Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
Fréttir
Hitaveitan sendir viðskiptavinum reikninga upp á núll krónur:
Tapar 300 milljón-
um á góðviðrinu
Hitaveita Reykjavíkur er þessa
dagana að senda út ársuppgjör. Þús-
undir reikninga eru upp á núll
krónur, auk þess sem viðskiptavin-
ir eiga inneign. Hlýr vetur og
óvenjugott sumar á suðvesturhomi
landsins verða til þess að Hitaveitan
verður af fast að 300 milljóna króna
sölu, eða um 10% af veltu venjulegs
árs, sem em mikil frávik. Eysteinn
Jónsson, íjármálastjóri Hitaveitunn-
ar, segir að mikið sé um núll-reikn-
inga og inneignir hjá fyrirtækinu,
hlýindin geri þetta að verkum.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
veitustofnana borgarinnar, staðfesti
í gær að „tapið“ af góðviðrinu slag-
aði hátt í 300 milljónir á þessu ári,
jafnvel þótt kuldaköst yrðu til ára-
móta. AJfreð sagði að á móti kæmi
að tekjur af raforkusölu yrðu
nokkmm tugum milljóna hærri en
reiknað hafði verið með. Ástæðan
er einkum að seinni vélasamstæðan
á Nesjavöllum verður tekin í notk-
un núna um mánaðamótin, tveim
mánuðum fyrr en ætlað hafði verið.
Alfreð sagði að Hitaveitan væri í
stakk búin að mæta tekjuskerðingu
af mixmi vatnssölu. Fyrirtækið hef-
ur náð góðum tilboðum í verk, til
dæmis 800 milljónum undir áætlun
í Nesjavallavirkjun, sem er stærsta
viðfangsefnið. Smærri verk hafa
líka verið undir áætlun og önnur
hafa frestast á árinu. „Við erum vel
í stakk búin að mæta þessu áfalli,"
sagði Alfreð Þorsteinsson í gær.
„Þetta er ekki bara tap, ýmis
kostnaður lækkar. Það þarf ekki að
virkja eins hratt þegar notkun er
minni. Það lækkar líka ýmis kostn-
aður því það kostar sitt að fram-
leiða vatnið. Við grátum ekki góða
veðrið þótt við fáum verulega minni
tekjur," sagði Eysteinn Jónsson
flármálastjóri.
Þeir viðskiptavinir sem eiga inni
hjá Hitaveitunni geta sótt inneign
sína, sem yfirleitt nemur örfáum
þúsundum. Eysteinn sagði að ef
menn létu upphæðina liggja inni í
fyrirtækinu væru borgaðir vextir af
henni. „En þetta eru smánarvextir,
miðað er við almenna bankavexti,
sem eru komnir úr takti við allt í
þjóðfélaginu. Við höfum stundum
hugleitt að auðvitað væri rétt að
greiða inn á bundnar bankabækur.
Þá er vandinn fjármagnstekjuskatt-
urinn blessaður. Þess vegna hafa
sumir bara hætt að borga vexti,
þetta eru svo litlar upphæðir," sagði
Eysteinn. Hann sagði að líka hefði
verið rætt um að senda viðskipta-
vinum ávísanir í pósti. En reynslan
af því væri slæm, tékkamir ættu til
að lenda á flakki og týnast. Flestir
kjósa að láta upphæðina liggja inni
og sleppa þá ef til vill við að borga
næsta reikning. -JBP
10-11 og Aðföng:
Samkeppn-
isstofnun
vill skoða
málið
Guömundur
Sigurðsson:
Ástæða til að
kanna viðskipti
10-11 við Aðföng.
Sameining
stórverslana í
innkaupum
gegnum Að-
fóng hf. kunna
að verða skoð-
uð af sam-
keppnisyfir-
völdum. „Það
má telja lík-
legt að þetta
mál verði eitt-
hvað skoðað,"
sagði Guð-
mundur Sig-
urðsson hjá Samkeppnisstofnun.
Stofnunin telur ástæðu til þess að
fara ofan í málið að eigin frum-
kvæði og vill kynna sér form og
umfang viðskiptanna. -JBP
Nemendur í Fjölbrautaskólanum í Ármúla fóru í verkfall vegna langvarandi hávaðamengunar og ólyktar í skótanum.
