Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Síða 16
 Heimur út af fyrir sig Abstraktlist kom fyrst fram um aldamótin en síðan hefur hún greinst í marga ólíka strauma. Geómetrísk abstraksjón er aðeins ein stefna af mörgum, en hún er sú listastefna sem hefur átt hugmyndafræðilega hvað traustastan grunn hér- lendis. í Listasafni ís- lands stendur yfir sýning á íslenskri abstraktlist 1950-1960. Þetta er viðar mikil sýning og á henni eru eingöngu geómetrísk verk. í geómetrísku mynd- máli verður listaverkið að heimi út af fyrir sig - formheimi sem ekki byggir á ytri veruleika. Þar litur listaverkið lög- málum eigin miðla - forma, lita og rýmis - og einkennist af geómetrísk- um strangleika og slétt- um, eintóna litaflötum. Á sjötta áratugnum mynd- aðist sterkur áhugahópur um geómetríska abstrak- sjón hérlendis. Verk flestra ef ekki allra þessara listamanna má sjá á sýningunni í Listasafninu og bera þau aldurinn misvel. Heildareinkenni geómetrí- unnar, svo vitnað sé í sýningarskrá, kunna að vera „vel aðgreind form, hreinir litir og slétt yfirborðsáhrif án persónulegrar pensil- skriftar". En litanotkun, formgerð og mynd- rými segja engu að síöur sína sögu um höf- und verkanna. Flókið myndrými einkennir t.d. verk Valtýs Péturssonar, Haröar Ágústs- sonar og Þorvalds Skúlasonar, en skýrari formgerð og heilir litafletir móta verk Karls Kvarans, Eiriks Smiths og Nínu Tryggvadótt- ur. Litanotkun er stór hluti af geómetrískri abstraksjón, Hún er viðkvæm fyrir tísku- sveiflum og litasmekk hvers einstaklings fyr- ir sig og getur haft töluverð áhrif á hvemig nútíma áhorfandi lítur á verkin. Færa má rök fyrir því að verk númer 26, málverk frá 1953 eftir Hjörleif Sigurösson, með ríkjandi Draumurinn um hreint form - verk eftir Nfnu Tryggvadóttur og Ásmund Sveinsson. brúnum, appelsínugulum og bláum lit hafi ekki staðist tímans tönn eins vel og Komposition Nínu Tryggvadóttur frá 1954 (verk nr. 42) þar sem meira jafnvægi myndast milli rauðra, svartra og hvítra flata verksins sem verður sjónvænna fyrir vikið. Myndlisl Anna Sigrídur Einarsdóttir Uppbygging myndflatarins hefur svipuð áhrif. Flókin formgerð og myndrými þar sem formið kemur fram í mismunandi tilbrigðum og litafletir skarast leiðir augað vel og kallar fram tilfinningu fyrir rými og hrynjanda. Komposition Valtýs Péturssonar frá 1951 (verk nr. 56) og Bláin eftir Hörð Ágústsson eru góð dæmi. Formmýkt og sveigjanleiki skúlptúra Gerðar Helgadóttur og Ásmundar Sveinssonar hef- ur svipuð áhrif. Þó myndimar á sýningunni séu allar sterkar og litagleðin keppist um athygli áhorf- andans, þá er líkt og þau verk þar sem strangleiki flatarins er í hvað mestum hávegum hafður hrindi áhorf- andanum frá sér. Skortur á leik i formi og rými heldUr at- hygli áhorfandans skemur þar sem hanri týnist ekki í tvívíðum fletinum og má í því sambandi nefna komposition Valtýs Péturssonar frá 1958 (nr. 61). Það er skemmtileg nýbreytni að koma gagnrýni og umfjöllun fjölmiðla sjötta áratug- arins fyrir í einum af sölum safnsins og það sama má segja um byggingarlistina, þó að ósekju hefði mátt vinna meira með þann hluta sýningarinnar. íslensk abstraktlist 1950-60 er að mörgu leyti mjög góö sýning sem leitar víða fanga tU að gefa yfirsýn en reynir þó ef til viil um of að standa án orða til að hinn almenni áhorfandi hafi fullt gagn af. Sýningarskráin er sérlega