Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 dv Fréttir Góður hagn- aður Skag- firðings DV, Skagafirði: Eitt hundrað og fimmtíu milljóna króna hagnaður varð af rekstri Fisk- iðjunnar Skagfirðings á síðasta rekstrarári. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem rekstrarárið er það sama og fískveiðiárið eru niðurstöðutölur ekki sambærilegar við fyrra ár en ljóst að útkoman er betri en vonir stóðu til fyrir fram. Alls námu tekjur tæplega 2,2 millj- örðum króna en gjöld tæplega 1,7 miiljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 506 milljón- um króna. Fiskiðjan gerði út flmm skip á árinu og voru úthlutaðar afla- heimildir í byijun þessa veiðiárs alls 15.084 tonn. Framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar/Skagfirðings er Jón Frið- riksson. -ÖÞ Þóra Bragadóttir, formaöur Ferða- málasamtaka Suðurnesja, og Magnús Oddsson ferðamálastjóri klippa á borðann í tilefni af heils árs opnun Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferða- menn f Leifsstöð. DV-mynd Arnheiður Leifsstöð: Upplýsinga- miðstöð opin allt árið DV, Suðurnesjum: Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verður nú í fyrsta sinn opin ailt árið. I tilefni þess að um fyrstu vetraropnun er að ræða var formleg athöfn á staðnum á dögunum. Ferðamálasamtök Suður- nesja í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila á Suðumesjum hafa rekið upplýsingamiðstöðina yfír sumar- mánuðina frá árinu 1991. Það eru sveit- arfélög og Byggðastofhun sem hafa fjár- magnað reksturinn en á síðustu árum hefur fjárveitingavaldið komið að þessu með styrkjum til landshluta. Nú í ár kom bein fjárveiting til Ferðamálasamtaka Suðumesja og Ferðamálaráðs íslands sameiginlega til reksturs Upplýsingamiðstöðvar i Leifs- stöð. Upplýsingamiðstöð þessi er fyrir allt landið þannig að upplýsingamar miðast ekki eingöngu við Suðumes. Um 90% allra erlendra ferðamanna koma til landsins í gegnum Leifsstöð og það ger- ist æ algengara að fólk komi á eigin veg- um, því er þessi miðstöð nauðsynleg. Formaður Ferðamálasamtaka Suður- nesja er Þóra Bragadóttir og ferðamála- fúlltrúi er Johan D. Jónsson. -AG 7 þitt tækifæri Beint fraktflug til/frá Boston Beint fraktflug er hagkvæmasta og árangursríkasta leiðin fyrir innflytjendur sem vilja fullnægja kröfum nútímans um skjót viðbrögð og hraða í vöruflutningum á milli íslands og austurstrandar Norður-Ameríku. Fraktvél Flugleiða flýgur alla sunnudaga til og frá Boston. Fraktflug með áætlunarvélum Flugleiða frá Minneapolis, New York, Boston, Baltimore, Orlando og Halifax í Nova Scotia í Kanada. Yfir 30 ferðir í hverri viku! Hafðu samband við sölumenn í síma 50 50 401 . FLUGLEIÐIR F R A K T i Nú fer hver að verða síðastur að fá sér viðargólf með 25% afslætti o o Fákafeni 9 Símar 588 1717 og 581 3577 Umboðsmenn um allt land Teppaland GÓLFEFNI ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.