Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 Tölvustýrðir bílar: Bíllinn o vandinn Ekki er ástæða til að búast við stórkostlegum vandamálum í sam- bandi við bíla og bílaumferð þegar áriö 2000 gengur í garð. Líklegt er þó talið að einhverjir verði fyrir því að dyr bíla þeirra opnist ekki eða þá að bílamir fari ekki í gang eða sýni einhver önnur hilanaeinkenni. Rétt er að fólk spyrjist fyrir um hjá um- boðunum hér á landi hvort eða þá hvers sé að vænta i þessum efnum. Tækninefnd AIT, Alþjóðasam- bands bifreiðaeigendafélaga, hefur sent aðildarfélögum sínum um allan heim bréf. í því segir að vart þurfi að búast við alvarlegum umferðar- vandamálum vegna bíla sem stöðvast eða fara ekki í gang, ekki síst vegna þess að fáir verði akandi eftir kampavinsdrykkju nýársnæt- urinnar. Nánast allir bílar nú til dags em búnir tölvum og tölvuörgjörvum. Þar til á allra síðustu árum eða jafn- vel mánuðum hafa örgjörvar sem mæla tíma talið ártöl með tveimur tölum. Síðasta ár aldarinnar og áir- þúsundsins verður í þeim árið 99 en árið 00 munu þeir ekki telja sem nýtt ár heldur einfaldlega sem endi- mörk tímans eða heimsendi og stöðvast. Við það slokknar á þeim búnaöi í bílnum sem viðkomandi örgjörvi stjórnar, hvort sem það er kveikjan, bensíninnspýtingin, sjálf- skiptingin eða eitthvað annað. Tölvuþróun í bílum hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur aukist jafnt og þétt síðan. Tækninefnd AIT, Alþjóðasam- bands bUaeigendcifélaga, sendi þeg- ar í vor 30 helstu bUaframleiðend- um heimsins bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvers konar örgjörvar væru í bUum þeirra, hvaða búnaöi í bUunum þeir stýrðu, hvort búast mætti við alda- mótavanda og hvemig hægt væri að ráða bót á honum í tæka tíð. FÍB hefur sent sams konar fyrirspum tU allra bUaumboða hér á landi. 19 bUaframleiðendur hafa þegar svarað tækninefndinni og sagt að engin vandamál verði í þeirra fram- leiðslu. -SÁ Vélarstilling bílsins er einn af viðhaldsþáttunum: Sparar bensín og eykur öryggi BUeigendur ættu að hafa í huga að nauðsynlegt er að láta vél- arstUla bUinn með vissu mUibUi. Það er að segja ef hann er ekki alveg glænýr og enn í ábyrgðarskoöun hjá umboðinu því þá er m.a. fylgst með vélinni. Þeir sérfróðu menn sem DV hefur rætt við telja hæfUegt að fara með bUinn í vélarstUlingu á 15.000-20.000 kUómetra fresti. Gott er að láta stUla vélina á haustin þvi þá er hugað að kertum og plat- ínum, hleðsla mæld upp og ástand rafgeymis athugað. Stillingin minnkar með öðrum orðum hættuna á því að menn komi bUum sínrun ekki í gang í miklu frosti eða snjófjúki. Annar kostur er sá að vélarstiUing minnkar bensíneyðsluna. Hann einn ætti að vera nægUeg ástæða tU að huga að þessu at- riði. Þegar bUinn fer í stiUingu er svoköUuð vélarstiUingartölva tengd við bUinn. Hún greinir það sem úrskeiðis hefur farið og af- stiUst og mælir fyrir um hvað gera skuli tU úrbóta. Síðan er skipt um þá hluti sem þurfa endumýjimar við. Hér á síðunni fylgja nokkur verðdæmi um vélarstUlingu. í verðinu er öU vinna við stiUinguna og vinna við að skipta um þá hluti sem þarf að endurnýja. AUur efniskostnaður er utan við þessar tölur. Miðað er við meðalíjölskyldubU. Hvað kostar vélarstilling? 8.900 9.000 Toyota Bílastillingar Bílaskoðun Hekla Alm. Vélastilling og stilling bílaverkst. sf. Hvort borgar sig að kaupa gamalt húsnæði eða nýtt? Aukinn kostnaður upp á 70-80.000 krónur á ári - vegna viðhalds á gamla húsnæðinu Þegar fólk stendur frammi fyrir því að velja sér húsnæði er ein af stóru spurningunum sú hvort kaupa eigi nýtt eða gamalt. Mörg at- riði hafa sín áhrif, svo sem ýmsir umhverfisþættir. Hagkvæmnisjónarmið vega einnig þungt. Að sögn Stefáns Ing- ólfssonar verkfræðings má gera ráð fyrir að það kosti 70-80 þúsund krónum meira á ári að halda við gamaUi meðalstórri íbúð en nýlegri íbúð af sömu stærð. Vitaskuld er þetta ekki föst stærð því viðhalds- kostnaður fer eftir ástandi fasteign- ar og aldri. En