Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Side 15
DV LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 15 Mér létti þegar ég las þá merku frétt í Mogganum í fyrradag að um 80 prósent sjómanna byggju við böl sjóveikinnar. Ég veit það nefnilega, eins og allir aðrir landsmenn, að við lifum að mestu á sjávarfangi. Sjómenn eru hin sanna ímynd karlmennskunnar, stæltir, veðurbarðir og hughraust- ir, með saltbragð i skeggi. Þar til Moggi sagði mér sannleikann stóð ég í þeirri meiningu land- krabbans að þessar hetjur hcifsins gengju möglunarlaust til verka sinna í hvaða veðri sem er og hreyfingar skipsins hefðu engin áhrif á þá. í könnuninni sem blaðið greindi frá kom hins vegar í ljós að flestir sjómenn fundu til sjó- veiki þegar þeir fóru fyrst á sjó og margir kenna sjóveiki þegar vont er í sjóinn. Starf sjómanna er erfitt en þeir eru mannlegir líkt og við hinir. Læknir sem við var rætt sagði raunar að sjóveiki væri ekki rétta orðið. Fremur væri um hreyfi- eða ferðaveiki að ræða. Ekkert væri að hinum sjóveiku. Sams konar óþæginda yrði vart í bílum, flugvélum og lestum. Það væri hin óvenjulega hreyfing sem menn yrðu að venjast. Láttir að vera venjulegur Mér létti vegna þess að ég átt- aði mig á því að ég var ekki óvenjulegur. Ég hef aldrei stund- að sjómennsku þótt ég telji hana afar hollan lærdóm hverjum og einum, jafnvel þótt menn ætli sér ekki að leggja hana fyrir sig sem ævistarf. Grípi menn í sjó- mennsku kynnast þeir undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og því fjölbreytta mannlifi sem þró- ast i greininni. Ég hef samt ferð- ast á sjó, í tiltölulega stuttan tíma í senn, en þó náð því á stundum að kenna sjóveiki. Það er hugarléttir að vita að slíkt hendir reynda sjómenn. Þótt ég hafi trauðla verið illa haldinn af þessu, til dæmist komist klakk- laust með Akraborg og Herjólfi í blíðviðri, þá hefur það hent mig að selja upp. Það særir karl- mannslund. Ég er af sjómönnum kominn líkt og aðrir hérlendir. Annar afa minna náði því meira að segja, sem nú telst til vinnu- bragða fomaldar, að starfa sem háseti á skútu. Hinn sigldi alla sína starfstíð milli landa. Eitt sinn fékk ég sem smágutti að fara með honum á fragtskipinu stóra frá Reykjavík til ísafjarðar. Ann- ar gutti á sama reki var með í fór, annaðhvort með foður sínum eða afa líkt og ég. Sjóveikin bugaöi okkur báða áður en við náðum höfn. Það var því lágt á okkur ris- ið þegar hin vestfirsku fjöll heilsuðu. Endasleppur togaraferill Það varð því ekki öllu meira úr sjómennskunni. Næsta verulega siglingareynsla mín endaði með meiri ósköpum. Ég get ómögulega logið því á mig að hafa gerst tog- arasjómaður. Til þess skorti kjark og þor. Þó náði ég að fara örstutt- ar ferðir með nokkrum togurum um þær mundir er ég lauk námi. Þá var unnið að könnun á heilsu og félagslegum aðstæðum sjó- manna. Rannsóknin var viðamik- il og að henni stóðu læknar, sál- fræðingar og félagsfræðingar. Fræðingahópur þessi fór um borð í marga skuttogara til þess aö fá innsýn i sjómannslífið. Undan- tekningarlaust tóku áhafnir allra þessara skipa komumönnum vel og veittu hinn besta beina. í þessum túrum, þótt stuttir væru, gerði sjóveiki vart við sig hjá landkröbbum. Það gerðist þótt aðeins væri stímt út firði eða dólað á ytri höfnum meðan könn- unin var gerð. Ekki veit ég til dæmis hvaða álit skipstjóri á voldugum Hafnarfjarðartogara hafði á undirrituðum eftir sam- skiptin á sænum. Ég sat gegnt skipstjóranum og spurði og merkti við, sægrænn í framan. Skipstjórinn var svo nærgætinn að hann gerði engar athugasemd- ir við það þótt könnuðurinn hent- ist fram á klósett milli spurninga og seldi upp kvöldinatnum og kæmi kríthvítur til baka. Togaraferðimar voru fleiri og líðanin svipuð. Þó bráði af mér þá er hæst stóð viðtal mitt við annan togaraskipstjóra á öðru aflaskipi. Misskilningur í upphafi ferðar varð til þess að brú skipsins var ómönnuð meðan á rannsókninni Laugardagspistill Jónas Haraldsson um borð stóð. Skipið dólaði