Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. MAI1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centmm.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Enn fórna kóngarnir peði Engum dylst að Kerfið endilangt, allt frá viðskiptaráðherra niður í fyrrverandi stjómarmenn Lindar, ákvað að sópa málefnum hins gjaldþrota fyrirtækis undir teppið. Nú hafa umræður á Alþingi sprengt málið fram í dagsljósið. Þá er bmgðið á gamalkunnugt ráð. Kóngarnir fórna peði. Málstökin hafa á sér nákvæmlega sama blæ og nýlegt hneyksli sem spratt af laxveiðum og óhóflegri risnu Landsbankans. Hver bar þá ábyrgð? Ekki viðskiptaráð- herrann. Ekki bankaeftirlitið. Ekki Ríkisendurskoðun. Ekki bankaráðið. Bankastjórunum var fórnað og málinu lokað. Sami hvítþvottur er á ferðinni gagnvart Lind. Nú telja menn þörf á rannsókn á málefnum Lindar. En hver ber ábyrgðina á því að fyrir tveimur árum var ekki farið að ábendingum Ríkisendurskoðunar sem kvað „brýnt“ að hefla slíka rannsókn? Ekki bankaráðið. Ekki Bankaeftirlitið. Ekki banka- stjórnin. Ekki viðskiptaráðherrann. Ekki Ríkisendur- skoðun, sem hefur þó sjáífstæðan íhlutunarrétt og bar skylda til að krefjast rannsóknar ef hún taldi hennar þörf. Hvað olli sinnaskiptum hennar? Kerfiskóngarnir læsa saman klónum og verja hver annan. Þeir bera enga sök. Þeir grípa enn á ný til peðsfórnarinnar. Peðið sem athygli fjölmiðla, Alþingis og almennings á að snúast um er framkvæmdastjóri Lindar. Hann á einn að taka alla sök. Vitaskuld eiga menn að standa ábyrgir gerða sinna. Hafi framkvæmdastjórinn brotið lög, eins og líkur eru leiddar að í tveggja ára gamalli greinargerð Ríkisendurskoðunar, þá á mál hans að sæta rannsókn samkvæmt fyrirmælum laga. En hvers vegna var ekki ráðist í hana fyrir tveimur árum þegar ábendingar Ríkisendurskoðunar komu fram? Af því það kom Kerfinu illa. Það var miklu þægilegra fyrir alla að málið kæmist aldrei á vitorð almennings, Alþingis og fjölmiðla. Framkvæmdastjórinn var innanbúðarmaður í stjórnmálaflokki. Hann nýtur enn skjóls sama flokks. Stjórnarformaður Lindar hf. á sínum tíma var félagi í sama flokki. Fyrrverandi bankastjóri staðhæfir að flokkurinn hafi beitt áhrifum sínum til að kæfa málið. Viðskiptaráðherrann lét sig hafa það á Alþingi fyrir tveimur árum að greina ekki frá upplýsingum sem hann hafði þegar hann var inntur eftir tapi Landsbankans vegna Lindar. Þó liggur fyrir að hann hafði þá bæði bréf formanns bankaráðs og greinargerð Ríkisendurskoðunar um það undir höndum. Hér skal tekið undir með Morgunblaðinu, sem segir í ritstjómargrein á fimmtudag: „Það er alvarlegt mál að gefa Alþingi ekki réttar upplýsingar eða halda upplýsingum frá Alþingi með einhverjum hætti.“ Það á eftir að koma í ljós hversu alvarlegt það er að mati þingsins sjálfs. Bankastjóramir gáfu rangar upplýsingar og fuku fyrir vikið. Fyrir fjórum árum sagði ráðherra af sér og var gefið að sök að hafa sýnt dómgreindarleysi. Hvað er það kallað þegar menn gefa Alþingi ekki réttar upplýsingar? Framkvæmdastjóri Lindar verður að sjálfsögðu að standa fyrir sínu. En fleirum hafa orðið á alvarleg mistök í tengslum við málefni Lindar hf. Það er ódrengilegt ef kóngarnir ætla að fórna peði til að sleppa sjálfir. En það eru að verða viðtekin varnarviðbrögð Kerfisins. Össur Skarphéðinsson Nýtt Balkanstríð? Sú yfirlýsing utanríkisráðherra NATO-ríkjanna á fimmtudag að bandalagið sé reiðubúið að senda herlið til Albaníu til að hindra að hugsanleg