Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Íafmælin Til hamingju með afmælið Irn r r .jum 80 ára Ingibjörg Bogadóttir, Hlíöarvegi 45, Siglufiröi. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Blesastöðum III, Skeiðahreppi. 75 ára Helga Kristinsdóttir, Miöleiti 7, Reykjavík. Ásgeir Sæmundsson, Fornhaga 11, Reykjavík. Gunnhildur Sigurðardóttir, Fjarðarstræti 2, ísafirði. 70 ára Þóra Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 29, Reykjavík. Þuríður Bára Halldórsdóttir, Hrísateigi 23, Reykjavík. Héðinn Ágústsson, Skógarási 4, Reykjavík. Sigríður Eiríksdóttir, Víðivangi 5, Hafnarfirði. Guðmundur Márusson, Norðurbrún III, Seyluhreppi. 60 ára Svanhildur HaUdórsdóttir, Háaleitisbraut 30, Reykjavík. Gunnsteinn Gunnarsson, Stórahjalla 3, Kópavogi. Sigurður Friðriksson, Vörðubrún 4, Keflavík. Hreinn Pálsson, Brautarholti 7, ísafirði. ÞórhUdur Vilhjálmsdóttir, Hálsi, Ljósavatnshreppi. Haraldur E. Logason, Reyrhaga 18, Selfossi. 50 ára Haraldur Haraldsson, Sævarlandi 10, Reykjavík. Guðný Sigurbjörnsdóttir, Brekkuseli 3, Reykjavík. Dagný B. Sigurðardóttir, Lækjarbergi 7, Hafnarfirði. Stephanie Scobie, Sviðholtsvör 2, Bessastaðahreppi. Árni Anton Þorvaldsson, Háalundi 8, Akureyri. Rafh Haraldsson, Bræðrabóli, Ölfushreppi. 40 ára Linda Vilhjálmsdóttir, Laugavegi 49, Reykjavík. Hekla Karen Sæbergsdóttir, Hjálmholti 10, Reykjavík. Elín Guðbjörg Helgadóttir, Víðihlíð 3, Reykjavík. Jóhanna Th. Sturlaugsdóttir, Dalhúsum 60, Reykjavik. Eva Daníelsdóttir, Hveralind 13, Kópavogi. Ámi Þór Lárusson, Kjarmóa 2, Njarðvík. Kristín Böðvarsdóttir, Fagraholti 5, ísafirði. Guðlaug I. Sveinbjörnsdóttir, Traðarlandi 10, Bolungarvik. Hafdis Sveinsdóttir, Jöklatúni 5, Sauðárkróki. Ingibjörg Torfadóttir, Svarfaðarbraut 4, Dalvík. Bjami Pálsson, Syðri-Gróf, V illingaholtshreppi. XJrval -960síðuráári- fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman Olafur Ingibjörnsson Ólafur Ingibjörnsson læknir, Æsufelli 4, Reykjavík, verður sjö- tugur á annan í hvítasunnu. Starfsferill Ólafur fæddist á Flankastöðum á Miðnesi og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949, embættisprófi í læknis- fræði frá HÍ 1959 en almennt lækn- ingaleyfi öðlaðist hann 1961. Ólafur var námskandídat á Landspítalan- um og Slysavarðstofunni í Reykja- vík 1959-60, aðstoðarlæknir héraðs- læknis í Akraneshéraði 1960, hér- aðslæknir í Reykhólahéraði 1960-61, aðstoðarlæknir á Royal Hospital for Sick Children í Glasgow 1961 og á Cumberland Infirmary í Carlisle i Englandi 1961-62, læknir á Ayr County Hospital í Ayr í Skotlandi, á bæklunardeild og slysadeild, 1962- 63, deildarlæknir á Adelaide Hospital í Dyflinni, á handlækn- ingadeild og bæklunardeild, 1963- 64, og jafnframt aðstoðarkenn- ari við Dyflinnarháskóla, læknir í Keflavík og jafnframt aðstoðarlækn- ir við sjúkrahúsið þar 1964-65, deildarlæknir í bæklunar- og slysa- lækningum við Ayr County Hospi- tal 1965-66, yfirlæknir við St. Franscisussjúkrahúsið í Stykkis- hólmi 1966-67, var sérfræðingur