Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 Fréttir Fimm menn úr Kópavogi og Hafharfirði sáu fyrstir flakið af flugvél þýsku feðganna: Skelfileg aðkoma - séö til þess aö menn fengju áfallahjálp þegár komið var heim Aökoman á slysstað í klettabelti í um 500 metra hæð í Eystra-Homi þar sem flugvél þriggja þýskra feðga brotlenti og brann var skelfileg fyr- ir þá björgunarsveitarmenn sem fengu það hlutskipti að kanna þar aðstæður. Valinn fímm manna hóp- ur úr hjálparsveitum í Kópavogi og Hafnarfirði kom fyrstur á vettvang og gengust menn undir áfallahjálp þegar komiö var heim á höfuðborg- arsvæðið seint í gærkvöld. „Ég held að þetta sé það versta sem við höfum lent í. Annars er það misjafnt hvemig svona leggst í menn. Þeir sem t.a.m. em feður taka nærri sér að koma nálægt bömum en aðrir taka annað inn á sig. I þessu tilviki hugsuðu menn til fjölskyldu þessara feðga,” sagði Vil- helm Gunnarsson í Hjálparsveitinni í Kópavogi sem fór fýrir samtals tuttugu manna leitarhópi. Fundum fyrst dekkið Fyrstu vísbendingar um hvar flakið af flugvélinni væri komu um hádegisbilið i gær þegar hópur Vil- helms var við Eystra-Hom, skammt norðan við radarstöðina á Stokks- nesi. „Við komum gangandi meðfram fjörunni þegar við fundum dekk af flugvél,” sagði Vilhelm. „Við hófum að leita betur rétt í kring. Ég hélt að vélin væri kannski í um hundrað metra fjarlægð. Síðan gekk ég á að giska 400 metra upp fjaflið. Þá hafði ekkert brak fundist. Ég ákvað þá að fá fleiri leitarmenn og við skiptum liði. Síðan, um 50 metrum ofar, var flakið af vélinni.” Spurði menn hvort þeir treystu sér „Þetta tók auðvitaö á,” sagði Vil- helm. „Það sem ég hafði gert neðar í fjallinu var að velja þá menn úr sem treystu sér til að koma að flak- inu. Þegar við voram í bílnum brýndi ég vel fyrir öllum í hverju við gætum lent - ég fór út í ná- kvæmar lýsingar á því sem við gæt- um hugsanlega staðið frammi fyrir í leit sem þessari. Þegar við vissum að við voram komnir á krítiskt svæði - að við væram kannski að nálgast flakið - og kannski ekki - leyfði ég mönnum aö velja. Við voram aö komast í kletta. Ég spurði menn hvort þeir treystu sér áfram - hvaö þeir vildu leggja á sig. Það er rosalegt að lenda í þessu og tekur mikið á. Við tilkynntum síðan að við vær- Vilhelm bendir á Eystra-Horn á leitar- korti - staðinn þar sem menn hans fundu flakið í um 500 metra hæð í gær. Hann segist telja að aðkoman sé það versta sem hóp- ur hans hefur lent í. DV-myndir Hilmar Þór um búnir að finna flakið og komnir að því. Flakið lá dreift um svæöið. Við fimm sem fórum alla leið sáum strax að það var ekkert hægt að gera gagn- vart þeim sem í vél- inni vora. Það sást um leið og við kom- um og sáum fyrstu bútana af vélinni. Það var ekki um neitt slíkt að ræða þama. Það haföi enginn átt lífs von sem lenti þama. Síðan kom skipun frá lögreglu um það hvemig við ættum Björgunarsveitamenn voru örþreyttir og búnir að vera undir miklu álagi í vel á annan sólarhring. Smáhvfld var því kærkomin. DV-mynd Hilmar Þór að athafna okkur á staðnum. Það var síðan ákveðið að læknir kæmi á svæðið.” - Hvemig líður þínum mönnum eftir aðkomuna á slysstað? „Það fá auðvit- að einhverjir sál- ræna hjálp þegar við komum í bæ- inn á eftir. Það verður hugsan- lega byrjað á presti og síðar einhverju meira. Þetta fer eftir því hvað menn eru sterkir. Ég held að enginn okkar hafi lent í því að koma að flugslysi áður. Menn hafa hins vegar komið að snjóflóöum, farið í sprangur, komið að hruni úr fjalli og öðra,” sagði Vilhelm. -Ótt Guðbrandur Jóhannsson hrósar björgunarsveitarmönnum: Sumir sváfii á fjalli um hánóttina Guðbrandur Jóhannsson, formað- ur svæðisstjómar björgunarsveita í A-Skaftafellssýslu, segist telja að um fjögur hundrað björgunarsveit- armenn víða af landinu hafi í raun unnið þrekvirki við að komast yfir gríðarlega erfitt leitarsvæði í ná- grenni Hafnar i gær og í fyrradag. „Leitarsvæðið spannaði yfir sam- tals um 100 ferkílómetra,” sagði Guðbrandur við DV á Höfn síðdegis í gær, orðinn lúinn og svefnlítill. „Skyggnið fór niður í nánast núll á mánudagskvöld og þriðjudagsmorg- un. Það var leitað fram yfir mið- nætti á mánudagskvöld og raunar hölluðu menn úr einum hópnum sér uppi á fjalli. Þetta vora menn af Vesturlandi. Menn voru komnir svo hátt að þeir vildu bara halda strax áfram um leið og birti. Um 270 manns vora síðan ræstir út klukkan fjögur í morgun (í gær- morgun) og fór þá hver á sitt leitar- Guðbrandur Jóhannsson segir björgunarsveitarmenn hafa unnið þrekvirki á mjög erfiðu leitarsvæði. svæði. Þegar