Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 23
B LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 Sænsku ríkisstjóminni spáð falli í æsispennandi þingkosningum á morgun í/önd 23 DV. Svíþjóð:_____________________ Göran Persson sagði það sem hann mátti ekki segja. Sænski for- sætisráðherrann sagði að heima- vinnandi konur skiluðu engu til samfélagsins. Hann sagði að vinna um 10% kjósenda væri einskis virði og þess vegna væri heldur engin ástæða til að greiða þessu konum fyrir að passa börn sin heima. Síðar baðst Persson afsökunar á orðum sínum og sagðist ekki hafa meint þetta svona heldim bara að heimavinnandi konur væru ekki virkar úti á vinnumarkaðnum - eða þannig. Enginn trúir þessari afsökun, Persson meinti þar og þá það sem hann sagði og nú vantar hann at- kvæði þeirra kjósenda sem hann móðgaði til að halda velli. Ríkistjórn sænskra jafnaðarmanna fellur trú- lega í kosningunum á morgun á at- kvæðum heimavinnadi húsmæðra. En Persson þarf þá ekki að óttast að falia á kvenhylli eins og Bill Clinton. Karlaveldið „Dæmigert fyrir Persson," segja Svíar um álit hans á heimavinnandi húsmæðrum. Persson er öðru frem- ur fulltrúi sænsku verkalýðshreyf- ingarinnar og þar hafa karlarnir, og þá sérstaklega iðnaðarmenn, alltaf ráðið ríkjum. Persson kemur fyrir eins og voldugur verkalýðsleiðtogi og hann á völd sín verkalýðshreyf- ingunni að þakka. „Ef karlar í byggingarvinnu missa vinnuna þá rís verkalýðshreyfmgin upp og segir að sænska velferðar- kerfið sé að hrynja en ef þúsundum sjúkraliða er sagt upp er það talin eðlileg kreppuráðstöfun," sagði Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokks- ins, um viðhorf sænska forsætisráð- herrans til þjóðarinnar í sjónvarps- kappræðum á dögunum. Hann vill líka krækja í atkvæði húsmæðranna. Einvígi Perssons og Bildts Sænskir fréttaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan standi nú í ríkari mæli en áður um verðleika flokksforingjanna. Baráttan hefur til þessa nánast verið einvígi milli Perssons og Carls Bildt, fyrrver- andi forsætisráðherra og formanns Hægriflokksins. Þessir tveir eru tald- ir einu mögulegu forsætisráðherrarn- ir eftir kosningar og þó er líklegast að hvorugum þeirra takist að safna meirihluta á þingi að baki sér. Staðan í síðustu skoðanakönnun- um sýnir að vinstrifylkingin undir forystu Persson getur átt von á 48% atkvæðanna. Þá er gengið út frá að Verkamannaflokkurinn og Róttæki vinstriflokkurinn geti unnið saman eftir kosningar. Á hinum vængnum er Carl Biidt í forystu fyrir bandalagi borgaraflokk- anna með vonir um að fá 4R% at- kvæðanna. Þá er gengið út frá að hægrimenn, Miðflokkurinn, Þjóðar- flokkurinn og kristilegir vinni saman. Græningjar í oddaaðstöðu? Þessar tölur sýna að það stefnir í bræðrabyltu í einvígi þeirra Pers- sons og Bildt: Enginn meirihluti á þingi og flokkur Græningja í oddaað- stöðu er líklegustu úrslitin. Þetta getur þó allt hæglega breyst á síð- ustu klukkustundum kosningabar- áttunnar því Græningjar mega þakka fyrir að fá þau 4% sem eru lágmark þess að koma manni á þing. Einnig hefur nær þriðjungur kjósenda ekki gert upp hug sinn. Kapparnir Persson og Bildt berjast því nú um á hæl og hnakka og strá um sig með kosningaloforðum. Nú ríður á að ná i þá. Skipti 3-4% kjós- enda um skoðun ræður það úrslitum um völdin í Svíþjóð næstu fjögur ár- in. Því er raunar haldið fram að Carl Bildt gangi með hangandi hendi til þessarar baráttu. Hann stýrði land- inu árin 1991 til 1994 við minni orðstír en hann hefði kosið sjálfúr. Það var i stjórnartíð hans sem sænska velferðarkerfið riðaði til fafls. Glataði 440 þúsund störfum Bildt hefrn- því áður leitt sam- steypustjórn líka þeirri sem hann seg- ist ætla að mynda núna. Núna verður hann að sannfæra kjósendur um að betur takist tii í annarri tilraun. Pers- son minnir Bildt alltaf á þessa hrak- farasögu þegar þeir hittast. „Þegar þú varst forsætisráðherra töpuðust 440 þúsund störf.