Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Side 31
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998 39 Alþjóðlegt geimverkefni: Rússar valda enn einni seinkun Fyrir helgi tilkynntu Rússar aö þeir myndu ekki geta byggt sinn hluta alþjóölegrar geimstöðvar fyrir áætlaðan tíma. Þetta er í þriðja skiptið sem verkefnið hefur dregist á langinn vegna þess að Rússarnir eru ekki tilbúnir. Geimstöðin, sem mun kosta um 21 milljarð Bandaríkjadala (um 1450 milljarða íslenskra króna), «r sam- eiginlegt verkefni Rússa, Bandaríkj- anna, Kanada, Japan og Geimferða- stofnunar Evrópu. Nú þegar hefur verkefnið frestast um eitt ár vegna þess hve lítið fé er veitt til þessara mála í Rússlandi. Áætlun segir til um að fyrsta hluta geimstöðvarinnar, sem mun hýsa farm geimstöðvarinnar, verði skotið á loft þann 20. nóvember. Sá hluti er tilbúinn og er þegar kominn á skotstaðinn, en það var rússneska fyrirtækið Khrunichev sem sá um að smíða hann í samstarfi við Boeing. Næsti hluti geimstöðvarinn- ar, tengirými, á að fylgja á eftir þann 3. desember. Það er banda- ríska geimferðastofnunin NASA sem framleiðir hann. Þriðji hluti geimstöðvarinnar, vistarverur starfsmanna stöðvar- innar, er svo sá sem nú hefur tafist. Seinkunin gerir það að verkum að alger óvissa ríkir um það hvort fyrstu hlutunum tveimur verður skotið á loft á áætluðum tíma. Mögulegt er að halda áætluninni og láta þessar fyrstu einingar vera á sporbaug þangað til Rússar klára þriðja hlutann. Enn er þó eftir að ákveða hvort það geti talist heppi- legt. Geimstöðin MÍR er tákn fornrar frægðar rússneskra geimferða. Hins vegar er framganga þeirra í alþjóðlegu samstarfi um byggingu nýrrar geimstöðvar ekki glæsileg. Mannlífið ekki nóg: Villtum dýrum sleppt í New York Það er skrautlegt mannlíf- ið í New York og finnst mörgum jafnvel nóg um. En borgaryfirvöldum fmnst hins vegar skortur vera á dýralífi og undanfarið hefur ýmsum dýrategundum verið sleppt lausum í lystigörðum borgarinnar í von um að þau fjölgi sér og hressi upp á bæjarbraginn. Sérstaklega vonast menn til að með fjöl- breyttara dýralífi fari fólk að spóka sig meira i lystigörð- unum, því í kjölfar mikiilar fækkunar á glæpum eru þeir ekki lengur gróörarstía glæpamanna og illfygla. Meöal dýrategundanna sem sleppt hefur verið í stór- borginni eru stór næturfiðr- ildi, tannhænur og öskurugl- ur. Tegundirnar voru valdar með það í huga að ganga í augun á almenningi. Fiðrild- ið þykir t.d. skrautlegt og uglan hefur stór, gul augu og gasprar mikið þegar hún flýgur um. Þessi stærsta borg Banda- ríkjanna missti stóran hluta aUra villtra dýra fyrir mörg- um áratugum. Ástæður þess voru að mestu leyti annars vegar rándýr eins og íkornar og rottur og hins vegar mengun. Þeir starfsmenn borgar- innar sem hafa umsjón með þessu verkefni eru spenntir að sjá hvernig hinar nýju tegundir muni standa sig í stórborginni. „Að sjálfsögðu er alltaf möguleiki að þær endi á vitlausum enda fæðu- keðjunnar, en við munum halda áfram að reyna,“ segir talsmaður þeirra. Þó svo apar muni kannski ekki spranga um New York á næstu misserum er aldrei að vita nema sú verði raunin ef borgaryfirvöld halda áfram að auka dýralíf borgarinnar. Skámarkaðurinn k Ármúla 23 IVIikið úrval Verð frá 195 kr. □pið mánud. tíl föstud. kl. 12-1B Laugardaga kl. 1B-1B BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavik Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf: 587 7605 Subaru SVX 3,3 4x4 '93 Ek. 8 þús. km, 3ja d., ssk., álfelgur, leður, CD magasin. Lán allt að 60 mán. Verð 2.550.000 Toyota 4Runner árg. 1990 OPIÐ: virka daga 9-18, laugardaga 12-16. 5 gira Rauður Aukahlutir 38“ dekk, álfelgur Ljóskastarar Leitarljós Loftræsting CB Talstöð Þjófavörn Rafmagnsrúður Aukabensíntankur BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R__ B í L A R LAU-3AVEGÍ174 •SÍMI 569 5660 • FAX 563 5862

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.