Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Síða 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
Spurt í ísafjarðarbæ
Hver veröa
kosningaúrslitin?
Gunnar Friðflnnsson: Fram-
sókn vinnur líklega á en þó er
ekki gott að segja því D-listin er
með perlu i efsta sætinu.
Bernharð Hjaltalín: Þetta fer 3-
3-3.
Karl Ásgeirsson: Ég reikna
með meirihluta D-listans og hin-
ir fái tvo hver.
Lára Lárusdóttir: Ég held því
miður að D-listinn nái meiri-
hluta.
Kristján Pálsson: Það er alveg
ljóst að þetta fer 4-4 fyrir D- og K-
lista. Framsókn fær svo einn
mann.
Sigríður Sigursteinsdóttir:
Þaö er mikil óvissa um úrslit en
ég held að D-listinn og K-listinn
fái 4 menn hvor. Framsókn fær
einn mann.
Sveitarstjórnarkosmngar 1998
Kosningar í ísafjarðarbæ:
Barist gegn fækkun
Frá ísafjarðarbæ þar sem átök um skólamál hafa einkennt pólitíkina á kjörtímabilinu svo sem oft áður. DV-mynd gva
ísafjarðarbær er samsettur úr
sex sveitarfélögum. Sameining ísa-
fjarðar, Suðureyrar, Flateyrar og
Þingeyrar, auk minni sveitarfélaga,
varð að veruleika á kjörtímabilinu
eftir nokkur átök. Hið sameinaða
sveitarfélag glímir við miklar skuld-
ir og fólksfækkun sem vart hefur í
annan tíma verið meiri. Á kjörtíma-
bilinu var kosið til sameiginlegrar
sveitarstjómar og þá fékk D-listinn
4 menn kjöma. A-listinn fékk einn
mann og B-listinn sömuleiðis. G-list-
inn fékk einn mann og V-listi einn.
Loks vann Funklistinn stórsigur,
fékk tvo menn kjöma. Nú hefur
framboðum fækkaö niður í þrjú. D-
listinn býður fram sérlista, sem og
Framsókn. A-flokkamir bjóða siðan
fram sameiginlega ásamt óháðum
og Kvennalista.
Fyrstu skref sameiginlegrar bæj-
arstjómar hins nýja sveitarfélags,
sem skipuð er 9 bæjarfulltrúum,
einkenndust af hatrömmum átökum
sem vöktu athygli þjóðarinnar þó
fæstir skildu til hlítar um hvað mál-
ið snerist. Pólitíkin í ísafjarðarbæ
hefur í gegnum tíðina þótt skrautleg
og margar kempur hafa lotið í lægra
ÍSAFJARÐARBÆR A ias%
- úrslit kosninga '96 B: 12,8%
D: 37,2%
haldi en náð sér aftur á strik. Á yfir-
standandi kjörtímabili hafa bæjar-
fulltrúar ekki bmgðist þeim sem
gaman hafa af slíkum hasar. Meiri-
hluti sjálfstæðismanna og krata
sprakk með látum í haust og bæjar-
stjórinn tók hatt sinn og staf og hélt
á svæði sem friðsælla er. Sjálfstæð-
isflokkurinn klofnaði og nýr meiri-
hluti settist að völdum með öðm
klofningsbrotinu ásamt krötum og
framsóknarmönnum. Þaö sem varð
meirihutanum að falli var ágrein-
ingur mn nýjan grannskóla sem
hluti Sjáifstæðisflokks vildi að yrði
í úreltu frystihúsi Norðurtangans.
Bæjarstjórinn samdi við Þróunar-
sjóð um kaup á húsinu í því skyni
og þá fór allt á annan endann og eft-
ir nokkurt þóf sprakk meirihlutinn.
Nú em þrjú framboð í ísafjarðarbæ.
Sjálfstæðisflokkurinn býður fram
sameinaður aftur en aðeins einn
bæjarfulltrúa flokksins gefur kost á
sér að nýju. Það er reyndar núver-
andi oddviti sem situr í fimmta sæti
og nær því ekki inn í bæjarstjórn
nema hreinn meirihluti náist.