glæsileg og sannkölluð fróðleiksnáma um geómetríska abstraksjón en fulldýr til að ná augum allra. Á sjötta áratugnum átti geómetríkin mcirga talsmenn sem kynntu hugmyndalegar for- sendur hennar almenningi. Gaman hefði ver- ið að sjá meira af þeim fróðleik í Listasafn- inu. Draumurinn um hreint form. íslensk abstraktlist 1950-60. Listasafn íslands til 25. okt. Opið kl. 11-17 alla daga nema mánu- daga. SCLKGTIC LCURS ACCOMPLISHKL Takið eftir í dag kl. 16.30 hefjast opnar söngprufur fyrir rokksöngleikinn RENT sem Þjóðleik- húsið frumsýnir á komandi vori í samstarfi við Loftkastalann. Æfingar hefjast eftir ára- mót. Leitað er að fólki á aldrinum 18-35 ára, söngvurum og leikurum sem einnig geta dansað. Prufumar fara fram í æfingasal Þjóðleikhússins, Lind- argötu 7. Skráning fer fram á staðnum. Þessi magnaði söngleikur var frumsýndur á Broadway 1996 og hefur verið sýndur við geysilegar vinsældir vestanhafs og í Londoii. Hann hefur hlotið fjölda verð- launa, meöal þeirra bæði Tony- og Pulitzer-verðlaunin. Leikstjóri hér verður Baltasar Kormákur og tónlistarstjóri Jón Ólafsson. Einnig verður prófað á morg- un, þriöjudag, og hefjast leikar á sama tíma og í dag, kl. 16.30. Fyrirlestrar Elsa D. Gísladóttir myndlistarmaður sýn- ir skyggnur og segir frá verkum sínum og sýningum í Málstofú, fyrirlestrarsal MHÍ í Laugamesi, í dag kl. 12.30. Danskur textíllistamaður og hönnuður, Frans Knudsen, heldur fyrirlestur í Barma- hlíð, fyrirlestarsal MHÍ, Skipholti 1, á mið- vikudaginn kl. 12.30. Þar fjallar hann um verk sín og sýningar og um stórt textíl- hönnunarverkefni sem hann vinnur að um þessar mundir fyrir IKEA i Svíþjóð. Námskeið „Tölva - verkfæri í myndlist" er grunn- námskeið ætlað fólki sem starfar að sjón- listum og langar til að kynnast tölvuvinnu. Fariö er 1 uppbyggingu vélbúnaðar, kennd almenn umgengni við tölvur og hugbúnaö og kynntur myndhugbúnaður. Kennari er Leifur Þorsteinsson og kennslan fer fram í tölvuveri MHÍ vikuna 28. sept. til 2. okt. kl. 19-22. „Ljósmyndir og menning" nefiiist nám- skeið í umsjón Sigurjóns B. Hafsteinssonar mannfræðings og umsjónarmanns Ljós- myndasafhs Reykjavíkur sem hefst i vik- unni. Þar fjallar hann um ljósmyndakenn- ingar, íslenska ljósmyndasögu, landslags- myndir og þjóðemisvitund, ljósmyndun dauðans, myndasmíði og ljósmyndun sem listgrein. Námskeiðið verður í Barmahlíö, Skipholti 1, á þriðjudögum og fimmtudög- um frá 1.-22. okt. kl. 20-22.30. \enning MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 Umsjón Silja Aðalsteinsdóttír í kvöld verður leikhússport í Iðnó og byrjar kl. 20.30. Þetta fyrirbæri er eiginlega ný íþróttagrein hér á landi og ekki sú leiðinlegasta. Á svið- inu er stór hópur leikara sem skiptir sér í tvö lið sem keppa innbyrðis í aö leika fyrir sal- inn - sem var troðfullur þegar umsjónarmaður menningar- síðu fór fyrir tveim vikum. Leikurinn er fólginn í áskorun. Liðin skiptast á að skora á hitt að spinna leikþátt um ákveðið efni sem áhorf- endur fá að skilgreina nánar. Svo eru þættirnir leiknir og á eftir hvorum gefa þrír dómar- ar hópunum einkunn. Stiga- vörður heldur einkunnunum saman og sýnir stigin þegar stjómandi kvöldsins fer fram á það. í lokin stendur annað liðið uppi sem sigurvegari. Stigavörður var sérstaklega lipur á síðasta leikhússporti, lék sér að því að fara í splitt á sviðinu um leið og hann (þ.e.a.s. hún) hélt