Pest af límefnum og hávaði vegna framkvæmda innandyra varð til jjess að nemendurnir gripu til setuverkfalls fyrir
utan skólann. DV-mynd Hilmar Þór
^ TR og Hellir á Evrópumóti í Eistlandi:
Islensk skákfélög
stóðu í kærumálum
Sérkennilegt deilumál blossaði
upp milli tveggja íslenskra skákfé-
laga í Eistlandi á dögunum, Taflfé-
lagsins Hellis og Taflfélags Reykja-
vlkur. Á Evrópumóti skákfélaga
kepptu félögin saman. Rússneskur
stórmeistari, Ivanov, átti að tefla
með liöi TR en mætti ekki til leiks.
Þá var Ámi Ármann Árnason, liðs-
stjóri TR, gripinn til að tefla á 6.
borði enda þótt hann hefði ekki ver-
ið tilkynntur sem keppandi i sumar
eins og reglur gera ráð fyrir. Móts-
stjórinn gaf undanþágu en Hellis-
menn, undir forystu Hrannars
Bjöms Amarssonar borgarfulltrúa,
kærðu TR til mótsstjómar eftir
keppnina. Þar vann Ámi Ármann
skák sína gegn Kristjáni Eðvarðs-
syni sem vann Haustmót TR í fyrra
og er sterkur skákmaður. Kærunni
var ekki sinnt.
Hellismenn em gamlir TR-menn,
óánægjuhópur sem yfirgaf félagið
fyrir rúmum tveim ámm. Þar em
fjölmargir sterkir skákmenn og í
liði þeirra voru menn eins og Hann-
es Iflífar Stefánsson, Helgi Áss Grét-
arsson, Karl Þorsteins og fleiri. TR-
menn em frekar ungir skákmenn í
góðri æfingu og náðu að sigra Helli
og veittu sigurvegurunum frá Pét-
ursborg í Rússlandi verðuga keppni.
Sigur Áma Ármanns á sjötta borð-
inu þýddi að TR hélt áfram en Hell-
ismenn voru nánast úr sögunni en
urðu í þriðja sæti á mótinu. Á fundi
í TR í fyrrakvöld var málið til um-
ræðu. Ríkharður Sveinsson, for-
maður TR, sagði í gær að sér þætti
allur þessi málatilbúnaður hálfleið-
inlegur og alls ekki góð íþrótta-
mennska af hálfu Hellis. „Ég talaði
við formann Hellis og hann sagði
mér að það yrði ekki farið lengra
með þetta mál, því væri lokið,“
sagði Ríkharður. Hellismenn höföu
haft á orði að kæra til Alþjóða skák-
sambandsins.
Daði Öm Jónsson, formaður Hell-
is, sagði í gær að frá sínu sjónar-
homi séð hefðu Hellismenn verið að
láta á það reyna hvort liðsstjóri TR
væri löglegur eða ekki sem kepp-
andi. í rauninni hefði átt að taka á
málinu strax á staðnum. „Það hefur
verið mjög gott á milli félaganna. Ég
held að það hafi frekar verið ein-
hverjir héma heima sem spiluðu
þetta upp. Fyrir einhvem misskiln-
ing hafa menn tekið þetta upp sem
eitthvert stríð en sambandið okkar i
milli er ágætt þótt ekki hafi það ver-
ið svo í upphafi," sagði Daði Öm
Jónsson. -JBP
Tjón Atlanta í lágmarki
- segir í tilkynningu frá flugfélaginu
Ekki liggur endanlega fyrir hvað
olli því aö breska flugmálastjórnin
stöðvaði tímabundið flug Atlanta
fyrir bresk flugfélög.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Atlanta-flugfélaginu í gær.
Þar segir enn fremur: „Á meðan
bresk flugmálayfirvöld könnuðu
skráningaraðferðir Atlanta önnuð-
ust ýmis önnur flugfélög þau verk-
efni sem félagið sinnir í Bretlandi.
