Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGTJR 19. SEPTEMBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Venjulegar vífilengjur
Þegar hin nýja stefhuskrá félagshyggjuílokkanna er
skoðuð, þarf að hafa í huga, að slík gögn eru ekki lykil-
þáttur í lífi íslenzkra stjórnmálaflokka, enda hafa ís-
lenzkir kjósendur almennt ekki miklar áhyggjur af mis-
mun slíkra gagna og gerða flokkanna í valdastólum.
Sem dæmi má nefna, að kjósendur Sjálfstæðisflokks-
ins og fjölmargir óháðir kjósendur eru hjartanlega sáttir
við, að flokkurinn styðji frjálsa og óhefta samkeppni í
stefnuskrá, en vinni í ríkisstjórn að útgáfu sérleyfa,
einkaleyfa og annarra fríðinda og forréttinda.
Almennt eru kjósendur ekki í hlutverki frjálsborins
borgara, þegar þeir styðja stjórnmálaflokk, heldur í hlut-
verki fylgisveins. Þeir styðja flokk á sama hátt og þeir
styðja fótboltafélag á borð við Manchester United, vilja
að hann skori mörk og sé ekki í vífilengjum.
í tilviki Sjálfstæðisflokksins er ekki einu sinni hægt
að lesa úr stefnuskránni almenna staðsetningu flokksins
í hinu pólitíska mynztri. í gerðum annarra flokka hefur
stundum og stundum ekki verið unnt að finna tón, sem
minnir óljóst á texta í stefnuskrám þeirra.
Sameinaða félagshyggjuframboðið hefur vaðið fyrir
neðan sig, þegar það vill ræða Evrópusambandið á kjör-
tímabilinu, en ekki ganga til liðs við það fyrr en að und-
angenginni skoðanakönnun. Þetta er heiðarleg yfirlýsing
um, að framboðið sé ráðþrota í málinu.
Framboðið hefur líka vaðið fyrir neðan sig, þegar það
segir Bandaríkjamenn sjálfa hafa áhuga á að losna frá
Keflavíkurvelli og að styðja beri þá í slíkri viðleitni
þeirra, þó með tiiliti til atvinnuhagsmuna á Suðurnesj-
um. Með þessu vísar framboðið málinu frá sér.
Það er fáránlegt af bjálfa í Atlantshafsbandalaginu að
nafni Klaus-Peter Klaiber og utanríkisráðherra íslands
að vera sammála um, að þetta feli í sér eitthvert endur-
vakið gegnherílandi. Þvert á móti er þetta eindreginn
stuðningur við stefnu ríkisstjórnarflokkanna.
Utanríkisráðherra er bara að reyna að slá ókeypis
keilur í pólitíkinni. En maðurinn frá NATÓ er tví-
heimskur. í fyrsta lagi skilur hann ekki umræðuefnið. í
öðru lagi kemur honum það ekki við. En við skiljum bet-
ur rækilegar ógöngur NATÓ í Bosníu og Kosovo.
Framboðið reynir að róa konur, sem ekki líta á sig
sem eins konar fylgistúlkur Manchester United með því
að kasta fram sérstöku jafnréttisráðuneyti og tólf mán-
aða fæðingarorlofi. Þegar til kastanna kemur, verður
hvorugt loforðið efnt. Við skulum bara veðja.
Framboðið reynir að skilja á milli sín og annarra
flokka svo og vinstri flokks Steingríms Sigfússonar með
því að vilja láta taka gjald fyrir afnot af sameiginlegum
auðlindum þjóðarinnar. Þetta kann að verða táknið, sem
óháðir kjósendur muna eftir í kjörklefanum.
Framboðið reynir að slá vopnin úr höndum vinstri
flokks Hjörleifs Guttormssonar með því að minna á
skyldur ríkisins við Kyoto-bókunina, sem undirrituð hef-
ur verið og kemur í veg fyrir geigvænlega stóriðju og
frekari yfirgang Landsvirkjunar á hálendinu.
Auðvitað vill framboðið svo, að allir hafi það gott, séu
á góðu kaupi, fái áfallahjálp á sjúkrahúsum og aðgang að
sérstökum umboðsmanni sjúklinga, borgi ekkert fyrir
menntun og fái félagslegar íbúðir. Það ætlar svo að
kanna á næstunni, hvað góðviljinn muni kosta.
