna þess að ljóst
er að mikil alvara er í
málinu hjá Anderlecht
sem vill um leið kaupa
gríska landsliðsmið-
herjann Nikolaidis
frá AEK. Fulltrúi frá
Anderlecht kom
hingað til Aþenu og
ræddi við mig og
stjóm AEK og hann
sagði mér að félagið
myndi gera allt til
þess að endurheimta
belgíska meistaratit-
ilinn sem það hefur
ekki unnið í þrjú ár.
Club Brugge hafði
verið að fylgjast meö mér en hefur
nú haft samband og beðið mig að
skrifa ekki undir neitt nema gefa
þeim tækifæri líka,“ sagði Amar í
samtali við DV í gærkvöld.
Arnar kann mjög vel við sig í
Grikklandi en segir boö Ander-
lecht mjög freistandi. „Þetta er
stórt félag sem ætlar sér mikið og
það yrði eflaust mjög góður kostur
að fara til Belgíu," sagði Amar
Grétarsson.
-VS
Þjóöverjinn Jens Paeslack, hinn nýi framherji Eyjamanna, á hér í höggi viö Kristján Jónsson, varnarmann Þróttara, í opnunarleik íslandsmótsins í knattspyrnu í gær.
Á innfelldu myndinni er Steingrímur Jóhannesson aö skora fyrsta mark íslandsmótsins og fagnar því meö viöeigandi hætti. DV-myndir Brynjar Gauti
Þróttarar sprækir
- veittu meisturum ÍBV harða mótspyrnu í opnunarleik íslandsmótsins
I beinni
á Vísi
Leikur Þróttar og
ÍBV var í „beinni"
á íþróttavefnum á
netmiðlinum Vísi í
gærkvöldi. Á með-
an útvarps- og sjón-
varpsstöðvar máttu
ekki sýna eöa lýsa
frá leiknum gátu
lesendur Vísis
fylgst með gangi
mála jafnóðum,
fylgst með fæmm,
mörkum og öðmm
markverðum atvik-
um.
Iþróttadeild DV
sá um lýsinguna.
Köttararnir voru mjög líflegir í stúkunni í Laugardalnum í gær.
NBA í nótt:
Utah nú með
gott forskot
Staða Utah Jazz gegn LA Lakers í
undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfúknatt-
leik er nú orðin mjög góð. Utah vann LA Lakers
öðru sinni i nótt, 99-95, og Utah leiðir nú, 2-0.
Karl Malone skoraði 33 stig fyrir Utah en
John Stockton átti einnig mjög góðan leik og
skoraði 22 stig. Shaquille O’Neal skoraði 31 stig,
Eddie Jones 19 og Byron Fischer 12.
Jordan bestur enn eitt áriö
Michael Jordan var í nótt útnefndur besti
leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn á
ferlinum. -SK
Meistarar Eyjamanna fengu held-
ur betur mótspymu gegn nýliöum
Þróttar í opnunarleik íslandsmótsins
í knattspymu á Laugardalsvelli í
gærkvöld. Þróttcu-ar sýndu það með
frammistöðu sinni að þeir em til alls
vísir í hinni erfíðu deild í sumar.
Eyjaménn björguðu andlitinu með
jöfhunarmarki á elleftu stundu. Það
má með sanni segja að mótið hafi að
þessu sinni hafist með miklum krafti
og fjöri, sex mörk vom skoruð í
leiknum en liðin skildu jöfn, 3-3, þeg-
ar upp var staðið og miðað við gang
leiksins verða það að teljast sann-
gjöm úrslit.
Steingrímur Jóhannesson
gerði fyrsta mark mótsins
Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum
og vom meira með boltann. Þróttar-
ar sýndu meisturunum enga virð-
ingu og léku af skynsemi. Leikurinn
hafði ekki staðið yfir í nema fjórar
minútur þegar fyrsta markið á mót-
inu varð staðreynd. Þar var að verki
Steingrímur Jóhannesson og var vel
að þessu marki staðið.
Þróttarar létu þetta mark ekki slá
sig út af laginu og aðeins sjö mínút-
um síðar vom þeir búnir að jafna
metin. Hinn eldfljóti Hreinn Hrings-
son nýtti sér vamarmistök Eyja-
manna og skoraði af stuttu færi.
Hreinn er baneitraður i sóknarleik
Þróttara og er ljóst að mótherjar
þeirra í sumar þurfa að hafa góðar
gætur á þessum sóknarmanni.
Eftir jöfnunarmark Þróttar færðist
jafnræði yfir leikinn en baráttan var
engu að síður í öndvegi hjá báðum
liðum. Undir lok fyrri hálfleiks áttu
Steingrimur og Þjóðverjinn Jens Pa-
eslack ágæt færi fyrir Eyjamenn en
Fjalar Þorgeirsson, markvörður
Þróttar, varði vel í bæði skiptin.
