Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Blaðsíða 28
28
ijfielgarviðtal
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
Hagfræðingurinn, piparsveinninn og markaskorarinn Ríkharður Daðason í viðtali við helgarblað DV:
Hún á að vera íslensk
Ríkharöur Daðason
segir aö það sé allt í
rusli heima hjá honum
svo viö getum eiginlega
ekki talaö saman þar,
helst ekki. Hann býr
einn og er líka aö flytja
í nýja íbúö og svo œtlar
markmaöurinn í Viking
aö taka viö íbúöinni og
hann er þegar kominn
þangaö meö allt sitt dót
inn þannig aö þetta er
eiginlega allt ómögu-
legt. Og svo er skólafé-
lagi frá Bandaríkjun-
um í heimsókn og hann
býr í öllu ruslinu.
„Þannig aö - já, eöa
svoleiöis - þaö er eigin-
lega ekkert aö sjá þar, “
segir Rikki og segir að í
Stafangri sé fullt affin-
um veitingahúsum.
Hann búi bara í
nokkrum kvistherbergj-
um sem séu alls engin
íbúö.
En ég lœt mig ekki og
þegar við komum í
kvistherbergin í miöbœ
Stafangurs þá er þar
allt í rusli. Þetta er
íbúð piparsveins og það
vantar greinilega konu
í húsiö.
Ertu ekki einmana?
„Jú, mamma hringir og spyr
hvort ég sé ekki einmana og
hvort ég fái nóg að borða og
alltaf þegar við hittumst segir
hún að ég hafi grennst. En ég hef
ekkert grennst og ég fæ nóg að
borða og ég er ekkert einmana," seg-
ir Rikki og hlær og bætir við
nokkrum orðum um hvers virði það
sé að hafa alltaf haft stuðning fjöl-
skyldunnar gegnum þykkt og þunnt
allan ferilinn.
Ég vil vita meira um kvenfólkið
og fæ svör sem eru bæði óljós og að
mínu mati mjög misvísandi - fyrsta
kastið í það minnsta. Stelpur hér í
bænum?
„Neeei,“ segir Rikki og dregur við
sig svarið. „Jú, það er alltaf svo að
visst kvenfólk er á eftir íþrótta-
mönnum og ég er þar engin undan-
tekning. En þetta eru ekki stelpur
sem ég hef áhuga á og ég efast um
að þær hafl áhuga á mér.“
Kynferðislegur áhugi
Þetta er sem sagt kynferðislegur
áhugi og hann kemur t.d. fram á
veitingastöðunum i Stafangri. Hvað
gerir þá piparsveinninn Rikki -
svona hár og glæsilegur?
„Mér finnst þetta í raun og veru
óþægilegt en ég reyni bara að vera
kurteis, svara þegar ég er spurður
en ekki meir,“ segir hann. Athygli
kvenfólksins kitlar samt, en nei,
það er engin í sigtinu í Stafangri.
En Rikki er í sigtinu. Alveg ör-
ugglega. Við yfirgefum íbúð pipar-
sveinsins og setjumst inn á ham-
borgarastað. Þar verður það full
vinna fyrir þrjár gengilbeinur að
koma einum hamborgara á borðið
til Rikka - og að spyrja með blíðu
brosi hvemig herlegheitin bragðist.
Og engin spyr mig! Bara aldrei.
Rikki hristir höfuðið.
Það er hlegið að már
„Hún á að vera íslensk," segir
hann svo og bætir við að hann
verði fyrir vissri pressu frá fjöl-
skyldu og vinum vegna kven-
mannsleysisins. „Það er hlegið að
mér vegna þessa. Ég viðurkenni að
það er kominn tími á mig að verða
ástfanginn," segir hann og hlær. 26
ár eru þó enginn tími. „Ég hef bara
ekki enn séð þá einu réttu. Eða
kannski hef ég séð hana en bara
verið allt of mikill aumingi til að
gera nokkuð í því? Ha?“
Matseld í kvistherbergi
„Mér líkar í raun og veru ágæt-
lega að búa einn, svona yfirleitt. Þó
getur verið leiðinlegt að búa til
mat fyrir sig einan og borða einn.