K-listinn kennir sig við Framfara-
félag ísafjarðar og að honrnn standa
A-flokkamir, Kvennalisti og óháðir.
Þar er sömuleiðis aðeins einn bæj-
arfulltrúi sem möguleika á til setu í
nýrri bæjarstjóm. Framsóknar-
flokkurinn býður fram undir eigin
merkjum og þar er nýr maður í
efsta sæti.
Málefni grunnskólans em áber-
andi í umræðunni en þó er merki-
legt að ekkert framboðanna er með
skýra og ótviræða stefnu i því
hvemig leysa skuli húsnæðismál
grunnskólans á ísafirði. Enginn tal-
ar lengur um að hann verði í húsi
Norðurtangans en óljósar hugmynd-
ir era á sveimi. Því er svo að sjá að
þetta hápólitíska mál sem varð
meirihlutanum að falli sé í þeim far-
vegi að ekki muni brjóta þar á að
nýju. Öll þrjú ffamboðin leggja
áherslu á atvinnumál í því skyni að
snúa við þeirri óheillaþróun sem
lýsir sér í gífurlegum fólksflótta
undanfarin ár. -rt
Bima Lárusdóttir, D-lista:
Stöðvum fólks-
flóttann
„Þaö er ekkert launungarmál að
héðan flytur fólk og margir sem ef-
ast um að hér geti vaxið samfélag
umffam það sem er í dag. Það þarf
að stöðva þessa
þróun en við ger-
um það ekki á
einni nóttu. Ein
leiðin er sú að
koma þeim skila-
boðum til ann-
arra landsmanna
að það sé búandi
hér. Það em mjög
margir haldnir Bima Lárusdóttir,
þeirri meinloku D‘lis,a-
að hér sé óbúandi vegna veðurfars
og ýmissa uppákoma í náttúmnni.
Ég trúi því að þessu sé hægt að
breyta," segir Birna Lámsdóttir,
efsti maður á D-lista Sjálfstæðis-
flokksins.
„Ef við ætlum að búa hér verðum
við að fá hingað fleiri íbúa og passa
aö þeir sem hér búa vilji vera áfram
og þá þurfum við að fá hingað nýja
íbúa. Ég bendi á skýrslu Byggða-
stofnunar þar sem segir að það séu
fleiri sem vilja flytja út á land af
höfuðborgarsvæðinu en þeir sem
vilja flytja af landsbyggðinni þang-
að. Við þurfum að ná í fólkið sem er
í þessum þankagangi. Við höfum
dæmi um að hreppar hafa lagst af.
Ef þróunin heldur áfram em jaöar-
byggðir, svo sem Þingeyri, i hættu
og síðan kemur að ísafirði og allir
flykkjast til Reykjavíkur. Það vant-
ar stefnumótun í þessum málum.
Þetta snýr að öllum rekstrarþáttum
bæjarins.
Bæjarfélagið er mjög skuldsett og
þar verðum við strax að bregðast
við. Þetta snýst þó auðvitað allt um
fólk og því færri sem em því meiri
skuldir em á hvem og einn. Við
þurfum fyrst og fremst að fá hingað
fleira fólk og skapa þannig grand-
völl fyrir öflugri þjónustu á öllum
sviðum."
Guöni Jóhannesson, B-lista:
Skólamálin
mikilvægust
„Aðalmálið er skólamálið og að
leysa húsnæðisvandamál skólans.
Þetta brennur á öflum íbúum tsafjarð-
arbæjar og okkur hefur verið legiö á
hálsi fyrir að hafa ekki stefhu í þessu
máli. Við höfum verið gagnrýnd fyrir
að vilja ekki byggja á þessum stað
fremur en öðrum en málið er einfald-
lega að það era sífeflt að koma fram
nýjar tillögur í þessum. málum. Á
borgarafundi í gær kom fram enn ný
tiflaga um þetta mál þar sem gert er
ráð fyrir byggingu á Torfhesi og við
auglýsum bara eftir nánari útfærslum
til að geta áttað okkur á því hvaða
kostur er bestur með tifliti til kostnað-
ar og hvemig eigi að framkvæma
það,“ segir Guðni Jóhannesson, efsti
maður á B-lista Framsóknarflokks.