við Slysavarðstofuna í Reykjavík og Borgar- spítalann, slysadeild 1967-75, en hefur ver- ið með eigin læknis- stofu í Reykjavík frá 1975. Ólafúr var kennari í handlæknisfræði við Hjúkrunarskóla ís- lands 1968-69, var með klíniska kennslu fyrir læknanema í sambandi við störf á Borgarspitalanum, slysa- deild, hefur verið ráðgefandi sér- fræðingur í bæklunar- og slysa- lækningum við hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli, hefur haft um- sjón með námskeiðum í sjúkraflutn- ingum og skyndihjálp hjá Brunaliö- inu í Reykjavík og Flugbjörgunar- sveitinni á starfstíma hjá Borgar- spítalanum, starfaði í ráðgefandi nefnd fyrir Almannavarnanefnd Reykjavíkur 1968-69, í hópslysa- nefnd Borgarspítalans 1969-74 og i sjúkraflutninganefnd Reykjavíkur 1970-74. Ólafur og Björn Jónsson flugstjóri hófu þyrlubjörgunarstörf á vegum Landhelgisgæslunnar og Borgarspitalans og áttu þátt í því að skipuleggja það starf frá upphafi. Fjölskylda Ólafur kvæntist 3.6. 1979 Helgu Kristínu Jónsdóttur, f. 18.12. 1955, d. 30.5. 1996, lyfjatækni og læknaritara. Hún var dóttir Jóns Sveins- sonar, skrifstofumanns í Reykjavík, og k.h., Önnu Guðrúnar Helgadóttur hús- móður. Dætur Ólafs og Helgu Kristínar eru Lísa, f. 14.3. 1979, menntaskólanemi; Linda, f. 8.11. 1981, nemi við FB. Börn Ólafs af fyrri hjónaböndum eru Ingvar Björn, f. 18.1. 1950, aðstoðarforstöðumaöur við tækni- deild VISA ÍSLAND, kvæntur Eddu Loftsdóttur og eiga þau einn kjörson; Jón Árni, f. 4.12. 1951, rafeindavirki í Vestmannaeyjum, kvæntur Kristínu Ásmundsdóttur og eiga þau þrjú böm; Gunnar Þór- arinn, f. 18.10. 1961, lífeðlis- fræðingur í Edinborg, kvæntur Paolu Ólafsson; Ólafur Patrick, f. 6.10. 1964, starfsmaður hjá Securitas; Guðrún Mary, f. 5.7.1968, túlkur í rússnesku hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Systur Ólafs eru Halldóra, f. 1923, fyrrv. yfirkennari Grunnskólans í Garði; Sigríður, f. 1926, fyrrv. yfir- kennari Grunnskólans í Njarðvíkum. Foreldrar Ólafs voru Ingibjöm Þórarinn Jónsson, f. 24.4. 1895, d. 1973, bóndi á Flankastöðum, og k.h., Guðrún Ingveldur Ólafsdóttir, f. 25.5. 1898, d. 1962, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Ólafs voru Jón, útvegsbóndi á Flankastöðum, Þórar- insson, útvegsbónda þar Andreas- sonar, og k.h., Halldóra Ásgrims- dóttir, af skaftfellskum ættum. Móðurforeldrar Ólafs vom Ólafur Einarsson í Flekkudal í Kjós og k.h., Sigríður Guðnadóttir. Ólafur var sonur Einars í Flekkudal, Jónsson- ar, bróður Eysteins, föður Björns, b. í Grimstungu, en Björn var afi Björns á Löngumýri og prófessor- anna Bjöms Þorsteinssonar og Þor- bjarnar Sigurgeirssonar. Björn í Grímstungu var einnig langafi Páls Péturssonar á Höllustöðum. Systir Björns var Ingibjörg, langamma Friðriks Sophussonar, fyrrv. fjár- málaráðherra. Ólafur tekur á móti gestum á Grand Hotel, á afmælisdaginn milli kl. 16.00 og 18.00. Ólafur Ingibjörnsson. Elías Baldvinsson Elías Baldvinsson, forstöðumaður og slökkviliðsstjóri, Nýjabæjarbraut 