Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Page 11
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
11
Fréttir
Ekkert sláturhús er lengur starfrækt á Patreksfirði:
Upphafið að endalokunum
- segir Guðjón Bjarnason sem þarf að aka fénu um 250 km leið
DV.Vestfjörðum:
Aðeins tvö sláturhús eru nú
starfrækt á Vestfjörðum, annað á
Hólmavík á vegum Norðvestur-
bandalagsins og hitt er sláturhús
Kaupfélagsins í Króksfjarðamesi.
12-14 þúsundum fjár, sem áður
var slátrað á Þingeyri og á Pat-
reksfirði, þarf nú að aka hundruð
kílómetra til Hólmavíkur eða
Búðardals til slátrunar. Ekki eru
allir á eitt sáttir varðandi þessa
þróun og sumum hreinlega hætt
að lítast á framtíð búskapar á
þessu svæði. Ég er nú trúlega sá
sem þarf að fara hvað lengst með
fé til slátrunar," sagði Guðjón
Bjamason, bóndi í Hænuvík við
Patreksfjörð.
„Áður en Gilsfjörður var brú-
aður voru 274 km til Búðardals,
þannig að í dag er þetta um 500
km rúntur hjá bílnum fram og til
baka. Á mínu svæði em menn
orðnir langþreyttir á þessu basli.
Þessi lausn er þvílfkt neyðar-
brauð, að mér flnnst það fyrir
neðan allar hellur. Almennt em
menn ansi ýfðir yfir þessu og
hefði fundist það eðlilegt af þessu
Noðrvesturbandalagi að það tæki
annaðhvort sláturhúsið á Þing-
eyri eða hér á Patró og þjónaði
þessum kjálka héma með því.
Þetta em hvort sem er verðlaus
hús og það er vel hægt að reka
þau með þokkalegum hagnaði.
Þeir vilja hins vegar bara fá okk-
ur inn í sínar einingar og fá hag-
kvæmni í sín hús. Þeim er alveg
sama þó að við töpum eða verðum
fyrir skakkafollum, það skiptir þá
engu máli.“
- Hvað með kostnaðarhliðina á
flutningunum?
„í dag er okkur boðið upp á aö
borga 7-8 krónur á hvert kíló.
Ætli raunverulegur flutnings-
kostnaður sé ekki hátt í 30 krónur
á kg. Það er líka búið að boða það
frá Framleiðsluráði og stjómvöld-
um landbúnaðarins að miölun á
flutningum á mjólk og kjöti verði
smátt og smátt lögð niður. Við sjá-
um fram á það að þurfa alfarið að
borga þennan flutning sjálfír inn-
an nokkurra ára. Mér finnst
stjómleysi hjá bændasamtökun-
um þar sem allt á að vera fijálst.
Það má ekki borga niður neitt,
eða styðja neitt af því sem er
lengra í burtu. Það er því þeirra
vilji að allar þessar dreifðari
byggðir falli út þótt menn þori
ekki að segja það upphátt. Ef
flutningsstyrkurinn er felldur
niður, þá verðum við ekki sam-
keppnisfærir. Við fáum þá mikið
minna fyrir afurðir okkar en þeir
sem eru nær sláturhúsunum. Það
segir sig því sjálft að ef af því
verður endar það með þvi að
menn sitja ekki við sama borð.
Eitt hefst líka út úr þessu en það
er stóraukin heimaslátmn. í bréfi
sem við fengum um daginn er
okkur gert að fylgja okkar fé í
Guðjón Bjarnason, bóndi í Hænuvík
við Patreksfjörð.
DV-mynd Hörður
sláturhús að skotmanni. Eitthvað
em þeir að éta það ofan í sig
þannig að við þurfum þess ekki
sem erum lengst í burtu. Eigin-
lega þyrftum við að fá okkur flug-
vélar ef við eigum að sinna
þessu.“
Svartamarkaðsbrask
Þú segir heimaslátmn trúlega
aukast, en hvemig er með heim-
ildir til þess?
„Ég má líklega slátra til heima-
nota, en það er harðbannað að
selja neitt.“
- Er þá ekki verið að neyða
menn út í svartamarkaðsbrask ef
menn eiga að lifa af?
„Jú, það er engin spuming.
Sumir em kannski ekki í stöðu til
að bjarga sér svoleiðis en það em
innan um menn sem munu hafa
eitthvað í það og hafa slátrað fyr-
ir sig í gegnum árin. Það er
spuming hvort menn fari ekki að
gera þetta í auknum mæli.
Þetta er allt saman þvi líka aft-
urfor fyrir Vestfirðinga í heild
sinni og ég held að þetta sé upp-
hafið að endalokunum á fram-
leiðslu á kjöti hér. Þótt það taki ef-
laust tíma að svelta menn upp og
drepa menn frá þessu finnst mér
þetta upphafið að endalokunum,"
sagði Guðjón Bjarnason.
-HKr.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJA VIKURBORGAR
, Frfklrkluveal 3 - Pósthólf 878 - 121 Rovkjavík
Sfml 552 58 0<f- Fax 562 26 16 - Netfang: Isrörvk.ls
ÚTBOÐ
F. h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík og Vegamálastjóra óskar eftir
tilboðum í eftirfarandi verk: „Miklabraut, mislæg gatnamót. Eftirlit."
Um er að ræða eftirlit með gerð mislægra gatnamóta Miklabrautar og
Skeiðarvogs ásamt bráðabirgðatengingum. Áætluð stærðargráða
framkvæmdakostnaðar er á bilinu 430-480 milljónir kr.
Framkvæmdir hefjast í október nk. og er gert ráð fyrir að verkinu verði
lokið fyrir 1. nóvember 1999.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með þriðjudeginum 29.
september n.k. gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: Miðvikudaginn 7. október 1998 kl. 11:00 á sama stað.
bvf 98/8
rfztrjrfz xrrzrcz'?
Sunny SU ‘91, ekinn 122 þús. km,
Nissan
sjálfskiptur, rafm. j rúðum, samiæsingar.
Þæqilegur borgarbdl. Listaverð 630 þus.
Okkar verð 530 þús.
M. Benz 320 E ‘93
svartur, svart leður’c
Listaverð 3.500 þús.
þús.
Legacy Outbáck 2 n#um Subar'
topplúgu oq ölfum f 9' 98- ™eð leð
Kostar nýr 3 084 bús “nuf™ aukablutu
Honda Civic GL '88, ^álfetóptur, topp!úga,
blár að lit, góður smabill. Verð. 350 þus.
BlUUINNJ
elUUINNJ
Getum skaffað Nýju V.W Bjölluna í ýmsum
litum og gerðum. Hringdu
og pantaðu í hvelli. Verð 2.300 þús.
r=riF=Tr'?=TJT?> ^ r=Tlf=í=?=fF'
BMW 318 is ‘98, 4ra dyra, ekinn
Þessi er með kraftmeiri vél 1
Dökkgrænn með leðri og 17 tommu álfelgum.
Hlaðinn aukahlutum.
Þessi er gæjalegur. Svona útfærsla myndi
kosta langleiðina í 4 millj.
Okkar verð 3 millj.
- rmTfrrrf rrrrrGTJT
M. Benz E 230 ‘96, ekinn aðeins 9 þús.
km, dökkblár, sjálfsk. topplúga, 4 x rafm.
í rúðum, 4 x hauspúðar, álfelgur, ABS o.fl.
Svona gripur kostar nýr um 4,5 millj.
Okkar verð 3.650 þús.
Malarhöfða 2
112 Reykjavík
Símí 577 3344
Fax 577 3345
Helmasfða: www.draumabllllnn.ls