Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Síða 18
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 JLj"V
★
18 *
menning
★ *■'
Hvers má óska sér frekar?
Það var einvalalið tónlistarmanna
sem kom fram á tónleikum í Iðnó sl.
laugardag í tilefni þess að liðinn er ald-
arfjórðungur síðan Áskell Másson hóf
feril sinn sem tónskáld. Efnisskráin var
að sjálfsögðu helguð verkum eftir Áskel
en verkin átta, sem valin höfðu verið,
voru með jafnmörgum hljóðfæraskipun-
um og spönnuðu tuttugu ára tímabil frá
1978-98.
Tónskáldið varð fyrstur til að stíga á
sviðið með darabúku undir hendi og lék
ásamt Einari Jóhannessyni klarinettu-
leikara Fantasíu frá árinu 1983. Verkið
byggist á ljóði eftir Lí Pó, Árstiðimar, er
í fjórum samliggjandi köflum og spann-
ar breiðan tilfmningaskala með ljóð-
rænni línu klarínettsins og óvenjulegri
samtvinnun þessara tveggja ólíku hljóð-
færa. Guðmundur Kristmundsson lék
því næst Kadensu sem Áskell samdi upp
úr víólukonsert sínum árið 1987. Ein-
manakenndin er ríkjandi í verkinu og
ljúfsár tónn víólunnar einkar vel fallinn
til að túlka hana.
Það sem einkenndi verkin á þessum
tónleikum og sameinaði þau þó ólík
væru var einmitt þessi ideómatíska notkim
Áskels á hljóðfærunum. Hann hefur einstakt
næmi fyrir tóni og getu hvers hljóðfæris fyrir
sig og nýtir sér möguleika þess til hins ýtrasta
og oft á óhefðbundinn hátt. Slagverkið er hans
sérgrein sem kom berlega í ljós í „Partita
(Noktume)“ frá 1989 sem þeir Einar Kristján
Einarsson og Steve van Oosterhoot léku en
seiðandi tónamir og galdrakúnstir Steves
héldu manni hugföngnum allan tímann.
Askell Másson - vel heppnuð veisla.
í sónötu fyrir fiðlu og píanó frá 1993 kveður
við allt annan tón, allt að því rómantískan
með eilítið rússneskum andblæ á köflum.
Svellandi tilfinningar, dramatík og melankól-
ía virtust eiga ákaflega vel við þær Sigrúnu
Eðvaldsdóttur og Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur og léku þær þetta erflða stykki af mikl-
um glæsibrag. Vart þarf að taka fram að öll
verkin vora einstaklega vel leikin enda hér
fagmenn á ferð og hvers er hægt að óska sér
frekar á slíkum tímamótum en að fagna
þeim á þennan hátt. Bryndís Halla
Gylfadóttir lék t.d. elsta verkið Hrím frá
1978 af þvílíkri innlifun og krafti að
maður hreint og beint gat ekki annað en
sannfærst. Þar á eftir léku Sigurður
Ingvi Snorrason og Anna Guðný nýjasta
verk Áskels, Sónatínu, sem hann samdi
sérstaklega meö þau í huga. Flott verk
með eilítið drungalegu yfirbragði en það
birtir til í skemmtilegum miðkafla sem
Tónlist
Arndfs Bjdrk Ásgeiisdóttír
þó leitar aftur inn i myrkrið. Blásaraka-
vintett Reykjavíkur framreiddi því næst
af mikilli snilld „blásarakvintett“ frá
1991. Um verkið er skrifað í efnisskrá að
þar sé m.a. vitnað í tvö þjóðlög en þótt
eyrun væm sperrt gat ég ómögulega
greint nema Liljulagið sem skipt var
milli hljóðfæra í skemmtilega skrifuðu
verkinu.
Rúsínan í pylsuendanum var „Rhythm
strip“ frá 1997 fyrir snerritrommm- þar sem
þeir Steve og Pétur Grétarsson fóm hamför-
um í miklum damaðardansi. Ef draga á ein-
hverja eina niðurstöðu af tónlist Áskels eftir
þessa tónleika verður að segjast að hún er
langt því frá að vera léttmeti heldur gerir
miklar kröfur til flytjenda sem og áheyrenda
og er það vel.
