Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 16
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 DV tomenning ** *------ IVertu Kópavogsskáldiö Eyvindur hefur sent frá ser bókina Vertu meö 36 ljóðum, mislöngum og mis- lægiun, í fjórum aðalþáttum, svo og rúnakviðu í þrisvar sinnum átta erindum eöa þrem ættum hins upprunalega rúnastafrófs norrænna þjóða, j ný Völustef. Einnig eru þýðingar á ljóðum fjög- | urrá helstu skálda Filistea og Drúsa. Yrkisefni Eyvindar eru ýmsar náttúrur | mannsins, svo og móðir náttúra. Iðulega eru þær náttúrur þó samofnar og sem dæmi um það S birtist hér ljóðið „Á vetri": Á vetri ástar okkar þegar hríöin bylur skefur yfir augnlok snjóar inn í kuöung heglir i sál og ég hugsa: Hvencer! Bókin er gefm út hjá And- blæ og prentuð á vistvænan pappír. Fyrir síðustu bók sína, skáldsöguna Landið handan ^arskans (1997), hlaut Eyvindur Bókmennta- verðlaun Haildórs Laxness. Sígildir ljóðleikir Leiioélag Reykjavíkur stendur i vetur fyrir leiklestri sígildra ljóðleikja í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þefr sem fluttir verða eru Ofjarlinn eftir Frakkann Pierre Comeille, Lífiö er draumur eftir Spánverjann Don Pedró Cald- erón de la Barca, Kóríólanus eftir Englending- inn William Shakespeare og Hyppólítos eftir Grikkjaim Evrípídes. Enginn þeirra hefúr veriö fluttur áður á íslensku. Leikfrnir era meðal mögnuðustu verka leik- listarinnar og sýna lika ómetanlega hæfileika þýðandans, Helga Hálfdanarsonar. Allt era þetta leikrit í bundnu máli eins og stór hluti leikbók- mennta heimsins. Fyrsti lestur verður á Litla sviði Borgarleik- hússins á miðvikudagskvöldiö kl. 20.00. Þá verð- ur fluttur ljóðleikurinn Lífið er draumur eftir Don Pedro Calderón de la Barca (1600-1681) eitt höfuðskálda Spánverja á 17. öld. Hann skrifaði yfir 400 verk, þar af eru 108 gamanleikir þekkt- ir og 73 trúarlegir hátíðaleikir aúk harmleikja og sögulegra leikverka. Lífið er draumur (La vida es sueno) er eitt þekktasta verk hans ásamt Hinu stóra alheimsleikhúsi (Gran teatro del mundo). Leiklesarar era Ámi Pétur Guðjóns- son, Halldór Gylfason, Hjalti Rögnvaldsson, Jón Hjartarson, Kristján Franklín Magnús, Rósa Guðný Þórsdóttir, Vaigerður Dan, Þórhallur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnarsson Solveig á bók Leikrit Ragnars Amalds, Solveig, sem nú er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins, er komið út á bók. Það fjallar sem kmrnugt er um ástir Solveigar vinnukonu og séra Odds, prests á Miklabæ í Skagafirði, á seinni hluta 18. aldar. Bókin er prýdd fjöl- mörgum myndum úr sýningunni. Leikur gefúr út. Góð rödd er ekki nóg Sólrún Bragadóttir: Maður þarf að vera ungur og með olnbogana í lagi. DV-mynd Pjetur Sólrún Bragadóttir sópransöngkona hefur verið á söngferðalagi um landið undanfama daga og lýkur ferðinni með tónleikum í Hafnarborg í Hafnarfirði á miðvikudagskvöldið. Hún er búsett í Hannover í Þýska- landi og „gerir út“ þaðan til óperuhúsa í Evrópu en ein- staka sinnum kemur hún heim til að syngja. Við sáum hana síðast í Cosi fan tutte í íslensku óperunni í fyrra, nýstárlegri sýningu sem fram fór á baðströnd. Ekki líkaði öllum óperuunnend- um að hafa þær systur í sundbolum á sviðinu en Sól- rún segir að nútímaupp- færslur á gömlum óperum séu frekar venjan en hitt er- lendis. „Ég hef sungið greifa- frúna í