Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Síða 14
14 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnariormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar- fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskrittarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tölvunefnd og gagnagrunnur Umdeilt frumvarp um gagnagrunna er viðamesta mál sem hefur komið til kasta Alþingis síðustu áratugi. Harðar deilur standa um frumvarpið og þær hafa góðu heilli kallað fram mikla og ítarlega umræðu. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað. Ein mikilvægasta siðfræðilega spurningin sem enn er ekki fullsvarað er þessi: Er réttlætanlegt að upplýsingar, sem sjúklingur gefur lækni í krafti trúnaðarsambands, séu síðan fluttar í miðlægan gagnagrunn og þar með í rauninni gerðar að verslunarvöru? Þeir sem styðja frumvarpið svara þessu játandi. Þeir benda á að í grunninum yrðu upplýsingarnar dulkóðaðar þannig að ekki yrði unnt að rekja þær til nafngreindrar persónu. Þetta á að sögn þeirra að girða algerlega fyrir misnotkun á upplýsingunum. Við þessa röksemdafærslu verður að gera eftirfarandi athugasemdir: Það liggur ekki fyrir að hægt sé með óyggjandi hætti að dulkóða upplýsingar þannig að tryggt sé að ekki verði hægt að tengja þær við nafn. Því hefur meira að segja verið mótmælt af kunnáttumönnum. Hvernig eiga leikmenn, sem ekki hafa sérfræði- þekkingu á málinu, að geta greint á milli þess sem er rétt og rangt varðandi getu til dulkóðunar? Þeir geta aðeins reitt sig á eitt: Varðhundinn sem kerfið hefur sett til að gæta hagsmuna þeirra. Hann felst í Tölvunefnd. Hún hefur sýnt að hana skortir ekki áræðið til að standa fast á því sem hún telur bestu hagsmuni þegn- anna þegar varðveisla persónugagna er annars vegar. Þing og þjóð eiga því tæpast annan kost en byggja á mati Tölvunefndar um þetta umdeilda atriði. Tölvunefnd þarf því í fyrsta lagi að kveða upp úr með óyggjandi hætti hvort hún telji hægt að dulkóða gögn svo persónuverndin sé tryggð. Ef afstaða hennar er neikvæð er tæpast hægt að samþykkja frumvarpið. Það hljóta allir skynsamir menn að skilja. Telji Tölvrmefnd dulkóðun vera tæknilega mögulega þá þarf þingið í öðru lagi að veita henni með lögum óskorað vald til að synja eða samþykkja þær aðferðir sem smiður gagnagrunnsins hyggst nota til að dulkóða persónutengdar upplýsingar. Það er hins vegar ekki nóg að veita Tölvunefnd valdið eitt. Verkefnið, sem felst í eftirliti með uppsetningu gagnagrunnsins og dulkóðun upplýsinganna, er gríðar- legt. Nefndin er hins vegar við slík vanefni í dag að hún á þegar erfitt með að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Þess vegna væri í öllu falli ókleift að samþykkja frumvarpið um gagnagrunna nema samhliða væri í gadda slegið að Tölvunefnd væri tryggt atgervi og fjármagn til að gæta hagsmuna almennings varðandi gerð og notkun grunnsins. Öðrum siðfræðilegum spurningum er ósvarað. Heldur trúnaðarsamband læknis og sjúklings ef hinn síðar- nefndi getur hafnað því að upplýsingar um hann séu færðar í miðlægan gagnagrunn? Verða ekki læknar að geta hafnað samvinnu líka til að sambandið sé óskert? Mikilvægur hluti gagnanna sem flutt yrðu í grunninn varðar látið fólk. Ef lifendur eiga rétt til að hafna þátttöku er fráleitt sjálfgefið að gögn um hina látnu fari sjáifkrafa í grunninn. Því er spurt: Hver á að samþykkja fyrir þeirra hönd? Þessar lykilspurningar þarf að rannsaka miklu betur áður en örlög hins umdeilda gagnagrunns ráðast. Málið