Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 49 Stórkostleg náttúruperla éwmg! íþróttaálfurinn fagnar tvítugsafmæli Samvinnuferða-Landsýnar á Benidorm fr Þegar stigið er út úr litlu flugstöð- inni í Kulusuk á austurströnd Græn- lands blasa fjöll og snjóauðn við svo langt sem augað eygir. Þetta er hvort tveggja í senn, hrikaleg en stórfengleg sjón. Það eru engir leigubílar fyrir utan flugstöðina eins og víðast í útlöndum. Þess í stað er boðið upp á ferð á hundasleða sem er sérstakt ævintýri út af fyrir sig. Maður fær það strax á tilfinninguna að það er fátt líkt með þessum stað og öðrum. Þama er mað- ur kominn í allt aðra veröld. Það er ekki óeðlilegt að svo sé miðað við að þessi menningarheimur fannst fyrir aðeins rúmum hundrað árum. Þá komu fyrstu Evrópubúamir til þessa hluta Grænlands sem jafhan er kallað Ammasalik-svæðið. Þar búa nú um þrjú þúsund manns. Vestræn áhrif hafa heldur ekki orðið jafnsterk á Ammasalik-svæðinu og í öðrum hlut- um Grænlands. Hótel í snjóauðninni Eftir um 10 mínútna ferð frá flug- stöðinni blasir skyndilega við nýtísku bygging mitt í snjóauðninni. Þetta er Hótel Kulusuk sem var opnað í sið- ustu viku. Þetta er mjög gott hótel með góðum veitingastað og hugguleg- um herbergjum sem öll era með baði. Hóteleigandinn er danski útgerðarmaðurinn Kelly Nicolasen sem hefur verið lengi búsettur á Grænlandi. Sumir myndu kalla hann draumóramann en aðrir segja hug- myndina frábæra. Áður var engin al- menniieg gistiaðstaða á þessu svæði. Þessar stúlkur dönsuðu og sungu undir eggjandi trommuslætti á Hót- el Kulusuk. Þessi trommudans er nokkurs konar þjóðdans á Austur- Grænlandi. Hugmyndin með byggingu hótelsins er sú að auka ferðamannastraum til þessarar athyglisverðu og stórkost- legu náttúraperlu sem þetta svæði vissulega er. Frá hótelinu er um 20 minútna í I þorpinu Kulusuk eru fimmtíu til sextíu hús og þar búa um 150 manns. Ekkert rennandi vatn er í húsunum en íbúarnir sækja vatnið í fötum og brúsum í nærliggjandi jökulvatn. gangur niður í bæinn. Það era aðeins örfáir bílar á svæðinu og flestir tengj- ast þeir flugvellinum. Á Grænlandi era engir tveir bæir tengdir með veg- um. Bíll er því ekki æskilegur kostur í þessu landi. Hundasleðar koma í stað fólksbíla hjá Grænlendingum. Vélsleðar og þyrlur era einnig mikil- væg farartæki á löngum vegalengdum þessa gríðarstóra lands. Aldir aftur í tímann Það er eins og að fara aldir aftur í timann að koma í þorpið Kulusuk sem stendur við klettavík. Þorpið samanstendur af fjötutíu til fimmtíu húsum sem flestum hefúr verið lítið haldið við. 350 manns búa í þorpinu. Ein verslun er í bænum. Þar er hægt að kaupa ýmsar nauðsynjar, svo sem mat, fot og skó. Ekkert renn- andi vatn er í húsunum en fólkið sæk- ir vatnið í fotum og brúsum. í þorpinu búa nokkrir veiðimenn en flestir íbú- anna era á opinberum styrkjum. Yfir vetrartimann era veiðar mjög mikil- vægar. Veiðimenn fara þá í nokkrar vikur í burtu á himdasleðum og veiða m.a. seli, ísbimi og hreindýr. Græn- lendingar era vingjamlegt fólk þó þeir virðist dálítið feimnir og lokaðir í fyrstu. í Kulusuk kippa heimamenn sér ekki upp við það þó erlendir ferða- menn séu á ferð um þorpið. Sumir reyna þó að selja hinum erlendu gest- um handunna gripi úr hvaltönn eða hreindýrshorni og eru þeir kallaðir „túpílakkar“. Þessir glæsilegu gripir eru einkennandi minja- gripir fýrir Græn- land. Athygli vekur að ijölmargir sleða- hundar era á víð og dreif um þorpið. Flestir liggja þeir þreytulegir við