Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Tfr~\y sælkerínn_______________________________________________________ Shabana Zaman hjá Himalaja gefur okkur gómsætar uppskriftir: Shabana Zaman er indversk kona sem fluttist hingað til lands fyrir fimm árum ásamt íslenskum eiginmanni sínum, Lárusi Christensen. Þau kynntust í Eng- landi þar sem þau voru við nám. Frá síðastliðnu hausti hefur hún rekið veit- ingastaðinn Himalaja í Kópavogi en frá því hún kom hingað hef- ur hún kennt ind- verska mat- reiðslu og haldið fyr- irlestra um hollt matar- æði. Hefur sérhæft sig m.a. í rétt- um fyrir grænmetis- ætur og fólk með fæðuóþol. Við feng- um hana til að gefa okkur upp girnilega uppskriftir að hætti Ind- verja. Hún ákvað að velja tvo af þjóðarréttunum, annars vegar hrís- grjónarétt og hins vegar uppskrift að djúpsteiktu eggaldin. Við byrjum á hrísgrjónaréttinum sem á frummálinu nefnist Sultana pullao. Á islensku útleggst það sem konungleg hrisgrjón. Uppskriftin miðast við 4-6 manns og kemur hér: 300 g hrísgrjón (basmatbi) 50 g þurrkaðar apríkósur Hrísgrjónarétturinn Sultana pullao, eöa konungleg hrísgrjón, er mjög vinsæll á heimaslóöum Shabönu í Indlandi. 8 negulnaglar 1 kanelstöng 6-8 korn af svörtum pipar 2 laukar 50 g rúsínur 100 g pine-hnetur salt eftir smekk 3 bollar vatn 5 msk. olía Hitið 2 msk. af olíu í skaftpotti og steikið hrís- grjónin varlega í 5 mín. Bland- ið út í apríkós- um, kryddinu, salti og vatni. Hitið að suðu- marki en lækk- ið þá hitann og haldið ílátinu lokuðu við lágt hitastig. Þegar rétturinn er næstum soð- inn þá skal slökkva á hell- unni og láta matinn standa í lokuðu ílátinu áfram. Steikið næst laukinn í því sem eftir er af olí- unni þar til hann verður ljósbrúnn. Bætið rúsínum og pine-hnetum við, takið pönnuna af hellunni og setjið saman við hrísgrjónin. Hrærið var- lega í með gaffli og berið fram skreytt með mintu. Shabana yfir pottunum í Himalaja, veitingastaönum sem hún rekur í Kópavogi. DV-mynd Pjetur inu nefnist rétturinn Taley baing- an. 500 g eggaldin 1 bolli hrísmjöl salt eftir smekk y2 tsk. rautt chiliduft 2 tsk. sesamfræ y2 tsk. svartur pipar olía til steikingar Djúpsteikt eggaldin Næst eru það djúpsteikt eggaldin, afar vinsæll smáréttur hjá Indverj- um og gengur t.d. vel meö hris- grjónunum. Hentar einnig sem snakk yfir sjónvarpinu. Á frummál- Byrjið á að skera eggaldinið í þunnar sneiðar. Blandið kryddinu saman á diski, að sesamfræjunum undanskildum. Setjið þau á annan disk. Nuddið eggaldinsneiðunum í kryddinu og þrýstið þeim síðan á sesamfræin þannig að þau festist í eggaldininu. Steikið sneiðarnar síð- an upp úr olíu við lágan hita. Verði ykkur svo að góðu! -bjb Sérrímúffur Þessar girnilegu múffur er einfalt og þægilegt að baka. Þær henta vel á hvers manns veisluborð. Uppskrift: 250 ml hrein jógúrt 1 bolli þurrt sérrí 115 g mjúkt smjör 175 g sykur 2 egg 5 ml vanilludropar 200 g hveiti 2 tsk. lyftiduft smávegis af salti Aðferð: Hrærið saman með hand- þeytara jógúrt og sérrí og lát- ið standa í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180° C. Hrærið sam- an meö handþeytara smjör, sykur, egg, vanilludropa (í þessari röð). Bætið jógúrt-sér- ríblöndunni út í. Hræriö síðan saman hveiti, lyftiduft og salt í annarri skál og hellið út í blönduna. Fyllið múffuform- in að tveimur þriðju hlutum og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. Qiatgæðingur vikunnar Brynja Benediktsdóttir leikstjúri: Besta brauð í heimi Það er búið að vera mikið að gera hjá Brynju Benediktsdóttur undanfarið en hún og maður henn- ar, Erlingur Gísla- son, reka leik- hús i garðin- um hjá sér. Ensk gerð leikritsins Ferðir Guð- ríðar, sem Brynja samdi og leikstýrði hefur verið þar og halda sýningar áfram innan skamms. Síðan hefur verið að vinna að íslenskri sænskri gerð leik- ritsins. Sú íslenska verður frum- sýnd Færeyj- um í ágúst og sú sænska Svíþjóð september. Þegar mikið er að gera er gott að nartað í brauð og Brynja ætlar að gefa okkur upp- skrift að heilsusamlegu brauði sem hún nefnir besta brauð i heimi. 