Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Síða 17
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 17 Önnum köfnu nútímafólki vaxa stundum matarinnkaupin og matar- gerðin í augum. Sumir vita ekki hvað þeir eiga að kaupa og öðrum finnast innkaupin of tímafrek. En Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingarráðherra, er ekki í neinum vandræðum með að fylla innkaupakörfuna af alls kyns góðgæti á mettíma. Hagsýni fór með Ingibjörgu að kaupa inn í einum af stórmörkuðum borgarinnar nú á dögunum. Ingibjörg segist ailtaf vera á hrað- ferð og því gæti hún örugglega verið enn hagsýnni ef hún hefði tíma til að spá meira í verð hinna ýmsu vara þegar hún kaupir inn. Fjölskylda Ingi- bjargar og eiginmaður búa á Akra- nesi en Ingibjörg hefur sitt annað að- setur í borginni. Að þessu sinni var Ingibjörg hins vegar á leiðinni heim og því upplagt fyrir hana að kaupa í matinn. „Ég kaupi yfirleitt í matinn þegar ég fer heim upp á Skaga því heimilisfólkið býst gjaman við því að ég eldi eitthvað gott þegar ég kem heim. Þau svelta þó varla á meðan ég er i burtu,“ segir Ingibjörg hlæjandi. legan heimilismat og tími til að skrúbba allt og skúra. gaman af að En þrátt fyrir hollt lífemi segist elda. í Ingibjörg einnig kaupa stundum sætindi. „Ég þori bara ekkert að kaupa slíkt með ykkur með mér. Ég kem bara aftur seinna og kaupi óhollustuna," segir Ingibjörg hlæj- andi við blaðamann og ljós- myndara DV að skilnaði. -GLM Keypt inn með heilbrigðisráðherra: Hinn gullni meðalvegur Grænmeti og ávextir Ingibjörg byrjar í hollustunni og tínir m.a. perur, agúrkur, jarðarber og blómkál ofan í innkaupakörfuna. Aðspurð hvort hún hugsi mikið um hvað hún lætur ofan í sig segir Ingi- björg: „Já, það má segja að það sé svona hófsemd í hollustunni hjá mér. Ég borða þó talsvert af grænmeti og ávöxtum og drekk undanrennu." Næst gengur Ingibjörg að kælin- um og tekur m.a. þykkmjólk og kókómjólk handa niu ára gömlu syni sínum sem elskar hreinlega þykkmjólkina. Síðan tekur hún lýsi úr kælinum. Ingibjörg upplýsir þó bara svona okkar á milli að lýsið sé ekki hcmda henni því hún sé sú eina á heimilinu sem ekki taki lýsi. Fljótlegur kvöldverður Eftir að hafa tínt alls kyns hollustu í körfuna, s.s. ávaxtasafa, gróft brauð og Cheerios, kemur Ingibjörg að mat- arbamum þar sem fá má tilbúna rétti. „Mér finnst oft freistandi að kaupa eitthvað fljótlegt, t.d. örbylgjumat eða tilbúna rétti þegar ég kem heim seint á kvöldin," segir Ingibjörg og kaupir steiktar fiskibollur af matarbarnum. Ingibjörg segist borða allan venju- körfunni lendir því einnig íslenskur lambahryggur sem Ingibjörg ætlar að matreiða fyrir fjölskylduna um helg- ina. Kaupi óhollustuna seinna Að lokum tekur Ingibjörg pakka af kertum. Skyldi heilbrigð- isráðherra vera svona rómantísk kona inni við beinið? Ingibjörg gefur lítið uppi um það en segir að gott sé fyrir önnum kafnar hús- mæður að eiga kerti. Einfalt sé að slökkva öll ljós og kveikja á kert- um og þá virðist allt heimilið hreint og fínt þótt ekki hafi unnist Verðkönnun á Ijósakortum: W 1 pk. is ristafi «art ,r nirni baítM «í«ilisbrau6 ipi appelsirw Spi afnelsiiws <8 A -æ.OO/ka í 300 ar 1 300 sr leöt 24. 5* ópi a?t*lsic»s kijólir jarSarb ;k*jðlk jarðarb .Ujól'ir jarðatb ir islenskir jka * 398,00/ka ríi ölk 1/4 t <CB ðík 1/4 L kð* ólk 1/4 l ki» ólk 1/4 L sr 200 sr.íst Ijös 30 i I*. íclenskar B * 398.00/ka MH 24.M nraya pl 1/1 njolk pj V ■ Slk bl VI ijálk pl V «jólk ?1 1/1 lo * 31S,00/ks '33 SIR. S4HI4LS Talsverður verðmunur 179.00 B 239.00 C 498,00 C 209,00 C 83,00 6 89,00 B 315.00 C 134.00 C 134,00 C 1.394,00 6 B9,00 6 135,00 C 135 ,r I35,i ,UU l. ,00 c V .00 c v 1.00 c • «1 r * 348,1- - 47,00 C 47,00 C 47,00 C 47.00 C 47,00 C 299,00 C 47,00 C 298,00 C 169,00 B 137,00 C 198.00 B 70.00 C m 73,00 C 73,00 C 371,00 C 233,00 C 5.491.00 j Nú, þegar veturinn er formlega genginn í garð og dagarnir styttast, hugsa margir með löngunar- fullum huga til sólríkra sumardaga. Margir reyna að þreyja veturinn með því að fara í ljós. Tilgangur flestra er að fá lit á hvítan kroppinn en sumir fara í ljós til að slappa af í hlýjunni og imynda sér að enn sé sumar. Hagsýni kannaöi verð á tíu tíma ljósakortum sem gilda í þrjá mánuði og