Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
11
Akraneskaupstaður:
Minni lántökur
DV, Akranesi:
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstað-
ar fyrir 1999 var lögð fram til fyrri um-
ræðu í bæjarstjóm Akraness 17. nóv-
ember. Síðari mnræða verður 8. des-
ember.“ Áætlað er að tekjur hækki um
tæp 5% og verði 867 milljónir króna.
Heildarrekstrargjöld á næsta ári em
áætluð 748,7 m.kr. Af rekstrarliðum
taka skólamálin mest til sín, 323,7
m.kr. eða 43,2% af rekstrargjöldum.
Félagsþjónusta 135,0 m.kr. eða 18,0%
og æskulýðs- og íþróttamál 69,7 m.kr.
eða 9,3% . Mjúku málaflokkamir taka
því tíl sín samtais 528,4 m.kr. eða
70,5% af rekstrarútgjöldum," sagði
Gísli Gíslason bæjarstjóri við DV.
„Samanburður rekstrargjalda milli
ára er að svo stöddu erfiöur m.a. vegna
uppgjörs á starfsmati á síðasta ári og
nokkurra annarra atriða, en ijóst er að
laun og launatengd gjöld nema um
63% af rekstrarkostnaði. Þeir liðir
hækka um 4% strax 1. janúar nk. Þeg-
ar rekstrargjöld hafa veriö dregin frá
tekjum em um 118 m.kr. eftir til ráð-
stöfúnar eða um 13% af tekjum og eft-
ir aö greiddir hafa verið vextir og af-
borganir standa eftir um 26,9 m.kr.
Þegar búið er að taka tillit til gjald-
færðrar og eignfærðrar fjárfestingar er
áætluð lántaka 53,4 m.kr. sem er um-
talsvert lægra en nokkur undanfarin
ár. Það hefur í för með sér niður-
greiðslu lána um 33,7 m.kr.
Óvissa er varðandi rekstrarframlag
til Dvalarheimilisins Höfða en verið er
að vinna að áætlun fyrir heimilið.
Stærsta framkvæmdin á næsta ári er
áframhaldandi undirbúningur við
grunnskólana vegna einsetningar og
lagningar slitlags á Leynisbraut, Still-
holt og Hafnarbraut," sagði Gísli. -DVÓ
Sauðárkrókur:
Nýr vinnustaður fatlaðra
DV, SkagaindL
Nýendurbætt húsnæði sem fatlaðir
á Sauðárkróki munu nota i framtíð-
inni var formlega afhent Svæðisskrif-
stofú um málefni fatlaðra á Norður-
landi vestra fyrir skömmu. Húsnæðið
er í eigu Kaupfelags Skagfirðinga og sá
það um gagngerar endurbætur sem
gerðar voru með þarfir fatlaðra í huga.
Þær hófúst snemma í sumar.
Svæðisskrifstofa fatlaðra hefúr tekið
húsnæðið á leigu til nokkurra ára. í
því verður þríþætt starfsemi. Þar verð-
ur æfingaaðstaða, endurhæfing og
vinnuaðstaða fatlaðra. Sveinn Allæi
Mortens, forstöðumaður skrifetofúnn-
ar, sagði að þetta nýja húsnæði væn
bylting fyrir þá 25-30 einstaklinga sem
daglega sæktu í þjónustumiðstöðina.
Hún hefúr undanfarin ár verið á
þriðju hæð í húsnæði kaupfelagsins
við Ártorg. Það húsnæði var orðið
alltof lítið fyrir þessa starfsemi. Sveinn
Alian sagðist afar ánægður með nýja
húsnæðið sem væri um 170 m að
stærð. í því eru tvær stórar vinnustof-
ur, eldhús, boröstofa, hvíldarherbergi
ásamt snyrtingum. Hann færði for-
svarsmönnum kaupfélagsins þakkir
fyrir að hafa staðið að endurbótum á
húsnæðinu af sérstökum myndarbrag.