Að lifa á landsins gæðum
Vargatal. Það setur hroll að innisetumanni.
Sennilega er þaö forsögulegur hrollur, kyn-
slóðaminnið frá harðindavorum þegar glor-
soltin bjamdýr gengu á land, þegar dýrbítur-
inn engu eirði, skæðari hverjum sauða-
þjófi og slagaði hátt upp í úti-
legumanninn í þjóðarvit-
undinni.
En hvað er hægt að skrifa
um varga? Tími kraftaskáld-
anna sem drápu tófuna jafnvel
úr prédikunarstólnum með
orðsins kynngikrafti er liðirm. í
það minnsta hefúr engu skáld-
menni tekist að hrófla við minkn-
um, þeim blóðþyrsta fjöldamorð-
ingja. Er þetta máske eitt af þess-
um fallega myndskreyttu ritum
sem sóma sér á sófaborði? Nei, eng-
ar myndskreytingar en þó fullt af
myndum, skáldlegum myndum af þeim dýra-
tegundum sem þrauka viö að lifa af landsins
gæðum, þó ekki eins og sauðkindin sem nú er
orðinn einn versti bitvargur landsins í huga
kyrrsetumannsins sem mærir gróðurlendið úr
mjúku bílsæti. Nei, þær tegundir sem drepa
sér til matar, lifa á öðrum líkt og mannskepn-
an sjálf og em lítt óvandari að meðulum.
Sigfús Bjartmarsson er þekktastur sem ljóð-
skáld en þó kom út fyrir nokkram áram eftir
hann dágott smásagnasafn og með Vargatali
sínu sýnir hann og sannar að hann er I
fremstu röð þeirra er óbundið mál rita.
Vargatal samanstendur af átján þáttum
um íslenska varga (athyglisvert er að
bókarkápan nefnir aöeins sautján en
þeim átjánda, mannskepnunni, er
sleppt). Þetta era ekki góðkunningjar
bamanna úr húsdýragarðinum heldur
gamlir ógnvaldar, ________________
hvítabjöm og
tófa, yngri skað-
valdar eins og
minkurinn og
alætur líkt og
svartbakurinn og
Bókmenntir
Geirlaugur Magnússon
úrulýsing, lýsing á harðbýlu en ægifogra
landi. Víða er komið við, allt frá hafísbreiðum
norðursins til skolpræsa höfuðborgarinnar,
frá hafdjúpum til fuglabjarga. Þó að þetta sé
ekki fræðirit í hefðbundnum skilningi er hér
dreginn saman mikill fróðleikur, að minnsta
kosti fyrir auman skrifborðsþræl. En fyrst og
síðast er þetta fallegur texti, oft ljóðrænn en
lika hlaöinn húmor, oft nokkuö harðneskju-
legri kerskni sem verður þó aldrei leiðigjöm.
Nútíminn fær ekki háa einkunn hjá Sigfúsi
________________ sem að mínu viti er okk-
ar eina heimsósómaskáld
um þessar mundir. En
það er enginn kvörtunar-
tónn, hann kann ekki
enn fremur en tófan að
kvarta.
brúnrottan, að manninum ógleymdum. Þama
era og tígulegir fuglar, valur og haföm, spak-
ar uglur, og aðrir óæðri; kjói, skúmur og síla-
máfur. Ekki er heldur hrafninum sleppt og
það er aldeilis ekki kramminn á skjánum;
óvíst hvort almættið launar fyrir hann. Þá
gleymast og ekki lagardýrin; landselur, útsel-
ur og sjálfur sæúlfurinn sem nú er þekktari
sem háhymingur.
Þessi bók er ekki síður landlýsing en nátt-
Þessir vargaþættir era okkur bókavörgum
hreinasta lostæti, en þar sem ég þekki lítt til
veiði og veiðihvatar era þeir mér fremur
konfektmolar en villibráð, heil konfektaskja
sem mun endast ekki aðeins þessi bókajól
heldur og margar stundir framvegis.
Sigfús Bjartmarsson:
Vargatal.
Bjartur 1998.