8a, Vestmannaeyjum, verður sex- tugur á annan í hvítasunnu. Starfsferill Elías fæddist i Þykkvabæ í Rang- árvallasýslu en ólst upp í Vest- mannaeyjum. Að loknu barnaskóla- námi og tveggja vetra setu í Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja tóku við ýmis almenn verkamannastörf sem þá tíðkuðust í Eyjum. Hann hóf nám I bifvélavirkjun hjá Hreggviði Jónssyni bifvélavirkja í Vestmanna- eyjum og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1959. Þá sótti hann skipstjórn- arnámskeið í Eyjum einn vetur hjá Guðjóni Pedersen. Að námi loknu starfaði Elias m.a. við iðn sína hjá Vélsmiðjunni Völ- undi auk þess sem hann starfrækti sitt eigið verkstæði. Þá stundaði hann sjómennsku á árunum 1959-62 á fiskibátum, lengst af hjá Kristni Pálssyni á Bergi VE-44. Sá bátur sökk út af Öndverðarnesi er Elías var þar háseti 1962 en mannbjörg varð. Elías var bifreiðaeftirlitsmaður í Vestmannaeyjum 1963 og vann við það til 1973. Hann gekk i Slökkvilið- ið í Vestmannaeyjum 1962, varð varaslökkviliðsstjóri 1973 og slökkviliðsstjóri 1984. Þá tók hann við stjórn Áhaldahússins í Vest- mannaeyjum 1973 og er forstöðu- maður þess síðan. Elías er stofnfélagi Kiwanis- klúbbsins Helgafells í Vestmanna- eyjum, hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir klúbbinn og var for- seti hans 1990-91. Fjölskylda Elías kvæntist 6.6. 1959 Höllu Guömundsdóttur, f. 4.12. 1939, versl- unarmanni. Hún er dóttir Guð- mundar Guðjónssonar, f. 28.1. 1911, d. 18.12. 1969, verkstjóra, og k.h., Jórunnar Ingunnar Guðjónsdóttur, f. 14.2.1910, d. 28.11.1995, húsmóður. Böm Elíasar og Höllu era Þórunn Lind, f. 13.6.1957, skipsþema í Vest- mannaeyjum, var gift Sigurði Ein- arssyni, starfsmanni við Vegagerð ríkisins og eru synir þeirra Einar og Elías; Unnur Lilja, f. 31.1. 1959, kerfisfræðingur í Búðardal, gift Gunnólfi Lárussyni byggingariðn- fræðingi og eru börn þeirra Elías Raben, Gyða Lind og Lárus; Kristín Elfa, f. 25.6. 1960, skrifstofumaður í Vestmannaeyjum, gift Sigurjóni H. Adolfssyni bifvéla- virkjameistara og eru börn þeirra Adolf og Ingunn Ýr; Guðmundur, f. 13.3. 1962, verkfræð- ingur á Hornafirði, kvæntur Sæunni Ernu Sævarsdóttur verslunar- manni og eru böra þeirra Sævar Örn, Agn- es Lilja og Elías Skær- ingur en áður átti Guð- mundur Ríkharð Bjarka með Magneu Richards- dóttur bankastarfsmanni; Sigrún, f. 1.3. 1964, nemi í bókmenntafræði í Reykjavík, gift Loga Friðrikssyni tæknifræðingi og eru börn þeirra Friðrik Máni og Halla; Eygló, f. 20.7. 1968, gift Viðari Sigurjónssyni stýri- manni og skipstjóra og eru synir þeirra Sigurjón og Eyþór;Elísa, f. 3.8. 1971, nemi í Reykjavík, gift Magnúsi Benónýssyni nema og eru dætur þeirra Anna Vigdís og Halla Þórdís; Baldvin, f. 1.2. 1977, nemi í Reykjavík. Systkini Elíasar eru Kristín, f. 19.8.1936, búsett í Vestmannaeyjum; Baldur Þór. f. 19.6. 1941, búsettur í Reykjavík; Kristinn Skæringur, f. 29.6. 1942; Ragnar Þór, f. 31.12. 1945, búsettur í Vestmannaeyjum; Birgir Þór, f. 15.1. 1952, búsettur í Mosfellsbæ; Hrefna, f. 23.1. 