Þróttarar mættu ákveðnir til leiks
í síðari hálfleik og vom þá betri aðil-
inn lengstum. Þeir vom meira með
boltann og leikur þeirra var mark-
vissari en Eyjamanna sem áttu þó
sin tækifæri.
Tómas Ingi Tómasson jafnaði fyrir
Þrótt með góðum skalla og Hreinn
Hringsson var síðan aftur á ferðinni
með þriðja markið og var vel að því
staðið. Það stefndi allt í óvænt úrslit
en Eyjamenn voru á öðru máli og
Sigurvin Ólafsson jafnaði beint úr
aukaspymu 30 sekúndum fyrir leiks-
lok.
Þróttur sýnd veiði en ekki
gefin í sumar
Af leik Þróttara í gærkvöld mátti
álykta að þeir verða sýnd veiði en
ekki gefin í vetur. Hreinn Hringsson
og Tómas Ingi Tómasson vom spræk-
ir í fremstu víglínu og Fjalar sterkur
í markinu.
Eyjamenn verða að gera betur en
þetta ætli þeir sér að halda titlinum.
Að vísu em nokkrir leikmenn frá
vegna meiðsla en breiddin er sterk.
Steingrimur Jóhannesson og Hlynur
Stefánsson voru góðir. Þjóðverjinn
Jens Paeslack er góður og liðinu
mikill styrkur. -JKS
Sigurvin Ólafsson:
Vorbragur á leik okkar
„Það var ánægjulegt að sjá boltaim fara í netið
og úr því sem komið var getum viö verið sáttir við
stigið. Þetta var færi fyrir vinstrifótarmann en ég
var ákveðinn í aö taka þessu spymu og skora og
bæta fyrir færið sem ég klúðraði í stöðunni 2-1.
Viö misstum dampinn í síðari hálfleiknum eftir að
hafa verið sterkari í fyrri hálfleiknum. Það er enn-
þá vorbragur á leik okkar en við vitum hvað við
getum eins og við sýndum í fyrra. Við þurfum ým-
islegt að laga og þegar við höfum gert það og end-
urheimt menn úr meiðslum verðum við vonandi
sterkir,” sagði Sigurvin Ólafsson Eyjamaður.
-GH
Tómas Ingi Tómasson:
Hefði þegið þrjú stig
„Þetta var svolítiö svekkjandi þama í lokin en það er
aldrei hægt að bóka sigur gegn ÍBV. Eyjamennirnir eru
sjóaðir i að spila í efstu deildinni og vita hvað þarf á með-
an okkar liö er frekar ungt og óreynt. Ég held að jafntefli
hafi verið sanngjörn úrslit.
Við vorum lengi í gang en þegar mesti skrekkurinn
var farinn af okkur og við þorðum að spila boltanum fór
þetta að ganga betur. Það er aldrei leiðinlegt að skora og
auðvitað var gaman aö skora gegn gömlu félögunum.
Maður hefði þegið 3 stig en það var ekkert við markinu
hans Sigurvins að gera. Svona færi er eins og vítaspyrna
fyrir hann,“ sagði Tómas Ingi.
-GH
Þróttur, R. (1)3
ÍBV (2)3
0-1 Steingrímur Jóhanneson (4.) fékk
sendingu frá Paeslack og skoraði undir Fjalar
i marki Þróttar.
1- 1 Hreinn Hringsson (11.), eftir
vamarmistök ÍBV skoraði hann af stuttu færi.
1-2 Jens Paeslack (29.). Steingrímur
Jóhannesson átti sendingu fyrir markiö og
beint á kollinn á Paeslack sem skallaði af
öryggi í netið.
2- 2 Tómas Ingi Tómasson (76.) með
skalla eftir góða fyrirgjöf frá Ásmundi
Haraldssyni.
3- 2 Hreinn Hringsson (81.) með skalla
eftir homspymu frá Gesti Pálssyni.
3-3 Sigurvin Ólafsson (90.), beint úr
aukaspymu af 20 metra færi.
Lið Þróttar; Fjalar Þorgeirsson @ -
Þorsteinn Halldórsson, Kristján Jónsson,
Amaldur Loftsson, Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson - Logi Jónsson (Ásmundur
Haraldsson 71.), Gestur Pálsson @, Páll
Einarsson, Ingvar ólason - Hreinn Hringsson
0, Tómas Ingi Tómasson @.
Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson - Jón Helgi
Gíslason, Zoran Miljkovic, Hjalti
Jóhannesson, Hlynur Stefánsson @,
Sigurvin Ólafsson @, Ingi Sigurðsson (Sindri
Grétarsson 72.), ívar Ingimarsson @
Steinar Guðgeirsson - Steingrímur
Jóhannesson @, Jens Paeslack @.
Markskot: Þróttur 11, ÍBV 13.
Hom: Þróttur 4, ÍBV 4.
Gul spjöld: Vilhjálmur (Þrótti), Miljkovic
(ÍBV).
Dómari: Kristinn Jakobsson, ágætur.
Áhorfendur: 1847, met á heimaleik hjá
Þrótti.
