Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
fnéttaljós
27
Ríkisendurskoðandí sakaður um að senda stofnunum prívatreikninga:
Stendur
stappi
stóryrðum
Meintar greiðslur rikisstofnana til
ríkisendurskoðanda hafa enn komið til
umræðu í kjölfar bréfs sem Tómas
Ámason, tyrrverandi seðlabankasfjóri,
sendi forsætisnefnd Alþingis á dögun-
mn. Þar fuilyrðir Tómas að fyrrverandi
ríkisendurskoðandi, Halldór heitinn
Sigurðsson, og þáverandi vararikisend-
urskoðandi, Sigurður Þórðarson, hafi
sent Seðlabankanum prívatreikning
upp á 480.00 krónur fyrir endurskoðun
á reikningum bankans. Sá reikningur
hefði verið endursendur eftir umræður
í bankaráði og Halldór látið gott heita
„enda einstaklega gætinn pg grandvar
maður“ eins og segir í h”é£; 'júnasar til
forsætisnefndar. Sig- _______________•
urður Þórðarson, r.ú 1 ■ jl
verandi ríkisendur- IHiliöHÍ
skoðandi, hefur harð r *■ * , ■■ r
neitað aö hafa fT6lt<llJ0S
nokkru sinni sent
prívatreikning til
Seðlabankans. Seðla-
bankanum hafl verið
sendur reikningur í nafni stofhunar-
innar. Tómas heldur hins vegar fast
við fuilyrðingu sína um hið gagnstæða
og heimtar úttekt á prívatreikningum
ríkisendurskoðanda.
Þetta mál er framhald umræðu frá
því í vor þegar ríkisendurskoðandi var
mjög í fréttum vegna bankamála. Þá
birti DV frétt um að Sigurður Þórðar-
son hefði frá árinu 1986 þegið árlega
allt að 600 þúsund krónur i laun frá
Búnaðarbankanum sem embætti hans
endurskoðar eða jafhgildi launa banka-
ráðsmanns. Sigurður sagðist aldrei
hafa þegið verktakagreiðslur frá Bún-
aðarbankanum, hann hefði einfaldlega
þegið þar laun. Mátti skilja það svo að
Búnaðarbankinn hefði beinlínis troðið
peningum í vasa ríkisendurskoðanda.
Spilin á borðið
Með nýjum lögum um Ríkisendur-
skoðun sem sett voru í fyrra var stofn-
uninni gert að afla sértekna. Áður var
henni gert að afla sér tekna samkvæmt
ákvörðun i fjárlögum. Upplýst er að
starfsmaður stofnunarinnar hefur feng-
ið greitt fyrir að sinna sérstökum end-
urskoðunarverkefnum fyrir Trygginga-
stofnun ríkisins. Reyndar hefur mönn-
um þótt lagaheimild til að rukka stofn-
anir sérstaklega standa ótraustum fót-
um. Hafa reikningar til Seðlabankans
því verið greiddir með fyrirvara.
Undrast hefur verið að ríkisendur-
skoðandi hafi ekki opinberlega lagt
fram öll gögn um persónulegar sér-
greiðslur sínar og afgreitt þannig mál-
ið. Guðmundur Ámi Stefánsson alþing-
ismaður, sem sæti á í forsætisnefnd,
sagði í mai að sér fyndist svör ríkisend-
urskoðanda ekki fullnægjandi, hann
hefði ekki svarað álitamálum um
greiðslumar. Fátt hefur gerst til að
breyta þessari afstöðu Guðmundar. En
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis,
segir ríkisendurskoðanda hins vegar
hafa lagt öll spil á borðið.
„Sigurður hefur gert fullnægjandi
grein fyrir greiðslum sem hann fékk
frá Búnaðarbankanum og greiðslum
sem Halldór V. Sigurðsson heitinn fékk
frá Landsbankanum og Jámblendifé-
laginu. Einnig að Seðlabankinn hefði
aldrei greitt til þefrra persónulega held-
ur hafi greiðslur Seðlabankans farið til
stofnunarinnar. Allt tal um að Ríkis-
endurskoðun hafi síðan greitt honum
af þessum peningum á ekki við nein
rök að styðjast," segir Ólafur við DV.
Tekjuhár
Við fráfall Halldórs runnu greiðslur
Landsbankans og Jámblendifélagsins
beint Jg stofnunarinnar en Sigurður
hélt s’- '.n til um síðustu áramót.
______________ „Sigurður fær þessa
leninga ekki lengur
ig frekari viðbrögð
veröa ekki af okkar
hálfu,“ sagði Ólafur
við DV í maí.
Þegar Sigurður var
spurður út í auka-
greiðslur I sjónvarps-
viðtali í vor sagði hann eitthvað á þá
leið að Kjaradómur úrskurðaði honum
vart annað en fóst laun. Mátti skilja
það svo að hann yrði því að bjarga sér
með ýmsum aukagreiðslum.
