Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1998, Síða 14
Lyst ehf.. McDonald s a Islandi, þakkar viöskiptavinum góöar móttökur á undanförnum 5 árum. Á þessum tíma höfum viö þjónaö u.þ.b. 4.5 milljón manns sem boröaö hafa 220 tonn af íslensku nautakjöti og 500 tonn af kartöflum! V\ McDonald’s Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 Þa6 hefur gengiö flöllunum hærra að þýsku öfgarokkararnir i Rammstein muni heim- sækja klakann. Nú er oröið Ijóst aö þeir koma ekki á leiöinni til Bandaríkjanna en þangað fara þeir seinna í seþtember til aö spila með Korn á mikilli yfirreiö. Ekki er þó útilokað aö þeir fáist til að stoppa hér við á bakaleiðinni og haldi tónleika seint í október. Talað hefur verið um að Nlna Hagen verði með þeim i för og jafnvel að hinir steindauðu HAM rakni úr rotinu sérstaklega fyrir þessa tónleika. Ef af verður er hér kominn tónleikapakki sem rokk- arar gætu varla hafa upphugsað í sínum villt- ustu draumum. Rammstein hafa verið í frétt- um vestra fyrir myndbandiö sem þeir gerðu við sína vinsælu útgáfu af Depeche Mode-lag- inu .Stripped". I myndbandinu nota þeir myndbrot úr áróðursmynd Leni Riefenstahl sem hún gerði að ósk Hitlers um ólympíuleik- ana í Berlín 1936. Áttu myndir af stæltum Þjóðverjum 1 frjálsum Iþróttum að sýna yfir- burði hvíta kynstofnsins. Samtök sem berjast gegn kynþáttafordómum í Bandarikjunum eru slegin óhug og hafa sent Þjóðverjunum skrif- leg mótmæli. Talsmaður Rammstein, Reglna Joskow hjá Slash Records, vísar ásökunun- um á bug og segir að Rammstein hafi notað myndirnar út frá formfræðilegu sjónarmiði, ekki pólitískum. .Það er út í hött aö segia að Rammstein séu nasistar," segir hún. .Um- boðsmaður þeirra (Emu Rlaik) er líkamlega fatlaður blökkumaður. Engir nasistar hefðu valiö hann sem umboðsmann." Sveinn Hauksson er kokkur á báti frá Húsavík. Þegar hann kemur í land teygir hann sig eftir gítarnum sínum og breytist í poppara. Og það er seigt í Sveini, hann er nú á leiðinni með sína þriðju plötu. Dr. Gunni tók þetta best varðveitta leyndarmál íslenska poppheimsins tali. Skrönglast gegnum Sveinn Hauksson kýs að kalla Öskrað á liðið A sunnudaginn kl. 20.30 verður „Islenska triólö“ meö tónleika Listasafni Kópavogs. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Haydn, Sjostakovits og Brahms. Miðar verða seldir viö innganginn og kosta 1000 kr. Borls Guslltser rússnesk-ástralskur píanó- leikari heldur seinni tónleika sína í Gerðar- safnl Kópavogl á morgun. Aðgöngumiöar verða seldir viö innganginn og i Geröarsafni á opnunartima. Á tónleikum í Klrkjuhvoll við Vídalínskirkju í Garöabæ á morgun kl. 17 mun barítónsöngv- arinn Flnnur Bjarnason syngja við undirleik Gerrits Schull. Bryndís Ásmundsdóttlr veröur meö djass- og blústónleika á sunnudaginn á Vegamótum við Vegamótastig á sunnudagskvöldiö kl. 22. Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari halda tvenna tónleika í kirkjunum á Siglufirði og Ólafsfiröi um helg- ina. Tónleikarnir verða í Slglufjarðarklrkju á laugardaginn kl. 17 og í Ólafsfjarðarklrkju á sunnudaginn kl. 17. sig Svein Há á nýju plötunni sinni, Sólfingri. „Þetta er ekki í líkingu við neitt sem annar hefur verið að gera hérna,“ segir hann um plötuna. „Sumt er popplög og svo er farið út í flóknari hluti. Sjö lög eru sungin og þrjú spiluð; dálítil spænsk áhrif, far- ið til Afríku og um víðan völl. Ég sem öll lögin nema eitt sem Bene- dikt Torfason, bróðir Harðar, sem- ur. Textana gerði ég, Jóhannes Sig- urjónsson, blaðamaður hjá Víkur- blaðinu, sem semur fjóra texta, og Guðbergur Aðalsteinsson semur textann við titillagið." Sveinn er frá Húsavik en hefur verið kokkur á skipum víða. Með- fram sjómennskunni hefur hann fengist við tónlist og gert plötur. Dropi í hafið kom út 1983, Alíslenskt þjóðráð 1986. Þetta hefur ekki farið mjög hátt, segi ég og kem af fjöllum. „Jú, jú, ég seldi helling af seinni plötunni og hún er spiluð enn þá í útvarpi þótt hún hafi verið á vínyl, aðallega lagið Adam og Eva. Það er töluverð breyting á lögunum á nýju plötunni." Er ekki bölvað bras að gefa plötur út sjálfur? „Það verður að hafa svolítið fyrir þessu en ég lifði af síðustu plötu í tvö ár, seldi hana sjálfur í hús.“ Sólfingur hefur verið lengi í vinnslu. „Ég byrjaði að taka plöt- una upp '93,“ segir Sveinn. „Fékk Jón Ólafsson, Eyþór Arnalds og Þorstein Gunnarsson trommara með mér en kláraði þetta svo í Stúdió Stöðinni núna í ár.