Ámi Ragnarsson, arkitekt á Sauðár-
króki, hannaði breytingamar. -ÖÞ
Fulltrúar fatlaðra við athöfnina. Frá vínatri: Aðalheiður Bára Steinsdóttir,
Steinar Þór Bjömsson og Sigríður Effa Eyjóffsdóttir. DV-mynd Öm
¥ ¥ * * *
Fegxtröai samkeppni f Islands
Hérra Island
*
lliL "
V
¥ *%
I •#
f'
.BRQADWi
K.ryitdui* *
hi i < lati way
! lail.udag'im.
c - vumhei' ^
BnrúJi vic uetsr. kl. 19:30.
Kvnmr:
Bjanu Oiatu:‘(ruðinundsson. ¥
M itseðilí:
■ i»niiykkiu‘: ¥
(bo(» Ho) Idverslunai'
Kaví - »• Karlssonar. *
Glæs:'r-odsta uiaðborð ^
ianosi;. meo urvali
ai k if sk pasta-
o|J' o' isrettum.
Kfi '. r* ttir, «.
fjóiiiir ; oav tegundir.
Skemmriatriði; ¥
' aan .■ kafiar úr
ABB.. svuingunni. *
Daiisiit.1 ioi itndir stjorn
K-iUn Hiui.
Ý
Vevd kr. ‘.Sd'. :.9óO ettir kl. 21:30.
Fegurðarsamkeppni íslands þakkar eftirtöldiun aðálnm:
FACE
ŒCWAm
GuðmuDdur HenBaosaoa
úrsmiður
Canon
KARL
KARLSSON
^taésio.
GoodLife
Bralarvcgs
Fréttir
Flateyri, ísaQaröarbæ:
Náðhús vefst fyrir
bæjarapparatinu
DV; ísafjarðarbæ:
Við tjaldstæöið á Flateyri stóð
eitt sinn veglegt náðhús sem eyði-
lagöist í snjóflóðinu árið 1995. Allar
götur síðan hefúr engin aðstaða ver-
ið fyrir tjaldstæðisgesti til að gera
þarfir sínar, önnur en opin svæði
eða húsagarðar í nágrenninu.
Flateyringurinn Siguröur Haf-
berg hefúr haft af þessu miklar
áhyggjur og lagði til að kamri yrði
fúndinn staður i íþróttahúsinu og
það fellt inn í lokafrágang hússins.
Sagði Sigurður að það heföi hentaö
mjög vel þar sem húsið er alltaf
vaktað. Ekki fúndust þá þau 500
þúsund sem herlegheitin áttu að
kosta svo áfram sat við það sama. í
sumar ítrekuðu kamaráhugamenn á
Flateyri óskir um úrbætur og höfðu
menn þá í huga leigu á færanlegum
kamri, en ekkert gerðist. Að sögn
Sigurðar var ástæðan sögð sú að
það vantaði líka slíkt hús á Suður-
eyri og vafðist kostnaður þá fyrir
bæjaryfirvöldum. í framhaldi af því
rituðu íbúasamtök á Flateyri bæjar-
yfirvöldum bréf, þar sem þau buð-
ust til að lána sveitarfélaginu pen-
inga til að koma upp náðhúsi. Sig-
urður segir að því bréfi hafi enn
ekki verið svarað og bjóst hann því
við að íbúasamtökin ítrekuöu boð
sitt svo skítakamarinn komist inn í
fjárhagsáætlun bæjarins. Blaðinu er
þó kunnugt um að bréfið var tekið
fyrir á fúndi menningamefndar 15.
október, þar sem frumkvæðinu var
fagnað og mælt með að viöræður
yrðu teknar upp við Flateyringa.
-HKr.
Vönduð
dagatöl og jólakort
í miklu úrvali.
Sérmerkt fyrir þig
Nýjar víddir
í hönnun og útgáfu
Snorrabraut 54 ©531 4300 Q 561 4302
RÆSTINGAR
FYRIRTÆKJA
RÆSTINGAR
STOFNANA
RÆSTINGAR
HEIMILA
jtíkk Arnarberg ehf.
Fossháls 27 • Draghálsmegin
Slmi 567 7557 • Fax 567 7559
• MYNDBANDSTÆKI
• SJÓNVÖRP
• TÖKUVÉLAR
• FERÐATÆKI MEÐ GEISLA
• ÚTVARPSVEKJARAR
• HLJÓMTÆKI OFL.