Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Blaðsíða 31
so %elgarviðtalið LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 JjV J>V LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 %slgarviðtalið . - Slagnum um borgina er lokið í bili. Helgi Hjörvar og Þórhildur Elín gáfu sár því tíma til að ræða um pólitíkina og lífið: Þaó er eins og húsin hafi lœöst upp eftir holtinu í átt aö kirkju Krists og staönœmst í hógværri fjarlœgö frá must- erinu. í jaðri húsaþyrpinganna er Hóla- vallagata 9 og þar býr í fallegri íbúö lít- il fjölskylda: Helgi Hjörvar, oddviti Reykjavíkurlistans, og Þórhildur Elín Elínardóttir og Hildur, dóttir þeirra. Hildur, sem er sjö ára, er ekki heima, hún er í feröalagi meö bekknum sínum. Helgi kom með stœl inn í prófkjör Reykjavíkurlistans og náöi kjöri í fyrsta sœti. Hann fékk viö þaö góöa hjálp frá Þórhildi konu sinni sem var kosninga- stjóri hans. Hún er grafiskur hönnuöur, útskrifaöist úr MHI fyrir þremur árum og starfar sjálfstætt viö ýmis verkefni, meöal annars ritstörf ímynda- og aug- lýsingahönnun og stíliseringu. Helgi er formaöur Blindrafélagsins og fyrrver- andi framkvæmdastjóri þess en veröur á nœstunni atvinnustjórnmálamaöur. Hann lék líka Emil í Kattholti á sínum tíma. Helgi og Þórhildur eru bæði að mestu alin upp í Reykjavík, með smá frávikum þó, hún nokkur ár í Kópavogi og hann nokkur ár i Kaupmannahöfn. Helgi er sonur Úlfs Hjörvar rithöfundar og Helgu Hjörvar forstjóra Teater og Dans i Norden. Foreldrar Þórhildar eru Þorvaldur Axelsson og Elín Skeggjadóttir, fulltrúi á Kvennadeild Landspítalans. Ást við fyrstu sýn „Við ætlum að gifta okkur í sumar, í ágúst,“ segir Þórhildur. Þau ætla að hafa brúðkaupið látlaust, bæði vegna þess að þau hafa verið saman i tólf ár og svo hafa stórbrúðkaup aldar- innar ekki gefið sérlega vel af sér. Þau kynntust í Kópavogi. Flosi Eiríksson, sem leiddi Kópavogslistann, hringdi í Helga og bað hann um að halda ræðunámskeið í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ég ákvað það á stundinni. Þetta var ein af þessum hending- um lífsins. Á það ræðunámskeið mætti Þór- hildur sem varð síðan konan mín, Flosi, sem ég síðan skráði í flokkinn, og ýmsir ágætir vinir hans og þar á meðal Hjörleifur sem varð síðan einn af nánari vinum mínum. Þetta var því uppskeruríkt ræðunámskeið. Mamma, sem þá var skólastjóri Leiklistarskólans, hélt yfir mér nokkra lærða fyrirlestra um siða- reglur kennara en ég held að hún hafi ekki séð eftir þessu. Þetta var ást við fyrstu sýn.“ Blessað stríðið Þau segjast hafa sömu lífsskoðun en séu kannski ekki sammála um öll atriði í pólitík. Helgi hefur verið í pólitík frá því hann man eftir sér og verið flokksbundinn í fimmtán ár. Þórhildur segist aftur á móti lítil afskipti hafa haft af pólitík. „Ég er óflokksbundin. Ég er jafn pólitísk og hver önnur manneskja sem myndar sér skoðun á hlutunum í gegnum líf- ið. Ég hef ekki tekið þátt í pólitískum störfum nema sem eiginkona," segir hún og hlær. Helgi grípur fram í fyrir henni: „Jú, hún var kosningastjórinn minn í prófkjörinu. Það bendir allt til þess að það hafi verið besta kosningastj órnin. “ „í kosningabaráttunni sjálfri var ég alltaf að reyna að skipta mér af. Mitt hlutverk var samt ekkert fastmótað. Ég nuddaði axlirnar og lét renna í bað og við skiptumst á skoð- unum og upplýsingum um gengið," segir Þór- hildur. „Fram undir prófkjörið hafði pólitík verið mitt áhugamál," segir Helgi. „Við ákváðum hins vegar að fara saman í prófkjörið og síð- an hefur þetta orðið eitthvað sem við