En samt. Ég er ekki á leið í neina
sambúð og verð ekki fyrr en ég
ákveð að setjast einhvers staðar
að,“ segir hann þannig að þetta
með að ráða bót á kvenmannsleys-
inu bíður betri tíma.
Matseldin heima er þó oft heldur
fátækleg. Steiktur kjúklingur eða
pasta og allt of sjaldan fiskur. Bara
eitthvað einfalt og oftast er borðað
úti. Rikki vill þó ekki halda því
fram að hann sé alómögulegur
kokkur og bendir á að um síðustu
páska hafi hann steikt lambalæri
og borið það fram með öllu hefð-
bundu meðlæti fyrir systur sína.
Og tókst bara vel, að sögn systur-
innar.
Piparsveinn metinn á
300 milljónir króna
„Kannski verð ég ástfanginn einn
daginn, ligg bara kylliflatur án þess
að geta nokkuð við því gert,“ segir
hann. Bara svona eitt BANG og
frelsi piparsveinsins er á enda. Það
er kominn tími til!
„Þegar ég fór út til Bandaríkj-
anna haustið 1992 ákvað ég að vera
ekki í föstu sambandi - fannst það
útilokað og ekkert nema rugl - og
síðan hef ég ekki verið á föstu,“ seg-
ir Rikki.
Núna er Rikki umtalaður vegna
þess að hann er að sögn 300 milljóna
króna virði eftir að hafa leikið
heimsmeistara Frakka grátt á Laug-
ardalsvellinum. Og í Stafangri er
hann umtalaður vegna þess að hann
er stjama heimaliðsins Vikings og
helsti markaskorari.
Út úr öllu korti
„Þetta er út úr öllu korti,“ segir
hann um verðið á sjálfum sér. „Ég
skil ekki hvaðan svona rugl er kom-
ið og trúi því ekki að Viking hafi
sett þetta verð upp. Ég er einfald-
lega ekki svona góður leikmaður.
En ef einhver væri svo vitlaus að
bjóða 300 milljónir í mig þá væri um
að gera fyrir Viking að selja mig á
stundinni. Þeir gætu keypt marga
góða leikmenn fyrir þessa peninga."
En samt. Stuttgart hefur áhuga.
„Jú, jú, og það er gaman að vita
að stóiu liðin eru að spá. Það spillir
„Kannski verð ég ást-
fanginn einn daginn, ligg
bara kylliflatur án þess
að geta nokkuð við því
gert," segir Rikharður
m.a. í viðtalínu.
DV-mynd Jan Inge Haga
síst sjálfstraustinu. Hitt er annað
mál hvað er skynsamlegt fyrir mig
að gera í stöðunni núna. Ég á eitt ár
eftir af samningnum við Viking
og hef hugsað mér að vera hér
líka næsta ár,“ segir Rikki.
Áfram hjá Viking
Valið stendur um að p
vera í eldlínunni í
norska fótboltanum eða
berjast fyrir sæti hjá ein-
hverju af evrópsku liðun
um.
„Mér hefur farið mikið fram
þennan tíma sem ég hef verið hjá
Viking og ég finn að ég á mikið
ólært. Það útskrifast enginn með
próf úr knattspymuskóla. Ég er líka
orðinn 26 ára og hef ekki tima til að
eyða kannski tveimur árum I að
komast inn í eitt af stóru liðunum
og mistakast. Strákar innan við
tvítugt geta reynt þetta en ekki
ég. Þess vegna held ég að það sé
skynsamlegast fyrir mig að vera
áfram hér næsta ár,“ segir Rikki og
hugsar upphátt um framtíðina.
