Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1998, Page 40
w
Vinmngstölur laugardaginn:
9 /24 26(27
Jókertölur
vikunnar:
_
5 10 1 6
"•—*—
28
37
ms
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö
1. 5af 5 0 6.056.590
2. 4 af 5+^ 1 446.680
3. 4 af 5 87 8.850
4. 3 af 5 2.889 620
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
5505555
FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MANUDAGUR 28. SEPTEMBER 1998
Nót í skrúfu
á Oddeyrinni
Sigurvíma
í Eyjum
Mikill erill var í Vestmannaeyj-
um aðfaranótt sunnudags því marg-
ir vildu fagna íslandsmeistaratitli
ÍBV í knattspyrnu. Að sögn lögregl-
unnar í Vestmannaeyjum voru
Eyjamenn ekki bara í sigurvímu
þvi mikið var um ölvun. Allt fór þó
stórslysalaust fram utan við ein-
staka pústra hér og þar. -GLM
Vélbáturinn Góa RE fór í sinn fyrsta
róöur, eftir að kvótinn kom, aöfara-
nótt sunnudags. Gott hljóö var í
mannskapnum eftir róöurinn því á
annaö tonn af ýsu og þorski veidd-
ist í ferðinni. DV-mynd S
ÓL í skák í Rússlandi:
Frestaö til morguns
Ólympíumótið í skák, hið 33. í
röðinni, átti að hefjast í gær í borg-
inni Elista í sjálfstjómarlýðveldinu
Kalmykíu í Rússlandi. Setningu þess
var hins vegar frestað um tvo daga,
eða til morguns.
Ásdis Bragadóttir, formaður Skák-
sambands íslands, sagðist í samtali
við DV í gærkvöldi ekki vita um
ástæðuna. Hún hafði án árangurs
reynt að ná sambandi við mótsstað.
^ Þó vissi hún að vel hafði verið tekið
á móti okkar mönnum. -SJ
NU ER HANN
,KOHLFALLINN“!
A laugardaginn festist nót í
skrúfu Oddeyrarinnar EA 210 þar
sem skipið var á síldveiðum við
Noregsstrendur. Norskt skip dró
Oddeyrina til hafnar í Lófóten þar
sem nótin var skorin úr.
Erfitt er að fá löndun í Noregi.
Reynt var að fá löndun í Tromsö en
það gekk ekki. Eini möguleikinn
hefði verið að sigla langt suður eftir
en þar sem jafn langt er til íslands
var ákveðið að sigla heim. Skipið er
nú á leið til íslands.
Það er augljóst að vegna óhapps-
ins mun Samherji, sem rekur Odd-
eyrina, ekki ná þeim kvóta sem
skipið fékk úthlutað. Hann var um
740 tonn en um borð eru um 450
tonn. -SJ
Fjölmargir fylgdust með útsendingum þýskra sjónvarpsstööva á kosningavöku í Perlunni í gærkvöld í tilefni þýskra daga.
DV-mynd JAK
Kosningasigur Gerhards Schröders og jafnaðarmanna í Þýskalandi:
Mjog mikill sigur
- segir Sighvatur Björgvinsson - áfram óvissa um framtíð Goethestofnunar
„Þetta er mjög mikill sigur.
Schröder er að fá það fylgi sem
bjartsýnustu menn spáðu. Jafnaðar-
menn eru að ná og hafa náð völdum
í öllum forysturíkjum Evrópu: Bret-
landi, Frakklandi og nú Þýskalandi
auk þess sem
þeim tókst að
halda velli í Svi-
þjóð þrátt fyrir
tap,“ sagði Sig-
hvatur Björgvins-
son, formaður Al-
þýðuflokksins,
um konsningasig-
ur þýskra jafnað-
armanna.
- Áttu von á að
Sighvatur
Björgvinsson.
velgengni evrópskra jafnaðarmanna
muni gæta hér á landi?
„Ég ætla að vona að íslendingar
séu með svipað hugarfar og aðrir
Evrópumenn."