Brúðkaupi Fígarós í ótal uppfærslum og bara einu sinni fengið að bera Mozarthárkollu,“ segir hún hlæjandi. En hefur hún oft farið í tónleikaferðir út á land? „Já, já, og það er ekki síst honum Jónasi Ingimundar- syni að þakka,“ segir hún, „hann hefur verið svo dug- legur að rífa okkur söngvar- ana með sér um landið. Mér hefur þótt afskaplega gaman á þessum ferðalögum - jafn- vel þó að ekki hafi komið nema tólfl Einir skemmtilegustu tónleikar sem ég man eftir voru norður i Axarfirði; þá komu fjórtán, tínd- ust inn allt of seinir! Manni finnst eðlilegt að fáir komi í litlum plássum en ef það koma bara fimm á stöðum þar sem tónlistaráhugi er mik- ill, þá verður maður svolitið súr.“ Sólrún er líka að senda frá sér geisladisk og að nokkru leyti er efnisskrá tónleikanna sam- eiginleg honum - þó ekki alveg. „Á diskinum eru eingöngu íslensk lög en ég kem svo sjaldan heim að mig langaði til að flytja fleira. Ég tek tíu lög af diskinum og auk þess mótettu eftir Mozart, nokkur Brahms-lög, ítalskar aríur og lög eftir Bernstein - sitt lítið af hverju til að sýna mínu fólki hvað ég er að gera.“ Undirbúningurinn fyrir útgáfuna hefur tekið mikinn tíma í sumar og haust og eins gott að Sólrún skuli vera lausráðin. En það er áhætta að vera ekki á fostum samningi. „Stundum koma öll tilboðin í einu og maður verður að velja á milli þeirra, svo kemur kannski stórt gat. En ég ræð mér sjálf og tek þeim hlutverk- um sem ég hef áhuga á að syngja. Síðast söng ég greifynjuna í Brúðkaupi Fígarós í Dússeldorf, einnig hef ég sungið á ljóðatónleik- um og óperugalakvöldum og svo er ég að und- irbúa donnu Önnu í Don Giovanni í Liége í Belgíu. En héðan fer ég til New York til að kanna tækifærin þar. Ég hef svolítið reynt að skrifa umboðsmönnum þar vestra og senda þeim spólur en ekki fengið nein svör. Slíku efni rignir sjálfsagt yfir þá jafnt og þétt. Ég ætla að reyna að mæta bara á staðinn." Hollywood-stefnan - Hvaða ráð myndir þú gefa ungri söngkonu núna á leið út í lífið? „Þessi heimur fer versnandi með hverju ári, finnst mér. Þegar ég byrjaði var Hollywood- stefnan ekki eins eindregin og nú orðið. Nú þarf útlitið að vera glæsilegt, maður þarf að vera ungur og með olnbogana í lagi,“ og Sólrún ýtir duglega frá sér með báðum olnbogum í ímyndaðri mannþröng. „Framboðið á úrvals söngvurum er svo mikið að menn geta leyft sér að vera með alls konar kröfur. Viss lausn er að fá góðan umboðsmann, en þeir eru sannarlega ekki á hverju strái.“ - Myndirðu bara segja henni að hætta við? „Nei, alls ekki! Margir sögðu mér að hætta við í byrjun, sögðu að það þýddi ekkert fyrir mig að syngja fyrir í Þýskalandi af því ég tal- aði ekki reiprennandi þýsku en ég fékk strax vinnu. Fyrsta skilyrðið er að hafa góða rödd en hún ein nægir ekki. Þú verður að hafa innra með þér óstjórnlega löngun - eða köllun - til að gefa af þér i söng. Ég er tilfinninga- næm manneskja og ekkert fyr- ir að ryðja mér leið áfram og stundum hef ég verið gráti nær og við það að gefast upp. En ég ris alltaf aftur upp - bara af því að þetta er eitthvað sem ég verö að gera.