Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 %!önd stuttar fréttir Þreyttir á Díönu Svokölluð „Díönuþreyta" virð- ist fara vaxandi í Bretlandi. Að- eins sex prósent þjóðarinnar ætl- ar að gera sér dagamun og minn- ast þess í næstu viku að ár er síð- an prinsessan lést. Verkó vinnur aftur Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, spáir því að Verka- mannaflokkur Tonys Blairs, núverandi for- sætisráðherra, muni sigra í næstu þing- kosningum sem verða haldnar eigi síðar en árið 2002. Thatcher segir þetta í tíma- ritsviðtali. Skotinn í eyrað Tuttugu og sex ára danskur karlmaður, sem ógnaði tveimur lögregluþjónum með byssu, fékk skot í eyrað þegar annar laganna vörður skaut tveimur skotum að honum. Líkin fundin Leitarmenn hafa fundið lík allra 36 sem voru um borð í flug- vél frá Burma sem fórst i austur- hluta landsins fyrir sex dögum. Færeysk orðabók Færeyingar hafa nú loks eign- ast eigin móöurmálsorðabók. I bókinni, sem hefur verið í vinnslu frá því í lok 9. áratugar- ins, eru um 66 þúsund uppfletti- orð. Vilja semja Stjómvöld í Líbýu hvöttu Bandaríkin, Bretland og Holland til að ganga til samninga um hvemig standa eigi að réttarhöld- unum í Hollandi yfir tveimur Lí- býumönnum vegna sprengjutil- ræðisins yfir Lockerbie fyrir 10 árum. Bin Laden horfinn Osama Bin Laden, maðurinn sem sakaður er um að hafa skipulagt sprengjuárásirnar á sendiráð Bandaríkjanna í Keníu og Tansaníu, hefur gufað upp og vita Bandarikjamenn ekkert hvar hann er niður kominn. Vinur vitnar Bmce Lindsey, vinur og ráð- gjafi Bills Clintons Bandaríkja- forseta, kom fyrir ákæm- kviðdóm Kenn- eths Starrs í Lewinsky-mál- inu í gær. Hvíta húsið vildi að samræður Lindseys við Clinton fæm ekki lengra. Linds- ey er meðal síðustu vitnanna sem Starr kallar fyrir. Jeltsín Rússlandsforseti gefur eftir völd: Sýnir ekki a ser neitt fararsnið Borís Jeltsin Rússlandsforseti var afdráttarlaus þegar hann vísaði í gær á bug öllum orðrómi um að- hann ætlaði að segja af sér embætti vegna fjármálakreppunnar í land- inu. Hann sagðist mundu sitja út kjörtímabilið sem rennur út árið 2000 og síðan setjast í helgan stein. „Ég er ekkert á förum. Ég ætla ekki að segja af mér. Ég ætla að vinna. Nýr forseti verður kjörinn árið 2000, í samræmi við stjómar- skrána, og ég verð ekki í framboði,“ sagði Jeltsín í sjónvarpsviðtali sem sýnt var síðdegis i gær. Hann bætti því ennfremur við að erfitt yrði að bola honum úr emb- ætti. Jeltsín hefur boðist til að gefa eft- ir eitthvað af þeim miklu völdum sem stjórnarskrá Rússlands veitir honum, eins og neðri deild þingsins, Dúman, hafði farið fram á. Að sögn fulltrúa Jeltsíns í Dúmunni fær forsætisráðherrann völd til að skipa eigin ríkisstjórn og þingheimur fær að hafa meiri áhrif á skipan í ráðherraembætti. Þá var Jeltsín reiðubúinn að tryggja að hann mundi ekki reka ríkisstjórn- ina næsta árið. Háværar kröfur komu fram um að Jeltsín segði af sér vegna fjár- málakreppunnar og gengishruns rúblunnar sem vöktu ótta margra um að heimskreppa væri á næsta leyti. Alexander Sjokhín, náinn banda- maður Viktors Tsjernomyrdíns, starfandi forsætisráðherra, og hugs- anlegur kandídat í embætti fjár- málaráðherra, sagði að það sem gæti bjargað rússnesku efnahagslífi væru verðbólga og aukin ríkisaf- skipti. Vesturlönd óttast allt slíkt tal sem minnir óneitanlega á tíma sovét- skipulagsins. Fjármálaráðherrar fjögurra mestu efnahagsvelda Evr- ópu hvöttu Rússa í gær til að snúa ekki baki við áformum um aukna markaðsvæðingu efnahagslífsins. Smá vonarneisti birtist á götum Moskvu í gær þegar almenningur fór aftur að kaupa rúblur með doll- urunum sem hann hafði keypt síð- ustu daga. Þaö var létt yfir þeim hjónum Vaclav Havel Tékklandsforseta og eiginkonu hans Dagmar í gær þegar Havel var út- skrifaður af sjúkrahúsi í Prag. Þar hafði hann legiö um skeiö vegna uppskurðar sem hann gekkst undir í júlí. Færeyska lögþingið ræðir fullveldistillögu: Stjórnarandstaðan ekki með Landstjórnin í Færeyjum fær ekki beinan stuðning helstu stjóm- arandstöðuflokkanna við frumvarp þar sem heimild er veitt til að hefia viðræður við dönsk stjórnvöld um fullveldi Færeyja. Frumvarpið var tekið til umræðu á færeyska lög- þinginu í gær. Þetta kemur fram hjá dönsku