Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998
5
Pétur Blöndal
á toppnum
Pétnr H. Blöndal, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er
tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins
skv. úttekt DV. Hann hefur um 760 þús-
und krónur á mánuði í tekjur en Gunn-
laugur M. Sigmundsson, alþingismaður
Framsóknarflokksins og framkvæmda-
stjóri Kögunar hf., mun hafa svipaðar
tekjur skv. nýjasta hefti Frjálsrar versl-
unar um tekjur 1200 íslendinga. Pétur
mun auk starfs sín sem þingmaður
sinna ýmsum verkefnum tengdum fjár-
festingum. Næstur á eftir Pétri er Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra. Hann hef-
ur um 538 þúsund krónur á mánuði sem
er svipað og hann hafði í fyrra. Næst á
eftir Davíð kemur borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
og hafði hún um 473 þúsund á mánuði í
tekjur á síðasta ári. Næstur henni er
Friðrik Sophusson, alþingismaður og
fyrrv. fjármálaráðherra, sem hefur um
463 þúsund á mánuði. Mun hann hækka
um rúmlega helming þegar hann tekur
við nýju starfi sem forstjóri Landsvirkj-
unar. Geir H. Haarde, nýskipaðm' fjár-
málaráðherra og fyrrv. formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, kemur á eft-
ir Friðriki og hefur um 405 þúsund á
mánuði. Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður fjár-
laganefndar Alþingis, hefur um 367 þús-
und króna á mánuði. Ögmundur Jónas-
son, þingmaður í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins og óháðra, er sjötti með
284 þúsund og Heimir Már Pétursson,
framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins,
er á eftir honum með tekjur upp á tæp-
lega 280 þúsund á mánuði. Leiðtogar A-
flokkanna sk. eru svo síðastir á listan-
um: Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins, hefur tæplega 245 þús-
und á mánuði og Margrét Frímanns-
dóttir, formaður Alþýðubandalagsins,
hefur um 236 þúsund á mánuði. í úrtaki
DV er miðað við tekjur út frá álagning-
arskrá fyrir áriðl997. Úrtak DV miðast
ekki við hæstu eða lægstu einstaklinga,
margir gætu bæði verið fyrir ofan og
neðan efstu og neðstu einstaklinga í út-
tektinni. -HB
fpyjl
Tekjur tíu stjórnmálamanna
Pétur H. Blöndal.
Alþingismaður
Davíö Oddsson.
Forsætisráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Borgarstjóri
Friðrik Sophusson.
Fyrrv. fjármálaráðherra
Geir H. Haarde.
Fjármálaráðherra
vM/
■\rmj
#rjyy
lón Kristjánsson.
Alþingismaöur
Ögmundur Jónasson.
Alþingismaöur
mm
Heimir Már Pétursson.
Frkvstj. Alþýðub.
m-nl
Sighvatur Björgvinsson.
Formaður Alþýöufl.
2r}.5!Ju
Margrét Frímannsdóttir.
Form. Alþýðub.
235.u31
Fréttir
MiUiuppgjör Flugleiða:
Kemur
þann 20.
- segir Einar Sigurðsson
Hálfs árs milliuppgjör Flug-
leiða verður birt þann 20. ágúst
að sögn Einars Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra hjá Flugleið-
um. Milliuppgjörsins er beðið
með talsverðri eftirvæntingu.
Þau fyrirtæki sem skráð eru á
Verðbréfaþingi íslands hafa að
undanfomu skilað inn milliupp-
gjöri sínu en samkvæmt reglum
þess rennur frestur tU að skila
hálfs árs uppgjöri út um næstu
mánaðamót. Samkvæmt heim-
Udum DV mun mUliuppgjörið
sýna góða afkomu á hinni nýju
flugleið félagsins tU Minneapol-
is. Sömu heimUdir herma að
ekki sé sömu sögu að segja af
heildarafkomu félagsins. Hún
einkennist af áframhaldandi tap-
rekstri.
-SÁ
ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI
Vökva/veltistýri • Rafmagn í rúðum og speglum
2 loftpúðar • Aflmikil 16 ventla vél • Dagljósabúnaður
Styrktarbitar í hurðum • Samlitaðir stuðarar
Hæðarstillanleg kippibelti • Upphituð framsæti
BALENO
SEDAN EXCLUSIVE
frá 1.265.000 kr.„
BALENO
WAGON 4X4 EXCLUSIVE
1.595.000 kr.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
$ SUZUKI
wár
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf.,
Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG
bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17.
SÍÐUSTU EINTÖKIN AF
BALENO SEDAN OG WAGON 4X4