Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1998, Síða 21
TIV LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1998 21 fréttaljós Listin ríkisvædd: Styrkirnir éta upp tekjur listamanna - á sama tíma og styrkir til listamanna hafa verið auknir hafa tekjur þeirra fallið Innlent fréttaljós Gunnar Smári Egilsson A hverju ári sundurgreina tölfræð- ingar Þjóðhagsstofnunar skattframtöl landsmanna og ílokka þau upp í starfsgreinastokka. Einn þessara stokka, sá sem ber númerið 870, hefur í sér tekjur rithöfunda, myndlistar- manna, tónskálda og annarra ein- yrkja í listinni. Þama eru sem sagt þeir listamenn sem vinna sjáifstætt og utan stofhana á borð við leikhús, hljómsveitir og þess háttar. Þegar þessi niðurflokkun Þjóðhags- stofhunar er skoðuð kemrn: í ljós að árið 1989 unnu þessir einyrkjar í list- inni 227,7 ársverk og fengu fyrir það greiddar 230,6 milljónir króna. Meðal- árslaun einyrkjanna voru því rétt rúm ein mifljón króna eða tæplega 84.500 krónur á mánuði. Þetta voru ekki góð laun á þessa tíma mæli- kvarða. Listamenn- _______________ imir hefðu þurft að fá rúmlega 20 pró- senta launahækk- un til að ná 102 þús- und króna mánað- arlaunum sem vom meðallaun at- vinnubærra lands- manna samkvæmt skattframtölum þetta ár. En þótt staða þessara listamanna hafi verið aum 1989 þá átti hún eftir að versna. Síðustu haldbærar upplýs- ingar úr skattframtölum em frá 1995, eða sex áram síðar. Þá hafði ársverk- mn einyrkja i listinni fækkað niður í 190,5 eða um 37,2 ársverk. Háif sinfón- iuhljómsveit hafði staðið upp og geng- ið úr menningarlífmu. Þurftu 54% launahækkun En staða listamannanna var aum- ari en þetta. Heildartekjur einyrkj- anna vora 210 milljónir árið 1995 eða rúmar 1.100 þúsund krónur á ári. Það gerir 91.850 krónur á mánuði. Meðal- laun annarra á vinnumarkaði vora þá orðin rétt tæplega 1.700 þúsund krón- ur á ári eða 141.500 krónur á mánuði. Til að ná upp í meðallaun hefðu ein- yrkjamir í listinni þvi þurft 54 pró- senta launahækkun. Þeim hafði því bæði fækkað og laun þeirra lækkað. Til að draga fram niðurlægingu þessarar stéttar má segja sem svo að einyrkjar í listinni hafi misst 80 árs- verk; 38 ársverk féllu niður en þeir sem eftir sátu tóku á sig tekjurýmun sem nam 42 ársverkum. Ársverkum fækkaði um 17 prósent og í ofanálag lækkuðu meðaltekjur þeirra sem eftir sátu um 30 prósent. Það era því engar ýkjur að halda því fram að hrun hafi orðið í starfsskilyrðum einyrkja í list- inni á þessu sex ára tímabili. At- vinnutækifæram fækkaði, fólk flúði greinina og þeir sem eftir sátu tóku á sig umtalsverða kjararýmun. Auknir styrkir - minni tekjur Það sem er sérkennilegast við þessa þróun er að á þessum tíma stórjók ríkið stuðning sinn við þessa starfs- stétt. Árið 1989 fengu rithöfundar, myndlistarmenn, tónskáld og aðrir einyrkjar í listinni styrki sem jafn- giltu 50 ársverkum. Árið 1995 nam þessi styrkur hins vegar 67 árslaun- um. Aukningin nemur 17 árslaunum eða þriðjungi. En á sama tíma og rik- ið jók stuðning um 33 prósent skrapp stéttin saman um 30 prósent. Þetta kann að virðast öfugsnúið en er satt engu að síður. Þessi öfugþróun leiddi til þess að frá 1989 til 1995 jókst hlut- deild ríkisstyrkja í heildartekjum stéttarinnar úr 22 prósentum í 35 pró- sent. Ef við viljum virkilega óttast um örlög einyrkja i listinni þá getum við skoðað hvemig aðrar tekjur stéttar- innar en rikisstyrkir hrundu á þessu tímabili. Ef stéttinni hefði tekist að halda í horflnu frá 1989 hefðu tekjur hennar án styrkja átt að vera 251 milljón króna 1995. Þær vora hins vegar ekki nema 136 milljónir. Það höfðu því glatast 115 milljónir eða 46 prósent af frjálsum tekjum ársins 1989. Hvemig er hægt að orða þetta? Á sama tíma og rikið réð listamenn í 17 stöðugildi skar almenningur niður launakostnað sinn vegna listamanna um 81 stöðugildi. En sjálfsagt má orða þessa þróun á ýmsa vegu. Það er hins vegar mikilvægara að spyrja hver ástæðan sé fyrir þessum ósköpum. Ríkiö úr fimmtungi í helming Áður en við skoðum það