Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Page 14
Nú í fyrsta skipti ^ fatahönrmn skóhönnun Þátttökuseölar fást í öllum verslunum Vogue, Völusteini og hjá umboösaöilum Husqvarna um allt land mUSTEINN erEiM o GOtnníMniP ° EMms GgíMlsiCSateaD ömgCig OKMSSONHF Sími 533 2800 NS-7 Hljómflutningstækii RxSÖWlRMS^útvarpsmaqnari með O. stööva minnii • Geislaspilari! Aöskilin bassi og diskant Stafræn tenging Tviskiptur hátalari (2-way) 80W Mini-disk spilari kostar kr. 49.900. (ékki: innifalið íí verði). NS-5! Héimabið 4x30W/ RMS-utvarpsmaqnanmieð 24' stöðva mihnil • 51 li.it.ilifraM 8 Geisláspiláril • Aðskilin bassi' ogj diskant « Stafræn tengi'ngi y uianuiu uluii luii lunyiuiji Tvískiptur hátali@lf'2:-waió^5^f imif:æ)lc(il s)k(ilpit:aLm>á1l Fyrir Michael Stipe minni if á hverjir eiga í hlut. Meðlímir R.E.M. eru hver af öðrum að verða fertugir. Þeir hafa verið f rokkinu í nær tuttugu ár og voru á tfmablii stærsta band veraldar ásamt U2. Út er komin þrettánda platan, „Up“, og enn á ný hafa orðið nokkrar stefnubrevtinaar Tram a í byrjun þessa áratugar lék allt í lyndi hjá R.E.M, Þeir voru ánægðir með tónlistma sína og út- gáfufyrirtækið, Wamer Brothers, var glatt með söluna á plötunum þeirra. Bæði „Automatic for the people“ og „Monster" fóm í yfir 10 miUjón eintökum, en svo ákváðu Remarar að breyta til og komu með þungt verk, „New adventures in Hi-fi“, sem fór ekki nema í 5 milljónum. Þetta þóttu plötukörlunum ekki góðar fréttir því þeir höfðu nýlega fjárfest í R.E.M. upp á 80 milljóna dala samning (145 vinningar úr síðasta lottóúrdrætti!). Hið klassíska mál; listrænt frelsi / ágóðavon, var því komið upp á teninginn og góð ráð dýr, því ekki er lengur í tísku að segja hljómsveitum hvað þær eiga að gera, þær em engir píparar sem má skipa að losa stíflur í eyr- um fólks með auðmeltanlegu eymakonfekti. R.E.M. fengu því enn að ráða ferðinni á nýju plöt- unni, en Wamer Brothers máttu velja hvaða lag færi á fyrstu smá- skífuna. Mógúlamir völdu lagið „Daysleeper", ekta R.E.M.-ballöðu sem ekki er ólík gömlum smellum eins og „Losing my religion" og „Everybody hurts“. Nú komu ís- lendingarnir Eiður og Einar Snorri inn í myndina og gerðu myndband við lagið. Enn á eftir að koma í ljós hvort töfrafingur Snorranna nægir til að nýja plat- an nái fyrri sölu. Ekki það að „Up“ sé eitthvað gufusoðið torf. Það er að vísu ekk- ert „Shiny happy people" á plöt- unni, en heldur ekkert „E-bow the letter", þungt lag sem R.E.M. settu á smáskífu fyrst af síðustu plötu. „Up“ er hæg plata, ballöður í veigamiklu hlutverki, og þó mað- ur grípi kannski ekki lögin í fyrstu hlustun er ekki langt í að melódíurnar fari að syngja I hausnum á manni. Þetta er semsé góð plata, fint R.E.M.-popp og ver- ið er að tékka á ýmsum nýjungum í útsetningum og hljóðfæranotk un, þótt yfirbragðið og sérstaklegc röddin í mann alltaf á Trommarinn hæt og reglurnar hvei Upphaf „Up“ má rekja síðasta vors þegar fjórmenmng arnir hittust í bústað Peters Buck gítarleikara á Hawaii. Þar voru stefnubreytingar ræddar og fengin sú niðurstaða að nýja plat- an ætti að verða skrítin og á ein- hvern hátt jökulköld. Talað var um meiri notkun á trommuheil- um, „lúppum", gervlum og tónröð- urum. Einnig var ákveðið að bandið myndi fylgja nýju plötunni eftir með 10 mánaða tónleikaferð. Þetta fór allt saman illa í Bill Berry trommara. Hann hafði fengið heilablóðfall á tónleikum '95 og leist illa á langt tónleika- ferðalag. Hann hafði smám saman verið að draga sig úr R.E.M. og unir sér hvergi betur en á sveita- bænum sínum í Georgia, svo það var kannski engin sprengitíðindi þegar hann sagði sig úr bandinu. Það er þó kaldhæðnislegt að „Up“ | /t j | • ] rSj ^T| Þegar Metallicamenn klipptu af sér makkann breyttist sándið því hárið hætti að slást við strengina. Þetta er alla vega kenning sem gengur í bílskúrun- um. Nú virðist hárið farið að vaxa á ný því þeir boða „kóver“plötu 23. nóvember, „Garage Inc.“, þar sem þeir taka lög eftir aðra í sínum útgáfum. Nóg verður fyrir Metallica-aðdá- endur að kjammsa á því platan verður tvöföld með 27 lögum. Að sjálfsögðu er Metallica helst í því að „kóvera" aðrar þungarokks- hljómsveitir, bæði gamlar og nýj- ar, og einnig fá inörg pönklög yf- irhalningu. Metallica tekur m.a. lög eftir Diamond Head, Black Sabbath, Discharge, Thin Lizzy, Lynard Skynard, Killing Joke, Anti-Nowhere League og fjögur lög með vinum sínum í Motor- head. Sérkennilegasta „kóverið" er Metallica-útgáfa af gömlu Nick Cave-lagi, „Loverman". 14 f Ó k U S 30. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.