Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Side 12
12 MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 Spurningin Hvernig tónlist hiustar þú mest á? Birgir Örn Thoroddsen fjöllista- maöur: Neo-klassískt kammerpönk meö smá analog-noise ívafi. Sigríður Markúsdóttir húsmóðir: Ég hlusta á aUa mögulega tónlist en mest á dægurlög. Snæbjörn Árnason nemi: Pönk. SkúU Axelsson nemi: Rokk. Hilmar Örn Þorkelsson nemi: Rokk. Kristinn Már Ingimarsson nemi: Pönk og þungarokk. Lesendur_______________________ Vi5 höfum það gott í dag - en afturkippur óhjákvæmilegur Hvar eru nú kappar okkar úr viðskiptalífinu sem rómað hafa viðskiptamögu- leika fyrir íslendinga í austurvegi? - Kínversk sendinefnd á íslandi. GísU Guðmundsson skrifar: Fáir munu af sanngimi geta mót- mælt því að sjaldan hafa íslending- ar haft það betra en undanfarin misseri. Næga atvinnu að fá nánast um aUt þjóðfélagið og kaupmáttur hefur vaxið fremur en hitt. Og það eitt er sjaldgæft svo lengi í senn. Ríkisstjórnir hér undir forsæti Dav- íðs Oddssonar hafa rutt brautina fyrir uppsveiflu, sem ekki er sam- bærUeg við það sem áður hefur gerst. Og nú verður ekki hægt að kenna ríkisstjómum þegar aftur- kippur verður. - En hann er óhjá- kvæmilegur af mörgum orsökum. Ekki bara hér á landi, en kemur lík- lega verr niður hér í svo fámennu samfélagi en víða annars staðar. Og hvað er þá á döfinni sem er líklegt til að valda þessum aftur- kipp? Þeir sem fylgjast með þjóð- málunum, og þeir eru jú aUmargir hér á landi, vita að skuldir heimU- anna hafa aukist um 43 miUjarða króna. Bara síðasta árið. Þeir heim- Uisrekendur sem í þessu hafa lent eru líka manna best meðvitaðir um þetta atriði sérstaklega. Skuldir heimilanna minnka ekki af sjálfu sér og þær verður að greiða ein- hvern tíma og með einhverju móti. Hætt er við að góðærið endist ekki öUum til þess, þótt góður vUji sé fyr- ir hendi. Skýin sem hrannast upp á efnahagshimninum eru komin ískyggilega nærri. Þá kemur til skyndUeg óvissa á síldarmörkuðum okkar. Síld og loðna eru ekki jafn vinsælar hjá neytendum og t.d. rækja og því mjög þröngt á heimsmarkaði sUdar- afurða. Afturkippurinn í efnahags- lífi Asíulandanna eykur líka vanda okkar íslendinga eins og annarra þjóða. Nú gæti hins vegar reynt á samkipti okkar við Kína eða Taív- an. Báðar þessar þjóðir hafa þóst vilja gera við okkur mikil og hag- stæð viðskipti. Hvar eru nú kappar okkar úr viðskiptalífmu (þ.m.t. úr sjávarútveginum) sem hafa Uykkst til þessara landa og hafa rómað við- skiptamöguleika fyrir íslendinga þarna í austurvegi? Skuldaaukning okkar Islendinga er mikU og einkum í einkaneyslu. Þetta er þjóðhættulegt og gæti svo farið að þeir sem ekki hafa sparað neitt og hafa heldur ekki fest sitt fé í tryggum hlutum eins og t.d. hús- næði (sem aUtaf virðist standa aUt af sér), færu iUa út úr samdrætti einmitt nú. Verðbréfm munu ekki duga tU framfærslu fjölskyldnanna, allra síst ef fyrirtækin verða líka lít- Us sem einskis virði. - En sumir fylgjast ekkert með þjóðmálum og kemur því sífeUt aUt á óvart. Karlaíþróttanefnd Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar: Nú, þegar minna en eitt ár er eft- ir af kjörtímabilinu, hefur hæstvirt- ur menntamálaráðherra skipað íþróttanefnd tU næstu fjögurra ára. í henni eru fimm karlar en engin kona. Guðjón Guðmundsson er formað- ur nefndarinnar og svo eru fjórir aðrir karlar aðalmenn. Starfsmaður nefndarinnar er að sjálfsögðu einnig karlkyns. Þessi nefndarskipun kemur á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarið um stöðu kvenna í íþróttum og nauðsyn þess að bæta þá stöðu. Þar hefur íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur verið í fararbroddi. Kannski karlarnir í nefndinni endurspegli slæma stöðu kvenna í íþróttahreyfmgunni og hjá öðrum þeim aðilum sem tilnefna í nefnd- ina? En þeim mun meiri ástæða er til þess að gera breytingu á og vinna markvisst að því að raddir og við- horf kvenna heyrist þegar rætt er um íþróttamál. - Það hefði verið í anda nútímalegrar og framsækinn- ar íþrótta- og jafnréttisstefnu. íþróttir í fjármálaumhverfið Rekstur íþróttafélags byggist fyrst og síðast á fjármun- um og að hafa fjármál félagsins í góðu lagi, segir m.a. í bréfinu. Óskar Óskarsson hringdi: Knattspymufélagið Fram ætlar að verða fyrsta íþróttafélagið hér á landi sem gengur á vit alþjóðlegs fjármálaumhverfis eftir að hafa breytt sér í hlutafélag. Þetta er þró- un sem maður hefði getaö ætlað