þetta er tala sem hægt er að nota til að hafa ein- hverja viðmiðun. Hér á eftir fara nokkrir fróð- leiksmolar um atriði sem gott er að hafa í huga við húsakaup. Skipta má efnisþáttum steinhúss upp í þrjú tímabU, eins og sést á meðfylgjandi köku. Skammtíma- þættina getur fólk þurft að endur- nýja á 5-10 ára fresti. Þeir teljast allt að 10 prósent af verðmæti blokkaríbúðar. Þegar húsið er komið yflr ákveð- inn aldur eru miUitímaþættimir teknir í gegn. Þeir eru um 50 pró- sent af verðmæti húsnæðis og end- ast í 20-40 ár. Langtímaþættimir miðast við fokhelt hús. Þeir eru um 40 prósent af verðmæti hús- næðis og endast í 80-120 ár. Þessir þættir ganga úr sér á mismunandi tímum, eins og að ofan greinir. Ef keypt er gömul íbúð, þar sem búið er að endurnýja aUa miUiþættina, má líta svo á að upp undir helmingur eignarinnar sé nýr. Viðhald liggur á bilinu 1-2 pró- sent af verði eignarinnar á ári og af- skriftir eru um 1/2 prósent. Þá feUur viðhald á eldri húsum ekki tU jafnt og þétt tU heldur í stærri áfóngum. Einkum geta steypuskemmdir verið kostnaðar- frekar. Stefán sagðist þekkja dæmi Langtíma- þættir Grunnur, útveggir, berandi plötur og þak Endlng: 80-120 ár Huröir. lausir milliveggir, léttlr stigar, giuggar og gler, hita- og raflögn Endlng: 20-40 ár Endurnýjunartími húsnæðis . „ þess að fyrir 3ja herbergja íbúð hafi kostað 600 þúsund krónur að gera við blokk að utan. Nokkur dæmi væru um slíkan kostnað upp á hálfa miUjón fyrir íbúð af um- ræddri stærð. Ljóst er þvi að það er dýrt spaug að kaupa gamalt húsnæði sem kom- iö er á tíma hvað varðar umfangs- mikið viðhald. Pössum frostlöginn Nú er vetur genginn í garð með frostum og snjó og eins gott að gæta að frosUeginum á bíln- um. Guðmundur Kristófersson hjá Frumherja bendir á að ekki sé nóg að frostlögurinn þoli lág- markslrost. Frostlögur er líka tæringarvörn fyrir bílvélina, ekki hvað síst vélar sem steypt- ar eru úr áli, og til að hann gegni því hlutverki þarf hann að blandast vatni til helminga. Slík blanda þolir að öUu jöfnu 37 gi'áða frost og kemur í veg fyrir að kæligangar vélarinnar tærist og vélin skemmist eða hreinlega eyðUeggist. ís í bensíninu í kuldatíð og frostum er hætta á því að loftraki inni i hálftómum eða tómum bensín- geymi bUsins þéttist og frjósi síðan. Frosthrönglið getur borist inn í bensínleiðslumar, stíflað þær og valdiö slæmum gangtruUunum. FyUið því bíl- inn í hvert skipti sem bensín er keypt. Til vamar þessu er ráð- legt að blanda ísvara í bensíniö á haustin. Almennt er talið nægjanlegt að nota 0,2 lítra af isvara við þriðju hverja áfyU- ingu. Verslað með aleiguna Fasteignaviðskipti snúast oft- ast um aleiguna. Því er sjálfsagt að tryggja öryggi í þeim eins og unnt er. Skylt er nú samkvæmt lögum að nota ný eyðublöð í fasteignaviðskiptum. Þau eru söluumboð, söluyflrlit og yflr- lýsing húsfélags. Söluumboðið er skriflegur samningur milU seljanda fasteignar og fasteigna- sala um sölutflhögun eignarinn- ar. í söluyfirlit skal skrá ná- kvæmar upplýsingar um eign- arheimUd seljanda, stöðu allra áhvílandi veðskulda og lýsa eigninni, stærð hennar, aldri og ástandi, kvöðum, göUum, bygg- ingarefni og sérhverju opinbera mati o.s.frv. Fasteignamat Ekki átta aUir sig á hvað fast- eignamat í rauninni er. Það er í stuttu máli verkfæri til að mæla verðmæti fasteigna og miðast við líklegt söluverð fasteignar á frjálsum mai'kaði. Matið er not- aö sem stofh tU að leggja ýmis gjöld á eigendur fasteigna. Sveitarfélög nota fasteignamat- ið tU að leggja á eigendur fast- eignagjöld sem eru fasteigna- skattur, vatnsgjald og lóðar- leiga. Ríkissjóður notar það tU að ákveða eignaskatt, erfðafjár- skatt o.fl. Þinglýsingargjöld era einnig greidd af fasteignamati eins og það er við þinglýsingu kaupsamnings eða afsals. Auk þessa er fasteignamatið notað við ýmsa úrvinnslu vegna skipulags og áætlanagerðar og nú hin seinni ár sem viðmiðun við veðsetningu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.