“ Sveinn sér alfarið um gít- arleikinn. Hann ætlar að kynna diskinn úti um allt land með því að ganga í hús og fá að taka 2-3 lög á vinnustöðum. Sigurð- ur Ingimarsson og Færeying- urinn Rannvá Ólsen syngja flest lögin á Sólfingri en Sveinn verður einn á kynningar- ferðum. „Maður skrönglast í gegn- um lögin sem þau syngja á plöt- unni.“ Það ætti ekki að vera erfitt því Sveinn hefur reynslu af að vera trúbador á krám. Var það ekki gef- andi? „Við skulum segja að það hafi verið skemmtilegt," segir hann og hlær. „Maður var farinn að öskra á liðið þegar klukkan var að verða þrjú, það var það eina sem virkaði. Ég held að þessi pöbbaspilamennska hafi bara verið leit að sjálfum sér í tónlistinni. Ég kom inn á pöbb um daginn þar sem einhver trúbador var að spila lög sem hann hafði greinilega leikið mörg þúsund sinn- um áöur þvi það var allt steindautt þótt fólki virtist lika það ágætlega. Sama kvöld sá ég unga ferska stráka á Gauki á Stöng sem voru ekki búnir að spila mjög lengi því þeir höfðu augljóslega gaman af því sem þeir voru að gera.“ Hver myndiróu þá segja aó vœri eina leiðin til að halda ferskleikan- um þegar nýja brumió erfarið? „Það er að mennta sig, viða að sér nýjum og nýjum stefnum. Ekki hjakka í sama farinu endalaust. Þá verður maður leiður á því sem ver- ið er að gera og leiður á sjálfum sér. Það er alla vega mín skoðun. En svo er þetta auðvitað allt einstaklings- bundið.“ Frá gömlu meistur- unum í Dolly Parton Sveinn hefur verið í djassnámi síðustu árin og ég spyr hvort djass- áhrif leki inn á nýju plötuna. „Nei, ég er ekki nógu góður til að spila djass enn þá. En maður var staðnaður í poppinu og þvi fór ég að læra djass. Þegar ég geri næstu plötu fer ég út í eitthvað allt annað.“ Ég reyni að fá Svein til aö segja mér í hvað hann sé að spá á nýju plötunni. „Það sem er spilaö í útvarpi er kannski bara 5% af þeirri tónlist sem til er,“ fullyrðir hann. „Af- ganginn fær fólk aldrei að heyra og veit ekkert af. Sumt á plötunni gæti jafnvel flokkast sem heimstónlist þó ég sé ekkert fyrir það að skilgreina tónlistina. í einu laginu eru fla- menco-áhrif og í „Hafinu" eru áhrif frá Deep Forest og Enigma." Hvað hefurðu verið að hlusta á sjálfur? „Ég á helling af plötum; frá gömlu meisturunum í Dolly Parton. Ég er alinn upp með Bítlana og Rolling Stones í æð, Kinks og Hollies. Síðan voru það tímamót að heyra í Black Sabbath á sínum tima. Svo fór mað- ur út í flóknari hluti, Yes og King Crimson, Pink Floyd og það allt sam- an. Síðustu árin hefur maður aðal- lega verið í underground-djassi, t.d. Keith Jarrett." Geta menn hlustað mikið á músík úti á sjó? „Nei. Það er hátalari gargandi úti á dekki allan daginn eða þangað til slökkt er á honum. Það er ágætt að hafa útvarpið en menn fá leiða á því. Maður hlustar bara þvi meira þegar komið er í land. Að hlusta á músík er það skemmtilegasta sem ég geri og ég gef mér alltaf góðan tíma til þess.“ -glh Nýgreidd og naglalökkuð lík Tilþrifalitill og aumur er sá sögu- þráður sem aðeins getur boðið upp á 1502 nístandi dauðdaga á 90 mínút- um. Það er ekki nema dauðsfall á 4 sekúndna fresti og skiljanlegt af hverju kvikmyndagerðarmenn treysta sér ekki til að gera nýtanlega bíómynd úr svo slökum einiviði. Sölulega og sálfræðilega er pottþétt að nota sannsögulega atburði sem uppistöðu í kvikmynd. Ringulreið raunveruleikans er um leið ekki sniðin að útmældri uppbyggingu góðs söguþráðar, svo handritshöf- undur lagfærir sannleikann með því að bæta inn tilbúnum sögupersónum og atburðum sem ekki gerðust. Þetta gerir hann af sömu ástæðu óg góður smiður hefur þrep í stiga jafnhá. Nýlega hafa verið gerðar tvær stórmyndir um Titanicslysið, báðar með skálduðum, að maður segi ekki upplognum, viðbótarsögupersónum. Látum liggja milli hluta að af 2.205 manns um borð buðu 2.205 upp á lífs- skeið sem hefðu dugað í sögubygg- ingu og að ekki vantar heimildir til að vinna úr. Önnur myndanna var á dagskrá ríkissjónvarpsins um síðustu helgi. Þar voru þau, þríeykið sígilda, ljóti kallinn, drengurinn sem getur brugðið til góðs eða ills, og góða, fá- tæka stúlkan. Látum það eiga sig hvað þetta er ofnotaður og slitinn spennugjafi þegar maður veit að 1502 manneskjur eru að fara að krókna og drukkna í íshafinu eftir augna- blik og lítum á hvemig höfundurinn hleypir fjöri í þríhyrninginn. Það gerir hann með því að láta ljóta kall- inn nauðga góðu, guðhræddu stúlkunni. Nauðgunum, barsmíði og ofbeldi af öllum styrkleikum er sáldrað inn í myndefni til að fjörga söguna og si- fellt oftar eru það konur sem eru klesstar. Þetta gerist í myndum sem ekki fjalla um ofbeldi, heldur er því slett inn sem sjálfsögðu aukakryddi, 14 f Ó k U S 18. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.