eigum sameiginlegt." Þórhildur tekur undir þetta með Helga. „Þetta er orðið miklu skemmti- legra fyrir okkur bæði en áður þegar hann var að sinna þessu sem áhugamáli í frístund- um." „Pabbi vinnur alltaf" Heimilislíf þeirra var helgað pólitíkinni síð- ustu vikurnar fyrir kosningar. Þær voru strembnar og þau voru bæði á kafl í barátt- unni. „Við ákváðum strax eftir prófkjörið að senda dóttur okkar á æskuslóðir mínar til afa „Við erum samhent og höfum svipaöan húmor. En það sem gerir okkur góö saman er að við erum bestu vinir.“ DV-myndir Brynjar Gauti og ömmu í Kaupmannahöfn og þar var hún síðustu viku kosningabaráttunnar að leika sér í Tívolíinu og dýragarðinum á meðan pabbi og mamma voru í stóra dýragarðinum," segir Helgi. „Við vorum orðin svo rosalega leiðinleg," segir Þórhildur. „Við töluðum ekki um neitt annað og hugsuðum ekki um neitt annað. Það var ekki eldað hérna þá daga sem Hildur var úti og maður var kominn með brauðeitrun undir lokin. Við vorum mjög fegin að hafa tekið þessa ákvörðun að hún færi i sveitina til afa og ömmu í Kaupmannahöfn. Þetta gekk líka mjög vel. En Hildur var samt alltaf mjög örugg. Við vorum orðin dálítið spennt þrátt fyrir skoðanakannanir en hún var aldrei í vafa. Ég spurði hana hver hún héldi að ynni kosningarnar og hún svaraði: „Nú, pabbi. Hann vinnur alltaf." Hún hafði mjög mikla trú á honum.“ Tilgangurinn og meðalið Mikil umræða var um fjármál Helga Hjörvar og Hrannars B. Arnarssonar á síð- ustu vikum kosningabaráttunnar. „Áður en ég fór í prófkjörið fórum við ítarlega í gegn- um það að því að verða opinber persóna fylgdi ýmislegt. Menn yröu umdeildir og söguefni á kaffistofum hingað og þangað. Við vorum í raun búin að fara í gegnum það áður en leiðangurinn fór af stað og vissum að maður gæti átt á ýmsu von. Við erum alltaf að takmarka einkalíf opinberra per- sóna meira og meira og gera greinarmun á því sem má fjalla um. Þegar þetta kom upp brá manni auð- vitað en svo var það líka búið. Þetta er auðvit- að eitthvað sem pólitíkusar mega alltaf eiga von á. Þetta verður í sjálfu sér ekki bara al- gengara heldur lika öfgafyllra," segir Helgi. „Mér leiddist hversu mikið til- gangurinn helg- aði meðalið," segir Þórhildur. „Mér fannst það eiginlega sorg- legt. Auðvitað eru gerðar mikl- ar kröfur til þeirra sem eru í opinberri um- sýslu, það er mjög eðlilegt. En í kosningabar- áttu fara menn stundum út fyr- ir öll mörk.“ „Ég er jafn pólitísk og hver önnur manneskja sem myndar sér skoðun á hlutunum í gegnum lífið.“ Þrúgandi andrúmsloft „Ætli þetta hafi ekki haft tvenns konar áhrif á listann," segir Helgi. „Annars vegar varð þetta til að skerpa samstöðuna. Hins veg- ar varð þetta talsvert þrúgandi vegna þess að þetta skapar þrúgandi andrúmsloft, sérstak- lega í stuðningsmannahringnum sem var alltaf að lenda í því að ræða þessi mál en vildi vera að ræða pólitík. Það hafði að því leyti slæm áhrif á móralinn en það herti samstöð- una á listanum sjálfum." Strax umdeildur Margar útstrikanir voru meðal þess sem einkenndi borgarstjórnarkosningarnar nú. Hrannar fékk tæpar átta þúsund útstrikanir og Helgi um 1700. Hvernig er fyrir ungan stjórnmálamann að byrja ferilinn á þennan hátt? „ Mér finnst það kannski fyrst og fremst segja mér að ólíkt því sem Davíð Oddsson heldur, séu kjósendur Reykjavíkurlistans sjálfstætt hugsandi fólk sem hefur afgerandi skoðanir á því hvað það vill og hvað ekki. Ég er ánægður með það. Varðandi útstrikanirnar þá á ég ekki von á öðru en ég verði umdeildur stjórnmálamaður. Það kemur mér ekkert á óvart að það sé frá fyrsta degi. Þegar ég hætti að vera umdeildur þá hugsa ég að það sé kominn tími til að setj- ast í helgan stein. Það væru einhver skila- boð.