Samkvæmt fyrri reynslu er líklegt, að kjósendur taki
hóflegt mark á öllu þessu. Helst er líklegt, að þeir stað-
næmist við loforðið um auðlindaskattinn.
Jónas Kristjánsson
Freistingin að láta Clinton fara
Það fjarar ört undan Clinton
forseta þessa dagana. Sú freisting
að láta forsetann róa verður æ
édeitnari, ekki síður fyrir
demókrata, sem óttast fylgishrun
og áframhaldandi vandræði, en
fyrir repúblikana, hina opinberu
andstæðinga forsetans. Það gæti
hins vegar orðið Bandaríkjunum
dýrkeypt um langan aldur ef
menn láta undan þessari freist-
ingu. Það er ekki vegna þess að
Clinton sé merkilegur forseti, því
fer fjarri að svo sé. Hættan við að
hrekja hann úr embætti er sú að
með því kann staða forsetaemb-
ættisins i stjórnkerfi Bandaríkj-
anna að veikjast. Með því að
ákvæði stjómarskrárinnar um
málsókn gegn forsetanum sé not-
að í þessu tilviki er gefíð fordæmi
fyrir því að ekki aðeins óprúttn-
um lygurum sé vikið úr embætti
heldur um leið fyrir því að pólitískir andstæðingar
forseta Bandaríkjanna leiti í framtíðinni eftir leiðum
til lagalegra ofsókna gegn sitjandi forseta.
Kostir við afsögn
Fram undan er hrein martröð í bandarískum
stjórnmálum ef Clinton ákveður að sitja sem fastast
um leið og andstæðingar hans sækja málið til enda.
Valdaleysi forsetans og vandræði hans gagnvart þing-
inu eru þegar farin að koma fram, bæði í innanlands-
málum og utanríkismálum, en það er þó aðeins
lítill forsmekkur að því sem koma skal ef næstu
mánuðir fara í lögsókn á þingi gegn forsetanum. Ósk-
ir um að Clinton segi af sér til að hlífa þjóöinni við
þeim pólitísku hamförum munu því verða háværari
á næstunni en fram til þessa.
Evrópuleiðtogar
hefðu fokið
Það er algengur misskilningur í
Bandaríkjunum að Evrópumenn
hefðu yfirleitt látið sér fátt um finnast
ef forsætisráðherra í einhverju Evr-
ópulandi hefði gerst sekur um það
sama og Clinton. Engum sem þekkir
til nútímans í breskum stjórnmálum
dytti í hug að Tony Blair myndi lifa af
skandal af þessu tagi. Forsætisráð-
herrar í Bretlandi, á Norðurlöndum
og sennilega víðast í Evrópu hefðu
þurft að segja af sér embætti ef þeir
hefðu orðið uppvísir að sams konar
lygum og Clinton út af sams konar
framhjáhaldi. Evrópskum stjómmála-
mönnum líðst yfirleitt að halda fram
hjá þó víða þætti skrýtið ef þeir veldu
kornunga undirmenn til slikra verka
með sér, en þjóðarleiðtogar í Evrópu
lifa það ekki af að verða uppvísir að kerfisbundnum
lygum gagnvart þingi og þjóð.
Annað kerfi
í flestum rikjum Evrópu er tiltölulega einfalt og
þrautalítið fyrir stjórnmálakerfi að losa sig við einn
leiðtoga og koma öðrum til valda. Þetta er einfaldlega
spurning um hver nýtur trausts meirihluta á þjóð-
þingum. í Bandaríkjunum þiggur forsetinn hins veg-
ar ekki vald sitt frá þinginu. Að auki er dómskerfið
aðili að stjómmálakerfinu með allt öömm hætti en
gerist í Evrópu. Eins og menn þekkja af bandarískum
kvikmyndum þá eru dómstólar vettvangur allra
mannlegra deilna þar í landi, pólitískra og persónu-
legra.
Þessi einkenni stjómkerfis og þjóðlífs í Bandaríkj-
unum gera það hættulegt að opna leið til lögsóknar
gegn forseta fyrir það eitt að vera óprúttinn lygari
með vonda dómgreind.