uppi stiga- töflunni! Skemmtilegast er þegar farnar eru óvæntar leiðir að efninu - þegar allt í einu er spunninn söngleikur með lög- um og textum og öllu saman og maður veit að þetta verður allt til um leið og það kemur út úr leikurunum. Þeir hafa ekki haft nein tök á að undir- búa sig. Þá reynir virkilega á hugmyndaflug og hæfileika - Harpa Arnardóttir leikur hina hugþekku Dimmalimm í samnefndu leik- sem þátttakendur þetta kvöld riti í Iðnó um helgar. reyndust hafa nóg af. Þakið ætlaði hreinlega að rifna af gamla Iðnó hvað eftir annað. Auðvitaö minnir uppákoman oft á barnaaf- mæli þegar börnin heimta að fá að leika fyrir fullorðna gesti en fullyrt er að þetta eru afar skemmtileg bamaafmæli. í salnum í Iðnó er færanlegt pallakerfi sem hægt er að raða upp á ótal vegu - enda er starfsemin fram undan fjölbreytt og kallar á alls konar sali. Þegar sýnd eru leik- rit eins og Rommí eða leikhússport er sætum skipað eins og í venju- legu leikhúsi. Þegar Þjónn í súp- unni er sýndur sitja gestir við borð og njóta veitinga. Á Tjarnardans- leikjum er borðum raðað meðfram veggjum. Af annarri starfsemi má nefna að tónleikahald hefst aftur á næstunni í húsinu og á döfinni eru upplestrar, sögustundir fyrir böm fyrri hluta dags, há- degisleikhús og myndlistarsýn- ingar. Alls hefur verið boðið upp á 41 sýningu í þessum mánuði sem þýðir að húsið hefur verið lif- andi alla daga vikunnar. Þannig vonar leikhússtjórinn, Magnús Geir Þórðarson, að það verði áfram árið um kring. Húsið er nú fullbúið undir starf- semina sem þar fer fram. Hljóðein- angmn er orðin góð og fullkomið loftræstikerfi alveg hljóðlaust. Leikfélag íslands rekur húsið og greiðir borginni leigu fyrir það en mikið af starfseminni fram undan verður í samráði við aðra hópa; til dæmis verða leiksýningar í vetur í samstarfi við Ánnað svið og Hvunndagsleikhúsið. Það sem enginn sér Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur hef- ur sent frá sér nýja bók fyrir börn og ung- linga. Hún heitir Það sem enginn sér og fjallar um hin erfiðu viðfangsefhi kynferð- islega áreitni og einelti. Sagan seg- ir frá Benna og Laufeyju sem em 12 og 13 ára og stríða bæði við mótlæti. Þegar þau kynnast eign- ast þau vin sem þau geta treyst hvort i öðm, en meira þarf að koma til ef líf þeirra á að geta fallið í eðlilegar skorður á ný. Gunnhildur Hrólfsdóttir er meðal afkastamestu bamabókahöfunda samtím- ans hér á landi og hefur áður með góöum árangri tekist á við samfélagsvanda í sögum sínum frá sjónarhóli barna og ung- linga. Mál og menning gefur bókina út og Halla Sólveig geröi kápumynd. Traust er tónlist Geisladiskurinn Traust er annar í út- gáfuröð Smekkleysu, „Frjálst er í fjallasal". Á nýja diskinum leika hljóm- listarmennirnir Hilmar Jens- son gítarleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari ásamt Matthíasi Hemstock sem leikur á trommur og slagverk og Pétri Grétars- syni á víbrafón og slagverk. Traust er fyrirmælaverk sem Hilmar Jensson samdi upphaflega fyrir þrjú hljóð- færi en hefur gengið gegnum miklar breyt- ingar í meðforum ýmissa hljómsveita. Þrátt fyrir skrifuð fýrirmæli er hver flutningur Trausts einstakur og byggist á spuna flytj- endanna. Eins og titill verksins gefur til kynna byggist flutningurinn ekki síst á trausti flytjendanna hvers á öðrum. Iðnó lifir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.