Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 33
DV LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 kamál« *■ Skálað í kampavíni Þeir sem þekktu þau höfðu lengi haft á orði að þau væru sem sköpuð hvort fyrir annað, Christine og Al- hert Buckley. Hjónaband þeirra hafði líka verið gott. Þau voru bæði fjörmikil, höfðu ánægju af því að borða á góðum veitingahúsum, dansa og skemmta sér saman. Lang- aði þau til að lyfta sér upp hluta úr kvöldi í miðri viku fóru þau á hverfískrána, Rauða ljónið. Og þar var þeim ætíð vel tekið, bæði af gestgjafanum og gestunum. Ekki varð vart við annað en þau Buck- leys-hjón hefðu nægilegt fé til þess að geta leyft sér að lifa á þennan hátt. Og það var í sjálfu sér ekki óeðlilegt, því Albert rak bíla- leigufyrirtæki á heimaslóðum, í Cheshire á Englandi. Af trúuðu fólki kominn Albert hafði tekið við forstjóra- starfi í bílaleigunni þegar hann hafði lokið námi. Fyrirtækið var í eigu fjölskyldunnar og því hafði það aðeins þótt eðlilegt að hann tæki við stjórnartaumunum þar. Og það starf innti hann vel af hendi. Hann var vanur aga frá æskuárunum en foreldrar hans voru bæði trúaðir og Albert hafði haft sína barnatrú. En þar kom að hann hætti öllum trúariðkunum. Er hér var komið var Albert fimmtugur en Christine tíu árum yngri. Þau höfðu gengið í hjóna- band árið 1981. En skyndilega varð mikil breyting á. Faðir Alberts lést og þá var sem hann stæði skyndi- lega frammi fyrir alvöru lífsins. Löngun hans í skemmtanir, góðan mat og áfengi hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og skömmu síðar lýsti hann yfir því við konu sína að hann myndi ekki neyta áfengra drykkja framar. Þá myndi hann leiða hjá sér allt það sem hann nefndi „óguðlegar skemmtanir". Erfiðir dagar Albert lét þessa yfirlýsingu sína ekki verða orðin tóm. Hann tók allar áfengisflöskurnar í barnum á heimilinu og braut þær. Síðan fór hann niöur í kjallara, þar sem hann geymdi borðvínin, og þau fóru sömu leið. Þá seldi hann dýra sportbílinn sinn og keypti sér hjól. Og nokkrum dögum síðar gekk hann í Hjálpræðisherinn og fór að læra á básúnu til að geta komist i hornaflokk samtakanna. Christine vissi ekki hvernig hún átti að taka þessum miklu umskiptum. Hún hafði engan áhuga á að feta í fótspor mannsins síns. En þótt hún vildi það ekki varð hún, nauðug viljug, að taka upp sumt af hinum nýju háttum. Ekki gat hún leyft sér að fara ein út að borða. Og ferðirnar á Rauða þessu húsi er kráin þar sem skálað var í kampavini. ljónið urðu fáar og viðdvölin þar styttri í hvert sinn en áður. Þess í stað sat hún nú heilu kvöldin heima og ekki bætti það úr skák að þá varð hún oft að hlusta á mann sinn æfa sig á básúnuna. Ákvörðunin Um hríð vissi Christine ekki hvað hún ætti að gera. En svo fannst henni það sem gerst hafði í raun segja sér hvernig hún gæti leyst vanda sinn. Albert var greinilega þeirrar skoðunar að rétt væri fyrir hann að lifa því lífi sem myndi opna honum leið- ina til himnaríkis og því væri best að hraða för hans þangað sem mest. í fyrstu íhugaði Christine að gefa hon- um eit- ur. Næst þegar hún kom í Rauða ljónið spurði hún kunningja sína hvort þeir ættu jurtaeitur sem þeir mættu sjá af. Þetta gerðist kvöld eitt þegar Albert hafði farið í tónlistar- tíma. Allir i veingahúsinu þekktu Christine og héldu að hún væri að gera að gamni sínu. Auðvitað var fastagestunum ljóst við hvern vanda hún átti að glíma en engum kom þó til hugar að hún hefði í huga að ráða Albert af dögum. Engum nema frekar unglegum manni sem heyrði af tilviljun það sem Christine sagði. Það var Dav- id Ashbrook, þrjátíu og sjö ára bílasali. Til reiðu Af einhverjum ástæðum hafði David Ashbrook fengið mikinn áhuga á leigumorðum. Hugsunin um þau hafði náð sterkum tökum á honum og hann hafði kynnt sér ýmsar aðferðir manna i þeirri grein með því að horfa á mynd- bönd. Og reyndar var nú svo kom- ið að hann dreymdi um að verða leigumorðingi. Ef til vill var hon- um nú að bjóðast tækifærið. David gekk til Christine og bauð henni í glas. Yfir því fjórða hafði losnað svo vel um málbeinið að þau fóru að ræða um hvernig ráða mætti Albert af dögum. Christine sagði að hún væri ákveðin í að ráða leigumorðingja. Reyndar hefði hún þegar gengið svo langt að taka allháa upphæð, jafnvirði um hálfrar milljónar króna, út úr bankanum til þess að geta reitt út nægilegt fé með stuttum fyrirvara. David hlustaði með athygli og