snýst nefnilega ekki aðeins um fjármagn heldur miklu fremur um siðfræðileg grimdvallaratriði. Össur Skarphéðinsson LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 JjV Boris Jeltsín, forseti Rússlands, hefur glatað trausti almennings og valdatómarúm hefur myndast í Moskvu. Efnahags- kreppan vex stöðugt og mikil óvissa er um stjórn landsins. Hér er kappinn ásamt Tsjernomyrdín. Símamynd Reuter Moskva og Weimar Upplausnarástandið í Rússlandi er farið að minna á síðustu daga Weimarlýðveldisins í Þýskalandi í upphafi íjórða áratugarins. Rúblan er nánast einskis virði og hlutabréfamarkaðurinn er að hruni kominn. Það er ekki aðeins efnahagskreppa í Rússlandi, held- ur mjög alvarleg stjórnarkreppa. Jeltsín hefur lengi getað varið stöðu sína i krafti stjómarskrárinnar, sem veitir forsetanum mun meiri völd en þinginu. En valdastaða forsetans hefur veikst svo mikið að hann stendur nú í svipuðum sporum og Paul von Hindenburg, síðasti forseta Þýskalands, áður en landið varð einræði að bráð. Hann getur tilnefnt forsætisráðherra, en hefur eng- in áhrif á stjómarstefnuna og hefur glatað stuðningi almennings. Málið snýst um það, hver muni fylla upp í það valdatómarúm sem myndast hefur í Rússlandi. Gildir þá einu hvort Jeltsín neyðist til að segja af sér eða ekki. Vitaskuld er betra að hafa Viktor Tsjernomyrdín við stjómvölinn en einhvern öfgamann eða „sterkan mann“, eins og marg- ir krefjast nú. En reynslan af sex ára valdaferli Tsjernomyrdíns bendir ekki til þess, að hann sé rétti maðurinn til að rétta við efna- hag landsins. Og varanlegur póli- tískur stöðugleiki næst ekki í Rúss- landi nema það takist. Stjórnarskipti og efna- hagskreppa Jeltsín hefur venjulega ekki skirrst við að nýta sér forsetavaldið til hins ýtrasta með stjórnarskipt- um og tilskipunum. En eftir þær sviptingar sem átt hafa sér stað á stjómmála- og efnahagssviðinu undanfarið má fullyrða að hann eigi sér ekki viðreisnar von. Ef litið er á atburðarás- ina síðustu mánuði þarf ekki að koma á óvart að að- eins 4% rússnesku þjóðarinnar styðji forsetann. í mars rak Jeltsin Tsjemomyrdín úr embætti forsætis- ráðherra á þeim forsendum að hann skorti umbóta- vilja. Það voru orð að sönnu: Tsjernomyrdín hafði mistekist að vinna bug á efnahagsvandanum og inn- leiöa markaðskerfi í Rússlandi. Hann hafði íjármagn- að fjárlagahallann með erlendum lánum og var gjör- samlega háður fámennisklíkunni sem nú stjórnar efnahagslífi Rússlandi í skjóli einokunar og spilling- ar. Eftir eins og hálfs mánaðar stjórnarkreppu í vor tókst Jeltsín að brjóta á bak aftur andstöðu neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, og gera Sergej Kírijenkó að forsætisráðherra. Með því kvaðst . é*. Jeltsín ætla að flýta fyrir efnahagsumbótum og stuðla að pólitiskri endumýjun. í upphafi tókst stjóminni að verja rúbluna falli og tryggja lánveitingar frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. En hinn reynslulausi Kíri- jenkó hafði engan pólitískan stuðning á þinginu, þar sem stefna hans í efnahagsmálum mætti harðri and- stöðu. Dúman samþykkti aðeins helming af þeim efnahagsráðstöfunum sem Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn gerði að skilyrði fyrir lánveitingum sínum. Auk þess fóru auðjöframir sjö, sem ráða lögum og lofum í efnahagslífinu, ekki leynt með óánægju sína með sumar aðgerðir Kírijenkós í efnahagsmálum, ekki síst kröfuna um að stórfyrirtæki greiddu tekjuskatt til að afla ríkissjóði tekna. Pólitískar freistingar Jeltsín hafði hvað eftir annað