Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 28
b í ó
Bíóborgin
The Horse Whlsperer Bók Nicholas
Evans hlaut misjafnar viótökur og var annars
vegar lofuð sem glæsilegt meistaraverk og
hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft-
bóla. Myndin brúar að mfnu mati biliö, og
kannski má kalla hana fallega ioftbólu. -ge
, Bíóhöllin/Saga-bíó
Wrongfully Accused
★★ Myndir Leslie
Nielsen eru farnar
að verða svona dálft-
ið eins og Spaug-
stofan, þreyttar en
enn þá færar um að
kitla upp magahlátur
á góðum stundum. Ef þú ert nægilega skilyrt
f aulahúmor þá má vel skemmta sér yfir þess-
ari þvælu. -úd
Prlmary Colors ★★★ Mike Nichols hefur búið
til snjalla og góða kvikmynd sem er beitt í ádeil-
unni á atvinnufólk I pólitfkinni, hefur góðan
húmor og er skemmtilega kræf og laus við for-
dóma. Það er ekki rangt að draga þá ályktun að
fyrri hluti myndarinnar sé aö miklu leyti byggð-
ur á framboði Clintons árið 1992. -HK
Háskólabíó
Smálr hermenn ★★ Eina ferðina enn er það
brúðuhönnuðurinn og brellumeistarinn Stan
Winston sem stendur með pálmann í höndun-
um þvf eina merkilega og skemmtilega í annars
einhæfri ævintýramynd eru sköpunarverk Win-
stons. Leikstjórinn Joe Dante, þekktur hryll-
ingsmyndaleikstjóri á árum áður, hefur fengist
við sams konar atriöi og f Small Soldiers, en
hefur gert betur. -HK
Danslnn ★★★
Ágúst Guðmundsson
með sina bestu kvik-
mynd frá því hann
gerði Með allt á
hreinu. Áhrifamikil
saga sem lætur eng-
an ósnortinn. Vel
gerð og myndmál
sterkt. Oft á tíðum
frumleg þar sem
dansinn dunar í forgrunni og eða þakgrunni
dramatískra atburða. Leikarar í heild góðir og
ekki hallað á neinn þegar sagt er að Gunnar
Helgason, Pálína Jónsdóttir og Gísli Halldórs-
son séu þest meðal jafningja. -HK
BJörgun óbreytts Ryan ★★★★ Strfð í sinni
dekkstu mynd er þema þessa mikla kvik-
myndaverks. Stórfenglegt þyrjunaratriði gæti
eitt sér staðið undir ómældum stjörnufjölda,
en Steven Spielberg er meiri maður en svo að
hann kunni ekki að fylgja þessu eftir og í kjöl-
farið kemur áhugaverð saga um björgun
mannslífs, saga sem fær endi f öðru sterku
og löngu atriöi þar sem barist er gegn ofurefl-
inu. -HK
Sporlaust ★★★ Leikararnir skila sínu og
sögufléttan er að mestu f anda góðra
spennumynda. Þó er að finna slæmar holur
f plottinu sem eru leiðinlegar fyrir þá sök að
auðvelt hefði verið að komast hjá þeim.
Þessir hnökrar spilla þó tæplega miklu og
myndin ætti ekki að valda vonbrigðum. -ge
Paulie ★ Einkennileg mynd sem virðist hvorki
fyrir börn né fullorðna, kannski vegna þess
að hún reynir að gera öllum aldurshópum til
hæfis. Brandararnir missa flestir marks og
tilvistarkrísur páfagauksins eru ekki þess
eðlis að þær veki áhorfandann til samúðar.
-ge
Kringlubíó
a Fjölskylduglldran **i Sumar sögur eru svo
vel byggðar upp og skemmtilegar aö ekki er
hægt að eyðileggja þær og þessi ágæta út-
gáfa af tvfburunum sem skipta um hlutverk er
skemmtileg og notaleg þó búið sé að troða
inn á hana misgóðum rokklögum sem ekkert
hafa með myndina að gera, hún stendur alveg
fyrir sínu án þeirra. -HK
A Perfect Murder **i Andrew Davis, leik-
stjóri A Perfect Murder, ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er hæstur þvf að fyrirmyndin,
Dial M for Murder (1954), telst ekki til bestu
mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó
ágætis afþreying sem kemur stundum
skemmtilega á óvart. -ge
Töfrasverðlð ★★ Þetta er ekki fyrsta og örugg-
lega ekki síðasta kvikmyndin þar sem Arhur kon-
ungur, riddarar hans við hringborðið og sverðið
Excalibur koma við sögu. Það sem greinir
Töfrasverðið frá öðrum er að hún er teiknimynd,
V en stendur ekki undir samanburði viö það besta
sem komið hefur f þessum flokki. Islenska tal-
setningin er góð. -HK
Laugarásbíó
The Truman Show ★★★TheTruman Shower
t enn ein rós f hnappagat Peters Weirs. Hún er
ekki besta kvikmynd hans en á meðal þeirra
bestu, virkilega góö og áleitin kvikmynd sem
byggð er á snjaliri hugmynd. Jim Carrey hefur
hingað til tekist best upp f försum en sýnir hér
agaðan leik f erfiðu hlutverki þótt ekki verði úr
nein snilld. -HK •*
Brían De Palma man eflir morðinu á Kennedy eins
og það hefði verið framið í gær. Þetta hefur sést
á nokkrum mynda hans og spilar nokkra sullu
í þeirri nýjustu, Snake Eyes. ^
bíódómur
Regnboginn
Halloween: H20
■
il
Lelkstjórn: Steve Miner. Handrlt: Robert
Zappia og Matt Greenberg. Kvlkmyndataka:
Daryn Okada. Tónlist: John Ottman. Aðalhlut-
verk: Jamie Lee Curtis, Adam Arkin, Adam
Hann-Byrd, Michelle Williams og Josh
Harnett.