Hvað sem er getur komið
fyrir hvern sem er
Fyrsta skáldsaga indversku konunnar
Arandhati Roy, Guð hins smáa, hefúr
slegið í gegn víða um lönd og hlaut
bresku Bookerverðlaunin árið 1997.
Sagan er listavel samin og gefur undra-
verða sýn inn í einkaheim bamsins
sem svo furðu fljótt fymist yfir þegar
manneskjumar fullorðnast. Roy opn-
ar þennan heim upp á gátt þannig að
lesandinn sér veröldina með augum
barnsins sem skynjar ástina og
grimmdina á allt annan hátt en
þeir fullorðnu. Hún lýsir því síðan
á átakanlegan hátt hvemig þeim full-
orðnu tekst aö loka heimi bamsins allt of
snemma og þvinga þaö til að takast á við hluti
sem það hefur hvorki vit né þroska til að
takast á við.
Sögusvið bókarinnar er Keralafylki á Suð-
ur-Indlandi undir lok sjöimda áratugarins þar
sem takast á ólík viðhorf og fordómamir
brjótast út þegar minnst varir. í þorpinu
Ayemenem búa tvíburamir Rahel og Estha
ásamt Ammu móður sinni, Mammachi
ömmu sinni, Chacko móður-
bróður sinum og afasystur
sinni, Baby Kochamma, bit-
urri, fyrrverandi nunnu sem
eyðir lífi sínu í að harma
manninn sem hún aldrei fékk.
Tvíburarnir lifa
þægilegu og
vemduðu lífi í
þessu skjóli allt
þar til Sophie Mol,
frænka þeirra frá
Englandi, og móðir
hennar koma í heimsókn. Þá kom-
ast tvíburamir að raun um að hið góða þarf
ekki endilega að vara að eilífu - „að hvað sem
er getur komið fyrir hvem sem er“ (196). Sú
uppgötvun hvolfist yfir fyrirvaralaust og rúst-
ar í einni andrá trú þeirra á lífið, fegurðina og
ástina.
Sagan er bæði hæg og nákvæm en um leið
þrangin spennu sem fyllir lesandann þvilíku
óþoli að hann getur ekki hætt að lesa. En það
er ekki bara spennan sem heldur lesanda við
efnið heldur fegurðin og hnyttnin í textanum
sem endurspeglar ástina á lífinu - þrátt fyrir
allt. Framandlegt umhverfið, lykt, litir og
skynjun, verður ljóslifandi og margar lýsing-
amar era yfirþyrmandi fallegar, t.d. lýsing á
ástarfúndi elskenda sem er
meinað að eigast og geta engu
lofað nema í mesta lagi stuttri
stund af morgundeginum.
Tæplega hefur verið auðvelt
verk að koma Guði hins smáa
yfir á íslenska tungu svo ekki
sé talað um annað hér en alls kyns orðaleiki
og útúrsnúninga sem úir og grúir af í textan-
um. Ólöf Eldjám hefur greinilega lagt sál sína
í verkið og skilar áleitinni og sterkri sögu til
lesandans á hljómfagurri og fallegri íslensku.
Arundhati Roy:
Guð hins smáa.
Þýðing: Ólöf Eldjárn.
Forlagið 1998.
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
Afgreiðslutími bókasafna
Stúdentar hafa mótmælt því hvað þjóðar-
bókhlaöan er opin stuttan tíma á dag. Áður
vora hlutar þessa mikla bókasafns dreifðir
um herbergi hér og hvar í háskólabygging-
unum þar sem stúdentar gátu lesið fram eft-
ir öEu; nú hefur öllu verið safnað saman í
þetta (fallega) hús sem ekki er opið á kvöld-
in. Þetta minnir enn þá einu sinni á hvað ís-
lendingar eru litið þjónustulundaöir.
í Bielefeld I Þýskalandi er stór háskóli
sem allur er undir einu (geysilega stóru)
þaki. Þar er hreinlega allt sem einn náms-
maður þarf á að halda dags daglega: fyrir-
lestrasalir, búðir, bankar, sundlaug, veit-
ingahús ... Og bókasafn.
