Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 19 Salatbarinn staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur aW rnil/í hlrr)/^ ° og stighœkkandi birtingarafsláttur DV Kristján Pálsson alþingismaður er áhugamaður um skokk: Æfði með heimsmeistara í maraþoni Með 10 raða lottóseðli og Jóker getur þú unnið glæsilegan TOYOTA Avensis. í þágu öryrkja, ungmonna og íþrr' ta Þingmenn landsins eru margir hverjir, ekkert síður en aðrir lands- menn, áhugasamir um skokk. Fjöl- margir þingmenn voru til að mynda meðal þátttakenda í Reykjavíkur maraþoni um síðustu helgi. Fæstir þeirra lögðu þó lang- ar vegalengdir á sig en þingmenn- irnir Kristján Pálsson og Stein- grímur J. Sigfússon lögðu þó í hálfa maraþonið (21 km). Það eru nú komin 4 ár síðan Kristján hóf að skokka sér til heilsu- bótar. Þá stóð hann á fimmtugu (f. 1944) en hefur tekið stöðug- um framfórum síð- an. „Ég byggi á ágætis grunni því á mínum yngri árum stundaði ég skíðagöngu á heimaslóðum mínum í ísafirði. Ég hef mjög gam- an af skokkinu og er í mjög skemmtilegum og þekktum hlaupahópi sem kenndur er við Vesturbæ- inn,“ sagði Kristján. Kristján er nýkominn úr sumarleyfi á Mallorca. „Ég fór þangað að mestu leyti til þess að slappa af frá amstri hversdagsins en um leið til þess að nota tímann til að æfa mig fyrir 10 km hlaupið í Reykjavikur maraþoni. Morgnarnir voru þar aðallega notaðir í æfíngar. Einn daginn þegar ég kom úr hlaupi sögðu starfsmenn í móttöku hugsað sér að koma og keppa í Reykjavíkur maraþoni. Hann hafði aldrei heyrt um þetta hlaup áður en tók bara vel í hugmyndina. Annars er aldrei að vita hvort af því verður því menn í hans gæðaflokki eru atvinnumenn og hlaupa fyrir pen- inga. Martin Fiz er til dæmis á samn- ingi hjá Reebook- íþróttavörufram- leiðandanum. Þegar við skildum gaf ég honum bók um ísland á spænsku og hann gaf mér rauðvínsflösku með mynd af sér. Það þarf ekki að fjölyrða um hve mikill fengur væri að fá þennan hlaupara til að vera með í Reykja- víkur maraþoni," sagði Kristján. Kristján Pálsson alþingismaður færði Martin Fiz Martin, spænska heimsmeistaranum í maraþoni, bók um ísland og fékk sjálfur að gjöf rauðvínsflösku. hótelsins mér frá því að frægur mara- þonhlaupari væri meðal gesta á hótel- inu. Ég varð auðvitað spenntur og sagði þeim frá því að ég væri póli- tíkus á íslandi og hefði gaman af því að hitta merka menn. Þeir hjálpuðu mér að komast í samband við þennan þekkta hlaupara og í ljós kom að hann er einn af bestu hlaupurum heims í dag. Nafn hans er Martin Fiz Martin en hann hefur helst unnið sér til frægðar að verða Evrópumeistari í maraþoni árið 1994, heimsmeistari árið 1995 og í öðru sæti árið 1996. Besti timi hans í maraþoni er frábær, um 2 klst. og 8 mínútur. Tími hans í hálfu maraþoni er ekki síðri, þá vegalengd hefur hann hlaupið á 61 mínútu." Sami hraði Spænski maraþonhlauparinn Mart- in Fiz Martin og Kristján Pálsson leggja upp í létta skokkæfingu í Palma á Mailorca. „Martin Fiz er spænskur og fyrir löngu orðinn meðal þekktustu hlaupara heims. Mér var sá heiður sýndur að fá að skokka með honum eina klukkustund i bænum Palma. Martin Fiz er kurteis maður, alveg laus við stjörnustæla og hann lét sér nægja að skokka á sama hraða og ég. Ég spurði hann hvort hann gæti ekki Hálft maraþon Áhugi Kristjáns á skokki jókst um allan helming við þessa skemmtilegu reynslu. „Þegar ég kom heim frá Mallorca lét ég skrá mig til þátttöku í 21 km. Maður getur ekki verið þekkt- ur fyrir að hlaupa styttri vegalengd í Reykjavíkur maraþoni eftir að hafa æft með sjálfum heimsmeistaranum. Ég hef reyndar aldrei hlaupið svo langa vegalengd en þettd gekk samt ágætlega hjá mér. Ég fór fyrri hluta hlaupsins nokk- uð hratt en hægði á mér síðustu 6-7 kílómetrana. Tíminn hjá mér var 1 klst. 59 mínútur og ég er hæstánægð- ur með hann. Það kom mér nokkuð á óvart að ég var lítið eftir mig eftir hlaupið." Kristján hefur nokkrum sinnum áður tekið þátt í almennings- hlaupum en látið 10 km nægja fram að þessu. „Ég hljóp 10 km í Reykja- víkur maraþoni í fyrra en hef áður hlaupið í Suðurnesja maraþoni, Smárahvammshlaupi, Neshlaupi og víðar. Nú er áhuginn orðinn svo mikill að ég er harðákveðinn í þvi að fara 21 km aftur á næsta ári í Reykjavíkur maraþoni og bæta tíma minn veru- lega. Markmiðið er að komast þessa vegalengd á undir 100 mínútum. Ég er einnig sannfærður um að ég eigi einhvern tímann eftir að fara í heila maraþonið. Það hefur margsannast að aldur skiptir litlu máli í lang- hlaupum. Jafnvel þó að menn byrji seínt að hlaupa þá er það engin fyrir- staða til þess að komast í mjög gott form,“ sagði Kristján. -ÍS Ertu ar> sligast ufldan öllu þessu megrunarirjaf tœði / fi/ubrennT9 0,,i’usiÚklin9Ur "uP°tó« S 3 «\\a me9rur>arplastrar megrunarpillur om megrunarinnleggotát megrunarkarlmellur wub0«a /æðuóþol rT,egrunarduy>*;"",<“^V—^ megrun loíugræögi £ megrunarspray herbali/ef í áwag' aukakiló l J mataróregla matargat \ fcgl\i3A. J me^rkex 'ysiarstoi íGÆSmrnmw iei™a,ninoa' Láttu þetta ekki íþyngjaþér. Aöhaldsnámskeið Gauja litla er leiö til léttara lífs. Engar skyndilausnir. Þaö tekur tíma aö spóla til baka. 8 vikna Aöhaldsnámskeiöin „Leiö til léttara lífs“ hefjast 31. ágúst og standa til 24. október 1998. Námskeið þar sem feitir kenna feitum ! rnrlklass V flfl ©p /Æim ** ^lbró \ fyrirrúmi Iþróttafatnaður mm /I Z RÆKTIN l|l| Skráning í síma 896 1298 ÉH !■ Við keyram leikinn ... ^ % 9 L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.