Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 JLlV veiðivon Laxveiðisumarið að hefjast annan í hvítasunnu hjólmor Það styttist verulega í að fyrstu veiðiárnar verði opnaðar fyrir veiðimönnum, ekki nema nokkrir klukkutímar þangað til. Fyrstu veiðimennirnir renna á mánu- daginn, í Noröurá og Þverá í Borgarfirði fyrir hádegi og eftir hádegi í Laxá á Ásum. Spennan hefur sjaldan verið meiri en nú. Laxveiðiumræðan hefur sjaldan verið eins heit og síðustu vikurn- ar. Enda segja fróðir menn að engir veiðimenn verði I brúar- hyljum þetta sumarið. Það gæti nefnilega einhver átt leið fram hjá og spurt óvart hvort einhver hefði boðið honum í laxveiðitúr- inn. Og hver vill lenda í því? Það er margt sem ergir veiði- menn þessa dagana og það gæti fleira orðið vandamál í sumar. Þá sérstaklega þegar laxveiði- árnar verða orðnar mjög vatns- litlar. Snjórinn í fjöllum er eng- inn. Við tókum nokkra kunna veiðimenn tali og spurðum þá um sumarið. -G.Bender Opnir 09 lokciðir Fróbær verð Skútuvogi 12A, s. 568 1044 Gó&ur og ódýr kostur „Mér líst feiknavel á þetta sumar í veiðinni og þá sérstaklega í silungs- veiðinni. Það er líka gott árferði í hafmu og það hefur sitt að segja,“ sagði Jóhann Sigurðarson leikari. „Maður er aðeins farinn að hugsa um sumarið, enda styttist í að veið- iámar verði opnaðar. Við opnum Hörðudalsána i Dölunum og síðan verður farið í júlí á urriðasvæðið á Laxárdal í Þingeyjarsýslunni. Það gæti orðið gott þar því fiskurinn er vænn. Ég held að þetta verði mjög gott surnar," sagði Jóhann í lokin. Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. flMj „Svarið við spumingunni hvern- ig veiðisumarið verður er já og nei. Ég veit það ekki en ég fer ekki með miklar væntingar til veiða á þessu sumri,“ sagði Eggert Skúlason fréttamaður og bætti við: „Núna vil ég að sumarið komi mér á óvart og verði skemmtilegt og maður veiði vel. Þau hafa svo mörg verið slöpp, en bulliö er alveg að byrja. Ég er byrjaður að renna, fór í Tungulæk fyrir skömmu og veiddi 15 fallega sjóbirtinga. Síðan veiddi ég 7 punda urriða í Minnivallalækn- um. Laxveiðin er ekki alveg komin á hreint hjá mér í sumar, en ég á von á að fá bankastjóradaga ein- hvers staðar fyrir lítið." Yfir 650 hús klædd á síðastliðnum 16 árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3 • 210 Garðabær Simi 565 8826 „Fyrsti veiðitúrinn verður í Brennuna 11. júní og það gæti orðið gott þar, ég fer svo aftur þangað seinna i júní. Mér líst vel á sumar- ið, þýðir nokkuð annað en vera bjartsýnn á veiðina,“ sagði Sigurð- ur Garðars húsasmiður. „Það verður farið víða í sumar, Álftá á Mýrum verður heimsótt og eitthvað fleira, eins og Elliðaámar. Ég fór í Sogið í bleikjuna fyrir skömmu og það var fint. Ég held að þetta verði gott laxasumar." „Ég er ekki alltof bjartsýnn á sumarið, ég býst að vísu við tals- verðri aukningu fyrir norðan og austan, þar sem ástand sjávar og seiðabúskapur hefur verið í góöu lagi. En eitthvað gæti Eyjólfur þó hresst hérna á suðvesturhorninu, til dæmis í Laxá í Kjós, sem nýtur góðs af netaupptökum," sagði Þórarinn Sigþórsson tannlæknir. „Annars er ég smeykur við yfir- vofandi vatnsleysi. Það er enginn snjór í fjöllum og jarðvatn stendur með lægsta móti. Þetta gæti komið illa niður á ám sem eru hreinar dragár, eins og til dæmis Laxá í Döl- um og Norðurá. En við skulum bara spá rigningarsumri og þá verður allt í sómanum. Ég byrja veiðisum- arið með því að opna Laxá í Kjós og þaðan verður farið í Kjarrá og síöan heimsæki ég Norðvestur- og Norð- urlandið, skemmtilegt start,“ sagöi Þórarinn í lokin. Nýtt Urval á næsta sölustað „Eg held að þetta verði sumar sjó- bleikjunnar því hún er í góðu formi. Við erum að fara í Hópið um helg- ina og það gæti gefið vel,“ sagði Lár- us Guðjónsson í Veiðibúð Lalla. „Það eru Haukar í Hópi sem eru að fara í Hópið. Fjórar fjölskyldur sem ætla að renna fyrir bleikjuna og hafa gaman af. Við förum svona túr á hverju ári þarna norður. Veiðiskapurinn hefur verið heldur risjóttur hérna í kringum mig eins og i Hlíðarvatni í Selvogi. Ég frétti af veiðimönnum sem voru þarna fyrir fáum dögum og þeir gátu að- eins veitt í tvo tíma. Það var svo hvasst, en gekk vel þennan stutta tíma sem hægt var að renna. Það er ekki eins gott að segja til með laxveiðina, hún er stórt spum- ingamerki,“ sagði Lárus ennfrem- www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.