Erlend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
Hættur af afsögn
Þeim fer líklega sífellt fækkandi
sem telja að Clinton eigi skilið að fá
að sitja áfram sem forseti eftir þau
vandræði sem hann er búinn að
koma þjóð sinni í. Eins eru þeir lík-
lega fáir sem telja að hann geti
nokkru sinni endurheimt það vald
sem hann áður naut á forsetastóli
þar sem trúverðugleiki hans bæði
heima og erlendis hefur glatast. Þess
vegna væri afsögn heppileg. Mál-
sókn gegn forsetanum væri hins veg-
ar ekki í anda bandarísku stjórnar-
skrárinnar og myndi opna leiðir til
endurtúlkunar á því lífseiga plaggi.
Það er enginn vafi á því að ákvæði
stjómarskrárinnar um lögsókn gegn
forsetanum voru einungis sett í
stjómarskrána til þess að unnt væri
að losna við forseta sem beinlínis
fremdi glæpi gegn ríkinu. Það er
skýrt af stjómarskránni að lögsókn
af þessu tagi er pólitísk en ekki rétt-
arfarsleg ákvörðun. Með því að
krefjast aukins meirihluta í öldunga-
deild fyrir dómfellingu yfir forseta
töldu höfundar stjórnarskrárinnar
sig setja nokkuð undir þann mögu-
lega leka að menn neyttu pólitísks
aflsmunar eftir hentugleikum gegn
andstæðingum sínum á forsetastóli.
í reynd er það skilið eftir opiö
hversu alvarleg brot forseti þurfi að
fremja til að kalla yfir sig lögsókn
en flestum ber saman um að höfund-
ar stjómarskrárinnar hafi haft í
huga hina alvarlegustu glæpi.
„Þessi einkenni stjórnkerfis og þjóðlífs í Bandaríkjunum gera það
hættulegt að opna leið til lögsóknar gegn forseta fyrir það eitt að vera
óprúttinn lygari með vonda dómgreind," segir m.a. í pistlinum.
skoðanir annarra
Hugrekki í Washington
„Bill Clinton situr ekki á sakamannabekknum
fyrir að hafa tekið þátt i káfi af kynferöislegum
i toga, heldur fyrir að hafa framið meinsæri og hvatt
; vitni til að hagræða sannleikanum. Það er um þessi
; atriði sem fulltrúadeildarþingmenn verða að kveða
upp sinn dóm. Var því gagnlegt að birta umheimin-
um hraksmánarleg smáatriði kynferðissambands,
I sem var aðeins mikilvægt af því aö þaö átti sér stað,
til að leiða þennan sannleika í ljós? Nei, auðvitað
ekki. En til þess hefði þurft ákveðið hugrekki.“
Úr forystugrein Libération 14. september.
Hraðar hendur í Washington
„Nú má ljóst vera að gögn Kenneths Starrs kalla
[ á að fram fari rannsókn á því hvort höfða beri mál
í til embættismissis (á hendur Clinton Bandaríkjafor-
| seta). Þingið ætti að hefja slíka rannsókn hið bráð-
: asta og Henry Hyde, formaður dómsmálanefndar
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætti að halda
henni áfram alveg fram að kosningum og að þeim
loknum. Ef þörf krefur ætti að kalla þing aftur sam-
an til að greiða atkvæði. Stjómmálamenn hafa sak-
að Starr um að hafa varið of miklum tíma í rann-
sóknina. Þingheimur ætti að taka ásakanimar (á
hendur Clinton) til meðferðar tafarlaust."
Úr forystugrein Washington Post 16. september.
Sakleysi í Washington
„Starr saksóknari telur að hægt sé að höfða mál
til embættismissis á hendur Clinton forseta fyrir
það meðal annars að hafa framið meinsæri og fyrir
að hvetja aðra til að fremja meinsæri. Við höfum
sagt það áður og endurtökum það með ánægju:
Kenneth Starr er yfirlýstur repúblikani og hefur oft
viðrað pólitískan metnað sinn. Burtséð frá lögfræði-
legri sérþekkingu hans er hann í öllu falli vanhæf-
ur. Clinton hefur lofað að bjóða þinginu byrginn og
sitja út hugsanleg réttarhöld. Þar til hið gagnstæða
verður sannað, trúum við á sakleysi hans.“
Úr forystugrein Jyllands-Posten 13. september.
4
4
í
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4