Hægrimaður með
„Þegar horft er á Þýskaland eftir
að vestur- og austurhluti landsins
voru sameinaðir og þann gríðarlega
kostnað sem var því samfara má
kalla það aírek að jafnvægi skuli
hafa skapast í landinu á mörgum
sviðum. Maður spyr sjálfan sig
hvort nokkur hefði getað gert þetta
betur eða öðruvísi en Kohl. En Kohl
hefur setið fjögur kjörtímabil og þvi
ekki óeðlilegt að fólk vilji breyting-
ar. Það verður spennandi að sjá
hvað Schröder hefur fram að færa,“
sagðí Lára Margrét Ragnarsdóttir
sem sæti á í utanríkismálanefnd Al-
þingis.
Lára sagði Schröder hafa kynnt
harðan hægrimann sem tilvonandi
fjármálaráðherra. „Þetta var klókt
útspil hjá Schröder og athyglisvert
að skoða þann hóp sem hann ætlar
að vinna með.“
- Hefur þú trú á að velgengni jafn-
aðarmanna í Evrópu nái til íslands?
„Nei. Ástæðan er að Sjálfstæðis-
flokkurinn er
mjög stór og
breiður flokkur og
núverandi stjóm-
arsamstarf byggir
á mjög breiðum
grunni. Þegar allt
að helmingur
þjóðarinnar kýs
einn flokk þýðir
það að viðkom-
andi flokkur mið-
ar stefnu sína við þarfir flestra ís-
lendinga."
inni hérlendis, sagði það „hræðilega
ranga ákvöröun".
En er líklegt að Schröder muni
breyta ákvörðun fyrri stjórnvalda
og opna Goethestofnunina hérlendis
aftur? Coletta Búrling, fyrrum for-
stöðumaður Goethestofnunarinnar
hérlendis, er hóflega bjartsýn.
„Spurningin er fyrst og fremst
hvort hann mun beita sér í menn-
ingarmálum. í Þýskalandi segir fólk
að erfitt sé að sjá hvert Schröder
stefnir og erfltt sé að reikna hann
út.“
Coletta segir Goethestofnanirnar
víða um heim hafa búið við þröng
kjör undanfarna áratugi vegna
stöðugs sparnaðar i menningarmál-
um. Goethestofnunin sé hins vegar
mjög jákvætt tákn Þýskalands víða
um heim og þvi sé óskandi að
Schröder taki á málum og hlúi að
stofnuninni.
-hlh/GLM
Lára Margrét
Ragnarsdóttir.
Ovissa meö Goethestofnun
Þegar Gerhard Schröder kom
hingað til lands fyrir tæpu ári gagn-
rýndi hann þá ákvörðun þýskra
stjómvalda að loka Goethestofnun-
Haröur árekstur fólksbíls og jeppa varö á gatnamótum Álftanesvegar og
Hafnarfjarðarvegar í gærkvöld. Aö sögn lögreglunnar i Hafnarfiröi eru til-
drög siyssins óljós þar sem ágreiningur er á milli ökumanna um stööu
umferöarljósa á gatnamótunum. Einn var fiuttur á slysadeild og var hann
ekki talinn alvarlega slasaöur. Eins og sjá má eru báðir bílarnir mikiö
skemmdir og voru dregnir burtu meö krana. DV-mynd S
Veðrið á morgun:
Gola eða
kaldi
Á morgun verður austlæg átt,
stinningskaldi og síðan allhvasst
við suðausturströndina en kaldi
víðast annars staðar. Rigning
eða súld víðast sunnan- og
austanlands og sums staðar
þokusúld með norðurströndinni.
Hiti á bilinu 5 til 10 stig.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Sb
g
II!
'lfátindu.r
ánægjunnar
MERKILEGA MERKIVELIN
brother
Islenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgeröir, 6 stæröir
6, 9, 12, 18 mm boröar
Prentar í 4 línur
Aðeins kr. 10.925
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
I