skulum við bæta enn við talnaleikinn. Þvi miður höfum við ekki upplýsingar úr skattskýrslum eftir 1995 og getum því ekki séð hver þróunin hefúr verið síð- an. Við vitum hins vegar að ríkis- styrkimir hafa aukist. Einyrkjar í listinni skipta nú á milli sín rétt tæp- lega 100 árslaunum. Við höfum séð að auknir styrkir leiða síður en svo til aukinna tekna og vitum að fátt í sam- ______________ félaginu bendir til mjög bættrar afkomu listamanna síðan 1995. Við getum því spurt hvert hlutfallið milli ríkisstyrkja og frjálsra tekna hafi ver- ið á siðasta ári ef gert er ráð fyrir að ein- yrkjarnir hafi haldið stöðu sinni gagnvart öðrum launþeg- um síðan 1995. Samkvæmt því væri hlutdeild ríkisvaldsins orðin 52 pró- sent af heildartekjum stéttarinnar. Menn þurfa ekki að vera miklir frjáls- hyggjumenn til að finnast það óhugn- anlegt, þetta hlutfall hafi stokkið úr 22 prósentum árið 1989 í 52 prósent árið 1997. Með öllum þeim fyrirvörum sem við eiga má því segja að hlutur rikis- ins i ört minnkandi heimi skapandi lista hafi vaxið úr rúmmn fimmtungi árið 1989 í rúman helming 1997. Á sama tíma og mikið var rætt um einkavæðingu í samfélaginu var sjálf listin þjóðnýtt og skotið undir ríkis- geirann án þess að nokkur tæki eftir því. Áherslan færist yfir á ríkiö En hvemig má þetta vera? Hvem- ig stendur á því að þegar ríkið eykur stuðning sinn við listamenn skuli staða stéttarinnar í raun versna? í raun ætti engum, sem verið hefúr uppi á tuttugustu öld, að koma þetta á óvart. Reynslan sýnir að ríkið getur eyði- lagt hvaða stétt sem er með því að styrkja hana og styðja. Það gerist með eftirfarandi hætti: Áður en stétt- in fær styrkina í hausinn verður hún að reiða sig á tengsl stn við almenn- ing - eða markaðinn, ef menn vilja nota hagfræðileg hugtök. Þegar ríkið grípur inn í með styrkjum, að upp- fylltum einhverjum ákveðnum skil- yrðum, rofna þessi tengsl að hluta. Þótt ríkisstyrkimir séu ekki nema lítill hluti af tekjum stéttarinnar þá vegur litli hluti margfalt meira en þáttur hvers einstaks viðskipta- Sigurður Örlygsson smellir koss á vanga Guörúnar Jónsdóttur, formanns menningarmálanefndar Reykjavíkurborg- ar, og þakkar þannig fyrir þriggja mánaða starfslaun frá borginni. Á bak við þau er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sem afhenti Sigurði og fleiri listamönnum styrki við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum fyrr í sumar. manns annars. Það er því ekkert eðli- legra en að flestir, ef ekki allir í stétt- inni, einbeiti sér að því að þjóna þessum stóra viðskiptavini. Við það verður sú þjónusta sem almenningur fær lakari. Það leiðir til minni við- skipta hans við stéttina og sá sam- dráttur þarf ekki að vera stór til að vega upp hina nýfengnu styrki frá ríkinu. Og hvemig er líklegast að stéttin bregðist við samdrætti í tekj- um vegna þessa? Hún leitar til síns stærsta viðskiptamanns um aukin viðskipti - það er ríkisins. Og ef hún er nógu harðdræg mun hún fá hærri styrki sem aftur leiða til aukins sam- bandsleysis við almenna viðskipta- menn sem aftur kallar á aukna styrki. Og ef ekkert er að gert lendir þessi stétt í alvarlegri klemmu og á endanum á framfærslu ríkisins. Hér er ekki verið að spá fyrir um vanda listamanna eða geta sér til um örlög þeirra. Hér er verið að lýsa þvi hvemig bændur grófu undan sjálfum sér, hvemig hver stórsigur þeirra í samningum við ríkisvaldið var í raun enn nýr fleinn í holdi þeirra. Bændur áttuðu sig fyrir nokkrum áram á mistökum sínum og eru fam- ir að feta sig til sjálfsbjargar. Það er þvi dálítið undarlegt að á sama tíma skuli listamenn berjast fyrir því að fá notið sömu niðurlægingar og bænd- ur máttu þola síðustu hálfa öldina eða svo. Styrkir 40% af laununum - hlutfall styrkja af heildartekjum 19 rithöfunda - Styrkir 40,7% : gfsi Eigið aflafé 200 150 100 50 j ! i i j i - ársverk einyrkja í listin ú og styrkir til þeirra i i ) Ársverk * j ! • ■ ' : ! i I 1 j - | j-. . j \ | 1 j Í í 1 T fT Styrkir - ■ '89 '90 '91 '92 '93 '94 samkv. útr. þjóðhagsst. úr