Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 UV Sjávarútvegsskóli SÞ formlega settur í gær: Væntum mikils af dvöl okkar hér - segja nemendurnir Isabel Omar og Bamba Banja Bamba Banja frá Gambfu og Isabel Omar frá Mósambík eru meðal fyrstu nemendanna sem stunda nám f Sjávar- útvegsskóla Sameinuðu þjóöanna. DV-mynd ÞÖK „Námið leggst mjög vel í mig og fyrsta vikan í skólanum hefur verið afar athyglisverð. Mér líst mjög vel á þennan skóla og íslendingar geta verið stoltir af því að hafa komið þessum skóla á laggimar,“ segir Bamba Banja frá Gambíu en hann stundar ásamt Isabel Omar frá Mó- sambik nám í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, sem var form- lega settur í gær. Nemendumir í skólanum em alls sex, tveir frá Mó- sambik, tveir frá Úganda og tveir frá Gambíu. Sjávarútvegur er mikilvæg at- vinnugrein í heimalöndum allra nemendanna og segjast þau Isabel og Bamba hafa miklar væntingar til námsins hér. „Sjávarútvegur í Gambíu er vax- andi atvinnugrein en við horfum á breytta tíma þar sem krafan um aukin gæöi tlskafurða vex hratt. Við ætlum okkur aö verða sam- keppnishæf við aðrar þjóðir og það er ein ástæða þess að ég er hingað kominn. Sú vitneskja sem ég mun afla hér mun án nokkurs vafa verða mikilvæg þegar heim kemur og ég mun kenna öðrum það sem ég hef lært hér,“ segir Bamba Banja en hann starfar við gæðaeftirlit í Gambíu og hefur 17 ára reynslu í greininni. Isabel tekur undir orð Bamba en bætir við að sjávarútvegur í sínu heimalandi, Mósambík, sé enn tölu- vert vanþróaður og margt megi enn bæta. „Það eru aðrar aðferðir notaðar við vinnslu sjávarafla í Mósambík og við erum fyrst og fremst að leita leiða til að bæta gæðin. Þaö verður svo mitt starf að námi loknu að kenna öðr- um sem vinna að gæðaeftir- liti. Ég er viss um að við get- um margt lært af íslend- ingum og þá finnst mér ekki síðri kostur við námið að geta skipst á reynslu við aðra Afríku- rnenn," segir Isabel Omar en hún er líf- fræðingur að mennt en hefur unnið við gæða- stjómun í heimalandi sínu síðustu tvö árin. Isabel og Bamba segjast hlakka til vettvangsferðanna en þær verða nokkrar samhliða náminu. Sú lengsta verður til Akureyrar í byrj- un október en hópurinn mun dvelja tíu daga á Akureyri og sækja fyrir- lestra hjá Háskólanum þar. Fyrsta vettvangsferðin var hins vegar sl. fimmtudag en þá fóra nemendurnir ásamt Tuma Tómassyni út á Reykjanes þar sem þau kynntu sér meðal annars fiskeldi. „Þetta var stórkostleg ferð og fyr- irtækin hvert öðra áhugaverðara. Við kynntumst hafbeit en sú hug- mynd finnst mér hreinasta snilld. Ef námið verður jafnáhugavert og það hefur verið þessa fyrstu viku þá hef ég engu að kvíða,“ sagði Bamba Banja að lokum. -aþ i ^ ± (S ÞitJM -U r- íSSScSb©-' ntf h* ■róasu. Í6ku & Clb Ibiza á Vísi.is: Sápuópera á vefnum Á Vísi.is má nú finna stórskemmti- legan vef um ferðalag nokkurra ung- menna til Ibiza. Þau Rikki, Kolla, Sara, Svavar, Bjössi og Magga eru að skemmta sér á Ibiza og lesendur Vís- is.is geta fylgst með þessu öllu í smá- atriðum. Þar er sagt í smáatriðum frá ferðalagi þeirra en nýjar myndir og dagbækur era settar daglega inn á vefinn. Auk þess má sjá stutt yfirlit yfir eyjuna og Ibiza-fararnir era kynntir, hver og einn. Nú þegar hefúr ein stelpa týnst, einn strákur skoraði mark á móti þýsku kvenþjóðinni í fyrradag og tvö þeirra sáust á róman- tísku andartaki undir stjömunum á ströndinni. Fleira á eftir að gerast á næstu dögum og ekkert lát er á skemmtunum hjá krökkunum. Að sögn Karls Péturs Jónssonar, mark- aðsfulltrúa hjá Fijálsri fjölmiðlun hf., var auglýst eftir þátttakendum, bæði í Morgunblaðinu og á FM 957, og komu fjölmargar umsóknir. „Nokkrir voru svo boðaðir i viðtal og svo stóðu þessi sex eftir. Þau eru öll með