Þetta bókasafn er á allri annarri hæð
byggingarinnar. Á tugum þúsunda fer-
metra. Og það er opið frá sjö á morgnana til
eitt á næhimar. Þeir sem búa i húsunum
kringum háskólann geta horft á hann
myrkvast þegar kvölda tekur - fyrir utan
samfellda ljósrönd sem hlykkjast eftir hon-
um endilöngum, álmu fyrir álmu - og sá
sem heima situr getur séð fyrir sér ótal úfiia
kolla grúfa sig yfir bækur, tölvur og skrif-
blokkir.
Þama er bókasafnið til fyrir fólkið sem
þarf að nota það.
Andvari kominn
Andvari, ársrit Hins íslenska þjóðvinafé-
lags, er kominn út undir ritstjóm Gunnars
Stefanssonar, fullur svo út af flóir af áhuga-
verðu efni. Hið sígilda æviágrip er aö þessu
sinni mn sr. Sigurð Pálsson vígslubiskup
eftir Gunnlaug A. Jónsson prófessor.
Tveir gagnrýnendur DV eiga greinar í
heftinu. Ármann Jakobsson skrifar
skemmtilega grein um Jón Thoroddsen
skáld, son Theodoru, sem dó svo sorglega
ungur. Greinin heitir „Efinn kemur til
sögu“ og sýnir fram á að þau mæðgin hafi
leitt inn nýja tíma í íslenskri ljóðagerð. Jón
Yngvi Jóhannsson tekst á við alvöra tröll í
sinni grein, „Bergrisi á Bessastöðum". Þar
rekm- hann túlkun
Sigurðar Nordal á
Ijóði Gríms Thom-
sens, „Bergrisi á 19.
öld“, og sýnir fram
á að ekki aðeins
hafi Sigurður
mistúlkað kvæðið
heldur hafi
ffæðimenn étið
þá túlkun eftir
honum síðan
og Grímur far-
iö herfilega út
úr öllu saman. Jón
gerir síðs
Grim og búa til nýja mynd af honum - enda
trúir hann því „að það aö hætta að hugsa
um Grím sem nátttröll opni útsýn til ýmissa
átta í skáldskap hans“.
Kristján B. Jónasson skrifar um tvær
skáldsögur Indriða G. Þorsteinssonar, 79 af
stöðinni og Land og syni, og opnar þær á
óvæntan hátt í greininni „Rödd úr hátalara
- skilaboð í tóttarvegg“. Jón Viðar Jónsson
skrifar greinina „Af óskrifaðri leiklistar-
sögu“ og rökstyður ýtarlega það mat sitt að
ritið Leikfélag Reykjavíkur - Aldarsaga sem
út kom á afinælisárinu 1997 sé ekki endan-
leg saga þess félags.
Meðal annars efhis í heftinu má nefna
þýðingar Sverris Hólmarssonar á Ijóði eftir
Wailace Stevens og tvær Ijóðaþýðingar Am-
heiöar Sigurðardóttur.
Sögufélag annast dreifingu Andvara.
TAXI
Umsjónarmaður menningarsíöu játar á
sig ást á dönsku þáttaröðinni um leigubíla-
stööina sem sjónvarpið sýnir á fhnmtudags-
kvöldiun. Hún sameinar allt það besta úr
evrópskri og amerískri sjónvarpsþáttagerð,
góðan og djúpan leik, samfélagslegan skiln-
ing og áhuga og spennandi þræði sem era
þétt og vel ofiiir saman. Þeim sem hafa forð-
ast þá af einhveijum ástæðum er bent á að
gefa þeim sjens, þó ekki væri nema fyrir þá
skuld að „við“ eigum hlut aö þremur þátt-
um seint í þessari fyrstu syrpu. Sveinbimi
I. Baldvinssyni var boðið aö vinna handrit
að þeim ásamt tveimur Dönum þegar verið
var að undirbúa þáttaröðina.
Síðan hafa þættimir oröið geysilega vin-
sælir í heimalandinu og grannlöndum og nú
slást norrænir rithöfundai- um að fá að vera
með. Ólíklegt er því að íslenskum höfúndi
verði boðið aftm- í bráö að koma á bátinn.