húsin. Þeim er aldrei hleypt inn í húsin, jafiivel ekki yfir kaldasta vetrartímann. Þeir bjarga sér þó alltaf, jafnvel í harðasta frostinu. íbúar Ammasalik- svæðisins skera sig töluvert frá öðrum íbúum Grænlands. Þeir hafa sérstaka menningu og sér- stakt tungumál. Á vesturströndinni, sérstaklega í höfuðstaðnum Nuuk, er oft litiö niður á ibúa þessa svæðis. Vegna landfræðilegrar legu sinnar er Ammasalik-svæðið talsvert einangr- að. Flug er langalgengasta samgöngu- leiðin. Flogið er mjög reglulega frá Kulusuk og Ammasalik til höfuðstað- arins Nuuk á vesturströndinni. Flug- félag islands og Greenland Air era samstarfsaðilar í áætlunarflugi frá Reykjavík til Kulusuk. Friðrik Adolfs- son, sölustjóri Flugfélags Islands, seg- ir að flugfélagið fljúgi þrisvar í viku til Kulusuk og alls 9 sinnum í viku yfir hásumartímann. íslandsflug flýg- ur einnig í leiguflugi til Kulusuk yfir sumarið. Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, og Friðrik Adólfs- son, söiustjóri Fiugfélags íslands, fóru í hundasleðaferð frá flugvellinum t Kulusuk til nýja hótelsins. Hér sjást þeir félagar á fleygiferð. DV-myndir RR Fyrirtækið Location Greenland- Iceland ætlar að bjóða spennandi ferð- ir til Grænlands. „Við vorum þama fyrst fyrir þremur árum með tökustað fyrir erlendar auglýsingamyndir. Samtímis því hefúr þróast vinna við að byggja upp sérhæfða ferðamanna- þjónustu. Við ætlum að bjóða spenn- andi veiði- og kajakferðir," segir Vil- borg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Location Greenland- Iceland. Margir íslendingar hafa á undan- fórnum árum heimsótt Grænland. Langflestir sem þangað koma era sammála um að þama sé á ferðinni stórkostleg náttúrperla sem á sér enga líka. Með byggingu hótels i Kulusuk og auknum samgöngum þangað má búast við þvi að fleiri íslendingar og aðrir ferðamenn muni ferðast þangað á komandi árum. Enginn ætti að verða svikinn af þvi. -RR Ferðir frá Hafnarfirði: Hvalaskoðun og sjóstangaveiði Þorvaldur Hreinn Skaftason, eigandi Húna II., ásamt konu sinni í vistlegum sal- arkynnum hvalaskoðunarbátsins. DV-mynd Finnur í sumar verður boðið upp á hvalaskoðunarferðir frá Hafnar- firði. Fyrsta ferðin verður þann 2. júní og síðan verða reglu- bundnar ferðir út sumarið - alla daga nema sunnudaga til 15. ágúst. Farið verður á skemmtibátn- um Húna H. en það tekur um eina til hálfa aðra klukkustund að komast í sjónfæri við hvalina. Að sögn Þorvaldar Hreins Skafta- sonar er ekki alltaf víst að hval- imir séu í skapi til að sýna sig. „Við getum ekki lofað mönn- um að þeir sjái þá altra stærstu en það má segja öraggt að við sjá- um höfranga og ýmsa aöra smá- hvali. Þessar siglingar eru líka góðar fyrir fuglaskoðara því margar tegundir sjófúgla era ávalit nærri bátnurn," segir Þorvaldur Hreinn. Það er líka hægt að panta bátinn í sjóstangaveiði en það er iþrótt sem hefúr notið sivaxandi vinsælda und- anfarin ár. Ekki er ósennilegt að menn veiði þorsk, ýsu, ufsa eða jafii- vel lúðu ef heppnin er með. Þeir sem vilja kynnast handtökum íslenskra sjómanna fyrrum geta prófað að skaka eða keipa með handfærarúU- um, en eins og menn vita er aldalöng hefð fyrir slíkum veiöiskap hér. -aþ Húni II. er 130 tonna eikarbátur, smíðaöur á Akureyri áriö 1963. Hann er einn af stærstu eikarbátum landsins og þjónaöi lengst af sem fengsæll fiskibát- ur. Nú gegnir hann nýju hlutverki og flytur islenska sem erlenda feröamenn á hvalaslóöir. 20. - 27. júlí mm >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.