ein- dæmum glæsileg og frambærileg og virðast öll vera að slá í gegn á Ibiza,“ sagði Karl Pétur. -hb Afmælishátið Sam- vinnuháskólans DV.Vesturlandi: Afmælishátið Samvinnuháskól- ans verður haldin á Bifröst laugar- daginn 29. ágúst og er haldin í til- efni af því að 80 ár era liðin frá þvi að Samvinnuskólinn í Reykjavík hóf göngu sína og 10 ár era liðin frá því að kennsla á háskólastigi hófst við skólann á Bifröst. Afmælishátíðin hefst með dag- skrá á hátíðarsal skólans. Þar munu meðal annars flytja ávörp Björn Bjamason menntamálaráð- herra, Páll Skúlason, rektor Há- skóla íslands, Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnuháskólans, og nokkrir nemendur Samvinnuhá- skólans. Flutt verður tónlist á milli ávarpa af þeim Ólafi Magnúsi Magnússyni og Sigríði Óðinsdóttur. Kynnt verður ný aðstaða upplýs- ingamiðstöðvar, endumýjaður tölvubúnaður skólans og Stofnun Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Boðn- ar verða skoðunarferðir um svæðið. Eftir að dagskrá lýkur verða kaffi- veitingar. Allir eru velkomnir á þessa afmælishátíð. Dómur Bos Rokkkóngurinn Björgvin Hall- dórsson, sem í útlöndum er betur þekktur undir nafninu Bo Hall- dórsson, var eitt sinn staddur á tónleikum þar sem einn af frægustu gítarleikurum landsins þótti fara á kostum. Við- staddir klöppuðu gítarleikaranum hr ;j— lof í lofa en eitt- hvað þótti mönn- um hrósyrðin standa í kónginum og fóra því að ganga eftir áliti hans. Bo tók sér langa umhugsun áður en hann svaraði en dómurinn féll þó að lokum: „Þetta er andskoti góður gítarleikari, en hann er bara eitt- hvað svo glataður...“ Glappaskot í auglýsingu Ekki alls fyrir löngu gerði aug- lýsingastofan Gott fólk auglýsingu fyrir Lífis þar sem sjá mátti ; Kristin Hrafnsson, fréttamann á Stöð 2, á mynd að tala í GSM-síma. Vinnsla auglýsing- arinnar tókst í alla staði vel en heldur tók gam- anið aö káma þegar menn fóra að taka eftir Kristni á myndinni. Kristni er nefhilega sem frétta- manni óheimilt að leika í auglýs- ingum og hann hafði hvergi kom- ið að gerð hennar. Kristinn fékk virtan lögmann hér í bæ til að gæta réttar síns í þessu máli og urðu lyktir málsins þær'að aug- lýsingin var innkölluð en Kristni greiddar tugþúsundir í bætur. Mikilmennskubrjálæði King Kong, þáttur þeirra Dav- íðs Þórs Jónssonar og Steins Ár- manns Magnússonar, hefur nú gengið á Bylgjunni í sumar, ef- laust við allnokkrar vinsældir. Eitt af því sem jafnan hef- ur verið hlýtt á með athygli í þátt- unum er spuming dagsins. í síðustu viku var þar spurt um mann og var fyrsta vísbend- ing á þá leið að maðurinn hefði sjö ára ætlað að verða bakari en þeg- ar hann var átta ára ætlaði hann að verða Napóleon. Á fullorðins- aldri hefði sami maður sagt að metorðagirnd sín hefði aukist mjög frá þeim tima. Einn hlust- enda var skjótur til svars, hringdi inn og svaraði því að þetta væri Helgi Hjörvar borgarfulltrúi. Rétt svar var hins vegar að þama hefði veriö um að ræða listmálarann Salvador Dali.. Formannssæti í hættu Árni Gunnarsson berst nú mikilli baráttu fyrir því að halda formannssæti sínu í Sambandi ungra framsóknarmanna en deil- ur eru um lögmæti formannskjörs hans á afmælis- þingi SUF í júni. Framkvæmda- stjórn SUF hefur nú skilaö Hall- dóri Ásgríms- syni greinar- gerð um málið og fjallað verður um kæruna á landsstjórnarfundi flokksins á ísafiröi í næstu viku. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að það geti komið sér illa fyrir Árna að framkvæmdastjóm SUF lýsti í vikunni yfir stuðningi við Siv Friðleifsdóttur í ráðherrasæti. Telja menn Ámi hafi þar með getað bakað sér óvild stuðn- ingsmanna annarra kandídáta, en þeir munu vfst ekki vera ánægðir... Umsjón Kjartan Björgvinsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.