Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 12
12 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 Spurningin Á að gera nýja kvikmynd um Keikó? Lilja Björgvinsdóttir: Já. Bent Anderssen, 8 ára: Já. Eyjólfur Kolbeinsson: Já. Erna Tönsberg nemi: Já, alveg tví- mælalaust. Védis Sigurðardóttir nemi: Nei, ég held ekki. Ásta Sóllilja Snorradóttir nemi: Já, af hverju ekki? Lesendur Sjómannaafsláttu r- inn verður að víkja Helgi Kristjánsson skrifar: Landsmenn hafa nú um hríð fylgst með skrifum og umræðum um sjómannaslátt- inn alræmda, sem sífellt skýt- ur upp í þjóðmálaumræðunni með vissu millibili. Núna er einu slíku tímabili að ljúka. Ég segi „ljúka“, því aldrei eru nein viðbrögð gegn þessu óréttlæti gagnvart almennum skattgreiðendum af hálfu ráðamanna. Það er líka þess vegna sem umræðunni skýtur upp aftur og aftur. - Nú síðast í vikunni sem leið var næst- um allur þáttur Þjóðarsálar á rás 2 lagður undir þetta af þeim sem inn hringdu. Mátti stjórnandi þáttarins hafa sig allan við til að lægja rostann í sjómönnum sem hringdu inn og leiðrétta þá að því leyti að þeir töldu skattaafslátt sinn ekki bitna á neinum öðrum þjóðfélagsþegnum. Auðvitað er sjómannaafslátt- urinn ekkert annað en tímaskekkja. Sjómenn hafa þær tekjur að þeim er ekkert að vanbúnaði að greiða sinn skatt að fullu líkt og aðrir launþeg- ar. Fjarvera frá heimili er ekkert meiri en annarra sem þurfa vinnu sinnar vegna að vera að heiman, t.d. í útilegu sem flugliðar, eða sendir til annarra landa í ýmis verkefni. Vinna á sjó er erfiðari en í landi, það skal játað. Þaö er ekki sama að „Aðbúnaður og aðstæður í skipum eru orðnar frábærar miðað við það sem tíðk- aðist.“ - Vinnustaðafundur um borð í togaranum Snorra Sturlusyni. menn líka betri laun. Og það er í góðu lagi. En þetta þýðir ekki að sjómenn eigi að fá afslátt á sköttum. Þótt ríkisvaldið hafi skapað þessa óhæfu á sínum tíma gegnum samn- ingaferli er engin afsökun fyrir rík- ið að hafa ekki afnumið sjómanna- afsláttinn með reglugerðarbreyt- ingu. Þá hafa sjómenn sagt að eitt- hvað verði að koma í staðinn! Því þarf eitthvað að koma „í staðinn"? vinna á sléttu gólfl eða i skrifborðs- ^ Þeir myndu einfaldlega fá sömu stólnum og að stíga ölduna á skips-'" stöðu og við hin. Flóknara er málið fjöl. Aðbúnaður og aðstæður í skip- ekki. Vilji útgerðarmenn gera eitt- um eru orðnar frábærar miðað við hvað fyrir sína starfsmenn á sjó þá það sem tíðkaðist. Þess vegna fá sjó- geta þeir gert það. Alveg óháð rikis- valdinu og okkur launþegum öðrum í landinu. Á meðan engin breyting er hér á borgum við, launþegar í landinu, þennan sjómannaafslátt fyrir sjómenn. Forsvarsmenn sjómanna hafa far- ið í felur vegna umræðunnar um skrípaleikinn á lóðsbátunum og víð- ar þar sem skráming á þá báta er fölsuð til að landkrabbar njóti sjó- mannaafsláttar. Forysta sjómanna er því ómarktæk. í þessari stöðu er ekkert annað að gera en að afnema sjómannasláttinn. Fjánnálaráðherra er þess umkominn einn og óstuddur. Og skyldi ríkissjóði af veita? Blátl Sunnudagsleikhús Ung móðir skrifar: Það vekur hneykslun mína, svo vægt sé til orða tekið, að ég sqm ís- lenskur skattgreiðandi, og þar af leiðandi skyldug til að greiða fyrir dagskrá Ríkissjónvarpsins, skuli þurfa að greiða fyrir svo sorglega dagskrá þess, sem var opin í fjöl- skylduboði hjá mér og manni mín- um. En ungmennum á aldrinum 6-10 ára var leyft að horfa á sjón- varpið á meðan foreldrar sátu og spjölluðu. Um var að ræða hið svo- kallaða Sunnudagsleikhús sem ætti þó að vera fyrir alla fjölskylduna, en var hreint og beint BLÁTT.. Gróf atriði í þessum þætti voru hreint ekki viðeigandi og ótrúlegt að foreldrar skuli ekki hafa verið varaðir við þessum dagskrárlið. Að við skulum vera að borga fyrir svona lagað er hreint ótrúlegt. Dagskráin er ekki til að hrópa húrra fyrir og er alveg sérstakt að á hana sé horft á mínu heimili. Það vekur enn meiri undrun mína að þrátt fyrir að vera skyldug til að borga af þessari sjónvarpsrás þá er auglýsingatíminn eflaust helmingur af kvölddagskránni. Millilandasiglingar til og frá Þorlákshöfn Séð yfir Þorlákshöfn. - Er þar framtfðarhöfn fyrir farþegasiglingar til og frá landinu? Björn Björnssort skrifar: Það hefur verið í fréttum að portúgalskt fyrirtæki hefur samið um að hefja reglulegar siglingar til og frá Þorlákshöfn. Þessar ferðir eru raunar hafnar nú þegar og flyt- ur skipið saltfisk sem aðalfarm héð- an. Siglingamar héðan em að vísu með