borgarastyrjöld i Kosovo breiöist út til nágrannarikjanna sýnir hve ástandið er aftur orðið al- varlegt á Balkanskaga. Fullyrða má að þjóðemisdeilur Serba og Albana hafi i raun verið undirrót stríðs- hörmunganna í Júgóslavíu. Og þrátt fyrir takmarkaða hernaðar- og efnahagsþýðingu Kosovo bendir ekkert til þess að unnt verði að binda enda á stjórnmálakreppuna á Balkanskaga án þess að lausn finn- ist á framtíðarskipan þessa fátæka landbúnaöarhéraðs í suðurhluta Serbíu. Um tvo kosti er að velja: Annaðhvort gerir albanski meiri- hlutinn í Kosovo uppreisn gegn Serbum eða Slobodan Milosevic, forseti Serbiu, veitir Albönum sjálf- stjóm i einhvers konar formi. Það er vonlaust að fresta því að taka á rót vandans lengur vegna þess hve deilan er orðin eldfim. Refskák Milosevics Á yfirborðinu er Kosovo-deilan ekki flókin: í aug- um Serba gegnir Kosovo mikilvægu hlutverki í sjálfs- mynd þeirra, sögu og andlegu lífi. íbúar Kosovo af al- bönskum uppruna benda hins vegar á að slái hjarta Serba í Kosovo sé það í framandi líkama. Aðeins 10% íbúanna eru Serbar en næstum 90% eru Albanar. Kosovo-Albanar krefjast fulls sjálfstæðis, en serbnesk stjórnvöld segja að Kosovo sé órjúfanlegur hluti af Serbíu. Eins og í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu var það Milosevic sem átti mestan þátt í að magna þjóðernisólguna í Kosovo. Á 9. áratugnum var Kosovo sjálfstjómarhérað í Serbíu undir stjóm alban- skra kommúnista. Kosovo-Albanar töldu sig eiga meira skilið og vildu stofna lýðveldi eins og íbúar Montenegro, sem voru mun færri en þeir. Árið 1989 svaraði Milosevic með því að senda serbnesku lög- regluna til að beygja íbúa Kosovo undir járnhæl sinn og svipti héraðið sjálfstjórn. Árið 1991 lýstu Kosovo- Albanar yfir sjálfstæði Kosovo, en Serbar neituðu að viðurkenna það og hafa stjórn- að héraðinu í krafti lögreglu- valds síðan. Margir telja að það sé aðeins spurning hvenær borgarastyrjöld brjótist út í Kosovo. Hér yrði sennilega um að ræða annars konar ófrið en stríðið í Króatíu eða Bosníu vegna þess, hve Serbar em fá- mennir í Kosovo. En þótt borg- arastyrjöldin gæti átt meira skylt með uppreisn Palestínu- manna á Vesturbakkanum kynnu afleiöingamar að verða jafnvel enn verri en í Bosníu. Mannréttindabrot serbnesku lögreglunnar í Kosovo eru sennilega þau verstu i Evrópu. Það breytir því ekki að Frelsis- her Albana, KLA-samtökin, hefur einnig staðið að baki hryðjuðverkum gegn serbnesk- um lögreglumönnum. Leiðtogi KLA, Adem Jahari, hvetur Al- bana til vopnaðrar uppreisnar gegn Serbum, en forseti „lýð- veldisins", Ibrahim Rugova, er andvígur valdbeitingu. í þeim víðtæku mótmælaaðgerðum, sem fariö hafa fram í Kosovo, hafa þátttakendur bæði veg- samað Jahari og Rugova. Það bendir til þess að Albanar séu blendnir í afstöðunni til uppreisnar gegn yfírráðum Serba. Þótt margir menntamenn segi að stefna Rugova hafi beðið skipbrot virðist almenn- ingur enn bera mikið traust til hans. í kosningunum í mars, sem Serbar lýstu ólöglegar, er talið að flokkur hans hafi unnið stórsigur. Er einhver lausn ' ■' 'imn i sjonmali? Stór-Serbíudraumar Milosovics hafa ekki ræst, en sagan sýnir að hann gegnir enn lykilhlutverki í stjórn- málaværingum á Balkanskaga. Tengslahópurinn svokallaði í mál- efnum fyrrverandi Júgóslavíu, en í honrnn eiga sæti fulltrúar Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Rúss- lands og Þýskalands, gerir sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd. Því