Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 DV 20 fnéttaljós Fyrirhuguð könnun á fráttaumfjöllun ríkisfjölmiðlanna fyrir kosningar: - sjálfstæðismenn telja á sig hafa verið hallað frá upphafi kjörtímabils Sjálfstæðismenn telja að fréttastofa Sjónvarps hafi síður birt tilkynningar eða fréttir frá Sjálfstæðisflokknum en frá R- listanum þegar kosningabarátt- an stóð sem hæst í Reykjavík. Þeir telja einnig að mjög hafi á flokkinn hallað varðandi viðtöl við Áma Sigfússon og hans fólk miðað við Ingibjörgu Sól- rúnu og hennar liðsmenn. Reyndar er álit sjálfstæðis- manna að i heildina hafi fjöl- miðlar síöur leitað álits minni- hlutans á gjörðum meirihlut- ans á síðasta kjörtimabili held- ur en hvað gert var þegar Sjálf- stæðisflokkurinn var í meiri- hluta i borgarstjóm. Þá hafi fjölmiðlar ekki verið seinir á sér að láta vinstri- menn „blása“ þegar svo bar undir - sérstaklega ef um umdeild mál- efni var að ræða. Þetta er meginrökstuðningur sjálfstæðismanna fyrir því að gerð verði úttekt á umfjöllun- um ríkisfjölmiölanna síðustu vikur fyrir kosningar. Ef slíkt verður gert má segja að ákveð- in þáttaskil verði á opinberum vettvangi varðandi naflaskoð- un fjölmiöla á Islandi. Stöldrum við og skoðum vel Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri sagði í viðtali viö DV í vikunni að ástæða sé til að „staldra við“ og skoða málin rækilega. Það bendir því allt til að framangreind könnun eða „vinna", eins og hann orðaði það, verði gerð. Hann hefur þegar átt fund með Helga H. Jónssyni, frétta- stjóra Sjónvarps, og Kára Jónassyni, fréttastjóra Ríkisút- varpsins. Markús sagði í vikunni að hann muni ekki gefa skilyrðislausa stuðn- ingsyfirlýsingu viðjHelga H. Jóns- son, fréttastjóra Sjónvarps, sem sér- staklega hefur mátt sæta gagnrýni fyrir meinta hlutdrægni fréttastofu sinnar. Ríkisfjölmiðlamir hafa raunar báðir sætt gagnrýni. For- maður útvarpsráðs sagði í vikunni að hann teldi að Helgi hefði átt að Sjálfstæðismenn telja m.a. að í heildina hafi fjölmiðlar síður leitað álits minnihlutans á gjörðum meirihlutans á síðasta kjörtima- biii heldur en hvað gert var þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta í borgarstjórn. Þá hafi fjölmiðlar ekki verið seinir á sér DV-mynd Pjetur borgarstjóra. Arni Sigfússon tók þá við af Markúsi Erni Ant- onssyni 70 dögum fyrir kosning- ar. Eitt sinn jafnræði - nú kvalræði Menn hafa jafnan talið að sitjandi borgarstjóri - sá sem hefur völdin og er að fram- kvæma, njóti fremur góðs af fjölmiðlaathygli en oddviti minnihlutans - sá sem er að reyna að vinna borgina. Sé mið tekið af vormánuðum ársins 1994 er svo að heyra á sjálfstæðisfólki sem DV ræddi við að það sé nokkuð visst í sinni sök um að þá hafi jafn- ræðisstimpillinn - Ámi/Ingi- björg - verið mjög áberandi. Vart hafi viðtal verið tekið við annað þeirra án þess að þess hafi verið gætt að rödd hins heyrðist líka. Menn telja að þessa jafnræðis hafi ekki gætt sem skyldi nú í vor. Sem dæmi um ást fjölmiðla á Ingibjörgu Sólrúnu, nefndi einn viðmælandi DV að þegar Margrét Danadrottning kom í heimsókn um daginn hefði borgarstjórinn sést oftar í fjöl- miðlunum heldur en sjálfur for- sætisráðherrann. Misvægiskenning um Sverri og Hrannar rukka inotoi’lyolafatnaðui V Qlmtn\snnI19A c RRR t(\AA Gone-tex latnaður og fylgihlutln frá Rukka oglXS, einnlg leöur- fatnaður o.fl. að láta vinstrimenn „blása" víkja á meðan kosningabaráttan stóð sem hæst. Meirihlutinn látinn í friði Sjálfstæðismenn telja að á sig hafi verið hallað í fjölmiðlaumfjöllun á öllu kjörtimabilinu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri hafi sí- fellt verið í sviðsljósinu og fremur lítið hafi verið um að leitað hafi ver- ið eftir gagnrýni sjálfstæðismanna á störf borgarstjómarmeirihlutans. Þegar kosningabaráttan stóð sem hæst nú í vor mæltist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri til þess við Bjarna Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Sjónvarps, að hann ræddi við