Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Page 10
Fimm nýjar plötur með John Lennon ASdáendur Johns Lennons geta farið að hlakka til því annan nóvember verður gefiö úr risavaxiö safn í fjögurra diska öskju sem hlot- ið hefur nafniö „Wonsaponatime". Á sama tíma kemur út safndiskur með vinsælustu lög- um Lennons. I öskjunni verða 100 óútgefnar upptökur, frá hljómleikum, úr heimastúdíóum og lög sem lentu ekki á plötum. Diskarnir spanna allan sólóferil Lennons milli áranna 1969 og 1980 og hefur 'hverjum um sig verið gefið nafn; „Ascot", „New York City", „The Lost Weekend" og „Dakota". Öskjunni fylgir 60 síðna bæklingur með teikningum Johns, minnispunktum og aðfaraorðum. Yoko Ono hefur haft yfirumsjón með útgáfunni. Strákarnir í The Manic Street Preachers þurftu á sínum tíma að sanna að þeir væru ekki feikaðir pönkarar. Nú hafa þeir fullorðn- ast og þroskast og sanna það á nýju skíf- unni, This Is My Truth Tell Me Yours. Hættir að sparka í áheyrenda - farnir að faðma þá í staðifi Saga The Manic Street Preachers er dálítið sérstök. Ekki þó byrjun- in; fjórir strákar stofnuðu hljóm- sveit í námubænum Blackwood í Suður-Wales 1988 og grasseruðu í bílskúmum þar sem tónlistar- og bókmenntaáhugi þeirra bræddist saman í eitt. Þeir voru hrifnir af slagorðaupphrópunum Public í S 1 NR. 289 enski t i S t i N N vikuna 10.9-17.9. 1998 Sæti Vikur LAG 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 FLYTJANDI 10/93/9 12 3 7 3 7 6 6 3 4 3 9 2 1 2 9 7 7 2 3 9 2 1 2 1 2 6 4 4 4 11 1 32 33 34 35 36 37 38 39 40 I D0NTWANTT0 MISS A THING ..............AER0SMITH IF Y0U T0LERATE THIS ......MANIC STREET PREACHERS I BEL0NG TO YOU .....................LENNY KRAVITZ SUBSTITUTE FOR LOVE.......................MADONNA ANOTHER ONE BITES THE DUST .................QUEEN SÍLIKON ..............................SKÍTAMÓTALL TIME AFTER TIME .............................INOJ WALKING AFTER YOU ....................F00 FIGHTERS ENJOYTHE SILENCE .........................FAILURE LUV ME, LUV ME......................SHAGGY & JANET INTERGALACTIC .......................BEASTIE BOYS WHATS ITLIKE.............................EVERLAST D00 WOP (THATTHING)........................LAURYN HILL ONEWEEK .........................BARENAKED LADIES IMMORTALITY................................CELINE DION ALL’BOUTTHE MONEY............................MEJA VIVA FOREVER ...........................SPICEGIRLS MILLIENNIUM ......................ROBBIE WILLIAMS NO MATTER WHAT............................BOYZONE ORGINAL.......................SÁLIN HANS JÓNS MÍNS WHAT CAN I DO................................CORRS BURNING ................................BABYBUMPS IF YOU COULD READ MY MIND .............STARS ON 54 BOOTIE CALL ............................ALLSAINTS EVERYBODY GET UP .............................FIVE STRIPPED................................RAMMSTEIN LOOKING FOR LOVE............................KAREN RAMIREZ NEW KIND OF MEDICINE ...................ULTRA NATE PURE MORNING ..............................PUCEBO THE BOY IS MINE...................BRANDY & MONICA l’LL NEVER BREAK YOUR HEART............BACKSTREET BOYS REAL GOOD TIME ...................ALDA ÓLAFSDÓTTIR LASTTHING ONMYMIND..........................STEPS COMEWITHME.................PUFF DADDY & JIMMY PAGE FALLING IN LOVE AGAIN............EAGLE EYE CHERRY LIFE .....................................DES’REE MY FAVOURITE MISTAKE.................SHERYL CROW ALLTHE WRONG PEOPLE.........................SELMA STELPUR.................................