Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Qupperneq 33
T~>Tr ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 37 Victoria Chaplin og Jean- Baptiste Thierré. Ósýnilegi hringurinn Ósýnilegi hrmgurinn er sirkus sem hlotiö hefur frábæra dóma og mikla aðsókn víða um heim. Victor- ia Chaplin og Jean-Baptiste Thierré eru sirkuslistamenn sem bregða sér í allra kvikinda líki með töfrabrögð- um, látbragöi, loftfimleikum, leiklist og ótrúlegum búningaskiptum. Þeim til aðstoðar eru endur, kaninur og dúfur sem láta sig hverfa. Þau troð- fylltu öll hús þegar þau skemmtu í Kaupmannahöfn þegar hún var menningarborg Evrópu 1996. WftWMWHll Victoria Chaplin er dóttir fræg- asta gamanleikara sem uppi hefur verið, Charlie Chaplin, og er greini- legt að hún hefur erft eitthvað af hæfileikum fóður síns til að tjá sig án orða. Victoria hafði eitthvað ver- ið að fikta við kvikmyndaleik áður en hún hitti Jean-Babtiste Thierré sem er einn þekktasti leikari Frakka. Er hann margreyndur og á að baki leik í öllum helstu leikbók- menntum heimsbókmenntanna. Auk þess hefur hann leikið í kvik- myndum, meðal annars í Trúðum sem Federico Fellini leikstýrði. Fjórar sýningar verða á Ósýni- lega sirkusnum í Þjóðleikhúsinu, sú fyrsta í kvöld, kl. 20, og önnur á sama tíma annað kvöld. Gegn vímuefnum Ólafur Öm Haraldsson alþingismað- ur stendur fyrir opnum hádegisverðar- fundi á Hótel Borg á morgun undir yfir- skriftinni Gegn vímu- efnum. Á fundinum verður sjónum fyrst og fremst beint að for- vörnum. Fyrirlesarar era: Árni Einarsson, Áslaug Þórarinsdóttir, Haraldur Finnsson, Steinunn V. Óskarsdóttir og Hildm- Sverrisdóttir. Fundartíminn er frá kl. 12-13.30. Lauf Lauf, samtök áhugafólks um floga- veiki, verður með almennan fræðslu- fund í kvöld kl. 20.30. Fundurinn verð- ur í sal Félags heyrnarlausra, að Laugavegi 26. Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir taugasjúkdómalæknir flytur fyr- irlestur og er umræðuefnið Ýmislegt um flogaveiki. Samkomur Stefna Bandaríkjanna gagnvart Bosníu og Kosovo Stuart M. Seldowitz flytur erindi á fundi SVA og Varðbergs í Skála, 2. hæð í norðurálmu Hótel Sögu, kl. 17.15 í dag. Seldowitz er sérstakur ráðgjafi forseta Bandarikjanna varðandi fram- kvæmd Dayton-samkomulagsins. Framtíðarmöguleikar hafnfirskrar æsku Foreldraráð Hafharfjarðar stendur fyrir opnum fundi um skólamál með fulltrúum allra framboðslista til kom- andi bæjarstjórnarkosninga í Hafnar- firði. Fundurinn verður haldinn í Álfa- felli, íþróttahúsinu við Strandgötu í kvöld kl. 20. Yfirskriftin er: Hverjir era framtíðarmöguleikar hafnfirskrar æsku til menntunar og starfa? Gaukur á Stöng: Soma og Soðin fiðla Það verða stórtónleikar á Gauknum í kvöld þar sem fram koma tvær af framsæknari rokksveitum landsins í dag, Soma og Soðin fiðla. Það er mikið að gerast hjá báðum sveit- um um þessar mundir og því spennandi að vita hvað þær hafa fram að færa. Skemmtanir Soma hefur undanfarið legið í strangri æfingatöm þar sem áherslan hefur verið lögð á að vinna nýja tónlist. Afrakstur þeirrar vinnu mun koma í ljós í kvöld. Útvarpshlustendur hafa þó þegar fengið að heyra forsmekkinn að því sem koma skal því lagið Náð hefur undanfarið hrellt alla þá sem halda að einungis megi spila gleðipopp á þessum tíma árs. Það eru ákveðin tímamót hjá Soð- inni fiölu um þessar mundir því á morgun mun annar gítarleikara sveitarinnar halda til útlanda til Soðin fiðla er önnur tveggja hijómsveita sem skemmta á Gauknum í kvöld. nokkurra mánaða dvalar og því verða þetta kveðjutónleikar hans í bili. Því ætti spilagleði piltanna að vera með mesta móti. Fiðlan verður þó ekki lögð í töskuna á meðan beð- ið er eftir týnda syninum heldur mun hljómsveitin halda áfram störf- um þó það verði með öðrum for- merkjum en áður. Ljóst er því að þeir sem leggja leið sína á Gaukinn í kvöld ættu að fá talsvert fyrir ómakið, í það minnsta heilan helling af rokki og róli. Veðrið í dag Yfirleitt bjart veður Við Norður-Noreg er 995 mb. lægð sem fjarlægist. Fyrir vestan land er 1.028 mb. hæðarhryggur sem þokast suðaustur á bóginn. Suður af Hvarfi er nærri kyrrstætt lægðasvæði. Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt og víða skýjað fram eft- ir degi. Suðvestan- og vestangola eða kaldi norðvestan til en hægari ann- ars staðar. Skýjað með köflum með vesturströndinni en yfirleitt bjart veður annars staðar í dag. Hiti á bil- inu 4 til 12 stig, hlýjast austan tiL Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg suðvestlæg eöa breytileg átt og skýjað með köflum og hiti 4 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.50 Sólarupprás á morgun: 3.58 Síðdegisflóð í Reykjavik: 24.52 Árdegisflóð á morgun: 0.52 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaó 1 Akurnes skýjað 5 Bergstaðir skýjaó 1 Bolungarvík léttskýjað 1 Egilsstaðir 1 Keflavíkurflugv. skúr á síö.kls. 4 Kirkjubkl. alskýjað 6 Raufarhöfn heiðskírt -1 Reykjavík skýjaó 4 Stórhöfði skýjaó 5 Helsinki léttskýjað 16 Kaupmannah. léttskýjaó 14 Osló skýjaó 12 Stokkhólmur 14 Þórshöfn skúr á síð.kls. 7 Faro/Algarve þokumóöa 18 Amsterdam léttskýjaö 12 Barcelona þokumóóa 16 Chicago léttskýjaö 23 Dublin léttskýjaó 11 Frankfurt léttskýjaö 12 Glasgow hálfskýjað 12 Halifax skúr 10 Hamborg léttskýjaó 11 Jan Mayen hálfskýjað -2 London léttskýjað 12 Lúxemborg heiðskírt 15 Malaga skýjaó 16 Mallorca þokumóöa 16 Montreal heiðskírt 14 París heiöskírt 16 New York skýjaó 21 Orlando þokumóöa 19 Róm heiðskírt 14 Vin rigning 13 Washington heióskírt 15 Winnipeg heióskírt 15 Góð færð á þjóðvegum Góð færð er á þjóðvegum landsins. Vegna aur- bleytu eru öxulþungatakmörk allvíða um norðan- vert landið og eru þeir vegir merktir með tilheyr- Færð á vegum andi merkjum. Yfirleitt er miðað við ásþunga upp á sjö tonn, þó minna sums staðar. Á leiðinni Ara- tunga-Gullfoss er verið að lagfæra veginn. Ástand vega 4^ Skafrenningur la SteinKast E) Hálka Ófært 0 Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (J) Fært flal,abí|áni Natalía Ósk Litla stúlkan á mynd- inni, sem fengið hefur nafnið Natalía Ósk, fædd- ist 23. mars kl. 19.26 á Barn dagsins fæðingardeild Landspítal- ans. Hún var við fæðingu 3880 grömm að þyngd og mældist 52 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Linda Camilla Mart- insdóttir og Björn Krist- inn Rúnarsson. Jennifer Lopez og Sean Penn. U-beygja í U-tum sem Stjömubíó sýnir segir frá seinheppnum smáglæpa- manni, Bobby Cooper, sem Sean Penn leikur. Hann er á leiö til Las Vegas til að borga gamla spila- skuld meö rússnesku mafluna á hælunum. Bifreið hans bilar í miðri eyðimörkinni. Honum tekst að koma bílnum í viðgerð og ákveður að skoða næsta smábæ sér til dundurs meðan gert er við bílinn. Þar hittir hann hina fögra og lostafúllu a Grace McKenna og ** íí Kvikmyndir bjargar henni úr vanda. Fyrir vikið býður hún hon- um heim til sín og hann þiggur boðið. Heima hjá Grace fær Bobby ekki bara að fara í sturtu og hressingu á eftir heldur dregur Grace hann á tálar. Þegar leikur- inn stendur sem hæst kemur eig- inmaðurinn og refsar Bobby harö- lega fyrir að brjóta boðorðin á svona óforskammaðan hátt. Bobby kemst burtu við illan leik - en eiginmaðurinn kemur á eftir honum og vill friðmælast við hann og biður hann að gera sér smágreiða, nefnilega að drepa létt- lyndu og fallegu eiginkonuna. ... Nýjar myndir: Háskólabíó: Deep Impact Laugarásbió: Shadow of Doubt Kringlubíó: Mouse Hunt Saga-bíó: The Stupids Bíóhöllin: Fallen Bíóborgin: Out To Sea Regnboginn: American Wer- ewolf in Paris Stjörnubíó: U-turn Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ19. 05. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenni Dollar 71,190 71,550 72,040 Pund 115,920 116,520 119,090 Kan. dollar 49,160 49,460 50,470 Dönsk kr. 10,4770 10,5330 10,4750 Norsk kr 9,4930 9,5450 9,5700 Sænsk kr. 9,1650 9,2150 9,0620 Fi. mark 13,1240 13,2020 13,1480 Fra. franki 11,8960 11,9640 11,9070 Belg. franki 1,9336 1,9452 1,9352 Sviss. franki 47,9600 48,2200 49,3600 Holl. gyllini 35,3900 35,5900 35,4400 Þýskt mark 39,9000 40,1000 39,9200 it. líra 0,040400 0,04066 0,040540 Aust sch. 5,6680 5,7040 5,6790 Port. escudo 0,3893 0,3917 0,3901 Spá. peseti 0,4695 0,4725 0,4712 Jap. yen 0,523100 0,52630 0,575700 írskt pund 100,680 101,300 99,000 SDR 94,330000 94,89000 97,600000 ECU 78,6100 79,0900 78,9600 Símsvari vegna gengisskréningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.