Mér til stanslausrar gleði og
ánægju er hrollvekjan öll í upp-
sveiflu um þessar mundir og það
rétt í því að illviljaðir menn spáðu
henni skjótum dauða. Heil
gúmma af hrollvekjum hefur þeg-
ar komið fram og gert góða hluti
og önnur er væntanleg á næsta
ári. Það má kannski segja með
einhverjum rétti að upphafið hafi
verið framhaldsmynd af svipuðu
tagi og sú sem hér er til umfjöll-
unar því vissulega átti nýr prófíll
og nýtt yfirbragð Nýjustu martað-
ar Wes Cravens (1994) ríkan þátt
í þeirri uppsveiflu sem hrollvekj-
an nýtur nú. Sú mynd var einmitt
sú sjöunda í seríunni, rétt eins og
H20 er sjöunda Halloween-myndin
og tekur sér ákveðin bessaleyfi
gagnvart því sem á undan var
komið. Númer sex átti reyndar að
hleypa nýju lífi í röðina en þótti
ekki takast sem skyldi (þ.e. mis-
takast herfilega).
H20 gefur strax nýjan tón með
mun virðulegra og næstum hlýrra
yfirbragði en fyrri myndimar. í
stað grárra lita sem gáfu næstum
svarthvíta áferð í fyrri myndun-
um eru nú komnir hlýir gulir lit-
ir, enda gerist myndin að þessu
sinni í sumarlandinum Kalifom-
íu, þangað sem Laurie (Jamie
Lee Curtis) er flutt, búin að
skipta um nafn, eignast son og
verða skólastýra í einkaskóla.
Hún er enn ofsótt af martröðum
um bróður sinn og drekkur helst
til mikið en hefur að öðru leyti
skapað sér hið ágætasta lif. Mich-
ael Meyers á að hafa dáið í bruna
í Halloween 2 (hinum framhöld-
unum er sleppt, kannski voru þau
bara martraðir Laurie?) en líkið
fannst aldrei.
H20 er smart og skemmtileg án
þess að vera þessi háparódíska
hrollvekja sem Scream-myndimar
em. Líkt og hæfir nútímalegri og
virðulegri ímynd er hryllingurinn
allur með nýju yfirbragði, meiri
áhersla lögð á kjark og þor í
ómögulegum aðstæðum og þrátt
fyrir að blóðgusur og útlimamiss-
ir séu enn til staðar þá nálgast
myndavélin slíkt á annan hátt en
áður. Þetta eru hrollvekjur um og
fyrir nútímaunglinga, fólk sem
hefur séð öll gömlu trikkin og
heimtar ný.
Úlfhildur Dagsdóttir
L.A. Confldental: Kevin Spacey
í hlutverki spillts lögreglumanns.
áratugurinn
vínsæl
Sjötti áratugurinn 1950-1960 hef-
ur haft mikið aðdráttarafl fyrir
kvikmyndagerðarmenn og lifað
lengi í minningunni og allt frá 1960
hafa verið gerðar óteljandi kvik-
myndir sem látnar eru gerast á
sjötta áratugnum, mismunandi
kvikmyndir að gerð og gæðum, sú
nýjasta er Pleasantville sem er vin-
sælasta kvikmyndin í Bandaríkj-
unum um þessar mundir. Margar
úrvalsmyndir gerast á sjötta ára-
tugnum. Nokkrir gagnrýendur í
Bandaríkjunum tóku sig til og
völdu tíu hestu kvikmyndirnar
sem gerðar eru eftir 1960 og eiga
það sameiginlegt að gerast allar á
árunum milli 1950 og 1960.