á hægri ferð nærri landi. Siglingin gat því aðeins endað á einn veg, uppi í landi. Togarinn glæsti kenndi grunns þá er sjóveikur könnuðurinn reyndi að komast í gegnum spumingalistann. Skip- stjóranum varð að vonum hverft við, hrópaði upp, stökk fram og tók stigann upp í brú i fáum skref- um. Könnuðurinn stóð eftir í vel búnu skipstjóraherberginu eins og illa gerður hlutur í strönduðu skipi. Það var ekki meira kannað í það skiptið enda hafði áhöfnin í öðru að snúast en sinna fræðileg- um landkröbbum. Það merkilega var að sjóveikin hvarf um leið og fjörugrjótið skrapaði botn skips- ins. Skelfingin og undrunin yfir- vann hreyfiveikina. Því má að visu halda fram að forsenda sjó- veikinnar hafi horfið um leið þvi skipið hætti jú að hreyfast. Skipstjórinn og hans menn náðu skipinu sem betur fer sjálfir af strandstað en ekki var hann upplitsdjarfur fræðingahópurinn sem skilað var til hafnar í skjóli nætur. Þarna taldi ég fullreynt með mína sjómennsku. Síðan eru liðnir meira en tveir áratugir. Frá þessum tíma hef ég aðeins komið um borð í ferjumar Akraborg, Herjólf og Baldur. Það flokkast tæpast undir sjómennsku að sitja þar um borð í stutta stund. Þó er gott til þess að vita að hægt er að skreppa út undir bert loft ef vart verður litabreytinga í andliti og fiðrings í maga meðan á ferjusigl- ingunni stendur. Ráðinn á túttu Ég sætti mig við að sjómanns- ferill minn yrði ekki lengri. Það ástand varði allt þar til í sumar. Þá keypti svili minn gúmbát og hengdi á hann lítinn utanborðs- mótor. Hann var ekki alveg sami landkrabbinn og ég, hafði sem ungur maður komist í túr og túr. Sem nýbakaður útgerðarmaður gumaði hann nokkuð af skipi sínu, sjóhæfni þess, sem og færni sinni við stýrið. Túttunni, ef mér leyfist aö kalla skip svila míns svo óvirðulegu nafni, sigldi hann inn- an fjarða eða rétt utan hafna. Skipið er enda ekki stórt. Útgerð- armaðurinn og skipstjórinn svili minn átti sér þó stærri drauma. Hann ætlaöi sér að leggja skip sitt í sjálft Atlantshafið, eða öllu held- ur Norður-íshafið. Hann ákvað sem sagt að sigla frá Flateyjardal út í Flatey á Skjálfanda. Hann manaði mig til fararinnar, kvað mig raggeit ella. Ég stóðst það ekki og ákvað að gerast háseti á þessari eyjaferju. Farþegar voru tveir, konur okkar. Háseti í hnásokkum og stuttbuxum Atlantshafið var stillt þegar við lögðum í hann. Allir voru með björgunarvesti og árar voru um borð. Sjósetning gekk að óskum, við komumst lítt blaut frá landi. Mótorinn sló ekki feilpúst enda eins gott. Þótt ekki sé langt frá landi út í Flatey hefði það reynst okkur óvönum örðugt að róa. Há- setinn fékk að taka í stýrið þá er skipstjóra þótti öruggt að hann gæti ekki strandað túttunni. Leið- in varð örlítið skrykkjóttari en hafskip þetta stefndi þó í meginat- riðum á Flatey. Þangað náðum við án þess að kenna sjóveiki. Þegar við snerum til baka hafði vindátt snúist. Það pusaði því að- eins yfir okkur. Hásetinn var frá- leitt í sjóklæðum heldur dönsku skónum og flauelsbuxum. Undir- ritaður gerðist því sjóblautur og hafði um annað að hugsa en ferða- veiki. Útgerðarmaðurinn og skip- stjóri túttunnar sat við stjórnvöl- inn allt þar landtaka var undirbú- in. Þá var hásetanum falin stjóm- in. Ekki tókst betur til en svo að hann strandaði túttunni við tak- markaða ánægju útgerðarmanns- ins. Farþegarnir voru svo fegnir að hafa fast land undir fótum að þeir hlífðu hásetanum. Túttan slapp þó óskemmd. Mágkona mín, eiginkona skip- stjórans, var meira að segja svo al- mennileg að lána sjóblautum há- setanum þurrar stuttbuxur og hnésokka. í því úniformi var hald- ið til byggða. Hásetinn var eins og ofvaxinn skátadrengur, fráleitt eins og sæúlfur. Einhverra hluta vegna neitaði eiginkona mín að ganga við hlið mér í þessu spari- dressi þegar til Akureyrar kom. Pláss háseta mun vera laust á þessu skipi. Eigandi túttunnar er ekki viss um að hún þoli aðra landtöku líka lendingunni í Flat- eyjardalsfjöru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.