skattskrá . frá ríklnu '95 '96 '97 Á þessu grafi má sjá hvernig ársverkum rithöfunda, tónskálda og myndlistar- manna fækkar á sama tíma og ríki og borg auka styrki til þessa einyrkja í listinni. Langstærsti hluti styrkjanna koma frá ríkinu en mikill minnihluti frá borginni. Þegar tekjur 19 rithöfunda sam- kvæmt skattskrá vegna tekna síð- asta árs eru skoöaðar og bornar saman við hvað þessir höfundur fengju af styrkjum í fyrra kemur í Ijós að rúmlega 40 prósent af heild- artekjum þeirra eru styrkir en tæp 60 prósent eigiö aflafé. Meðaltekjur þessa hóps voru rúmar 170 þúsund krónur á mánuði. Þar af voru 70 þúsund krónur styrkir. Kotbændur hjá listrekendum Það má sjá ýmis sjúkdómsemkenni meðal listamanna sem við þekkjum úr hörmungarsögu bændanna. Þegar landbúnaðurinn var orðinn ríkisrek- inn tóku milliliðirnir virðingasæti bændahöfðingjanna. Bændur urðu að- eins peð í leik milliliðanna með ríkis- styrkina. Sömu þróun má sjá meðal listamanna. Á síðustu árum hafa út- gefendur, safnstjórar og ýmsir útspek- úleraðir fræðingar í raun tekið for- ystuhlutverkið í listaheiminum af listamönnunum sjálfum. Þeir eru flestir orðnir að kotbændum í þjón- ustu einhvers kaupfélagsins. Og eins og bændur era listamenn sannfærðir um að ríkisstyrkimir séu heilög réttindi þeirra - og rökin era um margt lík. Báðar stéttimar líta svo á að aðrir borgarar eigi sér einhverja skuld að gjalda, báðar visa til sögulegs mikilvægis og báðar benda á að kollegar þeirra annars staðar njóti einnig styrkja. En listamenn ganga lengra. Þeir segja að listamenn allra þjóða á öllum tímum hafi verið styrk- þegar. List án styrkja sé óhugsandi; listin er allt að þvi afsprengi styrkj- anna. Og síðan kasta þeir fram sönn- unum: Bach, Handel, Mozart og Beet- hoven; Leonardo, Michelangelö, Rafa- el og Donatello. Dreift vald - auðug list Það er undarlegt að oftast eru tekin dæmi af listamönnum úr endurreisn- inni á Ítalíu og frá átjándu og nítj- ándu öld í Þýskalandi. Á þessum tim- um var ekkert miðstýrt ríkisvald í þessum löndum. Þau vora bæði brot- in upp í ógrynni furstadæma. Höfuð- snillingar endurreisnarinnar og þýsku tónjöfrarnir nutu þess því að vinna á virkum samkeppnismarkaði, hugsanlegir kaupendur að þjónustu þeirra vora fjölmargir og flestir flökk- uðu þeir á milli þeirra. Ef þrengt var um of að þeim við eina hirðina leit- uðu þeir á náðir þeirrar næstu. Sam- bærilegt ástand ríkti einnig i Grikk- landi til forna og gat ekki síður af sér magnaða list en Ítalía endurreisnar- innar og Þýskaland barokks og róm- antikur. Þessi fyrirbrigði í menningarsög- unni era því slæm dæmi til saman- burðar við ástandið I íslenskum menningarheimi. Nær væri að spyrja sig hveijir hefðu verið tónskáld, mál- arar og skáld við hirð páfans í Róm, eftir að Vatíkanið efldist og drottnaði yflr menningarlífi Italíuskagans. Eða hver sé uppskera ríkisrekinnar listar Sovétríkjanna - hver fékk Lenín-verð- launin í bókmenntum árið 1956? Nei, menningarlíf sem er háð mið- stýrðu ríkisvaldi er dæmt til að verða eintóna og gelt. Og við skulum ekki láta blekkjast af menntuðu einveldi hinna svokölluðu fagmanna sem rað- að er í úthlutunamefndimar. Skoðan- ir þeirra á hvemig listin eigi að vera era engu merkari en skoðanir menn- ingarvita páfans eða listrekenda Stalíns. Forsenda kröftugrar listsköpunar er margbreytileiki hugmyndanna. Forsenda margbreytileika hugmynd- anna er frelsi borgaranna; tilfmning þeirra fyrir því að þeir geti uppskorið í leit sinni að nýjum hugmyndum en séu ekki hvattir til að beygja sig und- ir viðteknar skoðanir. Eins og ég rakti áðan þá draga styrkir ríkisins til listamanna úr margbreytilegum tekj- um þeirra á sama tíma og þeir verð- launa þá sem beygja sig undir mennt- að einveldi fagmannanna. Þetta er því kerfi sem leiðir til dauða listarinnar. Þótt takast megi að halda henni á lífi með sífellt stærri skömmtum af styrkjum, þá er spurning hvort ekki sé mannúðlegra að leyfa henni að deyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.