Tjón Atlanta af þessum sökum er
því í lágmarki og eru góðar horfur
á aö orðstir félagsins hafi ekki beð-
ið hnekki.“ -RR
Stuttai fréttir dv
Skora á ráðherra
Ingibjörg
Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra
fékk í gær í hend-
ur undirskriffir
1400 Seifossbúa
sem skora á hana
að koma skikki á
samstarfsvanda
starfsfólks og framkvæmdastjóra
heilsugæslustöðvarinnar á staðnum.
Framtíð heUbrigðismála á Selfossi
sé í veði. Stöð 2 sagöi frá.
Nauðgunarárás
Ráðist var á unga konu í holtinu
sunnan Kópavogskirkju á níunda tím-
anum á þriðjudagskvöld og henni
nauðgað. Kópavogslögreglan lýsir eftir
vitnum eða einhveijum sem geta gefið
upplýsingar um mannaferðir.
Óskarsverölaun
Á sunnudag verður haldinn fúndur
þar sem valin verður sú íslensk mynd
sem af íslands hálfu verður tilnefhd
tíl óskarsverðlauna. Þær sem taldar
eru eiga möguleika í HoUywood eru
myndimar Dansinn, Stikkfrí, Spor-
laust og Popp í Reykjavík.
SÁÁ safnar fé
SÁÁ er að hefja umfangsmikla
fjársöfnun í samvinnu við aUar mat-
vöruverslanir, olíufélögin og Lands-
bankann. Fjáröflunarherferðin nefn-
ist SÁÁ-kortið. Kort þetta verður
selt við afgreiðsluborðið á 400 stöð-
um næstu 10 dagana.
Orkan markaðsvædd
Landsvirkjun hefúr fengið alþjóð-
legt ráðgjafarfyrirtæki tU að skýra
sér frá reynslu annarra þjóða af því
að breyta skipan raforkusölu í átt tU
markaðsvæðingar. Athuga á hvort
slíkt geti gengið hér á landi, segir í
frétt frá Landsvirkjun.
Ósammála
HróUúr Jóns-
son, slökkvUiðs-
stjóri í Reykja-
vík, er ósam-
mála því áliti
Brunamálastofh-
unar að ófúU-
nægjandi bruna-
vamir séu í
tveimur skólum af hverjum þremur
i borginni. RÚV sagði frá.
Opið prófkjör
Félag ungra jafhaðarmanna I
Reykjavík viU að opið prófkjör verði
haldið tU þess að velja fóUc á fram-
boðslista samfylkingar vinstra- og
félagshyggjufólks. Almenningur eigi
að fá að velja sjáUúr það fólk sem
hann vUl hafa í forsvari fyrir sig á
næsta kjörtímabUi.
ísjakar í Víkurál
Hafísjaðarinn er næst Vestfjörð-
um um 40 mUur norður af Straum-
nesi og 50 mUur norðvestur af
Barða. Þéttleiki íssins er 4-5/10
Mengun í ræktinni
Hættuleg mengun er í heitum pott-
um hjá 9 af 11 líkamsræktarstöðvum
í Reykjavík og hefur fjöldi ábendinga
borist vegna sóðaskapar, segir Morg-
unblaðið. Fundist hafi m.a. saurgerl-
ar í pottunum og aðrir gerlar sem
valdið geti slæmum sýkingum.
Vilja
Ne&d fuUtrúa
úr fimm prófasts-
dæmum á höfuð-
borgarsvæðinu,
sem undirbýr há-
tíðarhöld vegna
kristnitökuaf-
mæhs, er að
semja við söngv-
arann Cliff Richard um að syngja á
útihátíð í ágúst næsta sumar. Morg-
unblaðið sagði frá.
Náttúruverndarráð á rnóti
Náttúruvemdarráð leggst gegn öll-
um áformum um frekari virkjanm á
hálendinu og skorar á ríkisstjómina
að endurskoða þau. Fyrirhugaðar
virkjanir þýði óbætanleg umskipti á
náttúm landsins og vistkerfi.
Hættur að rukka
Úlfar Nathanaelsson hefur dregið
til baka kröfú á hendur Davíð Krist-
jánssyni á Selfossi um greiðslu á
áskrift að tímaritinu Þjóðlífi sem
lagði upp laupana fyrir fjölda ára.
Dagur sagði frá. -SÁ
Cliff