Á MÓTI SÓL FLAGPOLE SITTA .....................HARVEY DANGER 1 1 26 30 7 9 6 10 2 4 16 20 4 6 11 22 3 7 10 21 9 5 13 - In vtt 34 - 8 12 15 11 14 3 Invtt 27 28 22 26 29 - ■mýttI 23 - InVtt 33 - 17 17 21 27 30 33 31 19 13 5 InVtt 19 18 40 - 22 12 InVtt 20 15 35 37 In VttI 32 25 í i fslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er f 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fdlk hringt í sfma 550 0044 og tekið þátt f vali listans. fslenski listinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegl f DV. Ustinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Ustinn er birtur, að hluta, f textavarpi MTV sjónvarps- stöðvarinnar. fslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart" sem framlelddur er af Radio Express f Los Angeles. Elnnig hefur hann áhrif á Evröpulistann sem birtur er f tönlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandarfska tdnlistarblaðlnu Blllboard. Yflrurmján með skoðanakönnun: HaTldóra Hauksddtlir - Framkvarmd könnunar: Markaðsdfild DV - TöKuvinnsla: Dódó - Handrit, heimlldarðflun og yfirumijón með framleiðslu: fvar Guðmundsson - Taeknistjórn og framleiðsla: Forsteinn Ásoeirsson og Kiinn Steinsson - Utsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson og Jóhann Jóhannsson - Kynnir f útvarpl: fvar Guðmundsson Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 98* Enemy og The Clash, sjúskuðum rokkglamúr Hanoi Rocks og Guns N’ Roses, og einrænu rokki Joy Division og The Smiths. Eftir að námunni var lokað og atvinnulaus- um fjölgaði varð Blackwood enn daprari staður til að búa á: „Ef byggt yrði safn til að kynna Blackwood væri ekki hægt að hafa annað í því en skít,“ sögðu þeir síð- ar. Bandið notaði því fyrsta tæki- færi til að flytja til London, leigði saman í kjallaraholu og reyndi fyr- ir sér. í höfuðborginni fannst bransalið- inu strákarnir vera að feika'ða, pönkaður ákafi þeirra væri bara uppgerð, en þá tók gítarleikarinn Richey James sig til og skar „4 Real“ í upphandlegginn á sér í við- tali. Upp úr því breyttist viðhorfið til bandsins og fólk kyngdi því að þeir væru „alvöru". Það fór mikið fyrir þeim, blammeringar i allar áttir í viðtölum og pönkað rokk í gangi á fyrstu tveim plötunum, „Generation Terrorist“ (1992) og „Gold Against the SouT’ (1993). Á næstu plötu, „The Holy Bible", sem kom út ári síðar, var tónlistin grimmúðleg sem fyrr og andrúmið jafnvel þyngra en áöur. I febrúar '95, daginn áður en bandið átti að leggja upp í tónleikaferð um Bandaríkin, gerðist það óvænta; Richey James hvarf og hefur ekki fundist enn þá. Hann var þeirra örastur og um leið mest veikgeðja og þar sem álagið var orðið mikið hafði hann leitað sér hjálpar á geðdeild skömmu áöur. Almennt er talið að hann hafi fargað sér til að sleppa úr sviðsljósi frægðarinnar og eitur- lyfjadrullu sem hann var farin að sökkva sífellt dýpra í. Mannshvarf- ið gerði vitanlega bandið bara enn vinsælla, æpandi blaðamenn hrúg- uðust að (eftirlifandi) meðlimum í breskum slúðurpressustíl og plöt- urnar voru rifnar út, enda nú ákveðin dulúð og spennandi ógæfu- bragð komið á tónlistina. Ótýndir meðlimir tóku þessu auðvitað öllu með óhug, voru í sárum yfir hvarf- inu og hurfu sjáifir úr sviðsljósinu um nokkum tíma. „Við áváðum að halda áfram sem tríó þegar við höfðum beðiö við símann í tvo mánuði. Við héldum að við værum svo nánir honum en þegar kom að leiðarlokum reyndumst við ekkert geta gert fyrir hann.