“ unum og ímyndað sér hvernig þaö væri að geta aldrei opnað þau aftur. Það gerir svo sterka samsvör- un. Augun eru gluggi sálar- innar. Það er hluti af þess- um fagurfræðilega vanda við að missa sjónina. Ég man af hinu fræga ræðu- námskeiði að þegar ég gekk í salinn sá ég bara tvö stór brún augu sem ég hafði augun á upp frá því. Ég held að það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að sálin verði blind. Ég vona að minnsta kosti ekki þó að auðvitað hendi það marga að verða fórn- arlömb biturleikans." „Við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði þegar sjúkdómurinn greindist," segir Þórhildur. „Sem betur fer gerði maður sér ekki grein fyr- ir því hvað um væri að ræða. Maður byrjar á því að afneita því hvað þetta þýðir. Síðan venst maður því. Ef hann hefði lagst í kör og farið að líta á sjálfan sig sem eitthvað annað en hann er þá veit ég ekki hvað ég hefði farið að hugsa en það gerðist aldrei. Ég velti því aldrei fyrir mér. Það er bara einhvern veginn þannig í lífinu þegar maður stendur frammi fyrir einhverju sem skiptir mann ofsalega miklu máli að þá gerir maður það sem þarf að gera.“ Trúir á kraftaverk Systir Helga er líka með sjúkdóminn en þar fyrir utan veit Helgi aðeins um eitt óstaðfest tilfelli í ætt sinni. Genið sem veldur sjúk- dómnum er víkjandi arfgengt. Líkurnar á að Hildur dóttir þeirra sé haldin þessum sjúk- dómi eru því hverfandi. Þau segjast samt hafa hugsað um það. „Eins og maður hefur áhyggj- ur af öllu sem varðar velferð barnsins síns. Við létum augnlækninn sem greindi Helga skoða hana tvisvar eða þrisvar sinnum og „Fram undir prófkjörið hafði pólitík veriö mitt áhugamál. Við ákváðum hins vegar að fara saman i prófkjörið og síðan hefur þetta oröiö eitthvaö sem við eigum sameiginlegt." Væntanlegur forseti í þau tvö skipti sem meirihluti vinstri- manna hefur verið í Reykjavík hefur oddviti Alþýðubandalagsins verið forseti borgar- stjómar og Helgi segir að það væri I samræmi við hefðina að hann gegndi því á þessu kjör- tímabili. „En á Reykjavíkurlistanum vinnum við fyrst og fremst sem ein heild og við sitjum þessa dagana á rökstólum um hverjir séu best fallnir til þeirra fjölmörgu verka sem vinna þarf á kjörtímabilinu." Helgi mun taka sæti í borgarráði og er það fullt starf. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann muni hætta sem formaður Blindrafélagsins. Hann á eftir að ræða það við félaga sína þar. „Það er auðvitað verkefni sem hefur skipt mig mjög miklu máli og mála- flokkur sem ég vil halda áfram að sinna með einum eða öðrum hætti.“ Þórhildur býst við því að fylgja bónda sín- um við opinber tækifæri að einhverju leyti. „Ég vakna eiginlega upp við góðan draum núna eftir kosningabaráttuna. Eftir prófkjörið spurðu margir hverju þetta breytti fyrir mig og mér fannst þá að þetta myndi aldrei breyta neinu. Þetta breytir hins vegar ákveðnum hlutum fyrir mig en samt ekki meira en geng- ur og gerist. Lifið er afltaf að breytast. Ekki bara hjá mér og Helga. Mín staða verður auð- vitað að sinna mínu og svo kem ég líka inn á hans starfssvið, alveg eins og ef hann væri eitthvað annað. Það verður kannski augljós- ara í þessari stöðu.“ „Blindur maður sár..." í kappræðum fyrir kosningarnar hamraði Helgi á orðunum „blindur maður sér...