Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1998, Side 32
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998
32
C-
Fréttir
Framsóknarmenn á Norðurlandi vestra:
Yfirlýsing
Stefáns kom
mjög á óvart
Nýja verslunarmiðstöðin á Egilsstöðum. Verslun Hraðkaups verður á mið-
hæðinni. DV-mynd Arndís
Hraðkaup aust-
ur á Hérað
DV, Akureyri:
„Það var algjör eining um það á
kjördæmisþinginu að fara próf-
•kjörsleiðina. Það er líka mín persónu-
lega skoðun að þegar menn standa
frammi fyrir því að velja nýjan mann
i þingsæti, eins og 2. sætið á lista okk-
ar er, þá sé prófkjörsleiðin sjálfsögð. Á
kjördæmisþingi vissu menn ekki ann-
að en að yfirlýsing Stefáns Guðmunds-
sonar um að hann hætti þingmennsku
í vor væri óbreytt," segir Magnús
Ólafsson, formaður kjördæmisráðs
Framsóknarflokksins á Norðurlandi
vestra.
Stefán Guðmundsson, annar þing-
maður flokksins í kjördæminu, lýsti
því yfir fyrir sveitarstjómarkosning-
amar í vor að hann myndi hverfa af
Alþingi í lok kjörtímabilsins og var
Stefán kosinn í sveitarstjóm nýja
sveitarfélagsins í Skagafirði. Strax að
loknu kjördæmisþingi Framsóknar-
flokksins á dögunum þar sem próf-
kjörsleiðin var ákveðin sagði Stefán
hins vegar að hann ætlaði að taka sér
frest áður en hann gæfi endanlega út
hvort hann hætti eða gæfi kost á sér
til þingmennsku áfram.
Framsóknarmenn biða spenntir eft-
ir þvi hvaða leik Stefán leikur í stöð-
unni. Niðurstaða hans mun eflaust
ráða miklu um hverjir gefa kost á sér
í prófkjörinu en frestur til að tilkynna
þátttöku rennur út í lok nóvember og
prófkjörið sjálft fer fram 16. og 17. jan-
úar á næsta ári. Páll Pétursson hefur
þegar lýst því yfir að hann sé tilbúinn
að leiða listann áfram en aðrir hafa
ekki gefið sig upp enn þá.
Þó er altalað að Herdís Sæmundar-
dóttir, oddviti framsóknarmanna í
sveitarstjóm í Skagafirði, sé „heit“
varðandi prófkjörið og taldar veruleg-
ar líkur á að hún fari fram. Aðrir, sem
nefndir em era Ámi Gunnarsson, að-
stoðarmaður Páls Péturssonar félags-
málaráðherra, sem er Skagfirðingur,
Sverrir Sveinsson á Siglufirði, Magn-
ús Jónsson á Skagaströnd og Elín R.
Líndal í V-Húnavatnssýslu.
Þær raddir heyrast sem segja að ef
Stefán Guðmundsson hefði lýst því
yfir á kjördæmisþinginu að hann
hygðist ekki draga sig í hlé hefði próf-
kjörsleiðin e.t.v. ekki verið ákveðin og
þess i stað ákveðið að „stilla upp“ á
listann með Pál í 1. sæti og Stefán í 2.
sæti. „Það að Stefán sagði eftir þingið
að hann ætlaði að hugsa málið betur
kom mjög á óvart og setur menn í
nokkum vanda þangað til hann tekur
sjáifur af skarið. Annars er kominn
tími til að breyta til, Páll hefur leitt
lista okkar í kjördæminu síðan árið
1979 og Stefán verið í 2. sæti jafnlengi
og þetta er orðið ágætt hjá þeim sam-
an,“ sagði viðmælandi DV úr röðum
framsóknarmanna í kjördæminu.
-gk
„Við höfum látið fara fram mark-
aðsrannsókn á svæðinu og teljum
þessa verslun eiga ágæta mögu-
leika,“ segir Jón Scheving hjá Hrað-
kaupi. Fyrirtækið gerði nýlega
samning við Bæjarás ehf. á Egils-
stöðum um leigu á jarðhæð í versl-
unarmiðstöð sem félagið á undir
Hraðkaupsverslun.
í versluninni, sem stefnt er að að
opna 1. desember, verður höfuðá-
hersla lögð á ferskar kælivörur, s.s.
ávexti, grænmeti og kjötvörur.
Einnig verður boðið upp fjölbreytt
úrval pakkavöru, meðal annars svo-
kallaðar gular vörur, þ.e. tilboðsvör-
ur sem eru á boðstólum í Bónusi og
Hagkaupi, og verða þær á sama
verði og í Reykjavík.
Húsnæðið er um 440 fermetrar og
verður gengið frá vamingi með það
að leiðarljósi að viðskiptavinir geti
lokið erindum sínum á sem
skemmstmn tíma. Verslunin verður
með langan afgreiðslutíma og er
áætlað að starfsmenn verði á bilinu
6-12. Verslunarstjóri frá Hraðkaupi
verður við stýrið til að byrja með,
eða þar til starfsmaður hefur verið
þjálfaður til að taka við starfinu.