“ Þegar þeir snéru aftur með plöt- unni „Everything Must Go“ árið eftir hafði tónlistin mýkst til muna og lífsreyndur fullorðinsblær var komin til skjalanna. Platan vann öll hugsanleg bransaverðlaun í Bretlandi 1996 og gerði bandið að einu af risunum í breska rokkinu. Hreinleikanum náð Nú er fimmta platan nýkomin út, heitir „This Is My Truth Tell Me Yours“ og hefur verið að fá fína dóma. Fyrsta lag á smáskífu, „If You Tolerate This Your Children Will Be Next“, er orðið geysivinsælt, en það er nokkuð lýsandi fyrir afganginn af plöt- imni. Þann tón sem The Manics gáfu með „Everything Must Go“ er hér fylgt eftir; þetta er popp sem tekur sig alvarlega, straum- harðar strengjasveitir í nánast öll- um lögunum og kryddað með óhefðbundnum hljóðfærum eins og sítar og melodíku. „Þetta er plata þar sem við náum loksins þeim hreinleika og þeirri fegurð sem við höfum verið að sækjast eftir,“ segir Nicky Wire bassaleikari. „Á síðustu plötu reyndum við þetta mikið og tókst það i sumum lögum en ég myndi segja að núna takist okkur þetta fullkomlega." Bak viö textana sem Nicky sem- ur eru djúpar pælingar. Hann sem- ur um ólíkustu efni, tekur m.a. fyr- ir ógæfuna í Hillsborough þegar 96 Liverpool-aðdáendur létust á leik I Sheffield (“South Yorkshire Mass Murder"), yfirburði kvenna (“Bom a Girl“) og smáskífulagið vinsæla segir hann vera undir áhrifum frá bók Orwells, „Homage To Catalon- ia“, um sjálfboðaliða sem börðust gegn fasistum í spænsku borgara- styrjöldinni fyrr á öldinni. „Text- inn fjallar um það að bjóða hinu illa birginn og hve almenningur í dag er heppinn. Ef ákveðnir atburð- ir hefðu ekki gerst í sögunni vær- um við einfaldlega ekki hérna í dag.“ Gítarleikarinn og söngvarinn heitir James Dean Bradfield og hefur mjög þýða og sérstaka rödd sem gefur textunum aukið vægi. í heild er platan mýksta verk The Manics, þeir eru hættir að sparka í klofið á áheyrendum og farnir að faðma þá að sér í staðinn. Platan mun ömgglega auka vin- sældir þeirra og öfugt við marga geta þeir tekið því; „Ég er hissa á öllum böndunum sem bregöast iila við frægðinni," segir Nicky. „Það síðasta sem ég myndi segja í viðtali væri; við höfum afneitað vinsæld- unum og erum orðnir indí aftur. Fyrir mig er það algjör sæla aö spila á stórum tónleikum, bara hugsunin um að það sé möguleiki að hafa áhrif á allt þetta fólk. Eins lengi og ég veit að við skiptum máli er það þess virði að halda bandinu starfandi. Og í dag skiptum við meira máli en nokkru sinni fyrr." -glh plötudómar Ekki nóg að rappa á frönsku MC Solaar: ★★ Hver man ekki eftir MC Solaar sem rappaði svo listilega á frönsku yfir Dagsljós-stefið forðum daga. Já, það er svo sannarlega hægt að rappa á frönsku og það er ekkert síðra að hlusta á það en ensku og þótt maður skilji náttúrlega sama og ekkert í textanum þá skiptir það ekki miklu máli vegna þess að franskan hefur svo flott og „smooth" flæði. Eins og gefur að skilja hefur MC Solaar verið lengi í bransanum. Það er býsna langt síðan hann rappaði fyrir Dagsljós og þá var hann þegar oröinn frægur í Frakk- landi og búinn að gefa út disk með miklum fyrirgangi. Lögin á þessum diski eru frekar í rólegri kantinum og sum á köfl- um beinllnis drungaleg, rétt eins og umslagið á diskinum, dimm og einfold. Það eru frekar fá element í lögunum en útkoman er góð og undirstrikar enn frekar flæðið í rappinu sem ég minntist á áðan. Þetta er mjög góður diskur, lög- in eru flott og öll vinnsla til fyrir- myndar. Samt er eins og eitthvað vanti. Það er ekkert sem aðgreinir hann frá öllum hinum diskunum. Þetta er of týpiskt rapp, það vant- ar í tónlistina einhvern sérstakan franskan hljóm. Það er einfaldlega ekki nóg að rappa á frönsku, það þarf eitthvað meira að koma til. En fyrir þá sem eru orðnir þreytt- ir á enskunni ættu endilega að kíkja á MC Solaar. Ég við líka benda á tvær aðrar franskar rapp- sveitir, LAM og NTM, en þær hafa báðar verið að gera mjög góða hluti undanfarið. Guðmundur Halidór Guðmundsson 10 f Ó k U S 18. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.