Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 9
X>V LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 9 ríkjunum að loknu starfsnáminu hjá Mike Post í Hollywood. Framtíð- in sé aö öðru leyti óráðin. „Fyrir tveimur árum hefði líklega aldrei hvarflað að mér að fara til Hollywood. Núna er komin vísbend- ing um að maður hafi eitthvað þangað að gera. Ég verð að nýta þann tíma mjög vel sem ég fæ hjá Mike Post. Þarna fæ ég forskot á marga aðra sem eru að reyna að byrja í þessum bransa.“ „Þetta hefur gengið prýðilega hjá mér. Orður og verðlaun eru í sjálfu sér ágæt. Mestu skiptir hvað maður lærir og hvaða tækifæri gefast til að þróa listina," sagði Atli Örvarsson tónlistarmaður í samtali við helgar- blaðið frá borginni Winston-Salem í Norður-Karólínu i Bandaríkjunum. I dag, 30. maí, útskrifast hann með bestu einkunn í mastersnámi í kvikmyndatónsmíðum frá skóla þar í borg er nefnist The North Carolina School of the Arts. Ekki nóg með það heldur hefur hann hlotið viður- kenningu frá höfundarréttarsam- tökunum BMI sem eru í líkingu við STEF hér á íslandi. Viðurkenningin færir honum bæði peningaverð- launa og tímabundið starf í Hollywood næsta haust í hljóðsmiðju Mike Post. Post er einn kunnasti höfundur tónlistar í bandarískum sjónvarpsþáttum og hefur komið nálægt þáttum eins og Hill Street Blues, LA Law og NYPD Blue. Allt þættir sem íslenskir sjón- varpsáhorfendur ættu að kannast vel við. Atli var í hópi hundraða umsækj- enda um styrkinn frá BMI og lenti í hópi þriggja útvalinna tónskálda. „Þetta er geysilega mikil viður- kenning fyrir mig. Ég hef fengið mjög jákvæð viöbrögð hér í skólan- um. Heimur tónskálda í Hollywood er harður, samkeppnin mikil og erfitt að komast að. Flestir sem fara þangað fara eiginlega út í óvissuna. Þess vegna er það mjög þýðingarmik- ið að fá eitthvað svona,“ sagði Atli. Heiðursorða í Berklee Sumar með Sálinni Áður en ævintýrið byrjar í Hollywood í haust mun Atli eyða sumrinu á Islandi og spila með Sál- inni. Þar stendur mikið til. Auk spilamennsku á sveitaböllum um helgar er ætlunin að taka upp nýja plötu í tilefni af 10 ára afmæli sveit- arinnar á þessu ári. „Ég hlakka mikið til að koma heim og fá að slappa örlítið af eftir strangt nám í vetur. Annars verður nóg að gera. Hljómsveitin ætlar að safna saman á eina plötu þeim lög- um sem hafa verið á nokkrum safn- plötum auk þess sem við ætlum að taka upp nokkur ný lög. Platan verður síðan gefin út fyrir jólin,“ sagði Atli, greinilega spenntur fyrir sumarið með Sálinni. Atli verður 28 ára í sumar. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri, sonur Hildar Svövu Karlsdóttur og Örvars Kristjánssonar harmóníku- leikara og þar með „litli bróðir" Grétars í Stjórninni. Tónlistarhæfi- leikarnir eru íjölskyldunni í blóð bornir. Svo skemmtilega vill til að Hildur Svava verður einmitt við- stödd útskrift sonarins í dag og tók með sér alnöfnu sína og 6 ára dóttur Atla, Hildi Svövu. Þær geta svo sannarlega verið stoltar af drengnum, sem og aðrir í fjölskyldunni. -bjb innar hans Jóns míns. Þar hefur hann leikið yfir sumartímann mörg undanfarin ár en verið í tónlistar- námi á veturnar. Að loknu námi við Tónlistarskóla FÍH fyrir nokkrum árum fór hann til Boston í Banda- ríkjunum þar sem hann nam við Berklee College of Music. Þar lauk hann BM-gráðu í kvik- myndatónlist árið 1996. Hann hlaut heiðursorðu á 50 ára afmælishátíð skól- ans fyrir afburða frammi- stöðu í námi og að semja hátíðartónlist fyrir þá samkomu. í kjölfarið var hann valinn úr stórum hópi umsækjenda til meist- aranáms í kvikmynda- tónsmíðum í fyrr- : nefndum listaháskóla í Winston-Salem. í skólanum í vetur hefur hann m.a. gert tónlist fyrir lokaprófsmyndir nemenda í kvikmynda- leikstjórn. Sumar þeirra mynda hafa hlotið mikla athygli. Þannig var ein stuttmynd verðlaunuð á Hollywood Film Festival í fyrra og önnur var nýlega keypt til sýninga hjá sjónvarpsstöð- inni Canal+ í Frakklandi. Þá hefur Atli samið tónlist við Shakespeare-leik- rit í uppfærslu hins kunna leik-, óp- eru- og kvikmyndastjóra Geralds Freemans sem m.a. leikstýrði fyrstu uppfærslunni á söngleiknum Hár- inu og var aðstoðarleikstjóri í fyrstu uppsetningunni á West Side Story á Broadway. Með frábæra kenn- „Leiklistardeild skólans er talin sú besta í Banda- ríkjumun ásamt Yale-há- skóla. Gerald Freeman stjórnar deildinni og það hefur verið ómetanleg í‘ reynsla að starfa með honum, eiginlega meira virði fyrir mig en ein- hverjar medalíur. Ég hef líka verið mjög heppinn að læra hér i skólanum undir leiðsögn Davids McHugh pró- fessors. Þetta er einn af þeim kennurum sem standa upp úr á lífsleiðinni. Kennarar sem reka mann áfram til betri verka,“ sagði Atli en David hefur m.a. samið tón- list við myndir eins og Moscow on the Hudson og Mystic Pizza. Atli sagðist reikna með að dvelja áfram í Banda- Margir kann- ast eflaust við Atla sem hljómborðs- leikara Sálar- Atli Örvarsson er að útskrifast í dag með mastersgráðu í kvikmyndatónsmíðum frá listaháskóla í Noröur-Karólínu í Bandaríkjunum. Bergljót Arnalds: í leikriti á geisladiski í Skotlandi Bergljót Arnalds, leikkona og rithöfundur með meiru, fer til Skot- lands í næstu viku til að vera viðstödd út- gáfuhátíð vegna sérstæðs geisladisks sem er að koma út í Edinborg. Á disknum eru upptökur af leik- riti sem hún tók þátt í á Edin- borgarhátíðinni 1994 og vakti mikla athygli. Þar lék hún titilhlutverkið í leikritinu er nefnist Dóttir sjávarkonungs- ins. Bergljót nam leiklist við Queen Margaret-skólann í Edin- borg á árunum 1991-1994. Diskur af þessu tagi hefur ekki áður komið út í Skotlandi, að því er best er vitað. Fyrirtæk- ið sem gefur diskinn út nefnist Saltire Society og hefur það að markmiði að standa vörð um skoska menningu. -bjb Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakrínglan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 Innifaiið í verði bílsins / 2.0t 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél / Loftpúðar fyrir ökumann og farþega •/ Rafdrifnar rúður og speglar / ABS bremsukerfi / Veghæð: 20,5 cm / Fjórhjóladrif / Samlæsingar / Ryðvörn og skráning / Útvarp og kassettutæki / Hjólhaf: 2.62 m / Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíLL - hannaður fyrir íslenskar aðstæður Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- EJ HONDA Sími: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.