Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1998, Page 8
8 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Tfr~\y sælkerínn_______________________________________________________ Shabana Zaman hjá Himalaja gefur okkur gómsætar uppskriftir: Shabana Zaman er indversk kona sem fluttist hingað til lands fyrir fimm árum ásamt íslenskum eiginmanni sínum, Lárusi Christensen. Þau kynntust í Eng- landi þar sem þau voru við nám. Frá síðastliðnu hausti hefur hún rekið veit- ingastaðinn Himalaja í Kópavogi en frá því hún kom hingað hef- ur hún kennt ind- verska mat- reiðslu og haldið fyr- irlestra um hollt matar- æði. Hefur sérhæft sig m.a. í rétt- um fyrir grænmetis- ætur og fólk með fæðuóþol. Við feng- um hana til að gefa okkur upp girnilega uppskriftir að hætti Ind- verja. Hún ákvað að velja tvo af þjóðarréttunum, annars vegar hrís- grjónarétt og hins vegar uppskrift að djúpsteiktu eggaldin. Við byrjum á hrísgrjónaréttinum sem á frummálinu nefnist Sultana pullao. Á islensku útleggst það sem konungleg hrisgrjón. Uppskriftin miðast við 4-6 manns og kemur hér: 300 g hrísgrjón (basmatbi) 50 g þurrkaðar apríkósur Hrísgrjónarétturinn Sultana pullao, eöa konungleg hrísgrjón, er mjög vinsæll á heimaslóöum Shabönu í Indlandi. 8 negulnaglar 1 kanelstöng 6-8 korn af svörtum pipar 2 laukar 50 g rúsínur 100 g pine-hnetur salt eftir smekk 3 bollar vatn 5 msk. olía Hitið 2 msk. af olíu í skaftpotti og steikið hrís- grjónin varlega í 5 mín. Bland- ið út í apríkós- um, kryddinu, salti og vatni. Hitið að suðu- marki en lækk- ið þá hitann og haldið ílátinu lokuðu við lágt hitastig. Þegar rétturinn er næstum soð- inn þá skal slökkva á hell- unni og láta matinn standa í lokuðu ílátinu áfram. Steikið næst laukinn í því sem eftir er af olí- unni þar til hann verður ljósbrúnn. Bætið rúsínum og pine-hnetum við, takið pönnuna af hellunni og setjið saman við hrísgrjónin. Hrærið var- lega í með gaffli og berið fram skreytt með mintu. Shabana yfir pottunum í Himalaja, veitingastaönum sem hún rekur í Kópavogi. DV-mynd Pjetur inu nefnist rétturinn Taley baing- an. 500 g eggaldin 1 bolli hrísmjöl salt eftir smekk y2 tsk. rautt chiliduft 2 tsk. sesamfræ y2 tsk. svartur pipar olía til steikingar Djúpsteikt eggaldin Næst eru það djúpsteikt eggaldin, afar vinsæll smáréttur hjá Indverj- um og gengur t.d. vel meö hris- grjónunum. Hentar einnig sem snakk yfir sjónvarpinu. Á frummál- Byrjið á að skera eggaldinið í þunnar sneiðar. Blandið kryddinu saman á diski, að sesamfræjunum undanskildum. Setjið þau á annan disk. Nuddið eggaldinsneiðunum í kryddinu og þrýstið þeim síðan á sesamfræin þannig að þau festist í eggaldininu. Steikið sneiðarnar síð- an upp úr olíu við lágan hita. Verði ykkur svo að góðu! -bjb Sérrímúffur Þessar girnilegu múffur er einfalt og þægilegt að baka. Þær henta vel á hvers manns veisluborð. Uppskrift: 250 ml hrein jógúrt 1 bolli þurrt sérrí 115 g mjúkt smjör 175 g sykur 2 egg 5 ml vanilludropar 200 g hveiti 2 tsk. lyftiduft smávegis af salti Aðferð: Hrærið saman með hand- þeytara jógúrt og sérrí og lát- ið standa í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180° C. Hrærið sam- an meö handþeytara smjör, sykur, egg, vanilludropa (í þessari röð). Bætið jógúrt-sér- ríblöndunni út í. Hræriö síðan saman hveiti, lyftiduft og salt í annarri skál og hellið út í blönduna. Fyllið múffuform- in að tveimur þriðju hlutum og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. Qiatgæðingur vikunnar Brynja Benediktsdóttir leikstjúri: Besta brauð í heimi Það er búið að vera mikið að gera hjá Brynju Benediktsdóttur undanfarið en hún og maður henn- ar, Erlingur Gísla- son, reka leik- hús i garðin- um hjá sér. Ensk gerð leikritsins Ferðir Guð- ríðar, sem Brynja samdi og leikstýrði hefur verið þar og halda sýningar áfram innan skamms. Síðan hefur verið að vinna að íslenskri sænskri gerð leik- ritsins. Sú íslenska verður frum- sýnd Færeyj- um í ágúst og sú sænska Svíþjóð september. Þegar mikið er að gera er gott að nartað í brauð og Brynja ætlar að gefa okkur upp- skrift að heilsusamlegu brauði sem hún nefnir besta brauð i heimi. 