verð á einum stökum tíma hjá tíu sólbaðsstofum á höfuðborgarsvæð- inu. Miðað var við tíma sem taka tuttugu mínút- ur. Rétt er þó að taka fram að flestar stofumar bjóða aðrar gerðir korta, t.d. hraðkort sem gilda í einn mánuð eða morgunkort sem gilda fram að hádegi. Slík kort eru iðulega ódýrari en kort sem gilda í þrjá mánuði. Mismunandi aðstaða Sólbaðsstofumar sem kannaðar vom heita: Aðalssólbaðsstofan, Garðasól, Sólbaðsstofa Reykjavíkur, Technosport, Guilsól, Sólbaðsstofa Grafarvogs, Sól Studio, Sólbaðsstofan Sælan, Kringlusól og Toppsól. Skýrt skal tekið fram að þjónusta og aðstaða á stofunum er mismunandi, t.d. bjóða sumar stof- umar, nudd, gufu, rafmeðferð og heita potta en aðrar hafa einungis sturtuaðstöðu. Ekki er tekið tillit til þessara þátta í þessari umíjöllun enda er hér einungis um verðkönnun að ræða. Aðalsólbaðsstofan Fyrst var kannað verð hjá Aðalsólbaðsstofunni sem reyndist vera með lægsta verðið á tíu tíma kortum ásamt tveimur öðrum stofúm. Tíu tíma kort kostar 3900 krónur hjá Aðalsólbaðsstofunni en því iylgja tveir fríir timar og má því í raun tala um tólf tíma kort. Stakur tími kostar 450 krónur fyrir hádegi og 480 krónur eftir hádegi. Á Aðalsólbaðsstofunni geta viðskiptavinir farið í vatnsgufubað. Sólbaðsstofan Garðasól í Garðabæ býður einnig tíu tíma kort á 3900 krónur en þar kostar stakur tími alltaf 470 krónur. Sólbaðsstofa Reykjavíkur býður viðskiptavin- um sínum einnig tíu tíma kort á 3900 krónur. Þar kostar stakur timi hins vegar 500 krónur. Dekurstund Sólbaðsstofan Technosport kemur næst í verðröðinni með tíu tima kort á 4100 krónur. Þar kostar stakur tími 490 krónur. Viðskipta- vinir Technosports geta átt sannkallaða dekur- stund þar því þeir geta farið í nuddpott og vatnsgufu að loknu ljósabaðinu. Á sólbaðsstofunni Gullsól kostar tíu tíma kort 4200 krónur og stakur tími 495 krónur. Viðskiptavinir Gullsólar geta einnig dekrað við sjálfa sig og farið í nuddpott eða gufúbað þar. Sól í Grafarvogi Næst í verðröðinni kemur Sólbaðsstofa Graf- arvogs. Þar kostar tíu tíma kort 4300 krónur og stakur tími 490 krónur. Grafarvogsbúar geta slappað af í gufubaði á Sólbaðsstofu Grafarvogs að loknu ljósabaði. Sólbaðstofan Sól Studio og sólbaðsstofan Sæl- an bjóða einnig tiu tíma kort á 4300 krónur en þar kostar stakur tími 500 krónur. Sól Studio býður námsmönnum afslátt af ljósatimum sín- um. Morgunverð Lestina reka siðan sólbaðsstofumar Kringlusól og Toppsól. Hjá Kringlusól kostar tíu tíma kort 4400 krónur og stakur tími 540 krónur. Þar geta viðskiptavinir skroppið í gufubað. Hjá Toppsól kostar tíu tíma kort hins vegar 4500 krónur. Stak- ur tími er á misjöfnu verði og fer verðið eftir þvi hvenær dagsins farið er í ljós. Til klukkan eitt á daginn kostar stakur tími 390 krónur, milli kl. 13 og 17 kostar hann 450 krónur og eftir kl. 17 kost- ar hann 500 krónur. Þeir sem ætla að fá lit á kroppinn eða bara liggja í hlýjunni i vetur ættu því að kanna verð hinna mismunandi sólbaðsstofa áður en lagst er i bekkinn. -GLM 10 tíma kort Stakurtími Hvað kostar að fara í Ijós? 540 450 4400 4500 * 450 til 480 390/450/500. Misjafnt eftir tíma dags Gólfráð Þótt gólfin séu farin aö láta á sjá er e.t.v. ekki nauðsynlegt að skipta um gólfefni. Ýmislegt má gera til að flikka upp á gömul gölfefni. Te á gólfið Lökkuð gólf og hvers konar tréverk má nudda með köldu tei. Rispur á gólfi Þegar þung húsgögn og heim- ilistæki eru færð úr stað skaltu klæða fætur þeirra í þykka sokka. Það kemur í veg fýrir að gólfin rispist. Upplyfting Endurlífgið gólf sem orðin eru blettótt með því að blanda brún- um skóáburði í gólfbónið og bera á blettina. Við þetta fær gólfið á sig gamaldags blæ. Gólfsprungur Hægt er að losna við marrið í gólfsprungum með því aö sópa talkúmdufti í gólfsprungumar eða drjúpa lími í þær. Rispurnar burt Með mjög fínni stálull sem dýft hefur verið í gólfbón má nudda rispur á gólfi burt. FABARM EUR03 Ein léttasta sjálfhlæða í heimi. Aðeins 2,8 kg. 12 ga. 3 skot 3choke 26“ hlaup. 4ra tommu irmerchoke fáanleg. 3ja tommu Magnum. ítölsk listasmíö í hæsta gæöaflokki Umboðsmenn um allt land Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð41, Rvík, sími 562-8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.