viðkomu í Noregi en þetta er atburður sem við íslendingar ætt- um að fylgjast betur með. Verið er að bæta alla aðstöðu í Þorlákshöfn fyrir vömmóttöku þar, ásamt aðal- tollhöfn sem þýðir að þarna er kom- inn staður þar sem bein samskipti við útlönd verða með tilkomu er- lendra skipa þarna. Þetta þýðir líka að nú emm við íslendingar hér suðvestanlands ekki bundnir við Reykjavík eða aðr- ar hafnir við Faxaflóann hvað varð- ar skipakomur stærri skipa, t.d. far- þegaskipa. Sem þýðir aftur að í Þor- lákshöfn er rétt eins hægt að taka á móti farþegaskipi og afgreiða far- þega til og frá landinu. Það væri ekki amalegt ef við gætum tekið skip í Þorlákshöfn og siglt suður á bóginn, til Frakklands, Spánar eða annarra landa með skipi sem hefði fasta viðkomu í Þorlákshöfn. Eða Norrænu sem kæmi viö í Þorláks- höfn jafnt og á Seyðisfirði. Ekki myndi vanta farþegana hér frá þétt- býlissvæðinu. Ég hef þá trú að einhverjir fram- takssamir menn muni sjá til þess að þetta megi gerast. Líka væri hægt að hugsa sér að fragtskip, portú- gölsk eða önnur, sem hefðu eitt- hvert rými fyrir farþega, kæmu við í Þorlákshöfn til þess að taka far- þega fram og til baka. - Löngu er tímabært að fólki frá þéttbýlasta svæði landsins eigi þess kost að komast frá landinu með öðrum hætti en flugleiðis. I>V Góður gítarleikur í Mósaíkþætti Ragnar skrifar: Það er ekki oft sem í boði er að hlýða á raunverulega listamenn sem koma fram einir og sjálfstæðir í sjónvarpsþáttum hér. En þægileg tilbreyting varð þar á í síðasta Mósaíkþætti Sjónvarpsins, sl. mið- vikudag. Þar lék gítarleikarinn Einar Kristján Einarsson „Minn- ingar frá Alhambra" eftir Isaac Al- béniz. Þetta var líkt og þegar píanó- leikari leikur eitthvert stykki en slíkt býður sjónvarp hér áhorfend- um alltof sjaldan. Einleikarar eru jú á eigin vegum en það er ekki víst að áhorfendur geri sér grein fyrir því að það er ekki áreynslulaust að vita af nærmyndinni, þar sem engu er leynt um fingraflmi viö hljóðfær- ið. Þetta var frábær gítarleikur, svipmynd af konsert, en alltof stutt. Takk fyrir samt. Slæmt aögengi í Myllukaffi í Kringlu Guðfinna Magnúsdóttir hringdi: Ég er fatlaður einstaklingur og þaif að notast við sérhæft aðgengi þegar ég fer á mannamót. í Kringl- unni var ég stödd nýlega og fór m.a. í Myllukaffi í byggingunni. Þar lenti ég fþeim vandræðum að kom- ast ekki í veitingasalinn af eigin rammleik í stólnum en fékk aðstoð til að fara krókaleið á bak við. Þetta er ekkert einsdæmi á opin- berum stöðum. Víða er enn slæmt aðgengi fyrir fatlaða. Ég heiti á for- ráðamenn þjónustustofnana í Kringlu og annars staðar að bæta nú úr þessum ágalla. Það heyrir líka til nútíma viðskiptahátta. Löng augnablik farsímanna Steini hringdi: Ég er löngu orðinn leiður á að hringja í farsímana. Eingöngu vegna þessara leiðindasvara sem maður fær þar oftast: „í augnablik- inu getur verið slökkt á símanum eða hann utan þjónustusvæðis". Ég skelli venjulega tólinu á um leið og ég heyri minnst á „augnablikið" sem er líka svo langt og endurtekið að ekkert þýðir að bíöa. Og heldur ekki að hringja aftur. Það hlýtur að vera tæknilega hægt að breyta þarna um þannig að a.m.k. megi skilja eftir skilaboð til viðkomandi persónu sem ber síma sem slökkt er á eða er „utan þjónustusvæðis". Lífeyrissjóðs- greiðslur opinberra starfsmanna Sighvatur hringdi: Ég vissi ekki fyrr en nýlega að opinberir starfsmenn eru svo miklu betur settir í launum en við, almenningur, líka varðandi lífeyr- isgreiðslur. En það mun vera stað- reynd að opinberir starfsmenn hafa sem nemur einum mánaðarlaunum ár hvert í lífeyrisgreiðslur, umfram alla aðra launamenn í landinu. Sé þetta sannleikanum samkvæmt hefur verið þagað vel og lengi yfir þessum sérstöku hlunnindum opin- berra starfsmanna. - Og svo stönd- um við skattgreiöendur undir öllu klabbinu eins og venjulega. Verður aldrei lát á ranglætinu? Ómerkileg myndbönd Pétur hringdi: Mér fmnst lítið koma til þessara myndbanda sem eru sýnd á sjón- varpsstöðvunum, þar sem annars ágætar söngkonur í dægurlaga- bransanum eru að syngja og lítið annað aö sjá en heimskulegar fantasíur imdir söngnum. Hvers vegna ekki að hafa þessi myndbönd fáránleikafrí? Með söngvaranum (karli eða konu) einum? Það væri ólíkt skemmtilegra og áheyrilegra. Myndböndin sem sýnd eru þessa dagana sem uppfyUingarefni með þekktum íslenskum söngvurum eru óaðlaðandi og hafa lítið auglýs- ingagildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.