Fyrir á Egilsstöðum er aðeins ein
matvöruvöruverslun sem Kaupfé-
lags Héraðsbúa rekur. Töluvert er
um að fólk í þéttbýlisstöðum 1 ná-
grenninu bregði sér í verslunarferð-
ir á Egilsstaði.
AÞ
Útvegsmenn
funda
áSögu
DV, Akureyri:
59. aðalfundur Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna
verður settur á Hótel Sögu kl. 14
í dag og stendur yfir i dag og á
morgun. Ýmis mál liggja fyrir
þinginu og verður auk af-
greiðslu þeirra efnt til sérstakra
umræðna um ýmis hagsmuna-
mál útgerðarinnar og erindi
flutt.
Að lokinni ræðu Kristjáns
Ragnarssonar formanns og
ávarpi Þorsteins Pálssonar sjáv-
arútvegsráðherra ræðir Friðrik
Már Baldursson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, um afkomu og
afkomuhorfúr sjávarútvegsins,
Jóhannes Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, ræðir
um haf- og fiskirannsóknir og
sjálfbæra nýtingu fiskistofna,
Guðmundur Kristjánsson út-
gerðarmaður kynnir tillögu að
menntastefnu LÍÚ, Magnús
Magnússon verkfræðingur
kynnir tillögu að umhverfis-
stefnu LÍÚ og Gunnar Steinn
Pálsson, GSP-Almannatengsl-
um, ræðir kynningar- og
fraeðslustarf samtakanna.
í fyrramálið verður efnt til
umræðna í þremur hópum og
rætt um kvótaþing og Verðlags-
stofú skiptaverðs, umhverfismál
og menntunarmál. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra flyt-
ur svo ræðu eftir hádegi sem ber
heitið „Hver stjómar fiskveið-
um í framtíðinni?“
-gk
Skólphreinsun Er stíflað?
Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baökerum og niðurföllum.
Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla.
Röramyndavél
til aö mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir.
Ásgeir Halldórsson
Sími 567 0530
CD Bílasími 892 7260 M\
V S1 Si rlFLUÞJÓNUSTH HJRRN 'mar 899 6363 • 554 619 r 9
F úr 1 jarlægi stífiur W.C, handlaugum, baðkörum og rárennslislögnum. ÍSD Röramyndavél til að ástands- skofta lagnir Dælubíll til að losa þrær og hreinsa plön.
FJARLÆGJUM STIFLUR
úr vöskum.WC rörum, baðkerum og niður-
föllum. Við notum ný og fullkomin tæki.
RÖRAMYNDAVÉL
til aö skoöa og staösetja
skemmdir í WC lögnum.
VALUR HELGASON
Æ 896 1100 «568 8806
www.visirJs
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Geymiö auglýsinguna.
Dyrasímaþjónusta
Raflagnavinna
ALMENN DYRASÍMA- OG
RAFLAGNAÞJÓNUSTA.
Set upp ný dyrasímakerfi og geri við
eldri. Endurnýja raflagnir í eldra
húsnæði
ásamt viðgerðum og nýlögnum. (
Fljót og góð þjónusta.
JÓN JÓNSSON
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Sími 562 6645 og 893 1733.
% Moldvarpan borar 50-70-120 og 150 mm göt og fyrir nýjum lögnum.
m Borun, brot og sögun Kjarnaborun - múrbrot steypusögun - malbikssögun.
w Vörubfll með krana * 3 tonna lyftigeta * 10 metra haf * 5 tonna buröargeta * 4 hjóla drif
A) THOR ofnar 5 ára ábyrgö á efni og framleiöslu. Þrýstiprófaöir viö 13 kg. Leitiö tflboða.
XkL. OFNASMIÐJA - REYKJAVÍKUR TWT Sími 511 5177 'H H* 1
STEYPUSOGUN
VEGG- OG GÓLFSÖGUN
KJARNABORUN
LOFTRÆSTI- OG LAGNAGOT
MURBROT OG FJARLÆGING
NYTT! LOFTPRESSUBILL. NYTT!
ALHLIÐA SMAGROFUPJONUSTA
ÞEKKING • REYNSLA • GOÐ UMGENGNI
SIMI 567 7570 • 892 7016 • 896 8288
Um IÐNAÐARHURÐIR
Eldvarnar- Öryggis-
hurðir hurðir
LOSUM STÍFLUR ÚR
Wc
Vöskum
Niðurföllum
O.II.
MEINDÝRAEYÐING
ÞJÓNUSTA
ALLAN
SÓLARHRINGINN
10 ÁRA REYNSLA
VÖNDUÐ VINNA
Allt arid!
TILBOÐ EÐA TÍMAVINNA
Sfmi 557 5556. Gsm 893 0613.
Bllaslml 853 0613.
•IJAUri HAUKSSON
Traktorsgröftir - Hellulagnir - Loftpressur
Traktorsgröfur i öll verk. Höfum nú
einnig öflugann fleyg á traktors-
gröfu. Brjótum hurðargöt, veggi,
gólf, innkeyrslur, reykháfa, plön o.fl.
Hellu- og hitalagnir.
Qröfum og skiptum um jarðveg í
innkeyrslum, görðum o.fl.
Útvegum einnig efni. Gerum
föst tilboð.
VELALEIGA SIMONAR EHF.,
SÍMAR 562 3070 og 892 1129.