800 g hveiti 1 msk. sykur 100 g sólblómafræ 100 g sesamfræ 4 kúfaðar tsk. lyftiduft 1 sléttfull tsk. matarsódi 1 tsk. salt 5 dl venjuleg súrmjólk 2 1/2 dl vatn 1 egg Ofninn er hitaður upp í 175 gráð- ur og tvö jólakökuform smurð með olíu eða smjörliki. Hráefnunum, fyrir utan egg og sesamfræ, er hellt í skál og þau hrærð saman. Ekki má nota hræri- vél. Reyna á að hreyfa deigið sem allra minnst svo það verði ekki seigt. Deiginu er skipt niður í formin og 1 egg er hrært út og því smurt yfir deigið og sesamfræjunum dreift yfir. Brauðið er síðan bakað í 50 min- Mjög hentugt er að frysta annað brauðið strax en borða hitt nýtt. Brauðið sem frysta á er skoriö nið- ur í sneiðar og síðan er ein ein sneið tekin út og hituð eða ristuð í brauðrist. Þannig verður brauðið alltaf gott. Það var Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður sem kenndi Brynju uppskriftina að þessu brauði en geymsluaðferðina hefur Brynja þróað sjálf. Brynja skorar á Ingibjörgu Þóris- dóttur, aðstoðarkonu sína í Ferðum Guðríðar, að verða næsti matgæð- ingur DV. Hún ku luma á mörgum skemmtilegum kreól-uppskriftum sem hún komst yfir þegar hún var í leiklistarnámi i Kalifomíu. -sm Brynja gefur uppskrift að góðu brauði. DV-mynd Hilmar Pór ostaterta Þessi ljúffenga ostaterta er tilval- in sem eftirréttur með helgarsteik- inni eða ein sér sem frískandi sum- arréttur. Löng hvítasunnuhelgi gefur næg tækifæri til að stjana við bragðlaukana og búa til sitt eigið bakkelsi. Uppskrift 115 g mulið hafrakex 1 msk. sykur 5 msk. bráðið smjör 1 bolli mjúkur ijómaostur 1 bolli sýrður ijómi 5 bollar jarðarber Aðferð: Búið botninn til með því að blanda saman mulda kexinu, sykrinum og smjörinu. Klæðið kringlótt kökumót með blöndunni og frystið þar til botninn er orðinn “ stífur. Hrærið rjómaostinn og sýrða rjómann saman og bætið út í tveim- ur þriöju af jarðarberjunum. Hellið blöndunni ofan á botninn og frystið í 6-8 klukkustundir. ISkreytið kökuna með afgangin- um af jarðarberjunum áður en hún er borin fram. Apríkósukökur Þessar girnilegu aprikósukökur I eru einfaldar og ljúffengar með sunnudagskafiinu. Þær eru ættaðar ffá Englandi þar sem þær þykja ómissandi með síðdegisteinu. Uppskriftin gefur u.þ.b. sextán | kökur sem best er að borða innan tveggja daga eða frysta strax að loknum bakstri. Uppskrift: 175 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 1 bolli gróft haframjöl 1/2 bolli Ijós púðursykur 115 g þurrkaðai- apríkósur 1 msk. heslihnetur 150 ml hrein jógúrt í 3 msk sólblómaolía smávegis af sykri Aðferð: Hitið ofninn í 190 C. Smyrjið bök- unarplötu. Hrærið saman hveitinu, lyftiduftinu kanilnum, haframjöl- inu, púðursykrinum, apríkósunum og hnetunum. Þeytið saman jógúrt og sólblómaolíu og hellið út í þurr- efnin. Ef blandan er þá of þykk má þynna hana með mjólk. Stráið hveiti á hendurnar og mót- ið deigið í sextán litlar bollur. Setjið þær á bökunarplötuna (ekki of þétt), fletjið þær örlitið út með gafili, strá- ið örlitlu af sykri yfir og bakið í 15-20 mínútur. -glm/hgt rnww'i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.