sagði að hún hefði hitt rétta mann- inn þar sem hann væri. Svo fór hann að lýsa samböndum sínum við ýmsa í undirheimunum, sam- böndum sem voru að vísu ekki til en áttu að gera Christine ljóst að hún væri ekki að tala við neinn viðvaning. Gengið til verks Niðurstaða samtalsins varð sú að David sagðist vilja sjá um drápið sjálfur og upphæðin væri vel ásætt- anleg. Er hér var komið voru þau Christine og David farin að líta hvort annað hýru auga og nokkrum dögum siðar voru þau orðnir elsk- hugar en Albert hafði lagt allt sam- líf á hilluna er breytingin varð á högum hans. f framhaldi af þessum nýju tengslum Davids og Christine gerðu þau viðbótarsamning. David skyldi fá þriðjung í bílaleigufyr- irtækinu þegar Albert væri allur. Upphaflega áætlunin var á þá leið að Christine átti að leggja bíl sínum við vegarbrún þar sem Al- bert fór um á leið af tónlista- ræfmgu. Skyldi líta svo út sem óhapp hefði orðið svo Albert stigi af hjólinu en þá ætlaði David að skjótast fram úr runna með barefli og ganga frá honum. Albert veitti bílnum hins vegar enga athygli og hjólaði sína leið. Önnur og þriðja tilraunin fóru einnig út um þúfur á grátbroslegan hátt. í fyrra sinnið lá David í leyni fyrir honum í garði nágrannans en áður en hann gat komið nokkru í verk hafði hundurinn í húsinu ráð- ist að honum og rifið stykki úr bux- unum hans. Og í þriðja sinn ætlaði David að aka Albert niður þar sem hann kæmi á hjólinu sínu. En nokkrum augnablikum áður en það hefði tekist skaust köttur í veg fyrir bíl Davids sem beygði skyndilega til að forða llfl hans. Um leið hjólaði Albert hjá. hylkið sem hún hafði verið í lá enn tómt í kofanum og á því voru Fingraförin hans. Þá var Albert enn með úrið sitt og veskið var enn í vasa hans. En þau Christine Lokatilraunin Það var loks 15. mars 1986 sem David ákvað að ganga til verks á þann hátt að fleiri tilraunir yrðu óþarfar. Þá höfðu þau Christine lagt á ráðin um hvernig Albert skyldi komið inn i eilífðina. Hann átti lítinn veiðikofa í Northwick frá sinum fyrri dögum og hafði ekki lagt skotveiðarnar á hilluna með öllu. Þar geymdi hann byssur og skotfæri. Nú stóð veiðiferð fyr- ir dyrum. David og Christine óku til smá- bæjar nærri veiðikofanum. Þar varð hún eftir en David klæddist svörtum málaliðabúningi og hélt til veiðihússins. Þar tók hann fram leðurhylki með veiðibyssu í, tók hana upp, hlóð og beið komu Alberts. Albert kom nokkru síðar, stakk lykli í skrána, fann að opið var og opn- aði. Komið var fram á kvöld, það var heiðríkt og mánaskin. Hann sást því vel þegar hann gekk inn um dyrnar. Um leið skaut David. Hann hitti ekki og skaut hluta af dyrakarminum burt. En næsta skot hitti Albert í brjóstið og var síðar sagt að hann hefði látist samstundis. David Ashbrook. Christine. áttuðu sig ekkert á því hvað það gat þýtt fyrir þau og héldu áfram að drekka kampavín. Reiknings- Fagnað á krá David hafði lokið ætlunarverki sínu. Leigumorðið hafði verið framið. Hann gekk frá í flýti, hrað- aði sér út í bílinn sem hann hafði lagt nokkuð frá og ók á krána þar sem Christine beið. Hún sá strax á svip hans að hann hafði haft er- indi sem erfiði. Þau ákváðu að fagna. Þau báðu veitingamanninn að koma með kampavín og nokkrum mínútum síðar voru þau að skála að loknu ætlunarverki og fyrir framtíðinni. David hafði falið byssuna. En hann hafði gleymt því að leður- Líkið fannst nokkru síðar. Rannsóknarlög- reglumenn, sem komu á vettvang, sáu í hendi sér að ástæða morðsins gat ekki verið rán. t Hún hlaut að vera alit önnur. Og eins og venja er í tilvik- um sem þessum fóru þeir að ræða við vini og kunn- ingja eiginkonunn- ar, ef vera kynni að þeir gætu varpað ljósi á gátuna. Þá kom fram hve miklar breytingar höfðu orðið á hög- um þeirra Buck- leys-hjóna. Meðan rann- sóknin stóð yfir leiddi eitt til ann- ars og þar kom að veitingamaðurinn í kránni þar sem þau David og Christine höfðu skálað í kampavíni staðfesti að þau hefðu verið þar að fagna einhverju um svipað leyti og talið var að Albert Buckley hefði ver- ið ráðinn af dögum. David játaði að að hafa myrt Al- bert en lýsti því jafnframt yfir að Christine hefði átt hugmyndina og lagt á ráðin með honum. Seint í mars 1987 kom David fyrir rétt í Chester þar sem hann fékk lífstíð- ardóm. Og Christine fékk jafn- þungan dóm. qW milli himjns íbúð á besta Smáauglýsingar stað! DV 550 5000 í-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.