“ Tónleikarnir í Hafnarborg á miðvikudagskvöldið hefjast kl. 20.30. Hringir og lóðréttir strimlar Það er eitthvað frumstætt, í merkingunni upprunalegt og goðsagnalegt, við myndraðimar tvær, aðra á striga og hina á pappír, sem Guð- munda Andrésdóttir sýnir nú í Gallerii Ingólfs- stræti 8. Allar eru þær byggðar upp með svipuð- um hætti. Markað er fyrir stóra og óreglulegu hringformi ofarlega og utan miðju á hverjum myndfleti en þar fyrir neðan „standa" nokkrir lóðréttir og mismunandi langir strimlar hlið við hlið á ímynduðum grunni og trappa sig upp til vinstri. Guðmunda beitir einvörðungu frumlit- unum, hvort sem er í hringjunum eða strikun- um, dregur auk þess nokkrar lóðréttar línur með svartkrít eins og til að hnykkja á lóðréttu strimlunum. Ekkert er beinlínis gert til að koma til móts viö áhorfandann, gera honum rýnina ánægju- legri, teikningin í myndunum er stríð, allt að því hranaleg og litanotkunin óblið. Svo ekki sé minnst á strangleita og ósveigjanlega form- gerðina sem áður er nefnd. Og ætli áhorfandinn að leita sér upplýsing- ar í sýningarskrá grípur hann í tómt, því innvolsið í henni er eins orðlaust og mjallahvítt og bak- grunnur þessara mynda. Það er engu líkara en listakonunni sé í mun að árétta að það formræna samspil sem hún leggur hér upp með sé ekki einhvers konar hlut- laus fagurbræðingur, til skoðunar út frá forsend- um formhyggjunnar og hins „hreina máls mynd- listarinnar" - það mál var einmitt reifað í Lista- safni íslands fyrir skömmu - heldur sé hér til umfjöllunar sá tilvistarlegi vandi sem ævinlega Guðmunda Andrésdóttir: Mynd, 1998. hefúr blasað við manninum. Svo vitnað sé í Tol- stoy: „Til hvers eru dagar?“ Því er það að ég nefndi hið frumstæða og goð- sagnalega hér i upphafi. í hellamyndum og Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson myndletri birta frummenn reynslu sína af nátt- úrukröftmn og máttarvöldum. í „myndletri" Guðmundu, sem er afrakstur margra áratuga speglasjóna, er eins og birtist okkm: mannleg til- vist í hnotskum: uppréttur maður - lóðréttur strimill - gegnt ósegjanlega voldugri - guðlegri? - náttúra. Það er allt og smnt. En kannski nóg, svo fremi sem við höldum reisn okkar. Þegar upp er staðið verður að bera virðingu fyrir listamanni sem ekki skirrist við að færa áhorfendum sínum svo vægðarlausan boðskap eftir nærri fimmtíu ára feril. Rússneskir tónar í Iðnó Tónleikaröðin í Iðnó heldur áfram annað kvöld kl. 20.30. Þá leikur Camerarctica kammer- verk og leikhústónlist eftir Stravinskí, Prokofjev og Snittke.Camerartica-sveitina skipa þau Ármann Helgason, Hildigunnur Halldórs- dóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Sigurður Halldórsson en enn- fremur koma fram Rúnar Vilbergsson fagott- leikari, Emil Friðfmnsson homleikari og Miklós Dalmay píanóleikari. Strákar á móti stelpum Keppni í leikhússporti heldur áfram í Iönó í kvöld kl. 20.30. Þá verður skipt í strákalið og stelpulið sem bítast munu um hylli áhorfenda og dómara sem munu í eitt skipti fýrir öll skera úr um hvort kynið er betra í leiklist. Komið og hvetjið ykkar kyn! Volvo Lapplander í kaupbæti Otgáfúfélagið Bjartur hefur ákveðið að heiðra þjóðina fyrir góðar viðtökur á bók Huldars Breiðíjörðs, Góðir íslendingar. Huldar fór sem kunnugt er og sagt er frá í bókinni i tveggja mánaða hringferð um landið um hávetur á Vol- vo Lapplander sem reyndist pilti hinn besti ferðafélagi. Heiðrun Bjarts er fólgin í því að inni i 3000. (=þrjú þúsundasta) eintaki bókarinnar er ávísun á Lapplanderinn og hlýtur kaupandi þess eintaks bifreiðina i kaupbæti. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.