1954, búsett í Vest- mannaeyjum; Baldvin Gústaf, f. 30.8. 1957, bú- settur í Hull; Hörður, f. 25.11. 1961, búsettur i Swansea. Foreldrar Elíasar: Baldvin Skæringsson, f. 30.8. 1915, sjómaður og smiður í Vestmannaeyj- um og síðan í Mosfellsbæ frá í gosinu 1973, og Þór- unn Elíasdóttir, f. 1.12. 1916, d. 29.7. 1990, húsmóðir. Ætt Baldvin var uppalinn að Rauðfelli undir Austur-Eyjaíjöllum, sonur Skærings Sigurðssonar og Kristínar Ámundadóttur sem þar bjuggu. Þórunn var fædd í Reykjavík en ólst að mestu leyti upp í Bala í Þykkvabæ hjá foreldrum sínum, El- íasi Nikulássyni og Kristinu Mens- aldersdóttur. Elías heldur upp á daginn i Þórs- heimilinu í Vestmannaeyjum kl. 20.00 og eru vinir og ættingjar vel- komnir. Elías Baldvinsson. Halldóra Helga Kristjánsdóttir Halldóra Helga Krist- jánsdóttir, Sæviðarsundi 28, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Halldóra fæddist í Dalshúsum á Langanes- strönd en ólst upp á Vopnafirði. Hún lærði fatasaum á sínum yngri árum og vann við það í nokkur ár. Þá stundaði Halldóra afgreiðslustörf í Reykja- vik, þ.á.m. hjá Kaupfé- lagi Reykjavíkur og nágrennis og hjá bókaversluninni Mál og menn- ingu í u.þ.b. ellefu ár. Helga hóf nám í sjúkraþjálfun og lauk prófum i þeirri grein 1974. Hún stundaði síðan hjúkrun- arstörf í u.þ.b. tuttugu og fimm ár, lengst af á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Halldóra hefur verið virkur félagi í stjórn- málasamtökum og ýms- um félögum, m.a. í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar um árabil. Nú hin síðari árin hef- ur hún starfað í Sjúkra- liðafélagi íslands. Hún situr nú í undirbúnings- nefnd félagsins sem vinnur að stofnun eftirlaunadeildar Sjúkra- liðafélagsins. Fjölskylda Halldóra giftist 22.1. 1949 Jón- steini Haraldssyni, f. 4.3.1924, versl- unarmanni. Hann er sonur Haralds Frímannssonar og Sveinborgar Björnsdóttur sem bæði eru látin. Börn Halldóru og Jónsteins eru Hafdis Jónsteinsdóttir, gift Ólafi Emi Jónssyni og eru böm þeirra Rósa Ólafsdóttir sem er látin, Hall- dóra Ólafsdóttir sem á dótturina ísold Braga Halldórsdóttur, og Ólaf- ur Örn Ólafsson; Borgar Jónsteins- son, kvæntur Þórunni Ingu Sigurð- ardóttur en dóttir þeirra er Rebekka Rut Borgarsdóttir. Systkini Halldóru eru Þórdís Guðrún; Hrefna; Ólöf Ágústa sem er látin; Olgeir; Helga sem er látin; Ruth; Ingibjörg; Þórunn Sigríður; Ingólfur. Foreldrar Halldóru voru Kristján F. Friðfinnsson, klæðskeri frá Vopnafirði, og Jakobína Gunnlaugs- dóttir húsmóðir en þau eru bæði lát- in. Halldóra og Jónsteinn, eiginmaö- ur hennar, bjóða ættingjum og vin- um í tilefni dagsins, til kaffidrykkju í Fóstbræðraheimilinu að Lang- holtsvegi 109-111, þriðjudaginn 2.6. kl. 16.00. Það er eindregin ósk afmælis- barnsins að þeir sem hyggjast heiðra hana með skeytum, blómum eða öðrum gjöfum láti andviröi þess fremur renna til styrktar krabba- meins sjúkum börnum. Sími sjóðsins er 588-7555. Halldóra Helga Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.