hafa vestrænar þjóðir lagt á það ríka áherslu að koma á beinum viðræðum milli fulltrúa hófsamra Albana undir stjórn Rugova og Milosevics. Þessar viðræður eru ekki hafnar með formlegum hætti, en draga má í efa að þær skili miklum árangri á næstunni. Árið 1992 fengu fjögur lýðveldi Júgóslavíu sjálfstæði. Stjómvöld á Vesturlöndum eru algerlega mótfallin því að Kosovo öðlist sömu rétt- indi. Rætt hefur veriö um að Kosovo fái í staðinn sjálfstjórn á ný innan Serbíu og jafnvel einhvers kon- ar stjórnskipunarlega sérstöðu til viðbótar, hvernig sem það yrði nú í framkvæmd. Önnur lausn, sem tal- in er koma til greina, er kennd við þrjú lýðveldi. Samkvæmt henni yrði Kosovo eitt þriggja lýðvelda Júgóslavíu með Serbíu og Montenegro. Vandamálið er að fátt bendir til þess nú að Albanar og Serbar séu reiðubúnir að slíðra sverðin. Borgarastyrjöld gæti því brotist út og borist eins og eldur í sinu til Makedóníu, Albaníu og jafnvel viðar. Ef Serbar þrjóskast við og gefa ekkert eftir kann svo að fara að þeir standi frammi fyrir svipuðu ástandi og Frakkar í Alsír, þegar nýlenduveldi þeirra var í dauðateygjun- um fyrir fjórum áratugum. Þeir gætu misst allt - eins og í Króatíu. Sem fyrr er þaö Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, sem gegnir lykilhlutverki á Balkanskaga. Hann átti mestan þátt í aö magna þjóöfélagsólguna í Kosovo, en án hans veröur ekki fundin lausn á framtíöarskipan héraösins. Hér er Milosevic, til hægri á myndinni, aö taka á móti Klaus Kinkel, utanrík- isráöherra Þýskalands, í heimsókn þess síöarnefnda til Belgrad fyrr á árinu. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson ★ J1 • ' fckoðanir annarra Habibie og spillingin „Habibie (Indónesíuforseti) var óaöskiljanlegur hluti spilltrar kúgunarstjórnar, ekki aðeins sem skjólstæðingur Suhartos (fyrrum forseta), heldur sem embættismaður. Fjölskylda hans og nánir ætt- ingjar stjórna eða eiga að hluta 80 fyrirtæki, að sögn Jakarta Post. Margir Indónesar virðast engu að síður vera reiðubúnir að gefa honum og nýrri ríkisstjóm hans tækifæri til að sanna sig. Meira að segja margir fylgismenn lýðræðisumbóta segja að tímabil stöðugleika í efnahagsmálum ætti að vera undanfari nýrra kosninga." Úr forystugrein Washington Post 26. maí. Myntbandalag á heilanum „Raunvemlegur vandi Evrópu hefur verið sá að stjómmálamenn hafa verið með myntbandalagið á heilanum og hafa því ekki séð skóginn fyrir tiján- um. Helsta ástæða atvinnuleysisins í Evrópu er ekki sú að vinnumarkaðurinn sé gallaður, heldur lítil eftirspum. Það sem hefur gerst er að samverk- andi áhrif hárra vaxta, kostnaðarins vegna samein- ingar Þýskalands og aðhaldsaðgeröa sem mælt er fyrir um í Maastrichtsáttmálanum hafa leitt til mun minni hagvaxtar." Úr forystugrein Guardian 27. mai. Veðjað á framtíðina „Danmörk getur nú tekið sinn sess í Evrópu framtíðarinnar og lagt sitt af mörkum til að skapa Evrópusamband með félagslegra, umhverfisvænna og manneskjulegra andliti. En klofningurinn meðal danskra kjósenda í afstöðunni til Evrópusamvinn- unnar er enn svo djúpstæður að Danmörk verður að vera áfram gagnrýna aðildarríkið úr norðri. Og Evrópusambandið hefur gott af því. Meirihluti dönsku þjóðarinnar kaus í gær að trúa á framtíðina i stækkuðu ESB í stað þess að segja nei og velja þar með óttann um að við glötum þjóðarvitund okkar og sjálfsákvörðunarrétti." Úr forystugrein Aktuelt 29. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.