,Atvinnumálin em geysilega mikil-
væg og ég bind miklar vonir við að
fiskvinnslufyrirtækin hér nái að
byggja sig upp og efli þannig samfé-
lagið. Þá þarf bæjarsjóður að stuðla að
enn frekari uppbyggingu þó hann
komi ekki að því
fjárhagslega með
beinum hætti.
ísafjarðarbær er
samansettur af
nokkmm hverfum
þar sem ýmislegt
þarf að gera. Á
Suðureyri vantar
Guðni Jóhannes- iþróttahús fyrir
son, B-iista. unga fólkið. Á Flat-
eyri þarf að huga að grunnskólanum
og á Þingeyri vofa yflr uppsagnir
kennara. Að öllu þessu þarf að huga
og taka á af festu og ákveðni."
Bryndís Friðgeirsdóttir, K-lista:
Bætta ímynd
Vestfjarða
„Við erum svolitið að slást við at-
gervisflótta. Við þurfum að vinna
meira heimavinnuna okkar og laða
hingað fólk og fyrirtæki. í því ljósi
þurfa heimamenn að beita áhrifum í
því að knýja fram breytingar á stjóm
fiskveiða. Undirstaðan er fiskurinn og
til að geta haldið áfram að skapa þarf
sá þáttur að vera í lagi,“ segir Bryndís
Friðgeirsdóttir, efsti maður K-listans
á ísafirði.
„Við þurfum að skapa jákvæða
ímynd Vestfjarða og þar er mikilvægt
að til komi fjöl-
breyttara atvinnu-
líf. Þá þarf að gera
umhverfið meira
aðlaðandi til að
fyrirtæki komi
hingað. Við erum
með dýrmæt
mannvirki á svæð-
inu en reyndar
vantar grunnskóla ^9eirs-
á Isafirði. Það hafa dótt,r’ K'lis,a-
verið pólitísk áflog um það hvar skól-
inn á að standa. Það er á hreinu að
skólinn verður byggður en hvar er
eitthvað sem þarf ákvörðim um. Það
má þó ekki gleyma að skóli er miklu
meira en hús og það þarf að vemda
vel starfið innan hans. Það em því all-
ir möguleikar til að taka við fleira
fólki á svæðið. Stjómvöld þurfa að
móta stefnu um það hvort byggja eigi
landið allt. Það er engin stefna, sem er
afleitt. Við Vestfirðingar þurfum enga
notaða seðla að sunnan eins og komu
með Vestfjarðaaðstoðinni frægu.“ -rt
Framboöslistar á ísafirði
B-listi:
1. Guðni Geir Jóhannesson
framkvæmdastjóri.
2. Guðrún Hólmsteinsdóttir
lögfræðingur.
3. Jón Reynir Sigurvinsson
aðstoðarskólameistari.
4. Ástvaldur Magnússon
bóndi.
5. Ingibjörg Vignisdóttir
afgreiðslumaður.
6. Erla Eðvaldsdóttir
húsmóðir.
7. Sigurður J. Hafberg
forstöðumaður.
D-listi:
1. Birna Lárusdóttir
fjölmiðlafræðingur.
2. Ragnheiður Hákonardóttir
leiðsögumaður.
3. Hildur Halldórsdóttir
liffræðingur.
4. Pétur H.R. Sigurðsson
mjólkurbússtjóri.
5. Þorsteinn Jóhannesson
yfirlæknir.
6. Sigurður Þórisson
fiskverkandi.
7. Kristín Hálfdánsdóttir
skrifstofumaður.
K-listi:
1. Bryndis Friðgeirsdóttir
svæðisstjóri.
2. Sigurður R. Ólafsson,
formaður Sjómannafélags
ísfirðinga.
3. Sæmundur K. Þorvaldsson
dúnverkandi.
4. Lárus Valdimarsson
stundakennari.
5. Sigríður Bragadóttir
verkakona.
6. Elísabet Gunnlaugsdóttir
leikskólakennari.
7. Jóhann Bjarnason
fiskverkandi.