Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 mbigt foik ■' ■■ Anna Sigríður Ólafsdóttir hefur undanfarinn mánuðinn unnið á glæsilegu skemmtiferðaskipi sem heitir Silver Cloud. Starf hennar er að sjá um þrif á 10 svítum auk þess sem hún sér um þarfir fólks- ins sem í þeim býr. Einn sólar- hringur í ódýrustu svítu skipsins kostar um 70 þúsund krónur og fólk er tvær til sex vikur á ferð- inni. Það eru því engir eymingjar sem taka sér far með bátnum, í það minnsta ekki þegar ferðin hefst. Elsku mamma „is not therel Anna þekkti stelpu sem hafði unnið hjá fyrirtækinu sem á Sil- ver Cloud og heillaðist af frásögn- um hennar og sótti um starf, ítrek- aði nokkrum sinnum og fékk starf- ið. Skipið er með 296 farþega og 206 manna áhöfn og er skráð á Ba- hama-eyjum. Anna fékk enga þjálfun fyrir starfið. Hún þurfti að ganga strax til verks og vissi varla hvað sneri upp og hvað niður á svítunum. „Fyrsta daginn minn var ég of- boðslega þreytt eftir flugið og spennuna dagana á undan. Þegar ég kom um borð í skipið var mér rétt úníformið og klúturinn - farðu að vinna takk fyrir. Sama dag þurfti ég að kynna svíturnar fyrir gestunum. Ég varð að gera það því að elsku mamma „is not there“. Mér fannst mjög skrítið að koma um borð því að ég er „líbó“ karakter og ekki mikið fyrir snobb og það að taka hlutina alvarlega. Það var því skritið að koma inn í svona strangt umhverfi og þurfa að vera æðislega settleg og pen, al- gjör dama. Það er mesta vinnan. Ég má ekki hafa úfið hár en það liggur við að ég þrífist á úfnu hári. SILVER CLOLL N.\SS,\U Anna Sigríður er eini Islendingurinn um borð í Silver Cloud. „Það er leiðinlegt aö geta ekki talaö íslensku, sérstak- lega kvartað. En það er ferlega fínt aö ég get blótað á íslensku og enginn skilur neitt. Ég þarf á því að halda.“ DV-mynd S. Húsfreyjan greiðir mér þegar ég kem í vinnuna. Ég verð að hafa plástur yfir tattóinu mínu. Það er betra að láta fólk halda að ég sé með holdsveiki en ég sé með tattó á hálsin- um. uði og sigli á þeim tíma nánast um allan heim. Þetta eru eigin- lega nokkrar _ • n Forfeöur heiU°r og _____ cU íovti L nge baner Að uissu y nn i ”langMér/innsí mmir $£ í blóðtn^ kar‘nsk ‘ Jsngur en Þlt.L M{ ekhi i mmsjómnöur; WggÍu“L!L—-------„ . . J ' flugur í einu höggi. Ég fæ tækifæri til þess að sjá mikið af heiminum, „Ég er með samning í sjö mán- hæta enskukunháttu mína og svo Háseti á frysti- togara Anna var einu sinni háseti á frystitogara og fannst spennandi að fara á sjóinn aftur. eyði ég ekki miklu á meðan ég er um borð. Planið er að borga skuld- ir svo ég komist í skóla næsta haust. Síðan er þetta auðvitað æv- intýramennska." Þrátt fyrir mikinn áhuga á sjón- um ætlar Anna ekki að eyða æv- inni á bát. Hún ætlar að læra leiklist en hún hefur tekið þátt í leiklistarstarfi í Ólafsvík og á Bolungarvík auk þess sem hún og Elísabet Jökulsdóttir settu upp einleikinn Skilaboð til Dimmu eftir þá síðarnefndu. „Ég elska leikhúsið. Ég er búin að finna það í hjartanu að þar ætla ég að vera.