Helga H. Jónsson um það hvort ekki væri heppilegt að hann tæki sér frí síðustu vikuna fyrir kosningar með hliðsjón af tengslum hans við R-listann og trúverðug- leika Sjónvarpsins. Bjami og Helgi ræddu saman en fréttastjórinn hélt sínu striki. Helgi hefur sagt að hann hafi enga ástæðu talið til að taka sér frí. Starfsmenn fréttastofunnar vinni sín störf af hlutlægni og samviskusemi. Flóðgáttirnar opnuðust Skútuvogl 12A, s. 568 1044 Á kosninganótt var nokkuð ljóst að Davíð Oddsson var ósáttur við það hvemig umfjöllun ríkisfjölmiðl- anna hafði verið. Kastljósið beindist þó aðallega að Sjónvarpinu. Forsæt- isráðherra virtist ekki hafa gefist tóm til að ná sér á strik í umræðum um þetta ákveðna viöfangsefni um nóttina. Hann vildi þó greinilega létta betur á sér en hann fékk tóm til eða vildi gera um nóttina. Daginn eftir kosningadaginn, síð- astliðinn sunnudag, voru skilaboðin hins vegar ljós. Davíð sagði þá ein- faldlega í harðorðu viðtali við Sjón- varpið að ríkisfjölmiðlamir hefðu dregið taum R-listans. Ráðherra var þó ekki spurður að því nákvæmlega með hvaða hætti hann teldi að slikt hefði verið gert. Á þriðjudag sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður út- varpsráðs, í DV að hann teldi að Helgi H. Jónsson hefði átt að víkja síðustu vikur fyrir kosningar. Hann hefði átt að finna það hjá sjáifum sér. Helgi væri giftur Helgu Jóns- dóttur, nánasta samstarfsmanni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Útvarpsstjóri sammála Helgi H. Jónsson óskaði eftir því að fá stuðningsyfirlýsingu af hálfu Markúsar Amar Antonssonar þegar gagnrýnin á fréttastofu hans kom fram. Útvarpsstjóri sagði síðan í viðtali við DV að hann myndi ekki gera slíkt. Hann teldi ástæðu til að staldra við og skoða málin rækilega. Framkvæma vinnu, könnun, sem tæki tíma og vera ekki með neina yfirlýsingagleði. Útvarpsstjóri er í raun sammála forsætisráðherra og segir sjálfur að það sé hollt fyrir sína stofnun að könnun verði gerð. Um eitt em aðilar þó sammála. Þeir sem DV hefur rætt við í vik- unni úr röðum ríkisfjölmiðlanna eru allir sammála um að framan af vikunni hafi rök skort fyrir því að þessir fjölmiðlar, og þá sérstaklega Sjónvarpið, hafi ekki fjallað af jafn- ræði um Sjálfstæðisflokkinn og R- listann. Þess vegna telur fólk ekki ástæðu fram komna, sem réttlætir það að könnun verði gerð á fréttaumfjöllun fyrir kosningar. Bæði vinstra fólk og sjálfstæðis- menn sem DV hefur rætt við í vik- unni virðast þó sammála um eitt at- riði - verði könnun gerð þá verði einnig gerð hliðstæð skoðun á um- fjöllun ríkisfjölmiðlanna fyrir borg- arstjórnarkosningarnar árið 1994, þegar sjálfstæðismenn áttu sitjandi Annað nefna sjálfstæðismenn sérstaklega áberandi. Þegar mál Landsbankans og Sverris Her- mannssonar stóð sem hæst tók Sjón- varpið mál bankastjórans með „stæl“. „Hann var bara tekinn á bei- nið,“ eins og sjálfstæðismaður orð- aði það. En þegar mál Hrannars B. Amarssonar kom upp fannst mönn- um Sjónvarpið hafa verið áberandi í skugganum af fréttaflutningi Stöðv- ar 2 svo dæmi sé tekið. Sögulegt vor Hvað sem kannanir kunna að leiða 1 ljós er þó ljóst að mikið verk- efni bíður Ríkisútvarpsins - að framkvæma sjálft, eða láta hlutlaus- an aðila framkvæma naflaskoðun á fréttaflutningi fyrir einar til tvenn- ar sveitastjómarkosningar. Hvað sem hún kann að leiða í ljós hlýtur að mega álykta að vorið 1998 verði skráð á spjöld sögunnar. Sýslumaðurinn á Akranesi var sendur í „afþlánun" til Hólmavíkur. Landsbankamálið skaut upp kollin- um og hafði það í fór með sér „sið- ferðileg þáttaskil". Lögreglustjóri fékk áminningu fyrir vanrækslu í starfi. Ákvörðun var tekin um að Lindarmálið fari í sakamálarann- sókn og nú síðast meint vanhæfi ríkisflölmiðils vegna umfjöllunar um sveitarstjórnarkosningarnar. í öllum tilvikum eiga framsóknar- menn undir högg að sækja. Sigurð- ur Gizurarson, Finnur Ingólfsson, Böðvar Bragason, og nú síðast Helgi H. Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.