líða tók á morguninn vora um 350 manns á fjalli. Viö telj- um að samtals hafi á fimmta hund- rað manns komið að leitinni í dag (í gær). Klukkan 12.10 fannst hjól af flug- vélinni. Menn héldu síðan hærra í flallið, fundu þar annað hjól, síðan mótorinn úr vélinni og síðan flakið nokkra ofar. Skrokkurinn var mjög illa farinn,” sagði Guðbrandur. Munaði aðeins hundruðum metra Guðbrandur sagði að þegar vél þýsku feðganna var flogið áleiðis að flugbrautinni á Homafjarðarflugvelli á mánudag hefði henni í raun verið sveigt í um 90 gráður austar en lega brautarinnar er. Með öðrum orðum tilgátur séu uppi um að þegar flug- stjórinn hafi áttað sig á að hann var ekki á réttri stefnu hafi hann sveigt til austurs í þeim tilgangi að taka hring og reyna aftur. Vélinni var síöan flogið yfir fjall- garðinn íyrir norðan og austan Höfn. Yfir Náttmálatind kom „síðasti punkt- ur” á radar. Þetta þýðir ekki að vélin hafi farist þar eins og mörgum hefúr skilist á fréttum heldur náði radar í flugtumi ekki „geisla” frá vélinni þar sem fjöllin vom nú farin að skyggja á. „Síðan tók vélin hægri beygju,” sagði Guðbrandur. „Flugstjórinn hélt síðan væntanlega áfram að beygja til að fara hring.” Vélin virðist hafa átt verulega stutt eftir til að ná út fyrir Eystra-Hom í því skyni að fljúga aftur suður fyrir Höfh og síðan áleiðis að flugbraut 03 eins og gert hafði verið ráð fyrir. Flugstjóranum auðnaðist hins vegar ekki að fara nokkur hundruð metrum utar. Vélin lenti því utan í klettabelt- inu á Eystra-Homi með fyrrgreindum afleiðingum. -Ótt Stuttar fréttir dv Vill þá burt Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður Alþýðubanda- lags, vifl Stein- grím J. Sigfás- son og Ögmund Jónasson burt úr þingflokki Al- þýðubandalags og óháðra þar sem þeir vinni að framboði gegn Al- þýðubandalaginu. Dagur sagði frá. 65% vilja ekki selja Notendur Netfréttamiðilsins Vís- is.is virðast flestir lítið hrifnir af þeim hugmyndum að selja eignar- hlut rikisins í Landsbankanum til útlendinga. 65% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um málið töldu að ekki ætti að selja en 35% vom þvl fylgjandi. Nú hefur verið sett ný spurning í skoðanakönnun Vísis.is og er spurt hvort veita eigi einhverjum einum aðila einkaleyfi á gagnagranni á heilbrigðissviði. Nýir veglyklar Nýir veglyklar að Hvalfjarðar- göngunum em væntanlegir næstu daga. Þegar þeir koma verða afslátt- armiðar sem klippt er af aflagðir. Bylgjan sagði ffá. Aukið samstarf Davíð Odds- son og Jonathan Motzfeldt, for- maður græn- lensku lands- stjómarinnar, hafa ákveðið, í samráði við lög- mann Færeyja, að efiia til reglubundinna samráðs- funda þeirra þriggja í því skyni að efla samstarf hinna vestlægu Norð- urlanda. 20 miiijónir í torfbæ Ríkisstjómin hefúr ákveðið að leggja 20 milljónir króna í það að byggja upp bæ Eiríks rauða í Græn- landi og gefa samtímis út sérstakt Leifs Eiríkssonar fr ímerki á íslandi og Grænlandi. Hvomtveggja á að gerast árið 2000. Aldamótalandkynning Leiðtogar íslands og Grænlands hafa ákveðið að þjóðimar sameinist um kynningarátak vegna siglingar vikingaskipsins Islendings til New York árið 2000. Gera á kennslu- og margmiölunarefhi fyrir böm um víkingaöldina og sögu íslands og Grænlands. Lægri kvöldtaxti Landssíminn ætlar að lækka sím- taxta eftir kl. 19 á kvöldin og um helgar um 25% gegn 300 króna við- bótargjaldi á mánuði. Tilboðið geng- ur í gildi 1. september og er hugsað fyrir þá sem nota síma og Intemet á Jæssum tímum. Viðskiptablaðið sagði ffá. Smuguveiðar Sjávarútvegs- ráðherra Nor- egs, Peter Ang- elsen, ætlar að ræða smugu- veiðar íslend- inga við rúss- neska ráða- menn. Hann segir íslendinga nota ólögleg veiðar- færi þar. Helgi Ágústsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, raeddi í gær við sendiherra Rússlands á íslandi um Barentshafsveiðar. Bruni á Akureyri Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í húsinu Hömrum 2, norðan við Kjamaskóg á Akureyri, á þriðju- dagskvöld. Slökkviliðið á Akureyri fékk tilkynningu um eldinn stuttu fyrir kl. 19.00 en hann var að mestu slokknaður af sjálfúm sér þegar slökkvilið kom á staðinn nokkrum mínútum síðar. Ekki er búið 1 hús- inu en það er Skátafélagið Klakkur sem á það. Kominn til UN Menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, hefur ráðið Steingrím Ara Arason í stöðu ffamkvæmda- stjóra Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Aðrir umsækjendur vom Henrý Þór Granz, Hjálmar Kjartans- son og Pétur Rasmussen. -JHÞ/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.