að gerðist miklu fyrr hér eftir því sem mál hafa skipast á öðrum sviðum. Rekstur íþróttafélags byggist fyrst og síðast á íjármunum og að hafa íjármál félagsins í góðu lagi. Að öðr- um kosti gengur reksturinn ekki upp, sama hve áhugamenn og aðrir góðviljaðir aðstandendur eru iðnir við að rétta hjálparhönd. Sveitarfélög eða ríkið ættu raun- ar ekki að koma nálægt rekstri íþróttafélaga eða íþróttanna yfirhöf- uð. Það stunda ekki allir íþróttir þótt áhuginn sé nægur þegar stórir kappleikir eru annars vegar. Og það er ekki hægt að reikna með að áhugamennska dragi alltaf vagninn með öllum greinum íþróttanna í sérhverju félagi. Niðurstaðan: íþróttafélög verður héðan af að reka eins og hvert annað fyrirtæki á sínum eigin grundvelli, vin- sældum út á við og árangri sem hvetur einstak- linga og aðra til að leggja fram fjármagn sem ávaxtast í tímans rás. - Hið félags- lega aðdráttarafl verður ekkert minna fyrir það. Peningaöfl eða ekki peningaöfl? Lögmál markað- arins og lögmál gróða munu ráða í þessum efnum sem öðrum og hafa alltaf gert, líka í íþróttahreyfingunni hér á landi. Núna er það spurning um það eitt hvort íþróttafélög haldi velli á eigin verðleikum. Svo ein- falt er þetta. Strengurinn á milli míns íþróttafélags og míns eigin hjarta þarf ekki að slitna þrátt fyr- ir þessa staðreynd. Hann mun verða sterkari. DV Lækkun húsa- trygginga Sveinbjörn hringdi: Húseigendur hljóta að fagna þvi að FÍB skuli nú auka trygg- ingasvið sitt með því að bjóða tryggingar á húsum. Þetta var ekki til staðar hjá FÍB til þessa, og það var einmitt ástæðan fyrir því að maður þorði ekki að flytja bila- trygginguna frá hinum stóru hefðbundnu tryggingafélögum eina sér og fá svo ekki bónusinn vegna bílsins í öörum tryggingum þar. Nú fer að komast á alvöru- samkeppni_ milli tryggingafélag- anna því FÍB ætlar að bjóða þetta 10-15 lægri iðgjöld en aðrir. Svo nú bíður maöur spenntur eftir svari þeirra stóru. En ég ætla að flytja mig yfir til FÍB strax. Hlutafélagavæð- ing íþróttanna Doddi skrifar: Þaö hlaut að koma að því hér eins og annars staðar. Við íslend- ingar erum ekki sein að taka okk- ur til eftirbreytni það sem gerist i nágrannalöndunum og nú eru það íþróttirnar sem á að „há-effa“. Ég sé ekki annað en það verði til bóta, og umffam allt, þetta setur líf og fjör í íþróttirnar, starf íþróttafélaganna og meiri sam- keppni um að reka sitt félag vel. Á það hefur skort verulega finnst mér. Það hafa t.d. litlar framfarir orðið í starFi meistaraflokkanna í knattspymu hér, en nú býst ég við mikilli breytingu ef þeir verða reknir sem fyrirtæki. Við þurfum ekki að óttast atvinnumennsk- una, hún er aðdráttarafl fyrir hina yngri. Hlýindi eða kuldaskeið? Sverrir hringdi: Einkennilegt er þetta með vís- indamennina, að geta ekki gefið okkur upp nokkuð skýrt, hvort við eigum að búast við hlýinda- skeiði eða kuldaskeiði á norður- hveli jarðar, t.d. í okkar nágrenni. Ég hef lesið um hvoru tveggja, að búast megi við því aö hér kólni verulega vegna sólbráðar á Græn- landsjökli hvaðan ísjaka reki hingað til okkar og jafnvel lengra suðm-s. Og svo að hér hlýni vegna heitari sjávar sem kæmi frá stöndum Ameríku sunnanverðri. Nú vOdi ég fá einhverja sameigin- lega niðurstöðu vísindamanna. Vonandi kemur hún og verður þá birt i DV sem ég kaupi reglulega. Sjómanna- afslátturinn - spillingardæmi Guðjón Einarsson skrifar: Ég er ekki einn um að bíða eft- ir því að nýr fjármálaráðherra taki á sig rögg og láti afnema sjó- mannaafsláttinn margfræga að endemum. Skattaafsláttur sjó- manna er eitt stórt dæmi um spillingu í þjóðfélaginu, misrétti og mismunun á milli þegnanna. Hvað sem líður vinnutíma, fjar- verum og erfiði sjómanna, sem er auðvitað ekkert annað en slagorð sem er klifað á þegar þessi sjó- mannaafslátturinn er ræddur, þá eru sjómenn yFirleitt á mjög góð- um launum og langt í frá að þeir þurfi að þiggja ölmusu frá þjóðfé- laginu í formi skattaafsláttar. Viagra-lyfiö á afslætti Kristinn skrifar: Mér Fmnst eðlilegt að Trygg- ingastofnun greiði hlut í undra- lyfinu Viagra. Nú er talað um að Tryggingastofnun muni ekki taka þátt í að greiða lyfiö niður. Mér finnst það óréttlátt þar sem vitað er að lyfið verður dýrt. Ég vona að viðkomandi yFirvöld sjái að það er réttlætismál að Trygginga- stofnunin taki þátt í þessum lyfja- kostnaði líkt og öðrum. Þetta er mikilvægt lyf fyrir mun fleiri en fólk vill kannski viðurkenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.