1. The Last Picture Show 1971
Leikstjóri: Peter Bogdanovich
2. L.A. Confidental 1997
Leikstjóri; Curtis Hanson
3. Big Night 1996
Leikstjóri: Stanley Tucci og Campbell Scott
4. My Favorite Year 1982
Leikstjóri: Richard Benjamin
5. Diner 1982
Leikstjóri: Barry Levinson
6. Quiz Show 1994
Leikstjóri: Robert Redford
7. The Buddy Holly Story 1978
Leikstjóri: Steve Rash
8. Grease 1978
Leikstjóri: Randal Kleiser
9. I.Q. 1994
Leikstjóri: Fred Schepisi
10. Back to the Future 1985
Leikstjóri: Robert Zemeckis
Brian De Palma man eins og
það hefði gerst í gær hvar hann
var og hvað hann var að gera þeg-
ar John F. Kennedy var myrtur:
„Ég hafði boðið út ungri stúlku
sem mér leist vel á. Hún var
skólafélagi og efnileg leikona, Jill
Clayburgh. Við vorum að ganga
eftir götu í Bronxville (New York)
og sáum fréttir af morðinu á sjón-
varpsskermi í búðarglugga."
Morðið hafði mikil áhrif á
DePalma og segir hann engan at-
burð á sinni ævi hafa haft jafn-
djúp áhrif á sig. Þessi áhrif má sjá
í kvikmyndunum Greetings, Blow
Out og nýjustu kvikmynd hans,
Snake Eyes, en hann segir morðið
á Kennedy hafa haft bein áhrif á
gerð hennar.
Brian De Palma fæddist í
Newark 11. september 1940. Faðir
hans var skurðlæknir og í fyrstu
ákvað De Palma að feta i fótspor
foður síns og innritaði sig f Col-
umbia háskólann með það í huga.
Hann fékk þó fljótt áhuga á leik-
list og skipti um deild. í kjölfarið
keypti hann 16 mm kvikmyndavél
og var iðinn við að fá félaga sína í
leiklistardeildinni til að leika í
stuttmyndum sem hann gerði í
tíma og ótima. Þessar stuttmyndir
gerðu það að verkum að hann gat
farið að safna peningum í sínar
fyrstu kvikmyndir, The Greetings
og The Wedding Party. Það tók
tvö ár að undirbúa og gera The
Wedding Party. Fór svo að hann
kvikmyndaði hana á strætum
New York borgar og kostaði
myndin 43.000 dollara (3,5 milljón-
ir króna). í aðalhlutverkum voru
Jill Clayburgh og Robert De Niro
og var The Wedding Party fyrsta
kvikmyndin sem þau léku í. De
Palma hélt áfram að senda frá sér
ódýrar kvikmyndir og það leynd-
ist engum að hann leitaði í smiðju
Alfreds Hitchcocks í sinni kvik-
myndagerð. Stökkið kom 1976 þeg-
ar hann sendi frá sér Carrie, sem
Myndir Brian De Palma
• Greetings 1968 • The Wedding
Party 1969 « Hi Mom 1970 9 Sisters
1973 ° Phantom of the Paradise 1974
• Obsession 1976 > Carrie 1976
• The Fury 1978 Home Movies 1980
• Dressed to Kill 1980 Blow Out
1981 • Scarface 1983 • Body Double
1984 • Wise G'uys 1986 -->The
Untouchables 1987 ■> Casualties of
War 1989 • The Bonefire of the
Vanities 1990 • Raising Cain 1992
• Carlito's Way 1993 « Mission:
Impossible 1996 ’ Snake Eyes 1998
gerð var eftir skáldsögu Stephens
Kings. Með þeirri kvikmynd
skapaði hann sér nafn og var í
fyrsta en ekki síðasta skipti sak-
aður um óþarfa blóðbað og of-
beldi.
Brian De Palma hefur alltaf
staðið fast á sínu, farið eigin leið-
ir hvað sem aðrjr segja og er tal-
inn meðal sjálfstæðustu leikstjóra
í Hollywood. Myndir hans hafa
farið fyrir brjóstið á mörgum og
hann hefur hvorki verið í náðinni
hjá áhorfendum né gagnrýnend-
um í gegnum tiðina en ávallt þeg-
ar hann er með allt niður um sig
kemur hann með stórvirki og fylg-
ir því jafnan eftir með mynd sem
er gagnrýnd jafnharkalega og sú
fyrri var lofuð. Dæmi um þetta er
hin rómaða The Untouchables
sem hann fylgdi einni mynd síðar
eftir með The Bonfire of Vanities,
sem var rökkuð niður af öllum
sem um hana skrifuðu. Það má þó
segja að síðustu kvikmyndir De
Palma eru jafnari að gæðum og
hafa sýnt það besta sem býr í hon-
um.
Brian De Palma er þrígiftur og
hefur jafnoft skilið. Fyrsta eigin-
kona hans var leikkonana Nancy
Allen, næst í röðinni var fram-
leiðandinn Gale Anne Hurd og
saman eiga þau dótturina Lolitu
og þriðja eiginkona hans er Darn-
ella De Palma. Eiga þau saman
dótturina Piper. Það hjónaband
dugði í sjö mánuði.
Brian De Palma og Nicholas Cage
við tökur á Snake Eyes.
Þetta eru
hroflvekjur
um og fýrír
nútímaungiinga
fólk sem hefur
séð öli gömlu
trikkin og
heimtar ný.“
f ó k u s
23. október 1998
i
28