Samkvæmt sérriti Frjálsrar verslun-
ar yfir tekjuhæstu íslendingana 1997
hafði Sigurður 690 þúsund krónur í
tekjur á mánuði á síðasta ári, þ.e laun
og aðra innkomu. Var hann 3. tekju-
hæsti ríkisforstjórinn. í greinargerð
Sigurðar frá í vor sagðist hann hafa
227.472 krónur í mánaðarlaun auk
launa fyrir yfirvinnu. I fyrra fékk hann
um 50 þúsund krónur á mánuði frá
Búnaðarbankanum en eftir því sem DV
kemst næst hefur Sigurður ekki bíl til
umráða og því engar tekjur vegna slíks
á síðasta ári.
Kjaradómur úrskurðaði Sigurði
laun í lok júní eftir að hann hafði ver-
ið endurráðinn. Fær hann nú 312.520
krónur á mánuði auk 55 yfirvinnutíma
vegna yfirvinnu og óreglulegs vinnu-
tíma, alls um 490 þúsund krónur.
Dómari í eiyin máli
Kunnugir segja ríkisendurskoðanda
hafa lækkað í launum. En meðan hann
áður og embættið nú fá sérgreiðslur
hefur komið upp spuming hvort Ríkis-
endurskoðun sé i raun óháð stofnunum
sem hún endurskoðar. Hvort ekki eigi
sér stað hagsmunaárekstrar.
Það þótti gefa slíkum vangaveltum
byr undir báða vængi þegar í ljós kom
að ríkisendurskoðandi hefði samþykkt
ársreikninga bankanna þrátt fyrir mn-
deilanlegan risnu- og laxveiðikostnað
upp á milljónir sem kom síðar í ljós
eins og frægt varð. Heimildir blaðsins
benda hins vegar á að það hafi aldrei
verið til þess ætlast og ríkisendurskoð-
andi hefði ekki haft mannafla né pen-
inga til að sefja í gang sams konar end-
urskoðun og stjómskipaður endurskoð-
andi bankanna framkvæmdi. Slíkt
kostaði milljónir.
í fyrrnefndri greinargerð Sigurðar
segir hann; „Að minu mati gerir fram-
angreind þóknun
mig ekki vanhæfan
til þess að sinna end-
urskoðun í bankan-
um.“ Enginn hefur
haft neitt við þessi orð hans að athuga
enda engin slík endurskoðun fram-
kvæmd á hæfi ríkisendurskoðanda.
Andmælaréttur
og orðaskak
Spjótum hefrn’ verið beint að ríkis-
endurskoðanda vegna fleiri atriða. Hátt
fer gagnrýni í þá vem að Ríkisendur-
skoðun hafi ekki gefið mönnum tæki-
færi til andmæla. Sverrir Hermanns-
son fékk að sögn hálfan dag, nýkominn
frá Svíþjóð. Ekki var haft beint sam-
band við Tómas Ámason vegna
skýrslu sem fjallaði um óæskileg hags-
munatengsl í sölu á veiðileyfúm til
Seðlabankans, jafiivel þótt nútima-
tækni auðveldaði slikt
og þar með hefði
kannski mátt komast
hjá rimmu Tómasar og
Sigurðar. Þá var ekki
tekið tillit til andmæla
Ágústs Guðmundsson-
ar, fyrrverandi for-
stjóra Landmælinga ís-
lands, við ásökunmn
um óreiðu í bókhaldi
og fjárreiðum Land-
mælinga. Þriggja
manna álitsnefnd slátr-
aði síðar 9 af 12 ávirð-
ingum í hans garð. í
máli Ágústs þykir Rík-
isendurskoðun hafa
verið í dómarahlut-
verki eða fengið það í
hendur vegna skorts á
sjálfstæðum ákvörðun-
um umhverfisráðu-
neytisins. Áhtsnefndin
ítrekar að það sé dóm-
stóla að úrskurða um
hvort háttsemi Ágústs
hafi verið refsiverð eða
ekki sem síðan gæti
leitt til embættismissis.
Þá er ótalin gagn-
rýni í þá veru að ríkis-
endurskoðandi standi í
stappi á opinberum
vettvangi með stóryrð-
mn, jafnvel vegna bréfa
sem ekki hafi verið
gerð opinber. Þau orða-
skipti séu ekki endur-
skoðunarleg né fagleg
og ekki til að auka
traust á embættinu. Er
gjaman bent á umboðs-
mann Alþingis til sam-
anburðar sem sendi
rökstuddar áhtsgerðir frá sér og ljúki
þar með hlutdeild sinni á opinberum
vettvangi. Viðbrögð ráðherranna
fyrstu ár umboðsmanns í embætti
hefðu reyndar gefið honum ærið tilefni
til hástemmdra andsvara en hann hefði
látið slíkt eiga sig og uppskorið sam-
kvæmt því. -hlh
viðjafnanle
i
Aðeins í x3 daga!
í dag, laugardag, opnum við óviðjafnanlega lagerútsölu
hjá ESS0 á Geirsgötunni, við Faxaskála.
\
;
Dæmi um verð:
Geisladiskar frá 180 kr.
Pampersbleiur 290 kr.
Sólgleraugu frá 190 kr.
Kolagrill frá 900 kr.
Gasgrill 9.900 kr.
Skyrtur 290 kr.
Vöfflujárn 1.400 kr.
Brauðrist 900 kr.
Kuldagallar 4.600 kr.
Opið kl. 10-18 báða dagana,
19. og 20. september
Olíufélagið hf. ESSO á Geirsgötu við Faxaskála
Olíufélagiðhf