“ -sm Opna þýska meistaramótið í samkvæmisdönsum % % % sm ¥€ Jónatan Orlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, pariö næstlengst tii hægri, eru hér viö verðlaunapallinn en sex efstu pörin fengu öll blómvendi fyrir frammistöðu sína. Okkar bestu dansarar af yngri kynslóðinni heim í Þýskalandi. stóðu sig vel á opna þýska meistaramótinu í sam- Þetta var í 12. sinn sem mótið var haldið. AIls kvæmisdönsum sem fram fór nýlega í Mann- tóku um 3 þúsund pör þátt frá fjölmörgum Evr- ópulöndum, þar af voru 14 pör frá íslandi. Tvö þeirra náðu þeim árangri að verða í 5. sæti í samanlögðu í suðuramerískum og standarddönsum. Þetta er frábær árangur því þarna dönsuðu bestu pör Evrópu nú í hverj- um flokki fyrir sig. Þetta voru þau Jónat- an Örlygsson og Hólm- fríður Bjömsdóttir í flokki 12 ára og yngri og ísak Halldórsson Ngyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir í flokki 14-15 ára dansara. Jónatan og Hólm- ísak Halldórsson Ngyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir eru hér lengst til friður em úr Dans- hægri við verölaunaafhendinguna í samkvæmisdönsum í flokki 14-15 ára skóla Jóns Péturs og og eldri á opna þýska meistaramótinu í Mannheim á dögunum. Köru og ísak og Hall- (Wtl ift A * ( #}« ÍHf I • 11 HIDRO HIl FUCAL FU4 l 'i i h I « F '3* HIDRO FUGAL dóra dansa fyrir Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar. Auk þessara skóla fór eitt par frá Dans- smiðju Hermanns Ragnars til Þýskalands. ísak og Halldóra gerðu það ekki endasleppt því að loknu mótinu í Mannheim fóm þau til Danmerk- ur og tóku þátt í Aarhus-open, stórri alþjóðlegri danskeppni, og höfnuðu í 2. sæti í sínum flokki. Þetta var því góð ferð hjá þeim og enn ein rósin í hnappagatið. Sigurður Hákonarson fór með sínu fólki til Mannheim og er eðlilega mjög sáttur við árang- ur íslensku keppendanna. „Allir stóðu sig vel og að lenda í 5. sæti er frá- bær árangur. Þarna kepptu allir þeir bestu. Að- staðan er líka frábær í danshöllinni í Mannheim, Rose Garden, og mun betri en við höfum t.d. átt að venjast í Blackpool í Englandi. Keppnin fór samtímis fram í tveimur sölum og búningsað- staöa er til mikillar fyrirmyndar. Þetta er líka sterkasta keppnin sem ég hef verið viöstaddur," segir Sigurður. Fram undan hjá dansfólkinu er keppnin International í London í næsta mánuði og ís- landsmeistarakeppnin í nóvember næstkom- andi. -bjb Keikó Fullt nafn: Keikó Siggi Willy. Fæðingardagur og ár: Undir lok áttunda áratugar- ... í prófíl ins. Maki: Hver sem er. Böm: Held ekki. Starf: Skemmtikraftur. Skemmtilegast: Að ferðast. Leiðinlegast: Að geta ekki hitt hnísuna. Uppáhaldsmatur: Uppáhaldsdrykkur: ískaldur sjór. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Hallur Hallsson. Fallegasta röddin: Herjólfur. Uppáhaldslíkamshluti: Spyrjið Gísla Martein, fréttamann á RÚV. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Hún bauð mér. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Selnum Snorra. Uppáhaldsleikari: Babe. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Árni Johnsen. Sætasti stjórnmálamað- urinn: Árni Johnsen. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Veðurfréttir á báðum stöðvum. Veðurfræðingar eru flottasta fólk í heimi. Leiðinlegasta auglýsing- in: Honey-nut cheerios. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Moby Dick. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Hallur Hallsson. Uppáhaldsskemmtistað- ur: Klettsvíkin á kvöldin. Besta „pikköpp“ línan: Hni. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Fimm og hálft tonn. Eitthvað að lokmn? Ég er ekki fiskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.