“ Þannig hefur Persson alltaf mál sitt og Bildt vefst alltaf tunga um tönn. Hann tal- ar um að hann hafi fengið mikinn vanda í arf frá stjórn krata en svör hans hljóma afltaf sem einhvers kon- ar: , já, en - já, en“ Bildt vill helst gleyma forsætisráð- herratíð sinni og það vilja flestir Sví- ar líka. Bildt er engu að síður vin- sæll og frægð hans kemur að utan. Hann gat sé gott orð í verkum fyrir Evrópusambandið í fyrrum Júgóslavíu þótt ekki kæmi hann á ei- lífum friði þar um pláss. Störf í öðr- um löndum hafa þannig bjargað Bildt sem stjórnmálamanni og gera Glundroðakenn- ingin Borgara- leg ríkis- stjórn verð- ur alltaf tal- in veik vegna þess að borgara- flokkamir það að verkum að hann hefur að sögn mestan áhuga á að komast tfl útlanda aftur. Bildt langar till útlanda „Ég er viss um að Bildt langar meira tfl að fara með utanríkismál fyrir Evrópusambandið en að vera forsætisráðherra í Svíþjóð," segir Björn Lindahl, blaðamaður hjá Svenska dagblaðinu, við DV. Annar sænskur blaðamaður orðar þetta svo að munurinn á Bildt og Persson sé sá að það sé hægt að losna við Bildt til útlanda en enginn vilji sjá Persson, hvorki heima né úti. Þetta era orð sem gætu bent til pólitísks leiða í Svíþjóð. Svo er þó ekki og línurnar í sænskum stjórn- málum eru að verða skarpari nú en oft áður. Flokkarnir yst til hægri og vinstri - þ.e. Róttæki vinstriflokur- inn og Kristilegir demókratar - auka fylgi sitt og það bendir til að meiri ákafl sé hlaupinn í pólitíkina en áður. eru ósáttir um efnahagsstefnuna. Sátt gæti orðið um einhvers konar skattalækkanir en ekki mikið meir. Þjóðarflokkurinn og hægrimenn vilja t.d. að Svíar gerist strax aðilar að myntbandalagi Evrópu og taki mynt þess í notkun en tfl þess mega væntanlegir samherjar í röðum kristflegra og miðflokksmanna ekki hugsa. Sundurlyndið hægra megin við miðjuna í sænsku stjórnmálunum gerir það að verkum að Jafnaðar- menn beyta „glundroðamenning- unni“ óspart fyrir sig: Borgaraleg ríkisstjórn jafngildir upplausn og óreiðu. Og á þessu er hamrað öllum stundum. bandið eða ástand heimsmála. Rekst- ur barnaheimilanna var aðalmál um- ræðnanna. Ekki einu sinni Bildt reynir að slá sér upp á reynslu sinni utan land- steinanna. Dagar Olofs Palme eru langt að baki og áhrif Svía á alþjóða- mál nú minni en lengi var. Sumir kenna aðildinni að Evrópusamband- inu um, aðrir segja að leiðtogaleysi Svía sjálfra valdi. Horfinn óánægjuflokkur Eitt eru þó nær allir Svíar sáttir við nú þegar gengið er til kosninga. Óánægjuflokkurinn Nýtt lýðræði hverfur af sjónarsviðinu í þessum kosningum. Hann er rúinn fylgi. I kosningunum 1991 hlaut flokkurinn umtalsvert fylgi með því að ala á andúð á útlendingum og Svíar fengu meiri athygli umheimsins en þeir kærðu sig um. í ár eru það atvinnumálin og svo barnaheimilin sem slegist er um. Og svo þurfa leiðtogarnir að sann- færa kjósendurna um að þeir séu alþýðlegir og léttir í lundu. Það gera bæði v Persson og Bildt á sama hátt: Þeir hengja jakkann á vísifmgur vinstri handar og slengja honum frjáls- lega yfir öxl- í ina., Báðir alveg eins. I Og í ár á bindið að vera breitt og fast- bundið. Bondevik-áhrifin Alf Svensson leiðir þá kristilegu og eftir 25,ára þrotlausa baráttu fyr- ir pólitísku lífl sínu stefnir allt í að hann hrósi sigri á morgun. Svensson nýtur góðs af vinsældum flokksbróð- ur sins, séra Kjell Magne Bondevik í Noregi, og hefur tekið upp sömu bar- áttumál og hann. Kristilegir vilja að foreldrar fái greitt fyrir að passa höm sín heima. Það er vinsælt bar- áttumál en erfitt i framkvæmd og er að gera norska forsætisráðherrann vitlausan. Á vinstrivængnum leiðir Gudrun Schyman stækkandi flokk róttækra. Schyman er snörp í orðaskiptum og nýtur trausts og virðingar fyrir hreinskiptni sína. Hún hefur m.a. viðurkennt opinberlega að vera alkó- hólisti. Það styrkir hana í barátt- unni. Helsta von Perssons um að halda völdum er að vinna með Schyman eftir kosningar. Hann biðlar þó um leið ákaft til flokkanna á miðjunni og segist ekki geta samþykkt nema lítið af stefnumálum vinstrimanna, og þá allra síst efnahagsstefnuna. Því er alls ekki víst að Persson sitji áfram þótt vinstriflokkarnir haldi meiri- hluta. Gudrun Schyman gæti fundið upp á að hafna honum. Það er raunar eftirtektarvert í kosningabaráttunni að utanríkismál eru vart nefnd. í tveggja klukku- stunda löngum sjónvarpskappræð- um fjórum dögum fyrir kosning- ar nefndi enginn Evr- ópu- sam- mmm skipta mali! DBl 345/útvarp og geislaspilari • 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp «18 stöðva minni > BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka KEH 2700/útvarp og segulbandstæki > 4x35w magnari • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni • RDS • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka Umbobsmenn um land allt Vesturíand: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Héraðsbúa, Egilsstööum. Vélsmiöja Hornafjarðar, Höfn Hornafiröi. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshófn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. 15.900, KEH 1700/utvapp og segulbandstækí 4x22w magnari • Stafrænt utvarp • 24 stoðva minm BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.