fréttastofunni Ritzau. Joannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í umræðunum að landstjórnin færi ekki rétt að málum. Hann sagði að í lagi væri að veita stjórninni heim- ild til að kanna allar kringumstæð- ur í sambandi við fullveldi Færeyja en ekki ætti að veita heimild til að fara í sjálfar viðræðurnar. Edmund Joensen, fýrmm lögmað- ur og leiðtogi Sambandsflokksins, vill að fyrst verði haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla áður en landstjórn- inni verði veitt heimild til að hefia samningaviðræðumar. Hann bend- ir meðal annars á að í könnun sem gerð var meðal kjósenda hafi aðeins tuttugu prósent lýst sig fylgjandi þess háttar sjálfstæði Færeyja sem stjórnin hefur á stefnuskrá sinni. Hogni Hoydal, sem fer með sjálf- stjórnarmál í færeysku landstjóm- inni, hefur sagt að Færeyingar horfi til fullveldisamningsins sem íslend- ingar gerðu við Dani árið 1918. Þrír flokkar, Þjóðveldisflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sjálfstjórnar- flokkurinn, mynda færeysku land- stjórnina og hafa þeir 18 menn af 32 á lögþinginu. Kauphallir og vöruverð erlendis Sykur 400 300 ( 200 100 o^ 8881* 225 $/t M J J Á j 0 1669 *A M J J Á Berföín 95 okt. 190 180 180 170 160 150 140' Bc-mín 98 ökt, Hong Kong Hang Seng 20000 15000 10000 5000 7859,74 A W J J Hraolia 25 20 15 10 5 0 $/ tunna E33 Vinsældir 1 Bondeviks hafa minnkað I Nú má KjeU Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, fara að vara sig. Vin- sældir norska | Verkamanna- flokksins, sem er í stjórnar- andstöðu, hafa aukist mikið að undanförnu vegna síendur- tekinna vaxta- 0 hækkana. j Skoðanakönnun sem gerð var í fyrir blaöið VG og norska ríkis- | sjónvarpið sýnir að Verka- mannaflokkurinn nýtur stuðn- ings 40 prósenta þjóðarinnar, eða fleiri en nokkm sinni í fiögur ár. Stuðningur viö Verkamanna- ; flokkinn var 35,5 prósent í júní. Kristilegi þjóðarflokkur !|j Bondeviks nýtur nú stuðnings 13 | prósenta kjósenda, minnkaði um eitt stig frá síðustu könnun. Áhersla á lofts- lagsrannsóknir á suðurskauti Nýtt rannsóknarár hefst á Suð- | urskautslandinu vestanverðu í t næstu viku. Áherslan verður | lögð á loftslagsrannsóknir og breytingar í umhverfinu. Þegar er byrjaö að flyfia bæði vísindamenn frá fiölmörgum löndum og tækjabúnað frá borg- inni Christchurch á Nýja-Sjá- landi til Ross ísbreiðunnar. Meðal þess sem vísindamenn | ætla að gera er að bora niður á 1 forn berglög við Robertshöfða. Þeir vonast til að með því geti I þeir aukið skilning sinn á lofts- | lagsbreytingum og áhrifum þeirra | á ísinn á Suðurskautslandinu. Kosovo-Albanir vilja erlenda íhlutun strax Ibrahim Rugova, leiðtogi al- banska meirihlutans í 1 Kosovohéraði í : Serbíu, fór | fram á það í j gær að ríki heims reyndu þegaý í stað aö stöðva sókn | serbneska hers- ins svo bjarga mætti tugþúsundum óbreyttra borgara sem hafa farið á vergang vegna átakanna. Serbneska lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði aftur náð á sitt vald nokkram þorpum sem I standa við mikilvægan þjóðveg í suðvesturhluta Kosovo. j Serbneskar sveitir áttu í hörðum I bardögum við skæruliða aðskiln- Iaðarsinna í þrjá daga og tókst að hrekja þá á brott á fimmtudags- j kvöld. Miklar skemmdir urðu á ; húsum í þorpunum. Hægir á vexti A.P. Möller Fjármálakreppan í Asíu hefur haft þær afleiðingar fyrir danska stórfyr- irtækið A.P. Möller að mjög hefur hægt á umsvifum þess í álfunni, bæði viðskiptum og flutningum til og frá Asíulöndum. A.P. Möller á og rekur skipaútgerð Maersk sem er ein stærsta kaupskipaútgerð heims. Fyrirtækið hefur nú endurskoðað rekstraráætlanir sínar vegna krepp- unnar og samkvæmt þeim er ekki reiknað með að afkoman verði betri en hún var á síðasta ári, en þá varð metrekstrarhagnaður, heldur fremur þvert á móti. Kreppan kemur þó ekki jafnilla við Maersk-skipaútgerðina eins og flest önnur skipafélög. Ástæða þess er, að sögn Jyllands- Posten, sú að skip félagsins hafa aldrei veriö bókfærð á markaðsverði sem eign heldur á kaupverði, að frá- dregnum árlegum afskriftum. Þetta hefur oft þótt óþarfa íhaldssemi, ekki síst þegar markaðsverð skipa var mjög lágt. Þessi íhaldssemi kemur fé- laginu hins vegar nú til góða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.