í Stafangri kann hann vel við sig.
Bærinn er álíka stór og Reykjavík
og þar er allt sem þarf til að geta lif-
að góðu lífi.
Efnilegur og ekki meir
Ferill Rikka hefur verið
skrykkjóttur og engu
munaði að honum lyki
endalega árið 1991. Rík-
haröur Daðason, stór-
efnilegur og af lands- ef
ekki heimsfrœgri knatt-
spyrnuætt. Landsliðs-
maður og bara búinn -
ekki tvítugur. Heldur dapur-
leg eftirmæli það.
„Ég reif liðþófa í leik með
Fram gegn Vestmannaeyj-
um haustið 1991. Meiðslin
virtust þó ekki alvarlegri
en svo að það var ákveðið
að ég yrði á bekknum í úr-
slitaleiknum við Víking
17 dögum síðar og kæmi
kannski inn á í lokin. Þetta
var ekki verra en svo,“ segir
Rikki þegar hann rifjar upp
haustið 1991.
í leiknum við Víking varð
hann að koma inn á eftir 8 mín-
útur og spila nær allan leikinn.
Það var of mikið.
Hnéð eins og fótbolti
„Hnéð á mér varð eins og fót-
bolti eftir leikinn og ég átti í þessum
meiðslum allan veturinn. Um vorið
fór ég til sjúkraþjálfara í Þýskalandi
og hann bannaði mér alveg að
hlaupa fyrr en ég hefði fengið fullan
styrk í fótinn. Þetta þýddi að ég
varð að einbeita mér að lyftingum
til að styrkja fótinn og dugði ekki til
því um mitt sumar var ég búinn að
vera,“ segir hann.
í stað þess að spá í tilboð frá er-
lendum fótboltafélögum haltraði
Rikki bara um á öðrum fæti og
næsta skref var að hætta í boltanum
og snúa sér að námi. Og þó. Við Col-
umbiaháskólann í Bandaríkjunum
var áhugi á að ná í efnilega knatt-
spymumenn frá Evrópu ef þeir
gætu lært eitthvað líka. Þangað fór
Rikki í hagfræðinám og til að spila
fótbolta.
Ferillinn ytra byrjaði á tveimur
stórum aðgerðum. Það var komin
skemmd í brjósk í hnénu og útlitið
ekki gott. Eftir hvora aðgerð varð
Rikki að haltra um á öðmm fæti í
átta vikur. Samtals fiórir mánuðir á
öðrum fæti - en námið gekk vel.
Að duga eða drepast
Eftir þessar raunir byrjaði Rikki
þó að spila fótbolta í háskólanum
með strákum sem vom mun
yngri en hann - og bolt-
inn sem var spilaður
líktist mest
létt-
um
æfingum í öðr-
um flokki á íslandi. Samt var
gaman og næstu ár var Rikki
hjá Fram á sumrin en í Banda-
ríkjunum á veturna. Sætið í
landsliðinu var tapað og vafa-
mái hvort nokkur framtíð biði í
fótboltanum.
„Svo hrundi allt hjá Fram og
liðið féll i aðra deild,“ segir
Rikki. „Ég fann að nú var annað-
hvort að duga eða drepast fyrir
mig. Ég yrði ekki betri knatt-
spyrnumaður af að spila með
Fram í annarri deild og því ákvað
ég að ganga í KR og láta á það
reyna hvort ég gæti eitthvað.
Sanna það fyrir sjálfmn mér.“
Særði móður sína
Eftir á að hyggja segir
Rikki að þetta hafi verið
stóra ákvörðunin á ferlinum.
Og ekki sársaukalaus. Fréttin
um að Ríkharður Daðason væri
genginn í KR birtist í blöðunum
áður en hann hafði svo mikið sem
náð að segja móður sinni frá þvi,
hvað þá vinunum. Það þótti honum
slæmt, svo slæmt að það nagar
hann enn þann dag í dag.