Skilyrði: Völlurinn laus í sér. Veður stillt
og um 6 stiga hiti.
Maður leiksins: Hreinn Hringsson,
Þrótti. Gerði mikinn usla með hraöa
sinum, sivinnandi allan tímann. Til að
kóróna leik sirni skoraði hann tvö góð
mörk í leiknum.
Bland i poka
Davíö Jónsson, GS, sló vallarmetið á
Hvaleyrarvelli á vormóti Hafnar-
fjarðar i golfi sem fram fór um helg-
ina. Davíð, sem sigraði á mótinu, lék
á 67 höggum en gamla metið átti
Sveinn Sigurbergsson, GK, 69, en
hann varð i 2. sæti á mótinu með 73 högg.
Þórdís Geirsdóttir, GK, sigraöi án
forgjafar í kvennaílokki með 85 högg,
Helga Gunnarsdóttir, GK, lék á 89 og
Björk Ingvadóttir, GK, á 95 höggum.
Helga sigraði meö forgjöf á 75 högg-
um.
Halldór B. Jóhannsson varð í 8.
sæti af 40 keppendum í undankeppni
á heimsmeistaramótinu í þolfimi sem
fram fór á Sikiley um helgina. Jó-
hanna Rós var í 26. sæti af 42 kepp-
endum í undankeppninni í kvenna-
flokki.
-GH
Landsliðskona úr
Everton «1ÍBV
- ætti að styrkja lið ÍBV verulega í sumar
■ ÚRVALSDEILD
Nýliöar hafa 7 sinnum áður spilað
við meistara í fyrsta leik en aldrei
tekist að vinna. Þrisvar hafa
meistaramir hafið titilvömina á sigri
gegn nýliðum og fjórum sinnum
hefur orðið jafntefli.
islandsmeistarar hafa aðeins 6
sinnum af 21 skipti tekist aö vinna
sinn fyrsta leik i titilvöm. 9 sinnum
hafa þeir tapað fyrsta leik og 7
sinnum gert jafntefli.
6 sinnum af 21 skipti hafa meistarar
varið titil sinn en það hafa samt bara
gert tvö félög; IÁ (5 sinnum) og
Víkingur (1).
Þróttarar skoraðu eflir 11 minútur
og því entist markaleysi þeirra á
heimavelli siðan 1985 í 434 mínútur
sem er fimmta lengsta bið eftir marki
á heimavelli í 10 liða efstu deild.
Tómas Ingi Tómasson, Þrótti,
skoraði fyrir sitt fjórða félag í gær og
jafnaði þar met í 10 liða efstu deild
sem fjórir aörir eiga. Tómas Ingi
hefur skorað fyrir ÍBV(17), KR(14) og
Grindavík(7).
Aörir sem eiga metið eru Helgi
Bentsson, Grétar Einarsson og Andri
Marteinsson. Andri á möguleika á að
skora fyrir sitt fimmta félag skori
hann fyrir Leiftur í sumar.
Gunnar Már Másson leikur ekki
fyrstu tvo leikina með Keflvikingum
vegna meiðsla.
-ÓÓJ/JKS
Ensk landsliðskona í knatt-
spymu, Karen Burke, er á leið til 1.
deildarliðs ÍBV í knattspymu og
mun leika með liðinu í sumar.
Burke er 27 ára gömul og hefur
átt fast sæti í enska landsliðinu síð-
ustu fimm árin.
Hún leikur með Everton og í
stöðu miðjumanns. Hún skoraði
mark fyrir enska landsliðið gegn
því hollenska á dögunum.
Missir af tveimur leikjum
Burke kemur til landsins i næstu
viku og missir þar af leiðandi af
tveimur fyrstu leikjum ÍBV í deild-
inni. Hún leikur með Eyjamönnum
í þriðju umferð íslandsmótsins og
ætti að styrkja liðið verulega.
Sænska stúlkan Joan Nilson, sem
lék með ÍBV í fyrra og stóð ekki
undir væntingum sem til hennar
voru gerðar, er hætt í knattspymu.
-SK
Draumalið DV
Vegna þrengsla í blaðinu er
ekki hægt að birta tflvisunar-
númer draumaliða í dag en
nokkuð af liðum bíður enn birt-
ingar. Þeir sem skráðu lið sín
sjálfir i gegnum netmiðilinn Vísi
fá sín lið birt þar innan skamms.
Landsímadeildin á Lengjunni!
m v
Grindavík - ÍR
Grindavík - ÍR (0-1)
KR - Valur
KR - Valur (0-1)
Leiftur - Fram
Leiftur - Fram (0-1)
ÍA - Keflavík
"í X O 7G 2 2,80
1,90
3,40 4,15 1,40
1,85 2,75 2,90
3,40 4,15 1,40
2,10 2,65 2,55
3,80 4,60 1,30
1,70 2,85 3,25
2,95 4,10 1,50
^LANDSSÍMA
DEILDIN ______
5T
LE
’oJTKo:
www. 1x2.