Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Page 10
10
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
Fréttir___________________________________pv
Snjóflóðavarnir vlgðar á Flateyri:
340 milljóna
króna mannvirki
- unnið að frekari framkvæmdum víða um land
Tímareimar
Viðurkenndir
bílavarahlutir.
lílanaus
Sími 535 9000
r 1
IOO hviki
E-PLÚ5
NAmtKULEGT
] E-VÍTAM1N
1 200 av
E-vítamín eflir
varnir líkamans
Éh
Gilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu 6, Akureyri
Sjóflóðamannvirki þau sem byggö
hafa verið í hlíðinni fyrir ofan Flat-
eyri voru formlega vígð sl. fostudag
og blessaði sr. Gunnar Björnsson
mannvirkið. Þetta er í fyrsta skipti
sem slík tilraun er gerð hér á landi
við að reyna að verja byggð fyrir
snjóflóðahættu. Ekki eru allir á eitt
sáttir um ágæti þessarar fram-
kvæmdar og hafa m.a. farið fram
hörð skoðanaskipti um þær í fjöl-
miðlum.
Frá vígslu snjóflóðavarnar-
garösins. Viðstaddir hlýða á
blessun sr. Gunnars Björnssonar.
DV-mynd Hörður Kr.
I ræðu sem Guðmundur Bjarna-
son umhverfisráðherra flutti við
þetta tækifæri kom fram að kostn-
aður við verkið er orðinn 340 millj-
ónir króna, en það mun samt vera
50 milljónum króna lægri upphæð
en kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyr-
ir. Áfram verður unnið að snjóflóða-
vömum víða um land og er nú unn-
ið samkvæmt áætlun sem viðkom-
andi sveitarfélög hafa staðfest. í
þeirri áætlun er gerð ráð fyrir að
helstu vörnum verði lokið árið 2010.
Unnið er að framkvæmdum á Siglu-
firði og að undirbúningi fram-
kvæmda á Neskaupstað, Seyðisfirði
og á Isafirði. Auk þess er nú unnið
að frumathugun vegna snjóflóða-
vama í Bolungarvík. -HKr.
Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súl-
unni, að fylgjast með framkvæmd-
um í Slippstöðinni á Akureyri.
DV-mynd gk
Þessi maður lá ekki á liði sínu í gærdag heldur fægði fallbyssu varðskipsins af miklum myndugleik. DV-mynd E.ÓI.
Held við finnum
loðnuna strax
- segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni
DV, Akureyri:
„Ég get ekki neitað því að mig er
farið að langa á sjóinn aftur, enda er
ég búinn að vera í frii síðan í júlí,“
segir Bjarni Bjamason, skipstjóri á
nótaveiðiskipinu Súlunni frá Akur-
eyri. DV rakst á Bjarna þar sem hann
var að fylgjast með iðnaðarmönnum í
Slippstöðinni á Akureyri sem eru að
vinna að ýmsum breytingum á skipi
hans en Súian hefur verið í slipp í
nokkrar vikur.
Ný geysiöflug ljósavél hefur verið
sett i Súluna og hliðarskrúfur verið
stækkaðar verulega, auk ýmissa ann-
arra breytinga, en kostnaður við þess-
ar breytingar nemur tugum milljóna
króna. Bjarni ber mikið lof á starfs-
menn Slippstöðvarinnar, segir þá
toppmenn á sínu sviði, og greinilega
sé allt annar og betri andi ríkjandi í
Slippnum en áður var.
Finnum loðnuna strax
Hlé var gert á loðnuveiðunum 15.
ágúst og nk. fimmtudag, 1. október,
má heQa veiðar að nýju. „Við stefnum
á að komast strax á miðin og fara að
leita að loðnunni. Ég er bjartsýnn á að
við finnum hana strax, þetta er sá
tími ársins sem hún á að vera vel
fmnanleg og vonandi fer haustvertíð-
in vel af stað. Annars hefur maður
brennt sig á því að fara út í bjart-
sýniskasti og sjá svo ekki árangurinn
strax. En ég er bjartsýnn núna,“ segir
Bjami.
-gk
Renault Laguna RT '95, ek. 56 þ. km, ssk.,
grrænsans., álfelgur, dráttarkr. Verö 1.350 þús.
Einnig úrval annarra lítið ek. Renauit bifreiða
s.s. Laguna, Megané, R 19, Clio og Nevada.
Nissan Micra LX '94, ek. 53 þús. km, ssk.,
geislaspilari, álfelgur. Bílaián getur fylgt.
Verð 750 þús.
Bráðvantar 4x4
nýlega jeppa,
pickup og allar
gerðir nýlegra
fólksbíla.
Nissan Sunny SLX '94, ek. 112 þús. km,
beinsk., álfelgur. Verð 680 þús.
M. Benz 230 E Sportline '91, ek. 150 þús. km, ssk.,
topplúga, álfelgur, þjófavörn o.m.fl. Verð 1.950 þús.
MMC Lancer GLXi '92, ssk., ek. aðeins 65
þús. km, snyrtilegur bíll. Verð 720 þús.
W W
Bílasala í þjóðbraut
Löggilt bílasala, sími 431 2622, 431 4262