800 g hveiti 1 msk. sykur 100 g sólblómafræ 100 g sesamfræ 4 kúfaðar tsk. lyftiduft 1 sléttfull tsk. matarsódi 1 tsk. salt 5 dl venjuleg súrmjólk 2 1/2 dl vatn 1 egg Ofninn er hitaður upp í 175 gráð- ur og tvö jólakökuform smurð með olíu eða smjörliki. Hráefnunum, fyrir utan egg og sesamfræ, er hellt í skál og þau hrærð saman. Ekki má nota hræri- vél. Reyna á að hreyfa deigið sem allra minnst svo það verði ekki seigt. Deiginu er skipt niður í formin og 1 egg er hrært út og því smurt yfir deigið og sesamfræjunum dreift yfir. Brauðið er síðan bakað í 50 min- Mjög hentugt er að frysta annað brauðið strax en borða hitt nýtt. Brauðið sem frysta á er skoriö nið- ur í sneiðar og síðan er ein ein sneið tekin út og hituð eða ristuð í brauðrist. Þannig verður brauðið alltaf gott. Það var Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður sem kenndi Brynju uppskriftina að þessu brauði en geymsluaðferðina hefur Brynja þróað sjálf. Brynja skorar á Ingibjörgu Þóris- dóttur, aðstoðarkonu sína í Ferðum Guðríðar, að verða næsti matgæð- ingur DV. Hún ku luma á mörgum skemmtilegum kreól-uppskriftum sem hún komst yfir þegar hún var í leiklistarnámi i Kalifomíu. -sm Brynja gefur uppskrift að góðu brauði. DV-mynd Hilmar Pór ostaterta Þessi ljúffenga ostaterta er tilval- in sem eftirréttur með helgarsteik- inni eða ein sér sem frískandi sum- arréttur. Löng hvítasunnuhelgi gefur næg tækifæri til að stjana við bragðlaukana og búa til sitt eigið bakkelsi. Uppskrift 115 g mulið hafrakex 1 msk. sykur 5 msk. bráðið smjör 1 bolli mjúkur ijómaostur 1 bolli sýrður ijómi 5 bollar jarðarber Aðferð: Búið botninn til með því að blanda saman mulda kexinu, sykrinum og smjörinu. Klæðið kringlótt kökumót með blöndunni og frystið þar til botninn er orðinn “ stífur. Hrærið rjómaostinn og sýrða rjómann saman og bætið út í tveim- ur þriöju af jarðarberjunum. Hellið blöndunni ofan á botninn og frystið í 6-8 klukkustundir. ISkreytið kökuna með afgangin- um af jarðarberjunum áður en hún er borin fram. Apríkósukökur Þessar girnilegu aprikósukökur I eru einfaldar og ljúffengar með sunnudagskafiinu. Þær eru ættaðar ffá Englandi þar sem þær þykja ómissandi með síðdegisteinu. Uppskriftin gefur u.þ.b. sextán | kökur sem best er að borða innan tveggja daga eða frysta strax að loknum bakstri. Uppskrift: 175 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 1 bolli gróft haframjöl 1/2 bolli Ijós púðursykur 115 g þurrkaðai- apríkósur 1 msk. heslihnetur 150 ml hrein jógúrt í 3 msk sólblómaolía smávegis af sykri Aðferð: Hitið ofninn í 190 C. Smyrjið bök- unarplötu. Hrærið saman hveitinu, lyftiduftinu kanilnum, haframjöl- inu, púðursykrinum, apríkósunum og hnetunum. Þeytið saman jógúrt og sólblómaolíu og hellið út í þurr- efnin. Ef blandan er þá of þykk má þynna hana með mjólk. Stráið hveiti á hendurnar og mót- ið deigið í sextán litlar bollur. Setjið þær á bökunarplötuna (ekki of þétt), fletjið þær örlitið út með gafili, strá- ið örlitlu af sykri yfir og bakið í 15-20 mínútur. -glm/hgt rnww'i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.