heitið því að verja rúbluna falli með öllum ráðum. Fyrir tíu dögum lýsti hann yfir því að það yrði engin gengisfelling. Að- eins þremur dögum siðar varð hann að kokgleypa þau orð sín, þegar stjórn- in felldi gengið um 34% og lýsti yfir 90 daga greiðslustöðvun erlendra lána. Kírijenkó gerði sér fuilkomna grein fyrir þvi að með því hefði hann framið pólitískt sjálfsmorð. En það er Jeltsín, sem hefúr orðið fyrir mestu áfalli. Hann hefur nú fengið þrjá þrjá lykil- hópa á móti sér: kjósendur, fá- mennisklíkuna og erlenda fjárfesta. Það sem kom á óvart er að Jeltsín skyldi hafa leitað á náðir Tsjemomyrd- íns, sem margir líta á sem tákn stjórn- mála- og efnahagsstöðnunar. Hér hefur án efa þrýstingur ráðandi afla I fiár- málalífinu haft mikið að segja. Tsjernomyrdin vill reyna að mynda þjóðstjórn með kommúnistum og þjóð- ernissinnum. Litlar líkur eru þó á því, að það stjórn- armynstur bæti efnahagsástandið, enda greinir flokk- ana á um leiðir í efnahagsmálum. Kommúnistar vilja snúa baki við markaðskerfinu, en Tsjernomyrdín vill hægja á einkavæðingunni. Ef reynt verður að brúa biliö milli þessara sjónarmiða má allt eins búast við því, aö haldið verði við vonlausu „efnahagskerfi", sem er á mörkum markaðs- og áætlunarbúskapar. Og það alvarlega í málinu er að nú geta rússnesk stjóm- völd ekki reitt sig á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða stórveldin til að bjarga sér frá efnahagshruni. - Moskva er ekki Weimar. En hættan á því að Rússar falli fyrir pólitískum freistingum öfgamanna eykst sí- fellt eftir því sem efnahagskreppan versnar. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson skoðanir annarra ár Ekki efni á Tsjernomyrdín „Á sama tíma og Rússland reynir að sigla út úr fiármálakreppu sem krefst þess að erfiðar ákvarðan- ir verði teknar hefúr landið tæpast efni á varfæm- islegum og undanlátssömum sfiómunarstíl Tsjernomyrdíns. Efnahagur Rússlands er nú á hraðri niðurleið. Sfiórnvöld hafa ekki reynst fær um að innheimta skatta eða greiða ríkisstarfsmönn- um laun og þau hafa misst tiltrú erlendra fjárfesta sem dældu fé inn í landiö fyrir aðeins nokkmm mánuðum. Það verður erfitt aö finna leiðir til að breyta skuldum bæði hins opinbera og rússneskra banka. Fyrri ríkissfiórn hafði lofað að greina frá áformum sínum þar um á mánudag en hún liföi ekki nógu lengi." Úr forystugrein New York Times 26. ágúst. Ekki bjart fram undan „Litlar vonir em til þess að ástandið í efnahags- málum heimsins muni batna. Efnahagskreppan í Asíu heldur áfram, hremmingamar í Japan versna og gengi jensins heldur áfram að falla. Þaö hefur vakið á ný ótta við gengisfeilingu í Kína. Vöraverð er áfram lágt. Þegar svo viö bætist að fiárfestar sýna minni áhuga á að leggja fé í upprennandi markaði og áhættugjald fer hækkandi er hætta á að ástandið breiðist út til Rómönsku Ameríku. Það mundi fljót- lega koma niður á bandarísku efnahagslífi.“ Úr forystugrein Financial Times 27. ágúst. Löggumyndavélar „Ekki er ástæða til að efa að markaður er fyrir of- beldiskvikmyndir á myndbandsspólum. Við vitum lítið um áhrif þess að það er ungt fólk sem leigir þær og horfir á. Hið sama á við um hugsahleg áhrif eftirlitsmyndavéla - þar sem myndavélum lögregl- unnar er beint að einstaklingunum - í baráttunni gegn ofbeldi á götum úti. Almenn andstaða okkar við slíku opinbera eftirliti stendur óbreytt. Við telj- um þó að þaö geti verið þess virði að prófa.“ Úr forystugrein Aftenposten 27. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.