“ Þessi ungi maður er mjög sjónskertur en samt sem áður sjást þess fá merki. Hann hefur ekki lát- ið það aftra sér og erfitt er að greina það í at- ferli hans að hann sé ekki alsjáandi. Helgi er með arfgengan hrörnunarsjúkdóm sem gerir það að verkum að nethimnan á bak við augað deyr smátt og smátt og sjónsviðiö þrengist. Líkurnar á algerri blindu eru yfirgnæfandi. „Ég hef aldrei getað litið á Helga sem eitthvað meira takmarkaðri heldur en aöra,“ segir Þór- hildur. „Hann gerir bókstaflega allt nema að hann fær ekki bílinn." Helgi glottir við þessi orð. „Æ, ég skal ekki ögra þér!“ segir Þórhild- ur hlæjandi. „Ég sé út til hliðanna og síðan hef ég pínu- litla miðjusjón. Ég sé ekki til að lesa og á mjög erfitt með að greina andlit og það fer minnk- andi,“ segir Helgi. „Ég var náttblindur sem krakki. Sem unglingur var ég mikið í íþrótt- um. 13-14 ára gamall hætti ég að geta spilað badminton almennilega. Síðan fór ég að missa einn og einn bolta í handboltanum og það fóru að koma ýmis merki sem maður áttaði sig ekki á af hverju stöfuðu. Þegar ég var 19 ára fékk ég greiningu.“ Fagurfræðilegt vandamál „Það er aöallega áfall fyrst en síðan kemst maður að því að það að missa sjónina er fyrst og fremst fagurfræðflegt vandamál eða tilfinn- ingalegt. Maður saknar skynjunarinnar en kemst líka að raun um að það er hægt að gera alla skapaða hluti óháð því hvort maður sér. Maður beitir bara öðrum aðferðum við að lesa og vinna ákveðin störf. Þannig að það háir manni ekki praktískt. Þetta er því í rauninni ekki praktískt vandamál að takast á við held- ur tilfinningalegt. Eitt af þvi sem gerir þessa dulúð í kringum sjónina er að það er svo auðvelt að setja sig í sporin. Það er eitthvað sem allir hafa gert ein- hvern tímann. Allir hafa prófað að loka aug- „Augun eru gluggi sálarinnar. Það er hluti af þessum fagurfræði- lega vanda viö að missa sjónina. Ég man af hinu fræga ræöu- námskeiði að þegar ég gekk í salinn sá ég bara tvö stór brún augu sem ég hafði augun á upp frá því. Ég held að það sé engin ástæða til aö hafa áhyggjur af því að sálin verði blind. Ég vona að minnsta kosti ekki þó að auövitað hendi það marga aö veröa fórnarlömb biturleikans." „Auðvitað eru geröar mikl- ar kröfur til þeirra sem eru í opinberri umsýslu, það er mjög eðlilegt. En í kosn- ingabaráttu fara menn stundum út fyrir öll mörk.“ hann segir ekkert benda til þess að hún hafi erft sjúk- dóminn. Við erum bjartsýn og trúum þvi að þetta sé einangrað tilfelli. Tækn- inni fleygir lika fram og auk þess eru stundaðar miklar rannsóknir á þess- um augnsjúkdómi og tfl- raunirnar sem gerðar hafa verið lofa góðu. Svo trúi ég persónulega á kraftaverk. Ég held að einn góðan veð- urdag verði Helgi fullsjá- andi,“ segir Þórhildur. Góð saman „Eitt sterkasta einkenni Þórhildar er einlægni," seg- ir Helgi. „Hún er hrein og bein, vill hafa allt uppi á borðinu og segja það sem henni býr í brjósti. Hún getur líka verið ör. Hún er lifandi og tilfinningarík kona. Þórhildur er óskap- lega góður félagi að eiga, trú sínum, og algjör óskamamma. Hún er fljót að sjá í gegnum bull og yflr- borðsmennsku, hún er mik- ill mannþekkjari." „Helgi er djúpur per- sónuleiki. Maður heldur sig þekkja hann eftir að hafa hitt hann einu sinni en hann er eins og djúpur brunnur. Yflrborðið er ró- legt og yfirvegað en það er ýmislegt sem kraumar und- ir. Á yfirborðinu er hann • hæglátur en undir niðri er hann mjög tilfinningaríkur, mikill hugsjónamaður og eldhugi. Við erum samhent og höfum svipaðan húmor. En það sem gerir okkur góð saman er að við erum bestu vinir." -sm ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.