Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Page 36
 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR lí: c/j o t- LO lo Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1998 Loðnuviðræður í Rúgbrauðinu Sendinefndir frá íslandi, Noregi og Grænlandi hófu samningavið- ræður í Rúgbrauðsgerðinni í gær og freista þess að ná nýjum samning- ^ um um skiptingu loðnuveiða þess- ara þjóða. í núgildandi samningi mega íslendingar veiða 78% loðnu í sameiginlegri lögsögu þessara landa og Grænland og Noregur 11% hvort. Lítið sem ekkert hefur hins vegar veiðst af loðnu í norskri lögsögu við Jan Mayen en Norðmenn hafa veitt sinn kvóta við ísland og Grænland. ísland og Grænland hafa því sagt núgildandi samningi upp og gera ís- lendingar kröfu til um 85-86% kvót- ans og Grænlendingar vilja líka aukinn kvóta. Frá fundinum. DV-mynd Hilmar Þór I viðræðunum nú taka þátt emb- ættismenn, auk fulltrúa útgerða og sjómanna frá öllum löndunum, og á viðræðum að vera lokiö á morgun. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags íslands, sagði í samtali við DV í morgun að formannanefndir hitt- ust í dag. Samningar yrðu að nást núna, að öðrum kosti lægi fyrir að engir samningar giltu milli þessara þjóða á næstu loðnuvertíð. -phh Þróttur og ÍBV í „beinni" Opnunarleikur íslandsmótins í knattspymu, sem var á milli nýliða Þróttar og íslandsmeist- ara ÍBV, var í „beinni" á íþrótta- vefnum á netmiðlinum Vísi í gærkvöldi. Á meðan útvarps- og sjónvarpsstöðvar máttu ekki sýna eða lýsa frá leiknum, þar sem ekki hafa náðst samningar við þýska fjölmiðlafyrirtækið UFA, gátu lesendur Vísis fylgst með gangi mála jafnóðum, fýlgst með færum, mörkum og öðrum markverðum atvikum frá leikn- um. Það var Iþróttadeild DV sem sá um lýsinguna. -GH Margrét Þórhildur Danadrottning og fylgdarlið hennar hafa gert víðreist um landið undanfarna daga. Nú hefur drottningin hins vegar kvatt íslendinga að sinni. Höklar drottningar verða þó eftir á sýningu í Þjóðminjasafninu sem stendur til 7. júní. DV-mynd GVA Sala hvalspiks Bastesens til Nóatúns veldur titringi: •• Formaður heimilislækna: Úrskurðurinn „Úrskurður Kjaranefndar í mál- efnum heimilislækna markar tíma- mót,“ segir Katrín Fjelsted, formað- ur Félags ís- lenskra heimilis- lækna. Það sem helst stendur upp úr segir hún vera vaktafríin. „Það hefur aldrei verið inni í samning- um heimilis- lækna að þeir fái frí út á vaktir sínar. Nú er reiknað með að hámarki tveimur vikum fyrir tólf staðnar vaktir.“ Katrín segir enn fremur að sjúk- lingafjöldi á hvem heimilislækni hafi áður verið 1500 sjúklingar svo hægt væri að segja að um fullt starf væri að ræða. Þetta hafi valdið óþægindum og verið læknum erfitt, sérstaklega á landsbyggðinni. Nú sé hins vegar búið að lækka töluna niður í 1000. „Auðvitað er ég mjög ánægð,“ segir Katrín. -ÞHS Katrín Fjelsted. Ongulson hotar Bastesen illu 14 ára velti bíl DV, Ósló: „Þetta er mjög flókið pólitískt og lagalegt mál. Ég sé í fljótu bragði ekki aðra lausn einfaldari en að Steinar Bastesen dragi umsókn sína um útflutningsleyfi á hval- spiki til baka,“ segir Peter Angel- sen, norski sjávarútvegsráðherr- ann, við DV um þann vanda sinn að hvalfangarinn Steinar Bastesen hefur samið við verslunina Nóa- tún um sölu á 100 tonnum af hval- spiki. Um hvort sjávarútvegsráðherr- ann hygðist þá beita Bastesen þrýstingi til að leysa málið sagði Angelsen: „Ef það er hægt þá mun ég gera Bastesen ábyrgan fyrir öll- um þeim skaða sem kann að hljót- ast af þessum útflutningi. Ég vil einfaldlega að hann hætti við allt,“ sagði Angelsen. Vandi Angelsens er að hann einn má gefa leyfi til útflutnings á sjávarafurðum, sé leyfis þörf, og nú uppfyllir Bastesen öll skilyrði fyrir útflutningi. Lögspekingar í norsku sjávarútvegs- og utanríkis- ráðuneytunum telja að ekki sé heimilt að neita Bastesen um leyf- ið þar sem leyfi til innflutnings á íslandi er fyrir hendi. Angelsen hefur þvi á réttu að standa í að eina færa leiðin sé að fá Bastesen til að hætta við allt. Við þeirra ósk hefur Bastesen ein- falt svar: Aldrei. Bastesen sótt um leyfið fyrir jól og hefur verið dreginn á svari síð- an. Angelsen sagðist fyrst ætla að svara eftir jólafriið en annað hvort er fríinu ekki lokið - eða Angelsen hefur tekið sér enn lengri frest. Við DV sagði Angelsen á dögun- um að Bastesen fengi svar eftir ársfund Alþjóða hvalveiðiráðsins. Fundurinn stendur nú í Óman og Bastesen er þar vígreifur. Angel- sen situr hins vegar heima og íhugar hvernig Bastesen verði talið hughvarf. Hvalavinir líta þetta mál mjög alvarlegum augum og Sea Shepard hefur m.a. beðið bandarísku for- setahjónin að hlutast til mn að spikið fari ekki til íslands. -GK 14 ára drengur slapp ómeiddur þegar hann velti bil í Brekkudal í Dýraflrði í gær. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var drengurinn einn í bilnum. Drengurinn telst mjög heppinn að hafa sloppið ómeiddur að sögn lög- reglu. Bíllinn fór margar veltur og er mikið skemmdur. -RR Þessi stóri flutningabíll var fenginn til að flytja geysistóra gufutúrbínu til Nesja- valla. Túrbínan er 72 tonn og á að nota hana i Nesjavallavirkjun. DV-mynd S Vanfær kona í árekstri Vanfær kona, komin sjö mánuöi á leið, slasaðist lítillega í tveggja bOa árekstri í Mosfellsbæ í gærdag. Áreksturinn varð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þverholts. Konan var flutt á slysadeild .Áverk- ar hennar voru ekki taldir alvarleg- ir. Talið er að fóstrið hafi ekki sakað. -RR Frá árekstrinum. DV-mynd S Veðrið á morgun: Hlýjast ^J5£ fyrir •yo — austan Á morgun verður norðvestan sl kaldi norðaustan til en hæg vest- læg átt sunnan og vestan til. Skýj- að verður allra vestast en annars .... _...y léttskýjað og hiti 5 til 12 stig, hlýj- ast suðaustan til. Veðrið í dag er á bls. 37. _ / SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ RINNI UPPSKRIFT PAR SEM PU RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.